Morgunblaðið - 18.02.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 53
+ Gunnlaugur
Eyjólfsson
fæddist í Reykjavík
15.1. 1924. Hann
lést á heimili sínu
Lindargötu 22 4.
febrúar 1999. For-
eldrar hans voi-u
Eyjólfur Guðmunds-
sori verkamaður í
Reykjavík, f. 9.1.
1896, d. 5.9. 1977 og
kona hans Sigríður
Magnúsdóttir, f. 5.4.
1894, d. 20.1. 1988.
Systkini Gunnlaugs
voim: Guðrún Marta, Guðmund-
ur, Sigrún, Magnús, Ásgeir,
Kristinn, Ásthildur, öll á lífi.
Gunnlaugur átti einn son Ingi-
berg Finnboga, f. 17.10. 1953.
Utför Gunnlaugs fór fram
frá Fossvogskapellu föstudag-
inn 12. febrúar.
Sumir menn kjósa að vinna verk
sín í hljóði. Og sKkir menn kenna
manni oft, að enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur.
Einn þessara
manna var Gunnlaug-
ur Eyjólfsson. Lung-
ann úr sinni starfsævi,
á fjórða áratug, vann
hann hjá P. Ámason
sf. allt þar til hann fór
á eftirlaun. í fyrirtæki
sem pakkar verðmæt-
um eigum fólks áður
en þær eru fluttar
milli landa ríður á að
vera samviskusamur,
vandvirkur og
úrræðagóður. Verk-
efnin, sem aldrei eru
eins, þarf að leysa hvert með sínu
lagi. Og það kunni Gulli, eins og
hann var kallaður, og taldi ekki
eftir sér. Hann var þúsundþjala-
smiður í þess orðs fyllstu merk-
ingu.
Undanfarna daga hef ég mikið
hugsað til Gulla og mér datt í hug
sagan af gamla manninum undir
Eyjafjöllum, sem kunningi minn
hitti eitt sinn. Sá er langskóla-
genginn, eins og sagt er, og gamla
manninum fannst skólagangan
vera orðin æði löng og sagði:
Hvemig er þetta með þig' eigin-
lega, þú ert alltaf í skóla að læra,
svo það er ekki von, að þú hafir
tíma til að tileinka þér eitthvað
nytsamt? Gulli hafði svo sannar-
lega lært eitthvað nytsamt. Hann
vann hörðum höndum alla ævi og
kunni hvergi betur við sig en
einmitt í vinnunni. Laghentari
manni hef ég ekki verið samtíða.
Þau eru ófá meistarastykkin, sem
eftir hann liggja og eiga eflaust
margir eftir að njóta þeirra um
ókomna tíð.
Gulli var hrókur alls fagnaðar í
sínum hópi, en síðustu árin vom
honum erfið og hann hélt sig meira
til hlés eftir að hann hætti að vinna
fyrir örfáum áram.
Við starfsfélagarnir kveðjum í
dag sérstakan mann, sem á sér-
stakan sess í hjörtum okkar. Við
sendum Ingibergi Finnboga og
öðram ættingjum og vinum
samúðarkveðjur og tökum undir
með Jónasi Hallgi-ímssyni í Huldu-
ljóðum:
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggamótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
Jakob Pétursson.
GUNNLAUGUR
EYJÓLFSSON
ÞORGEIR
IBSEN
+ Þorgeir Guðmundur Ibsen
fæddist á Suðureyri við
Súgandafjörð 26. apríl 1917.
Hann lést á Landspítalanum 8.
febrúar síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju 15. febrúar.
Þegar nefnt er nafn Þorgeirs Ib-
sen koma í hugann mörg orð sem
tengjast honum. Höfðingi, heiðurs-
maður, stjórnandi, sögumaður,
fræðimaður, og síðast ekki síst eig-
inmaður, faðir og afi. Það varð
einmitt þannig sem við þekktum
hann best. Ekkert stóð hjarta hans
nær en Ebba, börnin og barnabörn-
in. Hann umvafði þau með kærleik
og elsku og studdi þau og hvatti til
dáða.
Það er margra samverustunda að
minnast. Það var glatt um jólin í
gamla daga þegar systurnar, Ebba,
Helga, Lella og Hrefna komu sam-
an með allan hópinn sinn á jóladag.
Mætt um hádegi og haldið áfram
fram á kvöld. Þorgeir stjórnaði
söng og Ebba sá um að enginn
sveikst undan að dansa í kringum
jólatréð.
Stykkishólmur var Þorgeiri mjög
kær. Hann naut samverustundanna
með vinum og ætttingjum í litla
húsinu á Staðarhólnum. Eftir að
systurnar eignuðust æskuheimilið á
hóinum, var oft kátt í kotinu þegar
unnið var saman að endurbótum á
húsinu og jafnan slegið upp veislu
að kvöldi, eins og þeim einum er
lagið. Þá var skeggrætt um lífið og
tilveruna og svilarnir þráttuðu um
pólitíkina, og voru sko ekki alltaf
sammála. I gestabók hússins má sjá
glöggt dæmi um hæfileika Þorgeirs
til frásagna og ljóðagerðar. Þar
standa heilu ljóaðbálkarnir um
Stykkishólm, Breiðafjörð, fjölskyld-
una sem bjó í húsinu, lífið og tilver-
una.
Við nutum góðs af ótæmandi
fróðleik Þorgeirs um menn og
málefni, og hann átti sögu að segja
um hvern hól og hverja þúfu. Það er
ógleymanlegt þegar við stóðum við
hlið Þorgeirs úti í Súgandisey á ætt-
armóti niðja Ástu ömmu og Lárasar
afa fyrir nokkram árum. Við hlust-
uðum á hann lýsa öllum fjalla-
hringnum, eyjunum á Breiðafirði og
segja okkur sögur af fólkinu sem
þar bjó og lífi þess.
