Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUMAL A SUÐURFJORÐUM AUSTFJARÐA
Yfirrað
helstu fram-
leiðslutækja og
kvóta á Stöðv-
arfirði og
Djúpavogi er
hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í
fjarlægum landshlutum. Fyr-
irtækin virðast hafa hug á að
reka áfram atvinnustarfsemi á
þessum stöðum. Má líkja stöð-
unni við ástandið á staðnum á
milli þeirra, Breiðdalsvík, áður
en aðstæður breyttust og nýr
meirihlutaeigandi
Búlandstinds hf. ákvað að
hætta allri starfsemi þar. Eftir
Breiðdalsævintýrið gætir
ákveðins ótta við að eins gæti
farið fyrir Stöðvarfirði og
Djúpavogi. Hefm' það einnig
áhrif að fólk veit af rekstrar-
erfíðleikum Snæfells hf. sem
er með starfsemi á Stöðvar-
fírði og skipulagsbreytingum
hjá Búlandstindi sem verið
hefur burðarásinn í atvinnulíf-
inu á Djúpavogi.
Loka fyrst hér
Einar Ásgeirsson, skipstjóri
á Kambaröst SU frá Stöðvar-
fírði, hefur áhyggjur af at-
vinnumálum í sinni gömlu
heimabyggð, Breiðdalsvík, en
segir að það sem gerst hefur
þar geti gerst hvenær sem er
á Djúpavogi og Stöðvarfirði,
forsendurnar séu þær sömu.
„Þá er komið að þætti okkar heima-
manna. Ef við berum ekki gæfu til
þess að snúa bökum saman og vinna
sameiginlega úr þeim vandamálum
sem blasa við, leggst byggð af á
þessum stöðum,“ segir Einar.
„Það hvarflar ekki að mér eitt
augnablik að ef veiðiheimildir drag-
ast saman eða aðstæður breytast að
öðru leyti, að Snæfell hf. loki frysti-
húsinu á Dalvík á undan húsinu á
Stöðvarfírði. Hið sama gildir um
Djúpavog, þar verður lokað á undan
Grindavík.
Það er verkefni okkar heima-
manna að gera þessi byggðarlög að-
laðandi fyrir þá aðila sem þegar eigi
fyrirtæki á stöðunum. Hugsanlega
væri það leið fyrir okkur að samein-
ast um kaup á veiðiheimildum sem
eymamerktar yrðu viðkomandi
byggðarlagi og unnar í því. Hag-
kvæmt gæti verið að fá fyrirtækin
til að sjá um veiðar og hugsanlega
vinnslu aflans. Treysti ég á að
stjómvöld, lánastofnanir og þau
virtu fyrirtæki sem áður tengdust
atvinnustarfsemi á þessum stöðum,
til að mynda Olíufélagið og VÍS,
komi okkur til hjálpar í því efni,“
segir Einar Ásgeirsson.
Morgunblaðið/Sverrir
ÞORSKURINN er keyrður í burtu en aukategundirnar unnar í frystihúsinu á Stöðvarfirði. Starfsfólkið er brosmilt þrátt
fyrir óvissuástand.
eitt bregðist eru nú fleiri
kostir,“ segir Ólafur. Hann
segir að Vísismenn séu fullir
af áhuga, ætli meðal annars
að byggja aðstöðu við frysti-
húsið til að taka við síld og
loðnu. Hann vekur athygli á
því að búið er að koma upp
fiskmarkaði og smábátarnir
því ekki lengur háðir einum
stórum kaupanda. Þá segir
hann að tvær litlar saltfisk-
verkanir séu nú reknar á
Djúpavogi.
Hann segist sannfærður
um að breytingar hafi orðið
til góðs. Fiskverkafólk hafi
ekki haft vinnu yfir veturinn
hjá Búlandstindi. Fólk hafi
ekki sætt sig við það og flutt
í burtu. Á síðasta ári fækkaði
íbúum Djúpavogshrepps um
43 og_ eru þeir nú innan við
500. Ólafur segir að nú hafí
fólkið vinnu við saltfiskverk-
un allt árið og vonast hann til
þess að það verði til að snúa
við íbúaþróuninni. „Við sem
stjórnum sveitarfélaginu
þurfum að gera það ákjósan-
legt að vera hér með starf-
semi,“ segir sveitarstjórinn
og getur þess á að búið er að
breyta opnun leikskóla og
grunnskóla með tilliti til
vinnutíma fólks í saltfisk-
vinnslunni.
Brestir
1
fj öregginu
Framleiðslutæki og kvóti Stöðfírðinga og Djúpavogsbúa
er í höndum sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum héruðum. Skapar
þetta ákveðna óvissu á stöðunum og ótta við að einn góðan veður-
dag kunni að fara fyrir þeim eins og Breiðdælingum. Fram kem-
ur í grein Helga Bjarnasonar að ákveðnir einstaklingar vilja auka
samstarf staðanna þriggja til að eignast kvóta og tryggja atvinnu.
