Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FRÁ sýning-u Helgu Þórsdóttur í gryfju Nýlistasafnsins,
ÍSLENSKUR
EITT af verkum Kristjáns Steingríms í forsal Nýlistasafnsins.
Myndir
um myndir
um myndir
MYIVPLIST
IVýlistasafnið,
Vatnsstíg 3b
MÁLVERK
KRISTJÁN STEINGRÍMUR
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl.
14-18. Aðgangur ókeypis.
Til 28. febrúar.
SANDBLÁSTUR er táknræn
athöfn í tvennum skilningi. Annars
vegar eyðir hún og sverfur með
því að mjatla allt efni ofan í örfínt
ryk. Hins vegar varðveitir hún
með því að grafa í hvaða efnivið
sem vera skal þær rúnir sem ætlað
er að standi. Hugmyndalist Krist-
jáns Steingríms er í þeim skilningi
postmódernísk að málverk hans
eru þvinguð undir grafisk gildi
með verkun sem minnir á undir-
búning steins undir steinþrykk.
Hægt er að tala um þau sem
lágþrykk þótt þau nýtist með engu
móti sem stenslar. Öndvert við
venjubundna málaralist, þar sem
misþykkri málningu er hlaðið á
strigann og grunnflöturinn aukinn
sem því nemur ræðst þessi
sértæka tækni á strigann með hót-
un um að minnka yfirborð hans
með því að éta hann upp eins og
sýra koparætingu.
Þá gamlar sandblásturstæknin
líkt og veðrun. Hið sandblásna
verk virkar því ekki sem nýjung,
heldur sem uppgerður og
hreinsaður fommunur. Það sem er
nýtt sýnist aldrað. Þegar við bæt-
ist að þrjú af fjórum verkum Krist-
jáns Steingríms eru beinar tilvitn-
anir í verk annarra listamanna -
Kristjáns Guðmundssonar, Birgis
Andréssonar og Guðmundu
Andrésdóttur - sem einnig fást við
kerfisbundna listsköpun, byggða á
tilvísunum, verður nauðhyggja
hans augljós.
Listin sem virðist svo frjáls, op-
in og óháð er, þegar öll kurl koma
til grafar, rígbundin í viðjar reglu
og skipulegrar framvindu. Hún er
ávallt sköpuð í tengslum - sem
svar eða sem andmæli - við þá list
sem á undan er gengin. Það eru
einvörðungu frístundamálaramir
sem leyfa sér að vinna í sögulausu
tómarúmi, óbundnir stund og stað.
Það er táknrænt fyrir skilning
Kristjáns Steingríms á samheng-
inu £ listinni að eina verkið á sýn-
ingunni sem ekki er tilvísun í til-
vísun annarra starfsfélaga skuli
vera glerverk með nákvæmum,
sandblásnum upplýsingum um
staðsetningu Nýlistasafnsins,
ásamt dagsetningu opnunarinnar.
Ekkert er háð tilviljunum þegar
myndlist er annars vegar. Hvað
það varðar virðist niðurstaða hans
vera býsna lík áliti forpopparans
Jaspers Johns, sem taldi myndlist-
ina útiloka hið óvænta.
AÐ LESA í DELLUNA
LJÓSMYNDIR
HELGA ÞÓRSDÓTTIR
Ljósmyndalistin hefur fært okk-
ur nær samfélaginu og tungutak-
inu sem þar tíðkast. Tímaritin era
véfrétt samtíðarinnar og skila mik-
ilvægum upplýsingum til sam-
félagsins um það hver sé bestur,
heppnastur, á uppleið, á niðurleið,
hvernig beri að klæða sig, hvað
beri að borða, hvað sé að sjá og
hvert menn skuli fara til að falla
inn í stjörnumynstrið. Þótt ekki sé
hægt að halda úti tímariti um listir
og menningu í okkar fámenna
samfélagi, og erlend rit af slíkum
toga seljist varla í lausasölu virðist
stöðug eftirspurn eftir rándýrum
glansblöðum þar sem hangið er
inni á gafli hjá hinum ýmsu stjöm-
um sem náð hafa þvi eftirsótta tak-
marki að öðlast heimsfrægð á Is-
landi.
Hvort ástandið í þessum efnum
er verra hér á landi en annars
staðar í Evrópu skal þó ósagt lát-
ið. Hitt er mun skemmtilegra að
skoða hvernig listamenn nýta sér
einkennin til að spá í spilin. Með
meinfyndinni forvitni reyna þeir
að draga fram eðli þess veruleika
sem mótaður er af tísku, stjömu-
dýrkun og klisjukenndri frétta-
mennsku af framapoti átrúnaðar-
goðanna. Þar er að finna ómældan
efnivið, þjóðsögur, slúður og dellu,
sem mótar smekk okkar, afstöðu
til fegurðar og hugmyndir um
náungann, sjálf okkur og
þjóðfélagið.
I þennan brann sækir Helga
Þórsdóttir með góðum árangri. A
sjö bleksprautumyndum sem hún
gefur út í tíu eintökum hverja,
fylgist hún með handahreyfingum
búðargínu og spáir í einkenni
hinna ýmsu handa og fyrir hvað
slík einkenni standa. Spádómsgáfu
þarf til að lesa úr lófa, lengd fingra
og þykkt handar, en öll eiga þessi
einkenni sér sína táknrænu merk-
ingu; kerlingabækur að vísu, en
stórskemmtilegt spekúlum fyrir
þá sem unna þjóðlegum fræðum
og hafa gaman af að velta fyrir sér
tilurð munnmæla og hindurvitna,
eða hvernig þjóðsögur og goðsög-
ur mótast.
