Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Iðnaðar- og viðskipta- ráðherra brýtur lög og stjornarskrá I STJORNARTIÐ- INDUM B 1998 nr. 285, 18. maí 1998, er auglýst ný reglugerð um raforkuvirki. í henni segir að tilgang- ur hennar sé að draga r sem mest úr hættu og tjóni af raforkuvirkj- um, þ.á m. neysluveit- um, það er í raflögnum í íbúðarhúsnæði og álíka húsnæði. Þetta er vissulega góður ásetn- ingur þeirra sem setja reglurnar. I kafla 1.6.5. reglu- Sigurður gerðarinnar stendur Magnússon m.a. varðandi áhættu- flokka neysluveitna í rekstri og skoðunartíðni þeirra. 1. flokkur: Veitur með litla áraun. „Engin skoðun.“ Til 1. flokks telst allt íbúðarhúsnæði og smærra at- --»r/innuhúsnæði á Islandi. Hæstvirt- ur ráðherra er með undirskrift sinni á reglugerð 285/1998 að fella niður lögskipaða reglubundna ör- yggisskoðun á raflögnum í íbúðum og minni vinnustöðum fólksins. Ráðherra er að segja okkur íbúum landsins að hann sjái ekki ástæðu til að rafveitur veiti okkur þá þjón- ustu sem hefur verið lögbundin í hliðstæðum reglugerðum frá 1933. Það að fella niður skoðun á 1. flokki neysluveitna, eru hrein svik ^við íslenska raforkunotendur, þeir hafa greitt rafmagnseftirlitsgjald í áratugi og eiga þúsundir heimila og fyrirtækja skoðanir inni sam- kvæmt eldri reglum, sem hefur þegar verið gi-eitt fyrir í notenda- gjöldum liðinna ára. Hvar eru pen- ingarnir sem hafa verið innheimtir sem rafmagnseftirlitsgjald ? Fói-u þeir í fjárhirslur ríkisins? Svik ráðherra Hæstvirtur ráðherra, Finnur Ingólfsson, sagði á þingfundi 19. desember 1996 að ef frumvarp hans, nr. 146/1996 um öryggi raf- orkuvirkja, neysluveitna og raf- __fanga, yrði að lögum fyrir jólin 1996 væri hann sannfærður um að eftir ár byggjum við við betra ástand í rafmagnsöryggismálum. En hvað gerir hann sextán mánuð- um seinna? Hann fellir úr gildi rafmagnseftirlit á öllu íbúðarhúsnæði lands- ins og neysluveitum af hliðstæðri stærð. Þetta eru svik sé miðað við orð hans frá 19. des- ember 1996. Orð hans eru skráð í Alþingistíð- indi. Þá sagði hann þessi orð úr ræðustóli Alþingis: „Ég er sann- færður um að þegar upp verður staðið, að ári liðnu vona ég, að þá séu allir menn sann- færðir um að hér hafí verið stigið rétt skref.“ Þetta frumvarp hans var samþykkt af alþingismönnum ríkisstjórnarinnar og varð það að lögum. I 7. grein þessara laga nr. 146/1996 stendur: „Með reglu- bundnum hætti skal fara fram skoðun á því hvort raforkuvirki, neysluveitur og rafföng og starf- Rafmagnsöryggi Ráðherra fellir úr gildi rafmagnseftirlit, segir Sigurður Magnússon, á öllu íbúðarhúsnæði landsins og neysluveit- um af hliðstæðri stærð semi þeirra er hlotið hafa löggild- ingu eða starfsleyfi Löggildingar- stofu uppfylli ákvæði þessara laga.“ Af þessu er ljóst að hæstvirtur ráðherra, Finnur Ingólfsson, brýt- ur 7. gr. laga nr. 146/1996 með því að staðfesta reglugerð nr. 285/1998 með undirritun sinni. Ráðherra virðir að vettugi 65. gr. stjórnarskrár Islands. Þrátt fyrir augljóst brot á ákvæðum í 7. gr. laga nr. 146/1996 undirritar hæstvirtur ráðherra, Finnur Ingólfsson, um- rædda reglugerð. Neysluveitur í 1. flokki á ekki að skoða sam- kvæmt henni. En veitur í 2. og 3. flokki á að skoða, m.a. með úr- taksskoðunum. Úrtaksskoðun í hí- býlum og á vinnustöðum fólks er brot á stjórnarskránni. í reglugerð nr.285/1998 er greinilega gert upp á milli