Þorskurinn keyrður
norður
Stöðvarhreppur eignaðist meiri-
hlutann í Gunnarstindi hf. fyrir fjór-
um árum eftir stutta en storma-
sama sambúð í fyrirtækjarekstri
með Breiðdælingum. Björgvin Val-
ur Guðmundsson oddviti segir að
hreppurinn hafi ekki haft efni á því
að auka hlutafé eins og þurfti og
hætta verið á að fyrirtækið færi í
þrot. Því hafi verið ákveðið að selja
Snæfelli hf. á Dalvík, sjávarútvegs-
fyrirtæki Kaupfélags Eyfirðinga,
meirihluta fyrirtækisins. Það keypti
út aðra hluthafa og sameinaði félög-
in undir nafni Snæfells á síðasta ári.
Rekstur frystihússins á Stöðvarfirði
og útgerð togarans Kambarastar er
því í höndum Snæfells. Björgvin
segir að kvótinn hafi í raun ekki
verið undir stjóm heimamanna frá
árinu 1991 því Sambandsfyrirtækin
hafi ráðið meirihlutanum í Gunn-
arstindi. „Eftir það höfum við þurft
að haga seglum eftir vindi,“ segir
hann.
Eftir að Snæfell kom til skjalanna
hefur Kambaröst haft úr meiri afla-
heimildum að moða. Hins vegar er
öllum þorskafla skipsins ekið til
vinnslu í frystihúsi Snæfells á Dal-
vík. Lögð er áhersla á vinnslu ann-
arra tegunda bolfisks í frystihúsinu
á Stöðvarfirði. Kemur hráefnið af
Kambaröst, Björgólfi EA og af físk-
mörkuðunum. Magnús Helgason,
rekstrarstjóri Snæfells á Stöðvar-
firði, segir að ætlunin hafi verið að
vinna bolfisk sjö mánuði ársins en
sinna frystingu á síld og loðnu í
fimm mánuði og hafi fyrirtækið
fjárfest með það að markmiði. Hins
vegar hafi gengið illa að fá frysting-
arhæfa síld og loðnu og til þess að
reyna að brúa það bil hafi félagið
fengið karfavél frá Snæfelli í Ólafs-
vík og sé ætlunin auka vinnslu á
karfa.
Um 40 starfsmenn eru í frysti-
húsinu. Hráefni er til dagvinnu en
þó hefur fallið úr einn og einn dag-
Ekki stendur
til að selja
Þegar greint var frá miklu tapi
Snæfells hf. á síðasta rekstrarári
kom fram hjá stjórnendum félags-
ins að þeir vildu selja þær eignir fé-
lagsins sem notaðar eru við veiðar
og vinnslu uppsjávarfiska. Skapaði
þetta ákveðna óvissu hjá starfsfólki
Snæfells á Stöðvarfírði þar sem
lögð hefur verið áhersla á síld og
loðnu. Starfsemin á Stöðvarfirði var
rekin með lítilsháttar tapi á síðasta
rekstrarári, að sögn Magnúsar.
Hann segir að hægt sé að reka fyr-
irtækið án taps ef hráefni fáist á
skynsamlegu verði. í því sambandi
bendir hann á að fyrirtækið á
Stöðvarfirði hefði skilað hagnaði ef
togarinn og frystihúsið hefðu verið
rekin samhliða á síðasta ári.
Björgvin Valur oddviti segist
hafa fengið þær upplýsingar hjá
stjórnendum Snæfells að ekki stæði
til að selja eignir á Stöðvarfirði og
bendir á að vinnsla uppsjávarfiska
hafi ekki verið mikilvægur þáttur í
Breiðdalsvík
. Djúpivogur
10 km
Fjöldi íbúa 1.12.98
Stöðvarhreppur 269
- Stöðvarfjörður 269
Breiðdalshreppur 290
- Breiðdalsvík 207
Djúpavogshreppur 494
- Djúpivogur 376
á undanfórnum vertíðum. Reynt
hafi verið að bregðast við því með
því að beina auknum karfaafla til
Stöðvarfjarðar.
Dreifðari áhætta
rekstrinum að undanförnu. Magnús
Helgason segir að þótt Snæfell selji
loðnu- og síldarkvóta sinn geti
frystihúsið keypt loðnu og síld og
haldið áfram frystingu. Hann segir
jafnframt að með sölu eigna gefist
Snæfelli tækifæri til að styrkja
kvótastöðu sína í bolfiski og það
gæti styrkt reksturinn á Stöðvar-
firði.