Texti á frönsku fylgir hverri
mynd, en íslenska þýðingu er
hægt að nálgast úr blaðagrind á
súlunni í gryfju Nýlistasafnsins,
þar sem Helga hefur hreiðrað um
sig. Að auki hanga uppi á vegg
tvær stórar Ijósmyndir sem virð-
ast vera staðfesting þeirrar
blindu sem fylgir tískuheiminum
og lýsir sér í blindri hlýðni okkar
gagnvart honum og blindu hans
gagnvart sjálfum sér. Enn er
flétta Helgu á frumstigi, en af
verkum hennar má sjá hve ríku-
legan og heillandi vettvang hún
hefur kosið sér.
HELGUN OG
VANHELGUN
MÁLVERK OG MYNDBAND
GUNNAR J. STRAUMLAND
OG JÓN SÆMUNDUR
AUÐARSON
Bjarti- og svartisalur Nýlista-
safnsins kallast á eins og svo oft
áður. Það er nánast útilokað að líta
á þessi tvö samliggjandi herbergi
sem fullkomlega sjálfstæðar ein-
ingar.'enda er ákveðinn skyldleiki
með sýningu þeirra Gunnars J.
Straumland og Jóns Sæmundar
Auðarsonar.
Báðir reyna þeir félagar að
toga ákveðna hefð niður á verald-
legt plan með því að snúa út úr
henni. Gunnar málar lítil málverk
með myndefni sem sumpart svip-
ar til orma eða ristils, en ætlast
væntanlega til að það veki um leið
hugsanatengsl við bagal þann sem
biskupar hafa borið gegnum
tíðina sem vott um fylgni við mál-
stað Jóhannesar skírara. Helgi-
myndir kallar Gunnar þessar
myndir án þess að skýra það frek-
ar, en skuld nokkurra þeirra við
teikningar Mikes Kelleys leynir
sér ekki. Þá er brúnleitt yfirbragð
þeirra til að undirstrika skyldleik-
ann við ný-gróteska listamenn
vestan hafs.
Jón Sæmundur dubbar sig upp í
þjóðlegan kvenbúning í myndbandi
sínu Oðw í svartasal og fer með
blautlegar vísur. Það er svolítill
ljóður á þessu verki hve augljós-
lega höfundurinn vill ganga fram af
gestum með vanhelgun sinni á
þjóðbúningnum. Það bitnar á gæð-
um verksins, en takan er ekki bein-
línis falleg né fagmannleg.
Báðir verða Gunnar J. Straum-
land og Jón Sæmundur að nálgast
heim vanhelgunarinnar með meiri
tilþrifum og snarpari vinnubrögð-
um. Of bein og augljós framsögn
dregur úr möguleikum verka
þeirra til að enduróma eins skært
og þeim er ætlað að gera. Þau
verða eins og kirkjuklukkur með
kæfðan hljóm og máttlítinn kólf
hversu ákaft sem þeim er hringt.
En þessir gallar stafa ekki af hæfi-
leikaskorti viðkomandi listamanna,
heldur ofætlun þeirra. Svalari
vinnubrögð og hæfilegri fjarlægð
gagnvart viðfangsefninu mundi
gera gæfumuninn.
IJR FÓRUM SAFNSINS
BLÖNDUÐ TÆKNI
ELDRIVERK
NOKKURRAFÉLAGA
Það er alltaf einhver vandræða-
gangur með safnsýningar Nýlista-
safnsins og stafar það af viðvan-
ingslegri framsetningu listaverk-
anna og ónógri upplýsingu um það
sem iyrir augu ber. Nú hefúr
SÚM-salurinn á efsta lofti verið
lagður undir nokkur verk milli-
kynslóðarinnar, þeirra sem fylgdu
í kjölfar SÚM-aranna en sneru sér
svo að postmódemískri tjáningu
upp úr 1980, þegar fagnaðarboð-
skapurinn um „nýja málverkið“
breytti afstöðu manna til list-
sköpunar.
Þótt mörg verkanna séu athygl-
isverð og því kærkomið að endur-
nýja kynnin við þau standa þau
varla illa án nokkurs formála eða
gi-einargerðar þar sem tímabilinu
við lok 8. áratugarins og byrjun
þess 9. eru gerð verðug skil. Það
er engum greiði gerður með svona
sýningu, síst þeim ágætu lista-
mönnum sem eiga verk á sýning-
unni. Kynningin gæti hæglega
valdið misskilningi vegna skorts á
upplýsingum þeim til handa sem
ekki muna þá tíð þegar verkin
vora búin til og sýnd.
Hvernig á almenningur til dæm-
is að nálgast svona verk án inn-
gangs þar sem fjallað er um lista-
mennina sem eiga verk á sýning-
unni? A hann að finna það upp hjá
sjálfum sér að ráða í jafn fjöl-
breytilegan tjáningarmáta?
Reyndar era svona sýningar
kærkomin tækifæri fyrir Nýlista-
safnið til að sýna hvers það er
megnugt á sviði upplýsingamála og
hversu vel allir aðstandendur kynn-
ingarinnar þekkja til tjáningar-
hátta sýnendanna. Það þarf ekki að
gefa út rándýra sýningarskrá með
litprentuðum myndum og fræðileg-
um ritgerðum. Svarthvítur einfald-
leikinn mundi nægja og gott betur.
En eitthvað verður að gera til að
snúa sýningastjórum Nýlistasafns-
ins fi-á þessum viðvaningshætti og
fá þá til að sjá ljósið. Vonandi fáum
við sem fyrst þær nauðsynlegu
upplýsingar sem safni ber að veita
þegar það heldur slíka kynningu á
verkum úr fórum sínum.
Halldór Björn Runólfsson