fólks eftir því hvort það býr eða vinnur við 1., 2., eða 3. flokk neysluveitna. Þetta er svo augljóst brot á jafnræðisreglu stjórnar- ski-árinnar að ekki þarf fleiri orð þar um. Auk þess er ljóst, að í reglugerð- inni er ekki borin nægjanleg virð- ing fyrir öryggi almennings og mannslífum, ef hún er þá nokkur. Með reglugerðinni hefur raf- magnseftirlit nánast verið lagt nið- ur, en kostnaður hefur þó stórauk- ist. I fyi-rnefndum lögum eða reglugerð er ekki minnst á þá ábyrgð sem rafveitustjórar bera á því rafveitukerfl sem þeir stjóma, eða gæðum þeirrar raforku sem þeh' selja. Þó ei-u það þeir sem bera endanlega ábyrgð verði slys eða eldsvoði vegna úr sér geng- inna raflagna, sem þeir selja raf- magn til. Þeh' ættu því að láta skoða þær svo þeir viti með vissu að verjandi sé að hafa þær í notk- un. Leyfi rafveitustjóri að rafmagn sé notað á biluðum eða óöruggum raflögnum er hann ábyrgur og yrði þá trúlega dæmdur samkvæmt refsilögum. í 18. kafla þeirra í 164. gr. segir t.d. „Valdi maður elds- voða, sem hefur í för með sér al- manna hættu,_ þá varðar það fang- elsi,“ o.s.frv. I 165. gr. sama kafla stendur: „Fangelsi skal sá sæta, sem bakar öðrum tjóni á lífi, lík- ama eða eigum,“ o.s.frv. Raf- magnsöryggismál á Islandi eru komin í alvarlega kreppu og spurning hvað þarf mörg slys til að ráðherrar og alþingismenn skilji að lög nr. 146/1996 eru mistök sem ber að leiðrétta, hvað þá reglu- gerðin nr. 285/1998, sem ber með sér háskalegt kunnáttuleysi og vanþekkingu á rafmagnsöiyggis- málum. Hún er líkust því að sand- kassadrengir hafi samið hana. Starfsmönnum rafmagnsörygg- ismála, rafveitustjóram og raf- virkjum hlýtur að vera áhyggju- efni hve óvarlega er farið í raf- magnsöryggismálum þjóðarinnar. Höfundur er fyrrverandi yfirrafnmgnseftirlitsmuður. Vaðall sægreifans FOSTUDAGINN 29. janúar síðastliðinn geystist fram á ritvöll- inn á síðum Morgun- blaðsins útgerðarmað- ur úr Vestmannaeyj- um, Magnús nokkur Kristinsson, og fór mik- inn í grein sinni er bar yfirskriftina „Jóla- grautur Alþingis". Hann kemur víða við í skrifum sínum og stangast þar hvað á annað, í því er virðist veikburða tilraun sæ- greifa til réttlætingar tilvistar þess óskapnað- ar og meinsemdar, sem núverandi kvótakerfi er í lífæð þjóðarinnár og þeirri mark- vissu byggðaröskun, sem það hefur í för með sér. Magnús gerir að umtalsefni ný- sett lög á Alþingi um veiðistjórnun smábáta, og þá ,jólamöndlu“ sem eigendur þeirra fengu úr þeim graut. Að einu leyti get ég verið honum sammála, þ.e. þeirri kröfu hans að Alþingi Islendinga, lög- gjafinn, gangi þannig til verka við gerð lagatexta að almenningi séu Fiskveidistjórnun Það að bera lagatexta undir hagsmunaaðila, er ekki nýtt af nálinni, segir Bjarni V. Olafs- son. Er fulltrúum smá- bátaeigenda gert þar hærra undir höfði en BjarniV. Ólafsson öðrum? þeir skiljanlegir og kjarninn týnist ekki í orðskrúði og nýyrðasmíð eins og oft vill verða. Það að bera lagatexta undir hagsmunaaðila er ekkert nýtt af nálinni. Er fulltrúum smábátaeig- enda gert þar hærra undir höfði en öðrum? Við skulum ekki gleyma forgöngu LIÚ og Kristjáns Ragn- arssonar við gerð laga um núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfi og þeim hörmungum, sem það hefur leitt af sér í mörgum sjávarpláss- um allt í kringum landið, hörmung- um sem ekki verður séð fyrir end- ann á ef núverandi kerfi heldur velli. fri 18 fsbríar Öndunarjakkar allt að 40% afslóttur Barnaúlpur frá 3.900.