Morgunblaðið - 18.02.1999, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEINGRÍMUR SIGURÐSSON
járnsmiður,
áður til heimilis,
í Löngumýri 18, Akureyri,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli að kvöldi
föstudagsins 12. febrúar, verður jarðsettur
frá Akureyrarkirkju á morgun, föstudaginn
19. febrúar, kl. 13.30.
Erla Steingrímsdóttir,
Sigrún Steingrímsdóttir,
Magnea Steingrímsdóttir,
Ingibjörn Steingrímsson,
Sveinn V. Steingrímsson,
Mónika B. Steingrímsdóttir,
Magnús H. Steingrímsson,
Edvin Steingrímsson
og fjölskyldur þeirra.
t
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
AÐALSTEINN SVEINBJÖRN ÓSKARSSON,
Víðilundi 24,
Akureyri,
sem andaðist á heimili sínu laugardaginn
13. febrúar, verður jarðsunginn frá Dalvíkur-
kirkju laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00.
Sigrún Guðbrandsdóttir,
Haukur Haraldsson,
Snjólaug Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Pétursson,
Karlotta Aðalsteinsdóttir, Lárus Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HÖRÐUR GUÐMUNDSSON
bakarameistari,
Kambsvegi 15,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju á morg-
un, föstudaginn 19. febrúar, kl. 13.30.
Steinunn Kristjánsdóttir,
Oddfríður Liija Harðardóttir, Þórður Guðmannsson,
Guðmundur Þorbjörn Harðarson, Ragna Ragnarsdóttir,
Kristján Harðarson, Ruth Guðbjartsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURBJÖRG LILJA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 52,
Reykjavík,
verður jarðsungin laugardaginn 20. febrúar
kl. 14.00 frá Staðarkirkju, Hrútafirði.
Þorsteinn H. Sigurjónsson, Aðalheiður Böðvarsdóttir,
Guðrún Sigurjónsdóttir, Sigurgeir Arnarson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns,
SIGURJÓNS VÍDALÍNS
GUÐMUNDSSONAR,
frá Laugalandi,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss
Vestmannaeyja fyrir góða umönnun svo og
allra annarra sem aðstoðuðu í veikindum hans.
Guð blessi ykkur öll.
Guðlaug Sigurgeirsdóttir
og fjölskyldur.
SKÚLI
ÍSLEIFSSON
+ Skúli ísleifsson
var fæddur í
Tröð á Álftanesi 10.
ágúst 1942. Hann
lést á heimili sínu 9.
febrúar siðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Isleifur
Magnússon frá
Heinabergi á
Skarðsströnd í
Dalasýslu, f. 19. júlí
1914, d. 2. október
1983, og Guðríður
Gestsdóttir frá Dal
á Snæfellsnesi, f. 18.
febrúar 1918, d. 1.
ágúst 1979. Systkini Skúla eru:
Jónína, f. 21. maí 1941, Gestur,
f. 12. apríl 1944, d. 7. nóvember
1995, og Sólrún Laufey, f. 22.
maí 1962.
Börn Skúla af fyrra hjónabandi
eru: Sigurlaug Jens-
ey, f. 24. janúar
1965, Skúli Krist-
inn, f. 22. júní 1968,
Sigurbjörg Helga, f.
29. september 1969.
Eftirlifandi eigin-
kona Skúla er Sig-
rún Torfadóttir, f. í
Haga í Hornafirði
29. nóvember 1952.
Börn þeirra eru:
Siguijón Magnús, f.
25. mars 1974,
Matthías Elmar, f. 8.
apríl 1975, d. 23.
mars 1976, Sigurð-
ur Jón, f. 10. apríl 1977, Sigrún
Þóra, f. 28. júlí 1978, og Sigur-
rós Hrefna, f. 1. mars 1980.
títför Skúla fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Það er oft erfitt að sætta sig við
það þegar kallið kemur og sjá á eftir
ættingja í blóma lífsins yfirgefa
þennan heim. Hann nafni frændi er
farinn. Sjúkdómurinn fer ekki í
manngreinarálit, því hefur maðm'
komist að. Það var á síðastliðnu ári
að nafni tjáði mér að hann væri með
hinn illræmda sjúkdóm sem oft er
erfitt að koma í veg fyrir að fari sínu
fram. Líf hans hélt áfram sinn vana
gang en síðan gengu erfiðir tímar í
garð og tekist var á af mikilli baráttu
við sjúkdóminn, en alltaf var haldið í
vonina. Nafni átti góða að sem gerðu
honum kleift að vera heima til hinstu
stundar, og þar er þáttur konu hans
Sigrúnar aðdáunar- og þakkarverð-
ur.
Skúla verður ávallt saknað, en
ekki þýðir annað en að vera sáttur
við þær stundir sem fjölskyldan hans
og aðrir áttu saman og gleðjast yfir
þeim. Það var ekki farið til Reykja-
víkur án þess að koma við hjá honum
og fjölskyldunni. Það kom ósjaldan
fyrir að nafni spurði hvort við vildum
ekki bara gista og að sjálfsögðu var
það oft þegið, því manni leið eins og
heima hjá sér.
