Morgunblaðið - 18.02.1999, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
f
PMh W fi
/^>é 1 i ii Morgunblaðið/RA
Gluggaþvottur
ÞAÐ er töluvert verk að þrífa tjöru og óhrein- ferða enda betra að hafa rúðurnar hreinar og
indi sem setjast, á rúðurnar í strætisvögnunum. gott útsýni til allra átta þegar sólin er lágt á
Vagnstjórinn gaf sér tíma til verksins á milli lofti.
Tekinn með 32 þúsund mjólkursýrutöflur í Leifsstöð
Dæmdur fyrir innflutning
á steratöflum og hraðakstur
26 ÁRA gamall maður, búsettur í
Kópavogi, var á mánudag dæmdur í
skilorðsbundið 45 daga fangelsi fyrir
tilraun til ólögmæts innflutnings í
janúar 1997 á 32 þúsund töflum er
hann taldi innihalda karlkynshoiTnón
með anabóliskri verkun, en svo
reyndist ekki vera. Sýnishom af töfl-
unum voru send í rannsókn og kom
þá í Ijós að engin þekkt ávana- eða
fíkniefni eða lyf, þar á meðal sterar,
voru í töflunum. Hins vegar þótti
sannað þegar litið var til framburðar
ákærða við rannsókn málsins að hann
hefði smyglað töflunum til landsins í
þeirri trú að um væri að ræða töflur
sem innihéldu karlkynshormón með
anabólískri verkun. Með þeirri hátt-
semi taldi dómui’inn að maðurinn
hefði gerst sekur um tilraunaverkn-
að, sem varðar við tollalög.
Ætlaði að villa um fyrir
eiginkonu sinni
Akærði sagði frá því við handtöku
að hann hefði farið til London þann
18. janúar 1997 með kunningjakonu
sinni til að skoða tæki sem hann
hugðist kaupa í líkamsræktarstöð
sína. Sagðist hann hafa keypt stera-
töflur af ókunnungum manni og setti
þær í farangur kunningjakonu sinn-
ar án hennar vitundar. Þessum
framburði breytti ákærði síðan fyrir
dómi og nefndi þá kunningjakonu
sína til sögunnar sem ástkonu sína.
Maðurinn, sem þá var kvæntur,
sagði eiginkonu sinni að hann ætlaði
að kaupa hormónalyf um leið og
hann skoðaði líkamsræktartækin, í
þeim tilgangi að fæla eiginkonuna
frá því að koma með sér, því hann
ætlaði með ástkonunni. Til að sýna
eiginkonu sinni fram á trúverðuga
ástæðu fyrh' því að hafa verið einn á
ferð sagðist ákærði hafa fengið
mjólkursýrutöflur hjá kunningja sín-
um til að taka með sér heim.
Sagði ákærði ennfremur að hann
hefði sett töflurnar í farangur ást-
konu sinnar, en þeim ætlaði hann
síðan að fleygja þegar heim kæmi
þegar hann væri búinn að sannfæra
eiginkonu sína um að „ferðin hefði
verið eins og hún átti að vera“.
Sú frásögn ákærða fyrir dómi að
hann hefði flutt töflumai' til landsins
til þess eins að villa um fyrir eigin-
konu sinni þótti bæði ótrúverðug og
fjai’stæðukennd.
Á ofsahraða undan lögreglu
Akærði var ennfremur sakfelldur
fyrir að hafa veitt viðtöku 3000
steratöflum af ónafngreindum
manni, en þær töflur fann lögreglan í
hanskahólfi bifreiðar ákærða að lok-
inni efth-för á allt að 160 km hraða,
sem endaði á móts við Laxalón við
Vesturlandsveg 28. apríl 1998.
Ákærði, sem var próflaus fyrir,
var sviptur ökurétti í 3 mánuði og
dæmdur í 80 þúsund króna sekt.
Þá var ákærði sakfelldur fyrir að
hafa veitt viðtöku 591 steratöflu af
ónafngreindum manni, en töflurnar
fann lögreglan á líkamsræktarstöð
ákærða í Reykjavík.
Barátta gegn peningaþvætti
Astandið í
heild ágætt
hérlendis
„ALLT formlegt fyrirkomulag
mála hérlendis er varða baráttu
gegn peningaþvætti er í góðu horfi
og uppfyllir vel þær kröfur sem við
höfum gengist undir í tengslum við
evrópska samvinnu," segir Jón H.
