Morgunblaðið - 18.02.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 59
Fallinn foringi
Frá Þorgeiri R. Valssyni:
BREF þetta er ritað vegna atviks
sem henti mig sem Netnotanda.
Forsaga málsins er sú að í októ-
ber-nóvember 1998 breytti Lands-
síminn hf. hjá sér notendakerfinu,
en ég er Netnotandi og sæki mína
þjónustu þangað. Fór að bera á
vandræðum með að ná sambandi við
Netið og hringdi ég til að athuga
hvenær þetta myndi lagast. Svörin
voru alltaf þau sömu, „eftir tvær til
þrjár vikur“. Hringdi ég að minnsta
kosti á tveggja vikna fresti til að at-
huga hvað væri verið að gera vegna
þess að mér fannst þjónustan fyrir
neðan allar hellur.
Síðan datt mér í hug að láta
sundurliða símareikninginn og þá
sá ég nokkuð sem náði minni at-
hygli strax. Yfirleitt þurfti ég að
gera nokkrar tilraunir áður en það
tókst að ná sambandi og stóðu
þessar tilraunir nokkrar sekúndur
og síðan slitnaði sambandið. Petta
voru allt að 25 tilraunir á kvöldi.
Eg sá að fyrir hverja tilraun var
ég rukkaður um 3,32 kr. Ég
hringdi til að reyna að fá svör
hvernig stæði á þessu, en enginn
vissi hvað ætti að gera við þessu
vandamáli. Þá fór ég fram á að fá
þetta bætt, þar sem mér fannst
ósanngjarnt að þurfa að borga fyr-
ir þessar árangurslitlu tilraunir.
Fyrir nóvember, desember og jan-
úar voru þetta nokkuð margar ár-
angurslausar tilraunir og því tölu-
verð upphæð sem ég þurfti að
Frá Laufeyju Vilhjálmsdóttur:
ÉG SKORA á alla íslendinga sem á
penna géta haldið, þar á meðal skóla-
fólk, að skrifa nafn sitt á þau eyðu-
blöð sem fást hjá landlækni, í mót-
mælaskyni gegn þeirri löggjöf um
gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem
þrýst var í gegn á Alþingi 17. desem-
ber 1998.
Þessi nýju lög svipta Islendinga
almennum mannréttindum og ná yfir
merg þjóðarinnar. Hefðu háttvirtir
alþingismenn leyft sér að selja Þing-
velli út úr landinu á svipaðan hátt og
þeir hafa selt mannréttindi okkar, þá
efast ég ekki um, að Islendingar
hefðu risið upp og mótmælt hástöf-
um. Nú er svo komið að þjóðarréttur
okkar íslendinga er í veði og Alþingi
hefur séð svo um með hinum nýju
lögum, að við stöndum uppi varnar-
laus gegn metorðagjörnum vísinda-
mönnum og ónafngi-eindum auð-
hringum.
Umræða um erfðafræðileg mál-
efni er rétt að byrja úti í heimi. Eng-
in alþjóðalög eru fyrir hendi, og því
mun enginn koma okkur til aðstoðar
ef illa tekst, með þær tilraunir sem
framundan eru. Eins er ógerningur í
dag að halda persónulegum upplýs-
Frá Einari Sveini Erlingssyni:
VORMENN íslands hafa alltaf þuift
að kemba sig í gegnum framsóknar-
flókann til að sjá til sólar. Vistbönd
bænda í SÍS-veldinu voru gerð upp
með brostnum vonum og bakverk.
Bændur áttu aldrei neitt í SÍS þegar
vel gekk, en aftur á móti alltaf skuld-
irnar þegar illa gekk. Ekki gátu þeir
legið úr sér ótuktina í Bændahöllinni.
Hún var aldrei hugsuð þannig.
Framsókn sá fram á tilvistarkreppu
og málefnalegt þrot. Því skyldi nú
láta þjóðina alla verða ábyrga við að
bjarga pólitíska klúðrinu og hruninu.
Sjóðir voru stofnaðir, þingmenn
gengu um héruð og sýndu mann-
gæsku sína: spurðu menn, hvað ég
get gert fyrir þig, vinur minn? Þú
segist vera kominn á hausinn. Við
lögum það, hvað má bjóða þér, og þá
á ég við styrk frá okkur! Jæja, viltu
koma í ylrækt? Jú, nóg er af gufunni
hérna. Én sjáðu til, hún hefur alltaf
verið hérna og aldrei verið virkjuð.
Ég er að tala um nýsköpun, t.d.
minka, refi, fiskeldi - kannski togara
eða súrheysturn og fjái’hús. Nei, nei,
ekki ylrækt, sjáðu til, rafmagnið er
Leik-
húsmiði
í sára-
bætur
borga. Hringdi ég alloft og talaði
við marga til að reyna að fá svör
við því hvort mér yrði bætt þetta
sambandsleysi, en alltaf var málið
í athugun. Eg hefði sætt mig við að
fá afnotagjald fyrir 2-3 mánuði
frítt, en það er svipuð upphæð og
ég hef borgað fyrir þessi óþægindi
sem þjónusta þeirra hefur valdið.
