Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞORSTEINN HANNESSON + Þorsteinn Hannesson, söngvari fæddist á Siglu- firði 19. mars 1917. Hann lést 3. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 12. febrúar. Síðastliðinn aðfangadag sá ég Þorstein í síðasta skipti. Hann sagði þá eins og svo oft áður: „Já, mikið man ég nú vel eftir þér tveggja ára gömlum liggjandi á gólfinu.“ Síðan eru liðin tuttugu og þrjú ár. Þorsteinn var erfitt og óþjált nafn fyrir lítinn dreng sem kunni ekki að segja „r“. Því fékk hann nafnið Skeggi og nafnið fest- ist við hann og hélst þótt skeggið væri stundum rakað af. Skeggi og Dinna urðu mér eins konar afi og amma og þótt forsendur og að- stæður ættu eftir að breytast var sambandið alltaf hið sama. Hvern afmælisdag fékk ég piparkökuhús, oft fór maður og heimsótti þau og þau voru alltaf til staðar á stórum stundum í mínu lífi. Eg man hvað mér þótti Skeggi merkilegur mað- ur. Hann hafði lifað tímana tvenna og kunni frá mörgu að segja. Hann hafði mikla og Ijósrauða skurði eft- ir rosalegar skurðaðgerðir á fót- leggnum og lýsti fyrir bergnumdu baminu hvernig þeir komu til. Ekki minnkaði álitið þegar ég var staddur í barnaafmæli og heyrði í útvarpinu allt í einu kunnuglega rödd ræða um tónlist. Þetta gerði hann líka maðurinn, talaði í út- vai-pið eins og ekkert væri. Eg man vel eftir helgum þar sem alltaf var farið í sund og maður fékk smápening til að fara í sjopp- una og kaupa sér nammi. Há- punktinum var þó náð þegar ég fór og sá hann leika á Litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Eftir sýninguna fór ég svo baksviðs þar sem Skeggi tók á móti mér með gervi- barta og kynnti mig fyrir öllum leikurunum. Þá vonim við stórir kallar báðir tveir. Svo varð maður unglingur og áhugi á eldra fólki var kannski ekki það sem maður setti í forgang. Þótt helgarheimsóknum fækkaði var jólaheimsóknin jafn sjálfsögð og jólaguðspjallið. Elsku Dinna, Palli, Krstín og Hannes, ég sendi ykkur og fjöl- skyldum ykkar mínar dýpstu sam- úðai’kveðjur. Kolbeinn Marteinsson. ATVINNUAUGLÝ5INGAR Deildarsérfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti er laust til um- sóknar starf lögfræðings í stöðu deildarsér- fræðings. Um er að ræða fullt starf sem stefnt er að því að ráða í frá og með 15. mars nk. Starfssvið verður m.a. á sviði bankamála, raf- orkumála, fjárfestingarmála og vátryggingar- mála og er gerð krafa um sérþekkingu á þeim sviðum. Umsækjendurskulu hafa lokið kandídatsprófi í lögfræði við Háskóla íslands. Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er nauð- synleg. Laun greiðastsamkvæmt kjarasamningi FHSS. Nánari upplýsingar um starfið veitir Krist- mundur Halldórsson. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti, Arnarhvoli, 150 Reykjavík í síðasta lagi 8. mars nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, 16. febrúar 1999. Málarar Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir málurum. • Góður starfsandi. • Unnið eftir mælingakerfi. • Traust fyrirtæki. • Góð laun í boði fyrir góða málara. Nánari upplýsingar í síma 587 5100 milli kl. 8 og 18 virka daga. HÖFN HF. ^fexiNGARÞJÓNliSTAN Einstætt, nýtt viðskiptatækifæri fyrir traust fólk. Ekki sölustarf, heldur markaðs- setning. Hafið samband við Nínu frá Noregi sem verður í Reykjavík frá 5. til 8. febrúar. Farsími (00) 4791 395051, Bjom. Frá 18.