Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 55
MORGUNB LAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 55
Matur og matgerð
/
„Eg er ekki enn búin að fá
brauðuppskriftirnar sem þú lofaðir
mér fyrir ári,u sagði kona nokkur við
Kristínu Gestsdóttur um daginn.
En þetta bjargaðist allt, maðurinn
hennar tók við og bakar nú
heimsins bestu brauð.
KONU þessa vantaði uppskriftir
í brauðvélina sína. Eg á enga
brauðvél, en get ekki ímyndað
mér annað en að allar almennar
brauðuppskriftir henti í slíka vél
og ætla því að reikna með því. í
fyrra las ég í blaði viðtal við par
sem ætlaði að fara að búa. Það
var spurt hvaða heimilistæki
væru nauðsynleg og svaraði að
það þyrfti ísskáp, þvottavél,
ryksugu, kaffívéj og brauðvél. Þá
höfum við það. Eg á hvorki kaffí-
vél né brauðvél og kemst samt
vel af, en á aftur á móti góða
hrærivél sem hnoðar brauðin
mín. Mín brauð lyfta sér í hálfan
til heilan sólarhring í ísskáp og
eru mjúk og létt. Kostur við að
láta brauðið lyfta sér í ísskáp er
að maður þarf ekki að vera í
kapphlaupi við tímann en getur
bakað brauðið þegar hentar. Auk
þess þarf minna magn gers í
brauð sem lyfta sér svo hægt og
lengi og brauðin fara mun betur í
maga, eins er með brauð í brauð-
vél, minna ger er notað en ella.
Notið alltaf fínt þurrger sem
setja má beint út í. Glúten er í
hveiti - þó mismikið, en það
myndar eins konar grind með
holrúmi í brauðinu. I öðru mjöli
er minna glúten, t.d. er mjög lítið
af því í rúgmjöli. Nú er til sér-
stakt hveiti ætlað í brauðvélar.
Eg kynnti mér bakstur hjá
tveimur brauðvélaeigendum. I
þeirri gi’unnuppskrift sem fylgdi
annarri vélinni voru notaðir 6 'Ædl
af mjöli og 2 Vádl af vökva, þetta
er heldur lítill vökvi í brauð án
brauðvélar. Vökvamagn bæði í og
án vélar er háð mjöltegundum, en
þær drekka í sig mismikinn
vökva. En hvernig sem við bök-
um brauð þaif deigið að vera
frekar lint og vökvinn má alls
ekki vera heitari en 37-40°C.
Þumalputtaregla er að dýfa fingri
í vökvann, ef hvorki fínnst hiti né
kuldi er hann mátulegur. Hin
brauðvélin sem ég kynnti mér var
heldur stærri, tók 8 dl af mjöli og
eigandi hennar fræddi mig mikið
um bakstur í brauðvél og virtist
kunna vel til verka. Hvað sem
brauðvélum líður læt ég hræri-
vélina duga.
Hafrabrauð
m/sesamfræi
_____4 Vi dl hveifi_
2 dl haframjöl
1 msk. sesamfræ
1 tsk. fínt þurrger
_______I tsk. salt__
2 tsk. púðursykur
1 msk. matarolía
2 3Á dl fingurvolgt vatn úr krananum
eggjarauða, mjólk og sesamfræ
til að stró yfir
1. Ristið sesamfræið smástund
á þuiri pönnu.
2. Takið 1 dl af hveiti frá. Setjið
allt annað þurrefni í hrærivélar-
skálina eða aðra skál og blandið
saman.
3. Setjið matarolíu og fingur-
volgt vatn út í og hrærið saman,
deigið á að vera lint, bætið hveiti
sem þið tókuð frá út í ef með þarf.
Setjið disk yfir skálina og geymið
í ísskáp í marga klukkutíma, sjá
texta hér að ofan. Deigið getur
líka lyft sér á borðinu í skemmri
tíma
4. Takið brauðið úr skálinni,
setjið á hveitistráð borð, fletjið
örlítið út með kökukefli og vefjið
saman. Setjið á bökunarpappír,
samskeyti snúi niður. Smyrjið
með eggjarauðu eða mjólk og
stráið sesamfæri yfír. Leggið
stykki yfii' brauðið og látið lyfta
sér í 20-30 mínútur. Hitið ofninn í
75°C, skerið rifur í brauðið með
beittum hnífí, setjið brauðið í ofn-
inn og látið lyfta sér í 15 mínútur,
aukið þá hitann í 200°C og bakið
áfram í um 20 mínútur.
Braud með
sólblómafræi
og maltöli
3 dl hveiti
1 '/2 dl heilhveiti
1 dl hveitiklíð
1 dl rúgmjöl
1 tsk. salt
1 msk. sólblómafræ
1 tsk. fínt þurrger
1 msk. matarolía
_____2 V2 dl maltöl___
eggjarauða, mjólk og
sólblómafræ til að stró yfir
1. Takið 1 dl af hveiti frá. Setjið
önnur þurrefni í hrærivélarskál-
ina eða aðra skál og blandið sam-
an.
