Morgunblaðið - 18.02.1999, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Olía lak
í Reykja-
víkurhöfn
HÁTT í 100 lítrar af olíu láku
í sjóinn úr dælu olíuskilju
varðskipsins Ægis um klukk-
an 15 í fyrradag, þar sem það
lá við Ingólfsgarð í Reykja-
víkurhöfn.
Starfsmenn frá mengunar-
vörnum sjávar hjá Hollustu-
vernd ríkisins og starfsmenn
Reykjavíkurhafnar komu á
vettvang. Tveir dælubílar
hreinsuðu olíuflekkinn upp af
sjávarborðinu. Hreinsunai'-
starf tók um tvær klukku-
stundir.
FRÉTTIR
Félagsmálaráðherra hyggst samþykkja tillögu flóttamannaráðs
NÆSTI hópur flóttamanna kemur
til landsins í júní og hefur honum
verið valinn staður í Fjarðabyggð.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
segir að um 25 einstaklingar verði í
þessum hóp en ekki sé ljóst hve
margar fjölskyldurnar verða né
heldur hvar fólkið verður til heimil-
is.
Flóttamannaráð gekk í fyrradag
frá tillögu um málið sem félags-
málaráðhen'a hyggst samþykkja.
Flóttamennimir verða líklega frá
Króatíu og líklega af blönduðum
hjónaböndum. „Það væri að mörgu
leyti hentugast fyrir okkur að taka
á móti Serbó-Króötum vegna þess
að við höfum reynslu af því að taka
á móti þeim og höfum aflað okkur
gagna sem að gagni geta komið við
íslenskukennslu,“ sagði félags-
málaráðheiTa.
25 flottamenn til
Fj arðabyggðar
Þrjú sveitarfélög komu til greina
í þessu sambandi, þ.e. Siglufjörður,
Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar.
Siglfirðingar áttu umsókn frá fyrri
tíð en félagsmálaráðherra segir að
vegna rækjubrests séu ekki góðar
horfur í atvinnumálum þar nú um
stundir og dró Siglufjörður um-
sóknina til baka. Niðurstaða flótta-
mannaráðs var sú að Fjarðabyggð
tæki á móti flóttamönnunum.
Fjarðabyggð þótti hafa góð skil-
yrði til að taka á móti þeim. Þar er
nægt húsnæði og atvinna og þar er
fjórðungssjúkrahús, framhalds-
skóli og góð félagsþjónusta.
„Mér fínnst flóttamannaverkefn-
ið hafa gefið góða raun. Islending-
ar hafa skyldur sem rík þjóð í sam-
félagi þjóðanna að hjálpa nauð-
stöddum. Eg hef lagt áherslu á að
það væri gert með myndarlegum
hætti með því að taka vel á móti
flóttamönnum og hjálpa þeim til að
aðlagast íslensku samfélagi," sagði
félagsmálaráðherra.
I tíð Páls Péturssonar félags-
málaráðherra hefur verið tekið á
móti um 100 flóttamönnum á fsa-
firði, Höfn í Hornafirði og á
Blönduósi. Flestir eni frá Krajína-
héraði í Króatíu.
Félagsmálaráðherra segir að
það hafi vakið athygli erlendis
hvernig íslendingar hafa staðið að
þessum málum og sendi breska
sjónvarpsstöðin BBC t.a.m. sjón-
varpslið til að gera þátt um málið.
Hér á landi njóta flóttamennirnir
framfærslu nTíisins fyrsta árið en
eru eftir það á eigin vegum og
njóta félagsþjónustu síns sveitarfé-
lags. Annars staðar sé þannig stað-
ið að málum að flóttamönnum er
heimiluð vist en ekkert svipað gert
í því að aðlaga þá vistinni og hér-
lendis. Á hinum Norðurlöndunum
séu komin upp mikil vandamál af
þessum sökum sem erfitt sé að
leysa úr.
Gæsastofninn á Reykjavíkurtjörn
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Húmanistaflokkur-
inn býður fram í al-
þingiskosningum
HÚMANISTAFLOKKURINN
hefur ákveðið að bjóða fram í
næstu alþingiskosningum, segir í
fréttatilkynningu sem flokkurinn
sendi frá sér í gær.
