Morgunblaðið - 18.02.1999, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Sveinn Sigurbjarnarson
FRA stofnfundi nýs ferðamálafélags á Austurlandi sem haldinn var í Golfskálanum á Ekkjufelli. I forgrunni
má þekkja talið frá vinstri: Emil Björnsson, Guðmund Bjarnason, Smára Geirsson, Björn Hafþór Guðmunds-
son, Jóhönnu Lárusdóttur, Sigfús Vilhjálmsson, Benedikt Hrafnkelsson og Helgu Jónsdóttur.
Nýtt ferðamálafélag
á Austurlandi
Vaðbrekku, Jökuldal - Nýtt hags-
munafélag í ferðaþjónustu var stofn-
að nýlega í Golfskálanum á Ekkju-
felli. A fimmta tug manna sat stofn-
fundinn og nær starfssvæði félagsins
frá Streitishvarfi í Breiðdal norður á
Bakkafjörð. Markaðsskrifstofa Aust-
urlands stofnaði og stendur að baki
ferðamálafélaginu en hún mun hafa á
sinni könnu að markaðssetja Austur-
land.
Með stofnun þessa félags gefast ný
tækifæri til enn frekari markaðs-
sóknar í ferðamálum á svæðinu og
fram kom almenn ánægja hjá fundar-
mönnum með að takast skyldi að
sameina alla hagsmunaaðila á svæð-
inu í eitt félag. Að félaginu standa
fjölmargir hagsmunaaðilar í ferða-
þjónustu og sveitarfélög á svæðinu
koma með mjög myndarlegum hætti
að málinu. Rétt til aðildar að félaginu
eiga fyrirtæki, sveitarfélög stofnanir
og einstaklingar er hafa hagsmuni af
ferðaþjónustu og vilja vinna að fram-
gangi hennar.
Undirbúningsvinna vegna stofnun-
ar Markaðsskrifstofu Austurlands
hefur verið í fullum gangi frá því í
nóvember og hafa Þróunarstofa
Austurlands og Ferðamálasamtök
Austurlands staðið fyrir þeirri vinnu.
Starfsmaður þeirra við það verkefni
hefur verið Asmundur Gíslason frá
Árnanesi á Hornafirði.
Stjórn hins nýja ferðamálafélags
er skipuð Jónasi Hallgrímssyni,
Seyðisfii’ði, en hann er formaður fé-
lagsins, meðstjórnenur ena Sveinn
Sigurbjarnarson, Eskifirði, Guð-
mundur Ingvarsson, Neskaupstað,
Jóhanna Agnarsóttir, Fáskrúðsfirði,
Auður Ingólfsdóttir, Egilsstöðum,
Svava Víglundsdóttir, Vopnafirði, og
Sif Hauksdóttir, Breiðdalsvík. Vara-
menn eru Aðalsteinn Jónsson
Klausturseli, Gunnlaugur Jónasson,
Egilsstöðum, og Jónas Bjarki
Björnsson, Breiðdalsvík. Að sögn
Jónasar Hallgrímssonar, formanns
félagsins, er ekki búið að ákveða
nafn á félagið en að öllum líkindum
verður það gert með opinni sam-
keppni.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Dorgað á Urriðavatni
Vaðbrekku, Jökuldal - Elfríð
Pálsdóttir frá Dalatanga er mik-
ill veiðiáhugamaður og var á
dögunum að dorga gegn um ís á
Urriðavatni. Elfríð var búin að
fá tvær bröndur þegar fréttarit-
ara bar að garði. Sagði hún að
betur hefði aflast daginn áður,
en þá fékk hún 800 gramma
fisk. í fyrra fékk hún mest 18
fiska yfir daginn.
Elfríð sagðist hafa mikinn
áhuga á að dorga gegn um ís
eins og að veiða að sumrinu,
maður hennar Erlendur Magn-
ússon er oftast með henni en
hann hafði brugðið sér frá til að
sinna öðru áhugamáli og farið í
smíðatíma með eldri borgurum.
Elfríð notar ánamaðka sem hún
ræktar sjálf ásamt rækju og
maísbaunum í beitu en segir
veiðast best á maðkinn og baun-
irnar.