Maður kom ekki að tómum kofun-
um hjá nafna, hann var fróður og
víðlesinn. Frá miklu var að segja og
oft var skipst á skoðunum. Hann var
mikill áhugamaður um íþróttir, ekki
að furða því hann ólst upp í Vestur-
bænum og að mér skilst spilaði með
KR á yngri árum. Þegar farið var til
Reykjavíkur að spila körfubolta,
kom fyrir að nafni mætti til að hvetja
og koma með tillögur fyrir nýliðann.
Ekki má gleyma að nefna golfið,
því að oft var farið á golfvöllinn þeg-
ar tækifæri gafst og tekinn hringur.
Eitt er það áhugamál sem hann
fékk með móðurmjólkinni, ef svo má
segja og var hluti af honum allt hans
líf. Hestar voru hans líf og yndi, fjöl-
skyldunnar allrar.
Rétt fyrii' verslunarmannahelg-
ina var tekin ákvörðun um að fara
akandi suður Kjöl og norður
Sprengisand. Nafni sýndi því mik-
inn áhuga að hann og Sigrún kæmu
með og yrðu samferða okkur tveim
fjölskyldum að vestan. Við töldum
innst inni að ekki yrði af því þar
sem nafni var þá orðinn mjög veik-
ur. En það fór ekki eins og við héld-
um - heldur eins og við vonuðum. í
Þjórsárdalnum biðu okkar hjóna-
kornin alsæl. Þarna sátu þau í sól-
inni sem þann daginn baðaði ís-
lenska náttúru svo áhrif hennar létu
engan ósnortinn. En af stað var
haldið norður Sprengisand. Af og til
var stansað, landakortið skoðað og
það sem fyrir augun bar. Auk landa-
kortsins vorum við svo heppin að
hafa fróðan leiðsögumann, sem
gerði ferðalagið enn minnisstæðara.
Viljastyrkurinn var aðdáunarverð-
ur, að leggja slíkt ferðalag á sig, en
enginn barlómur heyrðist af hans
vörum frekar en fyrri daginn. Þetta
var ferð sem seint gleymist.
Nafni var stoltur af börnum sínum
og átti myndarlega fjölskyldu.
Að leiðarlokum langar okkur að
þakka honum samfylgdina, en minn-
ing um góðan frænda mun lifa á
meðal okkar.
Ætti ég hörpu hljómaþýða,
hreina, mjúka gígjustrengi,
til þín mundu lög mín Kða,
leita þín er einn ég strengi.
Viltu þegar vorið blíða,
vefur rósir kvölddögginni,
koma til mín, kvæói hlýða,
kveðja mig í hinsta sinni.
Lífið allt má léttar faha,
ljósið vaka hugsun minni,
ef ég má þig aðeins kalla
yndið mitt í fjarlægðinni.
Innsta þrá í óskahöllum,
á svo margt í skauti sínu.
Eg vildi geta vafið öllum
vorylnum í hjarta þínu.
(Friðrik Hansen.)
Við biðjum Guð að styrkja Sig-
rúnu, börnin og aðra aðstandendur á
erfiðum stundum.
Skúli, Anna og börn.
Elsku pabbi. Þá hafa englarnir
tekið á móti þér eftir langa baráttu.
Það var ótrúlegt hvað þú áttir
alltaf mikið af áhugamálum og varst
duglegur að stunda þau. Það leið
ekki sá dagur að þú værir ekki að
grúska í einhverju, annaðhvort var
það golfið, spilamennskan, eða
hestamennskan og alltaf stundaðir
þú þessi áhugamál með okkur
börnunum þínum sem er eitt af því
besta sem feður geta gert.
Þú barðist mikið fyrn- lífi þínu og
reyndir eins og þú gast að halda í
það, því þér þótti lífið mjög
dýrmætt. En þetta var bara of erfið
bai'átta og því kom að því að þú
myndir tapa. Við eigum öll mjög
erfitt með að kyngja því að þú sért
farinn því þú áttir fullt af árum
framundan með okkur. Við munum
þegar þú lást inni á spítala eftir að
þú veiktist aftur og hafðir misst af
ferðinni sem þú og mamma ætluðuð
að fara. Þú varst svo spenntur að
fara en svo á lokastundu gerðist
eitthvað slæmt og þú komst ekki.
En þú varst samt svo ánægður því
að læknarnir höfðu gefið þér von
um bata og þú varst strax farinn að
ráðgera aðra ferð, en þá urðu
vonbrigði. Ekki fór eins og
læknarnir sögðu og þér hrakaði og
ekkert var hægt að gera. Það er svo
skrýtið og erfitt að hugsa til baka
þegar þú varst svo ánægður með
vonirnar um batann og núna þegar
þú ert allt í einu farinn. Þótt við
vissum að þinn tími væri að enda þá
áttuðum við okkur ekki á því fyrr en
þú varst farinn. Það er alltaf erfitt
að kveðja, en núna ertu örugglega á
mjög góðum stað og horfir á okkur
úr himnunum.