Snorrason saksóknari hjá embætti
ríkislögreglustjóra. „Island er
komið mikiu lengra en t.d. Austur-
ríki, Kína og Singapúr, en þetta er
hins vegar eilífðarmál og því er
þessi niðurstaða eingöngu áfanga-
sigur.“
Hann sat í seinustu viku fund í
París þar sem farið var yfir stöðu
þessara mála, en nýverið lauk at-
hugun á vegum úttektarnefndar
EFTA á stöðu mála varðandi pen-
ingaþvætti hérlendis, þ.e. hvernig
löggjöfin stendur hérlendis og
hvernig yfirvöldum miðar að upp-
fylla alþjóðlegar kröfur um baráttu
gegn peningaþvætti og upplýsa mál
á því sviði.
í stöðugri vinnslu
„Úttektin sýndi að ýmislegt má
betur fara eða vinna áfram, en í
heild er ástandið ágætt. Einkum
stöndum við okkur vel hvað varðar
þá vinnu að hægt sé að ná greiðlega
í peninga sem tengjast peninga-
þvætti, upptökuákvæði og annað
þess háttar," segir Jón.
„Einnig má nefna að ástandið hér
þykir ágætt hvað varðar að tálma
þær leiðir sem menn nota til að fela
peninga, og má í því sambandi
nefna að við höfum fyrir mörgum
árum afnumið nafnlausar banka-
bækur. Sum ríki hafa ekki ennþá
losnað við þær, þó það að útiloka
slíka möguleika sé talið eitt grund-
vallaratriðið í þessari baráttu. Það á
t.d. við um Austurríki og er landið
gagnrýnt harðlega fyi-ir vikið. Stað-
an hérléndis er þó eingöngu skref í
baráttunni því þetta verkefni er í
stöðugri vinnslu."
Jón segir ljóst að í samvinnu milli
landa um baráttu gegn peninga-
þvætti, verði stöðugt brýnna að
reyna að átta sig á hvað á sér stað
þegar peningar hreyfast yfir höf og
landamæri. „Fjármálaheimur nú-
tímans hefur engin landamæri og
þá er sömu sögu að segja um brot
sem honum tengjast og flutninga á jjl
illa fengnu fé. Ef brugðist er við um jj
seinan, þegar þolandi fjársvika eða
auðgunarglæps áttar sig loks á
stöðunni, eru allir peningar á bak
og burt. Þá hefur það markmið
brotamannsins að ná sér í fé og
koma því undan, tekist, þó svo
mögulega sé hægt að koma yfir
hann refsingu. Tilgangur þeiiTa
sem fást við rannsóknir á efnahags-
og auðgunarbrotum hlýtur ekki a
eins að vera að koma lögutn yfir
menn sem brjóta af sér, heldur g
einnig að tryggja að glæpir borgi
sig ekki, þ.e. koma í veg fyrir að
brotamenn nái hagnaðinum. Besta
leiðin til að ná því marki er að sjálf-
sögðu að komast inn í málin þegar
verið er að flytja peningana á milli,“
segir Jón.
Bankaleynd aflétt
Hann segir að þegar grunur leiki
á að peningafærslur um fjármála-
stofnanir tengist hegningarlaga-
brotum eða brotum á ávana- og
fíkniefnalöggjöf, eða þegar pening-
ar virðist ekki hafa eðlilegar fjár-
hagslegar skýringar, sé bankaleynd
aflétt í samræmi við lög um varnir
gegn peningaþvætti. Á fundinum í
París hafi menn lagt áherslu á að
um viðvarandi vandamál væri að
ræða og löggjöf í hverju landi fyrir
sig þyrfti að vera samræmd með
þeim hætti að viðbrögð lögreglu við
peningaþvætti væru alls staðar eins
eða mjög áþekk. Að öðrum kosti
væri hætta á að snurða hlypi á þráð-
inn í rannsóknum á þessum glæp-
um.
„Ef land sem við þurfum að eiga
samskipti við vegna rannsókna á
peningaþvætti hefur aðra nálgun en
við stöðvast allt kerfið. Löggjöfin,
heimildir og önnur skilyrði verða
því að vera mjög svipuð, og því mið-
ur hafa menn ekki náð að uppfylla
það alls staðar í heiminum," segii’
Jón.
I
Hólabraut — Hafnarfirði
Vorum að fá í einkasölu nýtt, glæsilegt sjö íbúða hús með 2ja og
4ra herb. herb. íbúðum. Þrír bílskúrar fylgja. íbúðirnar skilast full-
frág. að utan sem innan en án gólfefna. Teikningar á skrifstofu.