Þorgeir Ibsen var mikill maður.
Hans er sárt saknað, því það munar
um menn eins og hann. Foreldrar
okkar, Agnar og Lea, sakna góðs
vinar, svila og mágs, skemmtilegs
félaga í ferðalögum innanlands.
Við systkinin, foreldrar okkar og
fjölskyldur minnumst Þorgeirs Ib-
sen með virðingu og þökk og biðjum
Guð að blessa minningu hans og
styrkja og leiða Ebbu, Asgerði, Þor-
geir og alla þá sem þótti vænt um
hann.
Alma og Margrét Möller.
GUNNLAUGUR
PÉTURSSON
+ Gunnlaugur Pétursson var
fæddur á Háafelli í Hvítár-
síðu 7. maí 1915. Hann lést 31.
janúar síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Fossvogskirkju
10. febrúar.
Kveðja frá Þjóðhagsstofnun
í dag kveðjum við fyrrverandi
samstarfsmann, Gunnlaug Péturs-
son, sem lést aðfararnótt sunnu-
dagsins 31. janúar á 84. aldursári.
Gunnlaugur var meðal fyrstu
starfsmanna Þjóðhagsstofnunar er
hún hóf starfsemi árið 1974 og vann
hér þar til hann fór á eftirlaun árið
1985. Gunnlaugur hóf störf hjá Inn-
flutningsskrifstofu er svo hét árið
1939, starfaði síðar hjá Fjárhags-
ráði, Framkvæmdabankanum og
Efnahagsstofnun. Þjóðhagsstofnun
er í raun í beinum karlleggi frá
þessum ágætu stofnunum. Starfs-
ferill Gunnlaugs var þannig samof-
in sögu hagskýrslugerðar og hag-
stjórnar á 20. öld. Gunnlaugur hafði
með höndum gerð húsbyggingar-
skýrslna sem hann safnaði frá
byggingarfulltrúum víða um landið.
Þá var Gunnlaugur einkar drjúgur í
prófarkalestri, enda mikill smekk-
maður á íslenskt mál. Gunnlaugur
var góður starfsmaður og góður
félagi. Hann hafði til að bera góða
kímnigáfu og var prýðilega skáld-
mæltur.
Að leiðarlokum þakkar
Þjóðhagsstofnun Gunnlaugi veg-
ferðina og vottar aðstandendum
samúð sína.
Starfsfólk Þjóðhagsstofnunar.
EINAR
HANNESSON
+ Einar Hannesson fæddist í
Vestmannaeyjum 17. júní
1913. Hann lést í Landspítal-
anum 23. janúar síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyj-
um 6. febrúar.
Hann Einar Hannesson, vinur
okkar, er farinn úr þessum heimi og
kemur aldrei aftur til þess að sækja
okkur í sunnudagaskólann.
Einar kom á hverjum sunnudegi á
rauða bílnum sínum, flautaði fyrir
utan húsið okkar og þá vorum við
tilbúnir að fara með honum og Gísla
Val sem alltaf var með langafa
sínum.
Áður en farið var í sunnudaga-
skólann var oftast farið niður á
bryggju að kíkja á bátana. Eftir það
var haldið til kirkju og þar sátum
við hjá Einari innan um
barnaskarann sem hændist að
honum. Þarna í sunnudagaskól-
anum heyrðum við talað um Jesú og
sungum um Jesú.
Einar var okkur sem besti afi.
Þætti hann við vera of háværir
sussaði hann á okkur og aldrei var
langt í brjóstsykurspokann. Þeir
vora ófáir molarnir sem Einar
gaukaði að okkur bræðrunum.
Einar var sú gerð afa sem öll
börn þrá að eiga. Hann hafði alltaf
upp á eitthvað að bjóða og var svo
góður.
Nú er Einar farinn frá okkur, en
við munum ekki gleyma honum. Við
vitum að Einar er nú kominn heim
til Jesú, því hann elskaði Jesú.
Guðjón og Daði Gíslasynir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Bróðir minn,
EGGERT VÍDALlN KRISTJÁNSSON,
elliheimilinu Grund,
áður til heimilis
á Njálsgötu 33,
lést þriðjudaginn 16. febrúar.
Dýrðfinna Vídalín Kristjánsdóttir.
Elskuleg systir mín og frænka okkar,
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR,
áður til heimilis
f Hátúni 10,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 17. febrúar.
Margrét Sigurðardóttir
og systkinabörn.
+
Útför frænda okkar,
GUÐNA RAGNARS GUÐMUNDSSONAR,
Sjálfsbjargarhúsinu,
Hátúni 12,
Reykjavík,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn
7. febrúar sl., fer fram frá Digraneskirkju föstu-
daginn 19. febrúar kl. 13.30.
Fyrir hönd systrabama,
Dorothy M. Breiðfjörð.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
frænda okkar,
GESTS JÓNSSONAR,
Hrafnistu,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Addý Guðjónsdóttir,
Valgerður Eygló Kristófersdóttir.
+
Okkar innilegstu þakkir fyrir auðsýnda samúð
við andlát og útför
GUNNARS Þ. JÓNATHANSSONAR,
Vegamótum,
Seltjarnarnesi.
Hjalti Jónathansson,
systkinabörn
og fjölskyldur þeirra.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar,
ÞÓRHÖLLU KRISTBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Iðavöllum 10,
Húsavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Höskuldur Jónsson,
Aðalgeir Jónsson.
+
Hjartans þakkir sendum við þeim, sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og útför
KJARTANS ÞÓRÐARSONAR,
Boðahlein 13,
Garðabæ.
María Sigurðardóttir
og fjölskylda.