Flokkurinn hefur ákveðið að
bjóða fram í Reykjavík og á
Reykjanesi og stefnan er að reyna
að bjóða fram í öllum kjördæmum,
sagði Kjartan Jónsson, sem skipar
1. sæti listans í Reykjavík. Meth-
úsalem Þórisson skipar 2. sæti list-
ans í Reykjavík. Kjartan sagði að
takmark flokksins í kosningunum í
vor væri að fá mann á þing en hann
taldi það samt frekar óraunhæft
eins og staðan væri í dag.
„Rauði þráðurinn í okkar bar-
áttu er mannréttindabarátta,“
sagði Kjartan. „Við viljum leggja
mesta áherslu á afnám fátæktar á
íslandi."
í yfirlýsingu frá flokknum kem-
ur fram að það sé algerlega óviðun-
andi að á Islandi skuh finnast fá-
tækt þar sem landið sé með 5.
hæstu þjóðartekjur á mann af
OECD-ríkjunum. Til þess að af-
nema fátækt vill flokkurinn að lág-
marksframfærsla fyrir hvern ein-
stakling verði 90.000 krónm' og að
sett verði lög um að lágmarkslaun
verði 100.000 krónur sem og skatt-
leysismörk.
Tillaga flokksins er að fjár-
magna þetta með því að bylta líf-
eyi-issjóðakerfinu, koma á gegnum-
streymissjóði að hætti Svía, þar
sem ekki er persónuleg uppsöfnun
heldur er borgað beint út til ör-
orkubóta og ellilífeyris það fé sem
greitt er í sjóðinn. Áuðlindagjald af
fiskistofnum og veltuskattur af
verðbréfaviðskiptum yrði einnig
notaður til að fjármagna hækkun
skattleysismarka og lágmarks-
launa.
Húmanistaflokkurinn bauð fyrst
fram í sveitarstjórnarkosningunum
árið 1986.
Skýrsla endurskoðanda lögð fram á hreppsnefndarfundi í V-Landeyjum
Yerulegar mis-
færslur í bókhaldi
hreppsins
Morguíiblaðið/Stemunn Ósk Kolbeinsdóttir
MINNIHLUTI hreppsnefndar V-Landeyjahrepps, skipaður Hirti
Hjartarsyni og Berglindi Bergniann, lýsir allri ábyrgð á fjárniálamis-
ferli hreppsins á hendur fyrrverandi oddvita og samstarfsmönnum
hans.
Fylgst
verður með
fóðrun í
febrúar
HEILBRIGÐIS- og umhverfis-
nefnd Reykjavíkur hefur sam-
þykkt tillögn um að í febrúar
verði fylgst með hversu margir
koma og gefa fuglunum sem
halda til á Tjörninni og jafn-
framt að meta hversu mikið
þeim er gefið.
í greinargerð með tillögu
þeirra Ólafs K. Nielsen og Jó-
hanns Pálssonar garðyrkju-
stjóra um gæsastofninn á Tjörn-
inni, segir að vegna umræðu um
fuglana á Tjörninni leggi þeir
til að fæðuframboð Tjarnarfugl-
anna verði mælt. Það er hversu
mikið brauð megi gera ráð fyrir
að þeir fái að jafnaði yfir vetur-
inn.
Unnt að svara fullyrðingum
Vitað er hversu margir fugl-
arnir eru og hver fæðuþörf
þeirra er og ef vitneskja fæst
um hversu mikið þeim er gefið
verði unnt að svara fullyrðing-
um um að verið sé að svelta þá.
Lagt er til að valdir verði af
handahófi fimm virkir dagar og
fimm helgidagar í febrúar og að
maður verði þessa daga við
Tjörnina meðan bjart er til að
telja hversu margir koma til að
gefa fuglunum og jafnframt
hversu mikið þeim er gefíð.
VERULEGAR misfærslur í fjár-
hagsbókhaldi Vestur-Landeyja-
hrepps komu fram við endurgerð
ársreiknings sveitarfélagsins fyrir
árið 1997. Einar Sveinbjömsson,
löggiltur endurskoðandi, lagði
fram greinargerð vegna vinnu við
ársreikninginn á hreppsnefndar-
fundi V-Landeyjahrepps í gær og
var reikningurinn tekinn til fyrri
umræðu.
I greinargerð endurskoðandans
kom fram að samþykktur ársreikn-
ingur sveitarsjóðs fyrir árið 1997
er í veigamiklum atriðum ekki í
samræmi við ákvæði reglugerðar
um bókhald og ársreikninga sveit-
arfélaga, fyrirtækja þeirra og
stofnana og er hann ekki gerður
eftir leiðbeinandi reglum Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga um
gerð þessara gagna að því er segir
í niðurstöðu greinargerðarinnar.
Þar segir ennfremur að inn- og út-
borganir hafi í sumum tilvikum
ekki verið færðar undir rétt reikn-
ingsár og færð hafa verið rekstrar-
gjöld í ársreikningum sveitarsjóðs,
sem ekki verður séð að tilheyri
sveitarsjóði.
Eggert Haukdal, oddviti V-
Landeyjahrepps, sem sagði af sér
17. desember 1998, undimtaði
ábyrgðaryfirlýsingar fyrir hönd
hreppsins án þess að formleg
heimild hreppsnefndar lægi fyrir.
4,1 milljónar skuld oddvita
við sveitarsjóð
Þá kom ennfremur fram í gi’ein-
ai-gerð endurskoðandans, að færsl-
ur hefðu verið gerðar í viðskipta-
reikningi Eggerts, sem ýmist
hefðu farið fram án heimildar eða
samþykktar hreppsnefndar eða
færslur hefðu verið gerðar án þess
að séð yrði að þær hefðu átt rétt á
sér. Þannig hefðu leiðréttinga-
færslur í viðskiptareikningi Egg-
erts leitt til þess að staða hans við
sveitarsjóð í árslok 1997 breyttist
úr inneign að fjárhæð rúmum 19
þúsund krónum í skuld upp á 4,1
milljóni króna með áætluðum van-
skilavöxtum.
Þar eru taldar 1.202 þúsund
krónur vegna ábyrgðaskuldbind-
ingar Eggerts sem hann ritaði í
nafni hreppsins með vitund tveggja
hreppsnefndarmanna en án heim-
ildar hreppsnefndar, 1.327 þúsund
króna greiðslur á árunum 1996 og
1997, sem umfram reiknuð og
gjaldfærð laun og 500 þúsund
króna bakfærð gjaldfærsla vegna
vegaframkvæmda. Á árinu 1998
greiddi Eggert 2,8 milljónir króna í
viðskiptareiking sinn hjá sveitar-
sjóði.
Hjörtur Hjartarson og Berglind
Bergmann, sem skipa minnihluta
hreppsnefndar, lögðu fram bókun á
fundinum þar sem sagði að athug-
un endurskoðandans á bókhalds-
gögnum sveitarfélagsins hefði leitt
í ljós að grunsemdir um alvarlegt
misferli hefðu því miður átt við rök
að styðjast. í bókuninni sagði enn-
fremur að bókhald sveitarfélagsins
væri ekki í samræmi við lög og
reglur þar um og að greiðslur og
ábyrgðir hefðu tíðkast án heimild-
ar hreppsnefndar, að vísvitandi
hefði verið farið með blekkingar og
rangfærslur um fjármál hreppsins,
að virðisaukaskattsskil væru ekki í
samræmi við lög og að stjórnsýslu-
brot hefðu verið framin.
„Skýrsla endurskoðandans
vegna endurgerðar á ársreikningi
1997 staðfestir ennfremur að þörf
er á verulegri bragarbót á stjórn-
sýslu Vestur-Landeyjahrepps.
Það er skoðun okkar að fram-
ganga fyrrverandi oddvita og með-
reiðarmanna hans er verulega
ámælisverð og lýsum því allri
ábyrgð á hendur þeim,“ sagði enn-
fremur í bókuninni.
Nýr oddviti hreppsins, Brynjólf-
ur Bjarnason, var kjörinn á fundin-
um og situr í meirihluta ásamt Vil-
borgu Jónsdóttur og Jóni Gunnari
Karlssyni.