Fjallalind — parhús
Vorum að fá í einkasölu 180 fm parhús á tveimur hæðum. Suð-
vesturgarður. Frábær staðsetning fyrir ofan götu. Húsið er ekki
fullb. en vel íbúðarhæft. Verð 14,3 millj.
Trönuhjalli
Falleg 100 fm 4ra herb. endaíbúð. Áhv. byggsjóður 5 millj.
Bergstaðastræti — glæsil.
„penthouse“ m. bílskúr
Vorum að fá í einkasölu glæsilega 108 fm 3ja—4ra herb. íbúð í
nýlegu húsi. 25 fm innb. bílskúr. Áhv. byggsj. 5 millj.
Vantar 4ra herb.
— Seljahverfi — Bakkar
Höfum traustan kaupanda að 4ra—5 herb. íb. á verðb. 6—9 m.
Valhöll, fasteignasala,
Sfðumúla 27, sími 588 4477.
Raforkusala jókst í fyrra
um 12,4% frá árinu áður
RAFORKUVINNSLA á landinu
nam samtals 6.276 GWh á árinu
1998 og hafði aukist um 12,4% frá
árinu á undan. Aukningin skýrist
fyrst og fremst af aukinni raforku-
notkun hjá íslenska álfélaginu í
Straumsvík og tilkomu verksmiðju
Norðuráls á Grundartanga. Á síð-
ustu tveimur árum hefur raforku-
vinnsla aukist um samtals 1.163
GAVh sem er rúmum fjórðungi
meira en öll vinnsla Blönduvirkjun-
ar á síðasta ári.
Raforkunotkun er yfirleitt skipt
niður í tvo meginþætti, for-
gangsorku og ótryggða orku. Meg-
inhluti notkunarinnar er for-
gangsorka en með ótryggðri orku
er átt við notkun þar sem samið
hefur verið um að skerða megi
notkunina t.d. þegar erfiðleikar eru
í vatnsbúskap virkjana.
Notkun forgangsorku nam sam-
tals 5.219 GWh og eru dreifitöp þá
meðtalin. Notkunin jókst um 13,3%
frá fyrra ári. Stórnotkun nam 2.942
GWh og jókst um 46,2% en almenn
notkun nam 2.277 GWh og jókst
um 2,5%. Þegar tekið hefur verið
tillit til lofthita, en raforkunotkun
ræðst talsvert af hitastigi, er aukn-
ing almennrar notkunar 2,3%. Síð-
ustu tvö árin hefur notkun al-
mennrar forgangsorku aukist um
109 GWh og stómotkun um 1.311
GWh.
Aukning almennrar notkunar
hefur verið nálægt 2,5% síðustu
fjögur ár, en næstu sex ár þar á
undan var aukningin minni. Meg-
inástæðan fyrir þessu er uppsveifl-
an sem nú er í atvinnulífi lands-
manna en áætlað er að landsfram-
leiðsla hafi aukist yfir 5% á ári síð-
ustu þrjú árin. Raforkunotkunin
sveiflast að jafnaði með landsfram-
leiðslunni, en sveiflurnar eru þó að
jafnaði minni í raforkunotkuninni
enda er vöxtur hennar einungis um
helmingur á við vöxt landsfram-
leiðslu síðustu árin. Aftur á móti er
eftirspurn eftir raforku mun meiri
en fólksfjölgun landsmanna, en
landsmönnum hefur fjölgað um
0,8% að jafnaði á ári síðustu fjögur
árin.
Meiri notkun en orkuspárnefnd
reiknaði með
Notkun á ótryggðri orku nam
samtals 793 GWh á síðasta ári og
minnkaði um 32% á milli ára.
Minni notkun skýrist fyrst og
fremst af ákvörðun Landsvirkjun-
ar í fýrra að skerða ótryggða orku
vegna hættu á vatnsskorti.
Raforkunotkunin á síðasta ári
er nokkuð meiri en spáð var í
skýrslu orkuspárnefndar, sem út
kom í desember 1997. Þá var
reiknað með að almenn raforku-
notkun árið 1998 ásamt dreifitöp-
um yrði 2.297 GWh, en notkunin
varð hins vegar 2.542 GWh. 1
spánni var reiknað með að raf-
orkunotkun stóriðju yrði 3.019
GWh, en notkunin varð 3.470
GWh. Samtals reiknaði orkuspár-
nefnd með að raforkunotkun árið
1998 yrði 5.483 GWh, en hún varð
hins vegar 6.276 GWh.
A: