Morgunblaðið - 18.02.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 18.02.1999, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hart lagt að Hillary að fara í framboð Hillary Clinton Rudolph Giuliani græðgin. Ef Hillary ákveður að gefa ekki kost á sér, mun hún eiga vísan frama sem fyr- irlesari eftii' að mað- ur hennar hefur látið af embætti og fyrir hvert kvöld fær hún um 213.000 ísl. kr. Það er því ljóst, að tekjumöguleikar hennar yi'ðu miklu meiri utan þingsins en innan. Sumir and- stæðinga hennar segja raunar, að það taki ekkert fram valdagræðgi hennar nema peninga- Reuters FRÁ atkvæðagreiðslunni í neðri deild pólska þingsins í gær. Til vinstri á myndinni er Jerzy Busek, forsætisráðherra Póllands, og Leszek Balcerowicz, aðstoðarforsætisráðherra við hlið honum. Pólska þingið samþykkir NATO-aðild Varsjá. Reuters. Slagur milli henn- ar og Rudolph Giulianis, borgar- stjóra í New York, gæti orðið óvenju grimmur KOSNINGARNAR í Bandaríkjun- um haustið 2000 eru enn langt undan en í einu ríki, New York, er þegar farið að gæta nokkurs kosninga- skjálfta. Þar verður tekist á um laust öldungadeildarþingsæti og spennan snýst nú um það hvort forsetafrúin, Hillai-y Clinton, muni takast á um það við hinn vinsæla borgarstjóra, Rudolph Giuliani. Komi til þess má búast við grimmum og jafnvel óþverralegum slag. Hillary segist vera mjög þakklát öllum þeim fjölda manna, sem hafi hvatt hana til að sækjast eftir öld- ungadeildarþingsæti Daniels Pat- ricks Moynihans, sem hefur ákveðið að hætta þingmennsku á næsta ári, en hún ætlar ekki að ákveða sig fyrr en „síðar á árinu“. Hefur það farið töluvert fyrir brjóstið á demókrötum því í millitíðinni verður kosningaund- irbúningur annarra frambjóðenda þeirra, til dæmis óhjákvæmileg fjár- söfnun, eins og í lausu lofti. Þess vegna er lagt hart að henni á ákveða sig sem fyrst, vilji hún ekki færa Giuliani þingsætið á siifurfati. Harður í horn að taka Bill Clinton hefur hvatt konu sína til að láta slag standa og sömuleiðis margir frammámenn demókrata í New York. Þeir telja hana sterkasta frambjóðandann, sem völ sé á, og vinsældir forsetans og hennar end- urspeglast í skoðanakönnunum, sem gefa henni umtalsvert forskot á Giuliani - að minnsta kosti í svipinn. Repúblikanai' eru heldur ekki í neinum vafa um, að Giuliani sé rétti maðurinn fyrir þá. Hann nýtur mik- iila vinsælda hjá öllum kosningahóp- um nema kannski vinstrisinnuðum menntamönnum enda hefur honum tekist að stórfækka glæpum í borg- inni. Hann er heldur ekkert lamb að leika sér við og myndi velta Hillary upp úr öllum þeim málum, sem hún hefur lent í ásamt manni sínum. Það er því eðlilegt, að hún vilji taka sér nokkum umhugsunarfrest. Skulda yfír 200 millj. kr. Ráðgjafar Clintons segja, að mesta áhyggjuefnið séu skuldir þeirra hjóna vegna lögfræðikostnaðar en áætlað er, að þær séu rúmlega 210 milljónir ísl. kr. Laun öldungadeild- ai'þingmanna eru um 9,7 millj. kr. á ári og til að girða fyrir hagsmuna- árekstur eru þeim settar skorður hvað varðar frekari tekjuöflun. Margir vilja dramatísk átök Staða Hillary er líka slæm að því leyti, að hún verður enn forsetafrú í kosningunum á næsta ári með öllum þeim fríðindum, sem því fylgja, og á kostnað skattborgai'anna. Giuliani myndi ekki láta vera að núa henni upp úr þvi. Hillary hefur líka verið bent á, að hún geti ekki stundað kosningabar- áttuna frá Hvíta húsinu, heldur verði hún aðallega að halda sig í New York, og svo er líka alltaf hætta á, að maðurinn hennar, forsetinn, taki ein- hveijar ákvarðanii', sem stangist á við stefnumál hennar. Giuliani hefur ekki tekið ákvörðun um framboð frekar en Hillary en eft- ir allt, sem á undan er gengið með Monicu Lewinsky og réttarhöldin yf- ir Clinton, þá vilja menn ekki neina lognmollu, heldur dramatísk átök. Hiilary Clinton og Rudolph Giuliani eiga að tryggja það. (Heimildir: The Daily Telegraph, The New York Times) POLSKA þingið samþykkti í gær aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) með miklum meirihluta atkvæða en þessi ákvörðun er sögð sú mikilvægasta sem Pólverjar hafa tekið í utanríkismálum síðan kalda stríðinu lauk. Horfði Aleksander Kwasni- ewski, forseti Póllands, á þegar 409 þingmenn neði'i deildar þings- ins greiddu atkvæði með því að Pólland gerðist meðlimur í NATO en einungis sjö voru á móti. Fjórir sátu hjá. Er þar með búið að gera Kwasniewski kleift að skrifa undir sáttmálann sem gerir Pólland að nýju NATO-ríki, ásamt Ungverja- landi og Tékklandi. Munu forsetar Póllands og Tékklands skrifa und- ir sáttmálann 26. febrúar í sam- tengdri sjónvarpsútsendingu. „Pólland lýkur nú upp nýjum kafla í þjóðarsögu sinni,“ sagði Knasniewski í gær. „Með þessari ákvörðun er bundinn endi á þann kafla sem hófst með fundi stór- veldanna í Jalta og skiptingu heimsins í áhrifasvæði í kjölfar niðurstöðu seinni heimsstyrjaldar- innar.