Magnús Gauti Gautason, fram-
kvæmdastjóri Snæfells hf., segir að
þrátt fyrir áform um sölu uppsjáv-
ai'hluta fyrirtæksins sé ætlunin að
vera með óbreyttan rekstur á
Stöðvarfirði. Þar sé góður stjóm-
andi og gott starfsfólk og rekstur-
inn gangi vel þrátt fyrir erfiðar að-
stæður vegna þess hvað lítið hafi
verið hægt að frysta af síld og loðnu
Miklar hræringar hafa verið í
rekstri helsta vinnuveitandans á
Djúpavogi, Búlandstinds hf. Fram-
kvæmdastjóri félagsins, Jóhann
Þór Halldórsson, var látinn fara og
Olíufélagið hf. og Vátryggingarfé-
lag íslands seldu útgerðarfélaginu
Vísi í Grindavík meirihluta hluta-
fjár. Nýir eigendur breyttu áhersl-
um í rekstri. Hættu starfsemi á
Breiðdalsvík og vilja selja frysti-
húsið þar, bát og kvóta. Frystitog-
arinn Sunnutindur var seldur og
nýlega endurnýjuð fiskimjölsverk-
smiðja á Djúpavogi. Nú er lögð
áhersla á saltfiskverkun á Djúpa-
vogi.
Akveðins ótta gætir meðal íbú-
anna við þessar breytingar enda
koma þær við hagsmuni fólks og
fyrirtækja í byggðarlaginu. Eins
hafa sumir áhyggjur af því að sjáv-
arútvegsfyrirtæki í öðrum lands-
hluta ráði nú yfir meginhluta afla-
heimilda staðarins.
Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri
og fyrrverandi stjórnarmaður í
Búlandstindi, telur að breytingarn-
ar séu til bóta fyrir atvinnulífið á
Djúpavogi. „Það eru komnir fleiri
aðilar að rekstrinum og meiri
áhættudreifing í atvinnumálum en
áður hefur verið,“ segir hann.
Nefnir hann að öflugt útgerðarfyr-
irtæki reki nú bræðsluna. „Þótt
Breytingar til góðs
og ills
Nokkur óvissa virðist ríkjandi á
Djúpavogi um áhrif skipulagsbreyt-
inganna. ívar Björgvinsson, for-
maður Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Djúpavogs, segir ekki nýtt að
lítið sé um að vera í frystingu á
Djúpavogi og svo virðist sem haldið
verði uppi fullri vinnu á staðnum
þótt í breyttri mynd sé. Honum líst
hins vegar illa á sölu togarans
Sunnutinds. Segist þó ekki vita
annað en flestir skipverjar haldi
plássum sínum og síðan fái sjómenn
störf á bátum sem Vísir hyggst
nota til að veiða kvóta
Búlandstinds.
Kristján Ingimarsson, skrifstofu-
stjóri hjá Búlandstindi og hrepps-
nefndarmaður í minnihluta, segir
að bæði kostir og gallar fylgi breyt-
ingunum. Stöðug vinna sé tryggð
og rekstrargrundvöllur bræðslunn-
ar. Hins vegar séu sennilega færri
störf í boði en áður. Skrifstofuvinn-
an fyrir Búlandstind verður unnin í
Grindavík og missa því þeir tveir
starfsmenn sem eftir eru á skrif-
stofunni núverandi störf sín. Ki'ist-
ján segir að boðið sé upp á önnur
störf og hefur ekki áhyggjur af því.
Reynir Arnórsson var bflstjóri
hjá vöruflutningafyrirtæki á Djúpa-
vogi en vegna þess að verkefni
færðust til fyrirtækis annars staðar
á Austfjörðum missti hann vinnuna
við eigendaskiptin á Búlandstindi.
Reynir segist vera til í að fara í
hvaða vinnu sem er á Djúpavogi og
þótt hann hafi enn ekki fengið fasta
vinnu hafi hann nóg að gera þessa
dagana. Hann er ekki svartsýnn á
framtíðina, segist vonast til að allir
fái störf þegar hjól atvinnulífsins
verða farin að snúast af fullum
krafti. Meiri áhyggjur hefur hann
af unglingunum. Hann er faðir þrí-
bura sem nýlega urðu sextán ára og
reiknað er með að fari í framhalds-
skóla í haust. Kveðst Reynir kvíð-
inn vegna þess. Dýrt sé að senda
unglinga í skóla og það geti sett al-
varlegt strik í reikninginn ef ekki
verði vinna fyrir þá í sumar.
Dauðadómur ef
kvótinn færi
Það fólk sem blaðamaður ræddi
við á Stöðvarfirði og Djúpavogi var
almennt þeirrar skoðunar að
ákveðið óöryggi fælist í því að
sjávarútvegsfyrirtæki utan byggð-
arlaganna réðu yfir kvótanum og
var mikið vísað til reynslunnar frá
Breiðdalsvík og fleiri stöðum í því
efni. „Þegar eigandi er kominn
með 51% hlutafjár ræður hann
ferðinni. Staða okkar er því veik,
ef hann vill frekari breytingar,"
segir Már Karlsson sem rekur
ferðaþjónustufyrirtæki á Djúpa-
vogi og var áður í stjórn