—27. febrúar farsími 898 9197, Unnur. ./.r- Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Starfsfólk óskast Starfsfólk vantar í umönnun, bæði heilsdags- og hlutastörf. Einnig vantar starfsfólk í býtibúr og ræstingar. Nánari upplýsingarveittar í síma 552 6222 frá kl. 8.30-12.30. ~ Starfsmannastjóri. Vaktmaður óskasttil starfa hjá Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir Benedikt í síma 465 2319 á daginn og 465 2332 á kvöldin. TILKYNNINGAR BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur. Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 hvað varðar lóð- ina Marargata 2, þar sem landnotkun breytist úr stofnanasvæði í íbúðarsvæði. Tillagan var auglýst og lá frami til kynn- ingar frá 2. til 30. desember 1999, athugasemdafrestur rann út 13. janúar 1999. Engar athugasemdir bárust. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna geta snúið sér til Borgarskipu- lags Reykjavíkur. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu eða sölu Til leigu eða sölu hluti af einu af stærsta iðnað- arhúsi á Reykjavíkursvæðinu. Mikil lofthæð og góðar innkeyrsludyr, rúmgóð lóð umhverfis húsið. Miklir notkunarmöguleikar fyrir ýmiss konar iðnað, birgðageymslu og jafnvel sem kvik- myndaver eða afþreyingaiðnað. Húsið er staðsett mjög miðsvæðis á Reykjavík- ursvæðinu. Afhending strax eða eftir nánara j samkomulagi. Upplýsingar í síma 698 2484. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Félag íslenskra háskólakvenna og kvenstúdentafélag íslands heldur aðalfund fimmtudaginn 25. febrúar kl. 17.00 á Hótel Holti. Stjórnin. TIL SÖLU Lokaútsala/barnavara Dagana 18. til 21. febrúar verður haldin lager- útsala á eftirfarandi liðum: Baðborð, rúm, bílstólar, leikgrindurog regn- hlífakerrur. Einnig verður mikið úrval af barna- fatnaði og leikföngum. Opið alla daga frá kl. 12—18. Lagerútsala, Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ. Til sölu Aðalgata 18, Ólafsfirði Þetta hús ertilvalið sem sumarhús á góðum stað. Uppl. gefur Magnús í síma 462 2865 eða 898 7027. FÉLAGSSTARF Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi heldur félagsfund i Valhöll laugardaginn 20. febrúar kl. 11.00. Dagskrá: 1. Kjör landsfundarfulltrúa. 2. Önnur mál. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi Almennur fundur verður haldinn í Val- höll í dag, fimmtudaginn 18. febrúar, kl. 20.00. Á dagskrá er kjör landsfundarfuiltrúa. Miðhálendið og við. Árni M. Mathiesen, alþingismaður, segirfrá nýlegum lögum og lagafrumvörpum varöandi miðhá- lendið. Stjórnin. @ QSamtök sykursjúkra k j Annar frædslufundur áfet vetrarins verður hald- inn I húsi ISI í Laugardal I kvöld kl. 20. Gunnar Valtýsson læknir heldur erindi um ýmsar nýjungar úr heimi sykursýkinnar. Félagar fjöl- mennið. Allir velkomnir. Vt---7 1 KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Flátíðarfundur í aðalstöðvunum í kvöld á 100 ára afmæli félagsins. Fundurinn hefst með borðhaldi kl. 19.00. Nýjum félagsmönnum sérstaklega fagnað. Dagskrá hefst kl. 20.30 og eru allir karl- menn velkomnir þótt þeir komist ekki í kvöldverðinn. I.O.O.F. 5 s 1792188 = Br. I.O.O.F. 11 s 1792188'/2 = Bk. éSAMBAND (SLFNZKRA w' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Breiðholtskirkja Skólakór frá Fjellhaug Skoler í Osló heldur tónleika í Breið- holtskirkju í kvöld kl. 20.30. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir. sosfe Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Lofgjörðarsamkoma í umsjá Giis Guðmundssonar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.