Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 51
araugum á og vonuðu að yrði opn-
aður.
Amma var drottning. Ekki að-
eins í okkar augum, heldur allra
sem umgengust hana. Virðuleg og
hlýleg framkoma hennar, ættfræði-
þekldng og miklir frásagnarhæfi-
leikar vöktu athygli. Var hún ætíð
miðdepill hvar sem hún kom.
Endalaust gátum við hlustað á
hana segja sögur frá gömlu dögun-
um - sögurnar um frúna sem hún
var í vist hjá á Akureyri, úr Hrísey
af apanum þeirra Jochum og kostu-
legum uppátækjum hans, prakkar-
anum Bjössa Rrists, sögur af pabba
og systkinum. Allir áttu sína sögu.
Ahugi ömmu á mönnum og mál-
efnum hélst fram á síðasta dag.
Hún var stolt og dugleg og lét
aldrei bugast þrátt fyrir þungbær
áföll. Við minnumst orða hennar:
„Stend meðan stætt er,“ og kveðj-
um elsku ömmu með sálmi úr kveri
sem hún geymdi undir kodda sín-
um:
Gef oss drottinn, góðan dag,
ganga lát oss allt í hag,
ef að vilji það er þinn,
þú ert ætíð velkominn.
Hvar sem liggur leiðin vor,
lát oss feta í sólarspor.
Gef þú oss i gleði og þraut
ganga þína ljósu braut.
Gef oss, drottinn, góðan dag,
gott og fagurt sólarlag.
Eftir lífsins endað skeið
oss í þíná vegsemd leið.
(V. Briem.)
Helga, Björg og Dúna.
Þegar fréttir af andláti vina og
vandamanna berast hvarflai- hug-
urinn gjarnan á vit minninganna.
Þannig fór fyrir mér þegar ég frétti
að Björg Valdimarsdóttir væri öll.
Ekki er ætlunin í þessari stuttu
kveðju að rekja æviferil Bjargar,
enda er ég aðeins kunnugur litlum
hluta hans. Veit þó að á langri ævi
mátti hún þola sorg og ástvinamissi
sem ung kona en stóð keik af sér
storma lífsins. Gleðin var líka rík
enda auðurinn mikill í mörgum og
mannvænlegum afkomendum.
Ég hitti Björgu fyrst árið 1974.
Hún bjó þá ásamt seinni eigin-
manni sínum Garðari Ólasyni í
Sæviðarsundi 9 í Reykjavík. Gæfan
hafði þá leitt mig á fund Pálínu
dóttur Björns á Selaklöpp í Hrísey
en hann var bróðir Garðars. Þannig
voru tengdir komnar á sem áttu
eftir að treystast með nánari kynn-
um.
Ekki var í kot vísað að fara með
tengdafjölskyldu minni í mat og
kaffi í Sæviðarsundið. Þar bar bók-
staflega allt glöggt vitni um mynd-
arskap og snyrtimennsku Bjargar
og Garðars. Margvísleg málefni
voru rædd og fróðlegt var að heyra
um lífið og tilveruna á árum áður,
sérstaklega í Hrísey en einnig á
mörgum öðrum stöðum þar sem
þeir bræðurnir höfðu starfað til
sjós og lands. Þetta voru ljúfar
stundir.
Eftir að við hjónin fluttum norð-
ur árið 1983 fækkaði fundum okkar
Bjargar. Samt hélst alltaf gott sam-
band og í reynd var alveg ótrúlegt
hvað hún fylgdist vel með. Þrátt
fyrir mikinn fjölda barnabama,
langömmubarna og langa-
langömmubarna var rúm fyrir fleiri
og litlir fætur í minni fjölskyldu
fengu leista eða eitthvað annað sem
bar gefandanum gott vitni. Björg
var sannur vinur vina sinna.
Að leiðarlokum er gott að geta
rifjað upp góðar minningar. Við
hjónin og synirnir fimm þökkum
innilega fyrir samfylgdina og
ánægjulegar stundir.
Þú ljós sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voóasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fógru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyr.
(M. Joch.)
Aðstandendum öllum vottum við
dýpstu samúð og óskum þeim Guðs
blessunar.
Valtýr Sigurbjarnarson.
EDDA
ÞÓRZ
+ Edda Þórz var
fædd í Brekku í
Reykjavík 4. júní
1920. Hún lést á
Landspítalanum
11. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Iðunn
Sigurðardóttir, f.
5.10. 1897, d. 2.5.
1981 og Þórður
Þórðarson, f. 25.3.
1894, d. 9.8. 1982.
Edda átti eina syst-
ur, Sif Þórz, dans-
kennara, f. 16.6.
1924. Maki hennar er Valgarð
J. Ólafsson, f. 24.9. 1919. Börn
þeirra eru: Jón Þórður, f. 28.4.
1947, d. 24.9. 1983; Iðunn
Anna, f. 4.2. 1950; Eiður, f.
23.2. 1954; Gunnhildur Sif, f.
10.6. 1955 og Sigrún, f. 16.9.
1959. Edda giftist 4. desember
1948 eftirlifandi eiginmanni
sínum, Magnúsi Ó. Valdimars-
syni, f. 6.1. 1925. Börn þeirra:
1) Sigurður Gunnar, f. 29.6.
1948, d. 27.4. 1969. 2) Katrín
Edda, f. 1.6. 1956.
Maki Katrínar er
Björn Pétursson, f.
19.2. 1953. Börn
þeirra eru: Ágústa
Edda, f. 19.3. 1977,
Eva, f. 7.4. 1978,
Hugrún, f. 19.3.
1988. Magnús átti
áður son, Má
Magnússon, f.
27.12. 1943. Kona
hans er Sigríður
Gunnarsdóttir, f.
3.3. 1954. Synir
þeirra eru: Gunnar
Karel, f. 17.5. 1984, Mímir, f.
7.4. 1988.
Magnús og Edda fluttu til
Seltjarnarness 1960 og hafa
búið þar alla tíð síðan. Magnús
hefur unnið við eigið fyrir-
tæki, Rafgeymaverksmiðjuna
Pólar hf. í rúm 50 ár. Edda var
kosin fyrsti formaður Kvenfé-
lags Seltjarnarness 1964.
títför Eddu fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast Eddu, tengdamóður minn-
ar.
Fyrst og fremst vil þakka henni
fyrir að hafa átt hana Kötu, og
þann stuðning sem hún veitti okkur
við uppeldi dætra okkar.
Það var lán okkar hjóna og ekki
svo lítils virði að vita af þeim í ör-
uggu skjóli að afloknum degi í leik-
skólanum og síðar í grunnskólan-
um. Það var gott fyrir litlar stúlkur
að fá hollan og góðan mat hjá
ömmu og nægan tíma hafði hún til
að ræða við þær um allt milli him-
ins og jarðar. Hún gaf þeim ástúð
og hlýju sem þær munu ætíð búa
að. Þáttur hennar í uppeldi Ágústu
Eddu og Evu var ríkur og ekki veit
ég hvernig við Kata hefðum farið
að án hennar. Þó ekki væri Hug-
rún, yngsta dóttir okkar, í jafn
miklum samvistum við ömmu sína
og þær eldri naut hún ætíð sömu
hlýju og ástúðar og eldri systurnar.
Edda reyndist mér einstaklega
góð tengdamóðir. Gæska hennar og
hrósyrði í minn garð yljuðu mér um
hjartarætur, og það var ljúft að
finna það að hún kunni vel að meta
tengdasoninn. Mér finnst að ég hafi
aldrei fullþakkað henni fyrir allt
sem hún gerði fyrir okkur Kötu en
ljúfar minningai- um hana munu
fylgja mér alla ævi.
Guð geymi þig, elsku tengda-
mamma.
Björn.
Okkur systurnar langaði að
kveðja hana ömmu Eddu með
nokkrum orðum.
Amma og afi hafa alla okkar tíð
búið í sama húsi og við, og þar sem
amma var heimavinnandi var hún
mjög stór hluti af okkar lífi. Okkur
elstu systurnar passaði hún eftir
skóla, gaf okkur að borða og lagði
um leið lífsreglurnar. Þótti okkur
vænt um að geta alltaf farið til
ömmu, en það gerðum við á hinum
ýmsu tímum, því hún hugsaði vel
um okkur.
Amma var mjög gjafmild kona og
þegar við fórum niður í kjallara í
heimsókn til hennar og afa, komum
við oftar en ekki með einhverja
smáhluti með okkur upp aftur. Þeg-
ar hún hafði verið í útlöndum kom
hún líka alltaf færandi hendi heim,
henni þótti svo gaman að gleðja
okkur með gjöfum.
Hún amma kunni heilan hafsjó af
sögum af „gömlu dögunum" og oft
var hægt að sitja tímunum saman
og hlusta dolfallin á sögurnar af
þessum nærri framandi heimi og
sjá hvernig frásagnargleðin skein
út úr andlitinu á gömlu konunni.
Það var líka alltaf stutt í húmorinn
hjá henni ömmu. Þessum skemmti-
lega húmor gleymum við seint.
Minningarnar um hana ömmu
Eddu eru svo ótal margar. Við er-
um þakklátar fyrir allar þessar
góðu minningar. Þegar amma
veiktist var skrýtið að hitta hana
ekki lengur á hverjum degi. Við
vorum svo vanar að geta kíkt til
hennar þegar okkur datt í hug. En
nú er hún loksins búin að fá hvíld
eftir erfið veikindi og við vitum að
það er hugsað vel um hana.
Elsku amma, við elskum þig og
eigum eftir að sakna þín mikið.
Mundu: „If you can’t be good, be
careful." (Ef þú getur ekki verið
góður, vertu þá varkár.)
Megi Guð geyma þig.
Ágústa Edda, Eva og Hugrún.
Við fráfall Eddu móðursystur
minnar leitar hugurinn til baka og
ekki síst til bernskuáranna. Til
þess tíma þegar hluti af hinu dag-
lega lífi var að fá fréttir af Nesinu
og ferðirnar á milli Kópavogs- og
Nesfjölskyldnanna voru tíðari en í
dag.
Fyrir barn úr stórum systkina-
hópi var gott að koma til Eddu og
njóta meiri athygli en heima fyrir
og var ég fljót að komast upp á lag-
ið með komast í helgardvöl í
„Eddusveit" öði-u hverju. Ég man
ekki hvor okkar átti hugmyndina
að nafngiftinni á helgardvalar-
staðnum en við minntumst þessa
tíma auðvitað oft síðar. I „Éddu-
sveit“ voru mörkin á milli þess
leyfilega og óleyfilega óljósari en
heima sem urðu eflaust heimasæt-
unni hvatning til ótrúlegustu uppá-
tækja. Það var auðvitað gaman að
fá að vera með og taka þátt í ævin-
týrum með stóru frænku og á
hverju sem á dundi í leikjunum hélt
Edda (yfírleitt) ró sinni. Að ekki sé
nú minnst á öll dýrin sem Kata dró
heim. Ég man ekki til þess að Eddu
hafi nokkurn tíma verið ofboðið
með öllu dýrastóðinu - eða jú,
kannski litlu hvítu músunum.
Kímnin var heldur aldrei langt
undan og hafði Edda einstakt lag á
að vekja athygli á ýmsum brosleg-
um hliðum. Meira að segja þegar
ég heimsótti hana helsjúka
nokkrum dögum fyrir andlátið
glitti aðeins í skopið þrátt fyrir
mikla þreytu og stöðuga verki. Við
fráfall nákomins ættingja horfum
við sem eftir stöndum yfii- farinn
veg. Yfir gleði og sorgir og það sem
hefur haft áhrif á mótun lífsleiðar
okkar. Við styrkjum hvert annað
og vonumst til að gömul vináttu-
bönd treystist.
Elsku Mói, Kata og fjölskylda og
mamma mín. Megi góður guð gefa
ykkur styrk til að vinna með sorg-
ina og horfa fram á veginn.
Sigrún (Sissí).
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÓLAFURJÓNSSON,
Ártúni
við Sleitustaði
í Skagafirði,
lést af slysförum laugardaginn 13. febrúar.
Jarðsett verður á Hólum í Hjaltadal laugar-
daginn 20. febrúar kl. 14.00.
Þórveig Sigurðardóttir,
Ragnar Ólafsson, Bryndís Símonardóttir,
Sigrún Ólafsdóttir, Jóhann Þórhallsson,
Hrafnhildur Ólafsdóttir, Magnús Traustason,
Sólveig Ólafsdóttir, Þorvarður Ingimarsson
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN AÐALHEIÐUR JÚLÍUSDÓTTIR,
lést á heimili sínu Dalbæ, Dalvík, þriðjudaginn
16. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Júlíus Snorrason, Aðalbjörg Árnadóttir,
Snorri Snorrason, Anna Björnsdóttir,
María Snorradóttir, Símon Ellertsson,
Ingigerður Snorradóttir, Sturla Kristjánsson,
Valdimar Snorrason, Ágústína Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
JÓHANN G. BJÖRNSSON,
Lindarflöt 32,
Garðabæ,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 16. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
íslaug Aðalsteinsdóttir,
Sigríður Jóhannsdóttir,
Björn Jóhannsson.
+
Ástkær sonur okkar,
HELGI LEÓ KRISTJÁNSSON,
Bakkahlfð 19,
Akureyri,
iést á heimili sínu sunnudaginn 14. febrúar.
Fyrir hönd ástvina,
Anna Lísa Óskarsdóttir,
Kristján Snorrason.
+
Bróðir minn,
GUÐMUNDUR KRISTINN GUNNARSSON,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
þriðjudaginn 16. febrúar.
Guðrún Gunnarsdóttir.
+
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við
andlát og útför móður okkar, ömmu og lang-
ömmu,
KRISTÍNAR JÓNU ÞORSTEINSDÓTTUR,
Faxastíg 2B,
Vestmannaeyjum.
Þorsteinn Kristinn Óskarsson, Margrét Brynjólfsdóttir,
Gísli Jóhannes Óskarsson, Gíslína Magnúsdóttir,
Anna Sólveig Óskarsdóttir, Halldór Axelsson,
Snorri Óskarsson, Hrefna Brynja Gísladóttir,
Kristinn Magnús Óskarsson, Laura Withers,
barnabörn og barnabarnabörn.