“ Reuters KING leiddur inn í réttarsalinn í fyrradag. Kynþáttahatari sakaður um morð Jasper. The Daily Telegraph. RÉTTARHÖLD hófust í fyrradag í borginni Jasper í Texas í Banda- ríkjununi yfír John „Bill“ King, 24 ára gömlum manni, sem sakaður er um að hafa myrt blökkumann. Er hann sagður hafa gert það til að öðlast „virðingu" í flokki kyn- þáttahatara, sem hann ætlaði að koma á fót. Hlutar úr líki James Byrd, fatl- aðs blökkumanns, fundust á þriggja mflna löngum kaíla á fá- förnum sveitavegi og var í fyrstu talið, að hann hefði orðið fyrir bfl. Lögreglan fann hins vegar kveikjara með nafninu Possum, sem King var kallaður er hann var í fangelsi, og á hann var grafið KKK eða Ku Klux Klan. Vöknuðu þá strax grunsemdir um, að Byrd hefði verið myrtur. Tveir félagar Kings, Shawn Berry og Russell Brewer, eru einnig sakaðir um morðið en sagt er, að þeir hafi bundið ökkla Byrds við stuðarann á bfl Berrys og dreg- ið hann eftir bflnum. Við húsrann- sókn á heimili Kings fannst síðan mikið af alls konar efni tengd kyn- þáttahatri. King á yfir höfði sér ævilangt fangelsi að minnsta kosti en líklega dauðadóm. Forsetakosningar í Nígeríu eftir 15 ára herstjórn Frambjóðendur heita um- bótum og bættum kjörum Jos, Kaduna. Reuters. ALLT útlit er fyrir harða kosningabaráttu milli for- setaframbjóðenda í Níger- íu, en kosningar verða haldnar í lok þessa mánað- ar. Þær marka tímamót í stjórnmálum landsins og eru bundnar vonir við að þær muni binda enda á fimmtán ára stjórn hersins. Núverandi leiðtogi Ní- geríu, herforinginn Abdulsalami Abubakar, hefur heitið því að hann muni fara frá völdum hinn 19. maí næstkomandi. Olu- segun Obasanjo, fyrrver- andi herforingi, þykir lík- legastur til að verða kosinn eftirmaður hans í forseta- kosningunum hinn 27. febr- úar næstkomandi, en hann býður sig fram fyrir hönd hins ráðandi stjórnmála- flokks landsins, PDP. Obasanjo sjálfviljugur frá völdum Á árunum 1976 til 1979 var Obasanjo herforingi í herforingjastjórn Nígeríu, en afsalaði sér völdum árið 1979 og varð þar með eini herforinginn í sögu landsins sem hefur vikið sjálfviljug- ur úr embætti frá því að Ní- gería hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1960. Tuttugu ár eru nú liðin frá því að Obasanjo sagði af sér embætti og hefur honum tekist að afla sér trausts jafnt meðal Afríkubúa sem á Sameiginlegt framboð gegn PDP Mótherji Obasanjos, Olu Falae, fyrrverandi fjármála- ráðherra Nígeríu, er fulltrúi vinstriflokkanna APP og AD, í sameiginlegu framboði þeirra til forsetaembættis- ins. Forystumenn APP og AD, urðu ásáttir um að velja sér einn sameiginlegan for- setaframbjóðanda til að styrkja stöðu þeirra gagn- vart PDP sem hlaut mest fylgi í nýlegum héraðs- og sveitarstjómarkosningum. Ogbonnaya Onu, sem upphaflega hafði verið val- inn sem forsetaefni APP, lýsti því hins vegar yfir í gær að hann hefði ekki í hyggju að draga sig til baka þrátt fyrir samkomulag flokkanna um framboð Olus Falaes. Kom til handalög- mála á flokksþingi APP á mánudagskvöld þar sem gengið var frá framboðsmál- um. Olíutekjum sólundað í kosningabaráttunni ber hæst loforð um að leysa deOur hinna mörgu þjóðar- brota sem byggja Nígeríu, fjölmennasta ríki álfunnar. Áuk þess eru kjör almenn- ings ofarlega á baugi, en sl. áratugi hefur fátækt aukist í stjórnartíð hersins sem sólundað hefur stórum hluta af hinum miklu olíutekjum landsins. Reuters OLUSEGUN Obasaujo fagnar með flokksmönn- um sínum í PDP, eftir að hafa verið valinn til forsetaframboðs fyrir hönd flokksins. Forseta- kosningarnar fara fram 27. febrúar og marka endalok 15 ára herstjórnar í Nígeríu. Vesturlöndum. Var hann m.a. orð- aður við stöðu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.