- Barnaflís allt að 30% afsláttur Tilboðsverð á ýmsum útivistarvörum Því miður báru sjáv- arútvegsnefnd og Al- þingi ekki gæfu til að taka af skarið og gefa krókaveiðar alfrjálsar, heldur fór þá leið sem LÍÚ hefur lengi dreymt um og setti lög, sem drepur smá- bátaútgerð í nánustu framtíð, með þeim af- leiðingum að enn frek- ari röskun á högum fólks og fyrirtækja víðsvegar um landið er óumflýjanleg. Því er nefnilega þannig farið með smábáta, að þeir landa afla sínum dag- lega til frekari vinnslu hér heima, en sigla ekki með hann á erlendar hafnir óunninn, eða flytja ísaðan úr landi í gámum eins og sumir, sem láta sig engu varða hvort einhverjar krummavíkur á Islandi fari í eyði sökum kvótaleys- is og hráefnisskorts, eða hvort ein- hver virðisauki verði eftir í Iandinu með frekari vinnslu aflans. Sem betur fer hugsa ekki allir svona. Til eru framsæknir menn, sem af stórhug og kjarki leggja allt í sölurnar til að snúa þróuninni við og rífa upp atvinnulífið í hinum dreifðu byggðum. Eitt besta dæm- ið eru dugmiklir aðilar vestur á fjörðum, sem kenndir eru við Rauðu seríuna og reka fiskvinnslu af miklum myndarbrag í Bolungar- vík, Þingeyri og Bíldudal. Magnús gerir að umtalsefni þá fjölgun, sem orðið hefur á fimm stöðum á Vest- fjörðum m.a. í erlendu vinnuafli og er það rétt hjá honum, en hann segir ekki alla söguna, heldur kýs að þegja um ástæður atvinnuaukn- ingarinnar, kannski í þeirri trú að þeir sem lásu grein hans og ekki þekkja til, glepjist til að halda að útgerð og kvótastaða á Vestfjörð- um standi með þeim blóma sem fjölgunin sýnir. En það er því mið- ur ekki svo. Fiskvinnslustöðvar Rauðu seríunnar hafa byggt að stærstum hluta sína vinnslu á að- keyptum Rússafiski, en auk þess hafa á hverju vori, undanfarin ár, smábátar hvaðanæva að af land- inu, svo tugum skiptir, flykkst vestur á firði og dreifst á byggðar- lögin til róðra, þar sem þeir landa sínum afla til vinnslu og um leið hleypt nýju blóði í atvinnulífið á þessum stöðum. Af framansögðu sést að það er ekki sem ætla mætti við lestur nið- urlags greinar Magnúsar að batann og fólksfjölgunina fyrir vestan megi rekja til útgerðar stærri skipa á íslandi. Hana má rekja til rússneskra sjómanna og íslenskrar smábátaútgerðar, út- gerðar sem siðblindir pólitíkusar og sægreifar með Kristján Ragn- arsson í fararbroddi vilja feiga. En nú er mál að linni. Þorri þjóðarinnar getur ekki lengur un- að því að vera peð í peningaspili því sem daglega kippir fótunum undan afkomu heilu byggðarlag- anna undir formerkjum samein- ingar fyrirtækja og hagræðingar í sjávarútvegi, en er í raun ekkert annað en fyrirsláttur fé- og valda- gi'áðugra eigmhagsmunaseggja á Alþingi og í LIÚ sem engu láta sig varða hvort einhverjir, jafnvel þjóðin öll, hafi skaða af, bara ef þeir komast upp með fjárplógs- starfsemina. Því skora ég á allt hugsandi fólk í landinu: Látum á það reyna hvort ekki er hægt að breyta þessari þróun þegar gengið verður til kosninga í vor og veitum brautar- gengi eina flokknum, sem í alvöru vill leggja niður núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi. Frjálslyndi flokkurinn boðar breytingar. Höfundur starfar við gæðaeftirlit i sjdvanítvegi og á sæti í miðstjörn Frjáislynda flokksins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.