Þín verður alltaf minnst þar sem
þú hefur komið því allir muna eftir
Skúla, þessum stóra manni sem lét
alltaf í sér heyra, því þú varst ekki
sú manngerð að skríða með
veggjum. Og þú vissir allt, ef einhver
umræða var þá gast þú alltaf
blandað þér í hana og ef við þurftum
að vita eitthvað þá gátum við alltaf
spurt þig því þú varst eins og
alfræðiorðabók og þú varst harður á
því að hafa alltaf rétt fyrir þér enda
var það oftast þannig.
Núna lifir minning þín í hjarta
okkar þangað til við hittumst á ný í
næsta lífi.
Magnús, Sigurður, Þóra og
Hrefna.
Elsku frændi. Þriðjudaginn 9.
febrúar fékk ég þá sorgarfrétt að þú
hefðii' fengið hvíldina eftir þjáningai'
liðinna mánaða. Minningar streyma
fram í hugann, þar sem þú og þín
fjölskylda hafið alltaf verið stór part-
ur af okkar lífi.
Fyrh' utan gamla góða daga hér á
árum áður er eftirminnileg sumarbú-
staðai'heimsókn sumarið 1988 og ferð-
in í sumar yfir Sprengisand. Bömin
nutu þess svo sannarlega að hafa
„afa“ með í ferðinni. Góðu stundii-nar
eru ógleymanlegar. Alltaf var gott að
koma til ykkar þegar við áttum leið í
bæinn. Sigrún galdraði fram veislu á
svipstundu og oft var glatt á hjalla.
Það er erfitt að segja margt í fáum
orðum, því fjársjóður minninganna
er gildur.
Góði Guð, við biðjum þig að
styrkja Sigrúnu, börnin, barnabörn
og aðra ástvini í þeirra miklu sorg.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðastþegarégsofnafer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Elsku Skúli. Við þökkum þér sam-
fylgdina sem var svo ánægjuleg en
alltof stutt.
Guð geymi þig.
Þín frænka
María Berg og fjölskylda.
Elsku afi minn, takk fyi-ir allar
okkar stundir og hestinn minn hann
Sörla sem þú gafst mér á
hestamannamótinu á Kaldármelum
fyrir tveimur árum. Afi, ég mun
alltaf hugsa vel um hann Sörla. Afi,
það verður ski'ýtið að koma til ömmu
Sigrúnar og engin afi þar, en ég veit
að þú ert hjá guði. Þú varst alltaf í
góðu skapi og þannig mun ég alltaf
minnast þín, elsku afi minn. Nú kveð
ég þig með kvöldbæn minni.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engill, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Þín afastelpa,
Guðrún Sigríður.
Það er svo ótiúlegt þegar litið er til
baka, hvað árin líða hratt og það, sem
manni finnst hafa gerst fyrir ekki svo
löngu og er ferskt í minningunni, er
allt löngu liðið. Samferðafólkið fellur
frá hvað af öðru og allt í einu er far-
inn hópur fólks sem manni þótti vænt
um. Fólkið manns, sem hittist aUtaf á
mannamótum í fjölskyldunni og deildi
saman gleði og sorgum. Nú hefur enn
verið höggvið í þennan i-unn, þegar
Skúli fi-ændi minn kveður langt um
aldur fram. Minningar streyma fram.
Eg man þegar við vorum böm og
Skúli og fjölskylda hans bjó í sama
húsi og afi okkai' og amma á Bræðra-
borgarstíg 14. Þá var gaman að fara
þangað í heimsókn, húsið bókstaflega
iðaði af íjöri, þegar við vorum öll þar
saman komin. Ég man Skúla að baka
fyrir mömmu sína fyrir jólin, eldhús-
borðið þakið tertubotnum, við að spila
á spil og spjalla saman, við í eltinga-
leik og feluleik, úti um aUt á sólbjört-
um sumarkvöldum í Vesturbænum.
Svo liðu árin og sambandið minnkaði
inn tíma. Skúli flutti út á land og við
hittumst sjaldan á því tímabiU. En
alltaf var gott að hitta Skúla, hann
var svo hlýr og góður frændi, svo stór
og fallegur. Eftir að Skúli flutti aftui' í
bæinn til Reykjavíkur fyrir átta ár-
um, höfum við alltaf haft gott sam-
band og góður samgangur verið á
milli heimUa okkar. Eg sakna Skúla
frænda míns, en er þakklát fyrir að
sjúkdómsstríði hans skuli vera lokið.
Guð geymi hann.
Elsku Sigrún mín, þú stóðst eins
og hetja við hlið hans þar tU yfir
lauk. Eg votta þér og börnunum
innilega samúð mína og einnig Nínu
frænku minni. Guð blessi ykkur öll.
Bergljót Þórðardóttir.