10. febniar hringdi ég í starfs-
mann sem hafði ætlað að athuga
þetta og fá svör í eitt skipti fyrir öll.
Hann var ekki við svo ég sagðist
hringja aftur á morgun og samtalið
endaði.
Fékk ég síðan hringingu frá Net-
þjónustuni stuttu seinna og var mér
tilkynnt að búið væri að leysa þetta
mál og þeir ætluðu að bæta mér
þetta. Varð ég spenntur og hugsaði
að nú væri árangur erfiðis kominn.
Tikynnti sá sem hi-ingdi að þeim
hefðu áskotnast leikhúsmiðar hjá Is-
lensku óperunni föstudaginn 12.
febrúar og þeir vildu bjóða mér tvo
ingum leyndum, því að ekkert tölvu-
kerfi er til sem er óbrigðult. íslend-
ingar þurfa þvi að gera sér grein fyr-
ir, að allar þær upplýsingar um
heilsu og lífemi hvers og eins, sem í
gagnabankann fara, verða opinbert
mál á skammri stundu og verða not-
aðar til verzlunar og annars út um
allan heim.
Þau verðmæti, sem liggja í þeim
upplýsingum sem yfir þrjátíu ís-
lenzkar kynslóðir hafa safnað saman
og hlúð að á tíu öldum, eru óútreikn-
anleg í dag. Samt hika ekki alþingis-
menn okkar við að moka þeim út úr
landinu án þess að þjóðin fái
nokkurn arð fyrir vit og strit.
Ekkert er eins íslenzkt og blóðið
sem rennur í æðum okkar og geymir
leyndardóm þjóðarinnar. Leyndar-
dómurinn er sameign okkar 275.000
einstaklinga og hann er ekki falur
neinum, án samþykkis hvers og eins.
Okkur ber skylda til að hugsa um
ekki aðeins réttindi allra núlifandi
íslendinga, heldur og forfeðra okkar
og niðja.
Fáeinir alþingismenn hafa ekki
slíkt guðs vald, að þeir geti selt blóð
okkar í heildsölu til gráðugra vís-
indamanna. Við þurfun að hugsa
svo dýrt. Ég hef ekki umboð til að
ráðstafa því. Jæja, þú ætlar þá að fá
súrheystuminn og nýtt fjárhús - mér
líst vel á það.
Allt kostaði þetta ótal gengisfell-
ingar. En allt er það hégómi móti
stóru gengisfellingunni og land-
ráðunum sem nú hafa verið í smíðum
síðustu fimmtán ár hjá litla og stóra
Framsóknarflokknum. Eignaupp-
taka auðlindar hafsins frá þjóðinni til
fárra gæðinga sem þó nokkrir sitja á
Alþingi og munu verja þennan gjörn-
ing með atkvæðum sínum á ögur-
stundu, fái þeir að sitja næsta kjör-
tímabil.
Það er einn flokkur sem hefur lýst
afdráttarlaust yfm andófi gegn þess-
um gjörningi og mun standa við það
með hinn styrka foringja í stafni, þar
sem Sverrir Hermannsson er. Fund-
ur Frjálslynda flokksins í Borgartúni
6 gaf sannarlega því fólki byr í seglin
sem óttast framtíð barna sinna í léns-
veldinu sem er í smíðum hjá stjóm-
aifiokkunum.
EINAR SVEINN ERLINGSSON,
Heiðarbrún 74, Hveragerði.
miða. Eiginlega gapti ég á símtólið í
smástund svo hissa varð ég og þar
að auki kom boðið aðeins með
tveggja daga fyrirvara. Sagði ég
honum að ég hefði ekki mikinn
áhuga á leikhúsferðum og það væri
ekki það sem ég hefði hugsað mér.
Tilkynnti hann þá að þetta væri það
eina sem þeir gætu gert til að bæta
mér upp óþægindin og kostnaðinn
sem ég hafði þurft að bera fyrir ekki
neitt.
Landsíminn hf. er fyrirtæki sem á
allt sitt veldi íslensku þjóðinni að
þakka og gæti auðveldlega komið til
móts við viðskiptavini sína hafi þeir
orðið fyrir óþægindum af þess völd-
um.
Get ég ekki annað en skellihlegið
að þessu öllu saman og sama gera
þeir sem ég segi frá svo fáránlegt
þykir mér ástandið hjá þeim. Vona
ég að einhverjum finnist þetta mál
þess virði að athuga vegna þess að
einhverntímann verður að stöðva
þessa vitleysu.
Hef ég sundurliðaða símareikn-
inga ef einhver vill sjá og sannfær-
ast um að ég borga fyrir það sem
mér er ekki veitt, sem er þjónusta
hjá Netþjónustu Landsímans hf.