2. Hitið maltölið þar til það er
fingurvolgt (alls ekki heitara)
Setjið út í ásamt matarolíu og
hrærið saman. Deigið á að vera
lint, bætið hveiti sem þið tókuð
frá út í ef með þarf. Setjið disk
yfir skálina og látið lyfta sér í
marga klukkutíma í ísskáp en
skemur á borðinu.
3. Mótið brauðið eins og segir í
uppskriftinni hér að ofan, skerið
rifur í það, penslið á sama hátt og
stráið sólblómafræi yfir. Bakið
síðan eins og það brauð.
FRETTIR
Ritgerðasamkeppni
á 50 ára afmæli Atlants-
hafsbandalagsins
VARÐBERG, félag ungra áhuga-
manna um vestræna samvinnu, hef-
ur ákveðið að efna til ritgerðarsam-
keppni fyrir ungt fólk í tilefni af því
að í vor eru 50 ár liðin frá stofnun
Atlantshafsbandalagsins.
Bandalagið stendur nú á margan
hátt á tímamótum vegna breytinga í
stjórnmálum og öryggismálum í
heiminum. Telur Varðberg því við
hæfí að gefa ungu fólki tækifæri til
að tjá sig um þessi efni nú á 50 ára
afmælinu og kynna sér jafnframt
bandalagið, störf þess og stefnu.
Keppnin er ætluð fólki á aldrinum 18
til 25 ára og er yfirskrift hennar
„NATO - BREYTTIR TÍMAR -
Hlutverk Atlantshafsbandalagsins í
breyttu umhverfi á alþjóðavett-
vangi“.
I dómnefnd ritgerðarsamkeppn-
innai- sitja Björn Bjarnason,
menntamálaráðherra, Eiður Guðna-
son, sendiherra, og Birgir Armanns-
son, foi-maður Varðbergs. Með
Mikil þátttaka
í stærðfræði-
keppni Flens-
borgarskólans
STÆRÐFRÆÐIKEPPNI Flens-
borgarskólans fyrir grunnskólanema í
8., 9. og 10. bekk verður haldin í fjórða
sinn laugardaginn 20. febrúar nk. og
hefst kl. 10 í Flensborgarskólanum.
I upphafí var keppnin fyrst og
fremst ætluð grunnskólanemendum
í Hafnarfirði en á hverju ári bætast
sífellt fleiri í hóp þeirra sem taka
þátt í keppninni.
Að þessu sinni taka fjórir fram-
haldsskólar þátt í keppninni auk
Flensborgarskóla.
Þetta eru: Fjölbrautaskóli Suður-
nesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands,
nefndinni starfai- Dagný E. Lárus-
dóttir, framkvæmdastjóri Upplýs-
ingaskrifstofu Atlantshafsbanda-
lagsins á Islandi.
Verðlaun fyi-ir 3 bestu ritgerðirn-
ar er þátttaka í kynnisferð til höfuð-
stöðva Atlantshafsbandalagsins í
Brussel.
Gert er ráð fyrir að ritgerðirnar í
samkeppninni verði á bilinu 8 til 12
blaðsíður að lengd. Þeim skal skila
til skrifstofu Vestrænnar samvinnu,
Garðastræti 2, 101 Reykjavík fyrir
kl. 16 miðvikudaginn 15. mars næst-
komandi. Mikilvægt er að ritgerðum
sé skilað bæði útprentuðum og á
tölvutæku formi. Niðurstöður munu
liggja fyrir í byrjun apríl.
Nánari upplýsingar veita Dagný
E. Lárusdóttir og Birgir Armanns-
son í síma 510 7100. Upplýsingar um
Atlantshafsbandalagið, stefnu þess
og störf, er hægt að nálgast á skrif-
stofu Vestrænnar samvinnu, Garða-
stræti 2.
Menntaskólinn í Kópavogi og
Menntaskólinn við Sund. Auk þessa
hafa nokkrir nemendur af öðrum
svæðum skráð sig til keppni í Flens-
borgarskólanum.
Samtals eru á annað þúsund grunn-
skólanemendur skráðii' til keppni í
þessum fímm skólum nú i vor.
Málstofa efna-
fræðiskorar
SNORRI Halldórsson, efnafræðing-
ur hjá Institut for kemiteknik, DTU,
Kaupmannahöfn, flytur erindi í mál-
stofu efnafræðiskorar föstudaginn
19. febrúar kl. 12.20 í stofu 158, VR-
II, Hjarðarhaga 4-6. Erindið nefn-
ist: Þróun reiknilíkana sem meta
jafnvægi milli vökva og gass. Allir
eru velkomnir.
I fréttatilkynningu segur: „Gífur-
legar framfarir hafa orðið á sviði
efnaverkfræði á þessari öld. Meðal
annars hafa verið þróuð reiknilíkön
til þess að meta eðliseiginleika efna
sem nota má til þess að reikna jafn-
vægisástand, t.d. milli vökva og gass.