Verðlaun fyrir til-
lögur að útivistar-
svæði í Garðinum
Rithöfund-
ar í heim-
sókn í
Höfðaskóla
Skagaströnd - Kristín Helga
Gunnarsdóttir og Þorgrímur
Þráinsson rithöfundar voru á
ferðinni í grunnskólunum í
Austur-Húnavatnssýslu einn
daginn fyrir skömmu. Komu
þau í skólana og lásu upp úr
verkum sinum fyrir nemend-
urna við góðar undirtektir. Að
lestri sinum loknum svöruðu
þau spurningum krakkanna um
það sem þeim Iá á hjarta.
Þorgrímur lýsti yfir sérstakri
ánægju sinni með krakkana í
Höfðaskóla á Skagaströnd, en
skólinn er algjörlega reyklaus
Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson
ÞORGRIMUR Þráinsson rithöfundur áritar bækur sínar fyrir krakk-
ana í Höfðaskóla.
annað árið í röð. Hvatti Þor-
grímur, sem er framkvæmda-
stjóri Tóbaksvarnanefndar,
krakkana til að halda sínu
striki og velja reyklausa leið
gegnum lífið. I vetur eru um
110 nemendur við nám í Höfða-
skóia.
Garði - Landslagsarkitektamir Bjöm
Jóhannsson og Bjöm Axelsson sigr-
uðu í hugmyndasamkeppni, sem
Gerðahreppur stóð að, vegna fyrir-
hugaðs skrúðgarðs og útivistar-
svæðis í miðbænum en úrslit keppn-
innar voru tilkynnt sl. laugardag í
samkomuhúsinu. Þeim til aðstoðar
við vinnslu tillögunnar var Guð-
björg Björnsdóttir, grafískur hönn-
uður.
Alls bámst 6 tillögur en veitt
vom þrenn verðlaun, samtals 500
þúsund krónur. Fyrstu verðlaunin
vora 250 þúsund. Önnur verðlaunin
150 þúsund krónur, en þau fékk
Pétur Jónsson landslagsarkitekt og
þriðju verðlaunin Ragnhildur
Skarphéðinsdóttir landslagsarki-
tekt.
Dómnefndin var skipuð hrepps-
nefndinni og þeim til aðstoðar var
Brynjólfur Guðmundsson frá Verk-
fræðistofu Suðurnesja. Kom fram
að dómnefndin taldi að lítill munur
hefði verið á niðurstöðum við matið
á tillögunum sem lentu í fyrsta og
öðru sæti.
í álitsgerð dómnefndar kemur
fram að aðaláherzla var lögð á
þrennt við mat á tillögunum. I
fyrsta lagi fagurfræðilega þáttinn
þar sem horft var til hvernig svæðið
lagaði sig að mannvirkjum á svæð-
inu, gi-óður liti út í fullum skrúða og
gangstíga. Þá var skoðað notagildi
svæðisins fyrir hinn almenna íbúa,
bæði til daglegrar notkunar og á há-
tíðarstundum. Loks var lagt mat á
kostnaðinn við að hrinda tillögunni í
framkvæmd.
Hreppsnefndarmenn era almennt
ánægðir með lokaútkomuna en ljóst
er að verkefnið mun taka nokkur ár
og framkvæmdin er ekki komin á
fjárhagsáætlun.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
SIGURVEGARARNIR í hugmyndasamkeppni Gerðahrepps um skníðgarð og útivistarsvæði. Talið frá vinstri:
Sigurður Ingvarsson oddviti og landslagsarkitektarnir Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, Pétur Jónsson og sig-
urvegararnir Björn Axelsson og Björn Jóhannsson.
«g!»!
SVÆÐIÐ þar sem væntanlegt útivistarsvæði og skrúðgarður á að vera, er milli Garðbrautar og Eyjaholts
annars vegar og Heiðarbrautar og Silfurtúns hins vegar.
2ja-3ja herbergja
★ Staðgreiðsla
★ Engin bið eftir húsbréfum
Höfum veriö beðnir aö leita eftir 2ja-3ja herb.
íbúðum í Reykjavík á sæmilega hagstæðu verði.
Sterkar greiðslur í boði. Engin bið eftir húsbréf-
um.
Hafið samband við sölumenn okkar
Við skoðum og verðmetum samdægurs
Valhöll fasteignasala
sími 588 4477, GSM símar sölumanna
699 3444, 899 1882, 896 5222 og 896 5221.