Lokaverkefni Snorra til meistara-
prófs í efnaverkfræði hét Calculation
of simultaneous chemical and phase
equilibrium. Rannsóknarverkefni
Snon-a til doktorsprófs fjallar um
aðferðir til að meta áhrif þyngdar-
hröðunar og hitastigsstiguls á sam-
setningu olíu/gas blandna, auk þess
sem fyrirhugað er að kanna frekar
mikilvægi hárpípuþrýstings og ásogs
í olíulindum."
Tena Palmer í
Kaffileikhúsinu
GESTUR í „Kvöldstundinni" í Kaffí-
leikhúsinu í kvöld, fimmtudag kl. 21,
verður djasssöngkonan Tena Pal-
mer. Henni til
fulltingis verður
píanótríó, með
þeim Kjartani
Valdemarssyni,
sem leikur á pí-
anó, Þórði
Högnasyni bassa-
leikai'a og Matthí-
asi Hemstock
Tena Palmcr, trommuleikara.
Újasssöngkona. Tríóið og Tena
flytja m.a. lög eft-
ir Cole Porter, Duke Ellington, Jer-
ome Kern, Rogers & Hammerstein,
Jimmy Van Heusen og Lesser &
Lowe.
Fundur um
forvarnastarf
í Hagaskóla
FUNDUR verður fyrir foreldra og
kennara bama í 9. og 10. bekk Haga-
skóla fimmtudaginn 18. febrúar kl.
20 í kjölfar kynningar fyrir nemend-
ur í þessum bekkjum skólans þar
sem sýnd var myndin „Marit 2“, við-
vörun frá fólki sem lifði af og rætt
um fíkniefnavandann.
Foreldrafélagið hvetur alla for-
eldra og forráðamenn til að mæta.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
UNDIRRITUN samninga frá vinstri: Vigfús Guðmundsson, Kristján P. Guðmundsson, Werner Rasmusson,
Sigríður Sigurðardóttir, Helgi Kristbjarnarson, Magnús Jóhannsson, Bessi Gíslason og Jón Þórðarson.
Apótekarafélagið kaupir útgáfu
rétt Islensku lyfjabókarinnar
APÓTEKARAFÉLAG íslands var
stofnað 12. september 1929 og
verður því 70 ára á þessu ári.
í tilefni þessara tímamóta þótti
stjórn AI við hæfi að stuðla að end-
urútgáfu íslensku lyfjabókarinnar
og þar sem fyrri útgefendur höfðu
horfið til annarra starfa og sáu sér
ekki fært að gefa bókina út að sinni
var ákveðið að Apótekarafélag ís-
lands keypti útgáfuréttinn. Fyrri
útgefendur munu þó eiga stóran
þátt að undirbúningi 4. útgáfu sem
ekki er langt undan. Vel verður
vandað til bókarinnar nú sem fyrr
og hefur verið leitað til færustu
sérfræðinga í því skyni.
Félagið hét Lyfsalafélag íslands
til 1942 og var hagsmunafélag allra
apótekara til 1994 er ný lyfjalög
tóku gildi. Var þá ákveðið að stofna
nýtt félag sem sinnt gæti hagsmun-
um allra lyfsöluleyfishafa og var
það nefnt Félag íslenskra lyfsölu-
leyfishafa (FÍL). Félagið reyndist
ekki höfða til margra lyfsöluleyfis-
hafa og var því ákveðið að breyta
samþykktum Apótekarafélags Is-
lands og opna það öllum lyfsölu-
leyfishöfum. Kom þetta til fram-
kvæmda eftir framhaldsaðalfund
félagsins í júlí 1998.
Fyrsti formaður Apótekarafélags
Islands (þá Lyfsalafélag Islands)
var Peter Lassen Mogensen, fædd-
ur í Danmörku. Hann starfaði sem
lyfsali við Seyðisfjarðar Apótek
1909-1928. Einnig var hann eftir-
litsmaður lyfjabúða og Iyfsölustjóri
ríkisins. Hann stofnaði Ingólfs Apó-
tek og var fyrsti lyfsali þess
(1928-1947). Hann var formaður
Lyfsalafélags íslands 1929 til 1935
og sat í stjórn félagsins til 1944.
Jóhanna Dagmar Magnúsdóttir,
fyrsti íslenski kvenlyljafræðingur-
inn, var jafnframt fyrsti ritari fé-
lagsins eða frá stofnun og fram til
1949. Hún var formaður árin
1939-1940. Hún stofnaði og var
fyrsti lyfsali Lyfjabúðarinnar Ið-
unnar 1928-1961. Einnig var i
stjórn Þorsteinn Scheving Thor-
steinsson, lyfsali í Reykjavíkur
Apóteki 1919-1962.
Félagar í Apótekarafélagi fs-
lands eru nú 32 og er tilgangur fé-
lagsins m.a. sá að gæta sameigin-
legra hagsmuna félagsmanna, að
efla gagnkvæm kynni félagsmanna
og auka skilning og samstöðu
þeirra og að hafa áhrif á löggjöf
þjóðarinnar um þau málefni er
snerta félagsmenn og starfsemi
þeirra.