Ég er mikill Netnotandi og gæti
alveg hugsað sér að vera notandi hjá
Landssímanum hf., en ástandið
verður þá að batna og þeir verða
líka að koma hreint fram við við-
skiptavini sína.
málið til hlítar og ekki láta stjórnast
af nokkrum dollaraseðlum sem veif-
að er.
Þessi nýju lög sem Alþingi hefur
sent frá sér, eiga ekki heima í sið-
menntuðu þjóðfélagi eins og íslandi
og verður að endurskoða hið fyrsta.
Þjóðarheill okkar er í veði. Við þurf-
um að hafa hraðan á og sýna sterka
samstöðu mótmælenda gegn einræði
og skammsýni ginnkeyptra alþingis-
manna.
LAUFEY VILHJÁLMSDÓTTIR
næringarfræðingur,
15 Foote’s Lane
Morristown, NJ USA
Frækilegnr
árangur
ungra fram-
sóknar-
manna
Frá Einarí Skúlasyni:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
hefur sýnt það enn og aftur að hann
er flokkur unga fólksins. í nýafstöðnu
prófkjöri á Norðuriandi vestra náðu
tveir ungir menn glæsilegum árangri.
Annars vegar er
það Ámi Gunn-
arsson, sem lenti í
öðru sæti og hins
vegar Birkir Jón
Jónsson, sem
náði fjórða sæt-
inu. Báðir hlutu
þeir afgerandi
kosningu og eru
vel að úrslitunum
komnir.
Með þessum
úrslitum hafa framsóknarmenn í
Norðurlandskjördæmi vestra gefið
tóninn fyrir samleið ungs fólks og
Framsóknarfiokksins í kosningunum
í vor. í flestum öðrum kjördæmum
eru ungir framsóknarmenn í eldlín-
unni, annaðhvort í baráttusætum
fyrir þingsæti eða varaþingmanns-
sæti. Nægir þar að nefna Pál Magn-
ússon á Reykjanesi, Vigdísi Hauks-
dóttur í Reykjavík, Sigi’únu Ólafs-
dóttur á Vesturlandi og Sigi’únu Júl-
íu Geirsdóttur á Austurlandi.
Ég vil með þessum orðum óska
flokksmönnum til hamingju með
stöðuna og hvet allt ungt fólk til að
stíga með okkur upp í grænu lestina
og bruna af stað til móts við kosn-
ingasigur í vor.
EINAR SKÚLASON,
stjórnmálafræðingur og varaformaður
Sambands ungi’a framsóknannanna.
Frá Karli Ormssyni:
MARGT hefur verið talað um próf-
kjör vinstrimanna og sérstaklega í
Reykjavík. Vinstrimenn hafa tekið
þá ákvörðun einu sinni enn að sam-
einast mót Sjálfstæðisflokknum að
þein-a sögn. En það eru fáir sem sjá
annað en að þetta veki enn meiri
sundrungu hjá vinstraliðinu en áður
hefur þekkst. f allri þessari umræðu
hefur hvergi komið fram að einn
fremsti foringi vinstrimanna hefur
saxað svo flokk sinn í tætlur að aug-
ljóst er að honum verður aldrei tjasl-
að saman aftur. Margir spekingai-
hafa sagt að Jóhanna Sigurðardóttir
hafi unnið sögulegan sigur í próf-
kjörinu á laugardaginn var. En þetta
er náttúrlega argasta vitleysa.
Fyrst vil ég tala um þann flokks-
foringja sem gengið hefur endanlega
af flokki sínum steindauðum, en það
er að sjálfsögðu Margrét Frímanns-
dóttir. Hvergi í veröldinni nema í
einræðisríki mundi flokksforingja
vera stætt á því að segja ekki af sér
og fela öðrum forystuna. Margrét
Frá Kristjáni Baldurssyni:
NOKKUÐ undarleg virðast við-
brögð formanns Framsóknarflokks-
ins í nýhafinni kosningabaráttu:
Hann hefur marg tönnlast á því að
Framsóknarflokkurinn gangi óbund-
inn til kosninga. Á sama tíma er
hann að senda Samfylkingunni tón-
inn um ónýta vinstri stefnu.
Hvers vegna geta Framsóknar-
menn ekki gefið þjóðinni valkost og
lagt undir verk sín í ríkisstjórn Da-
víðs Oddsonar? Komið fram fyrir
hefur, svo enginn hefur hrakið, kom-
ið svo fram í öllu þessu sameiningar-
brölti að dæmalaust er. Nú fer fólk
kannski að skilja hvað hún var að
gera til Kastrós, en hann bauð henni
til Kúbu þó að hún fengi ekki einu
sinni að berja hann augum. En hún
er örugg með sig á þing skulum við
halda þó að ekkert verði sagt um það
ennþá. Alþýðubandalaginu hefur
hún endanlega lógað. Það fækkar
alltaf þingmönnum Margi-étar og
henni finnst það alltaf betra og
betra. Margur mundi nú kannski
segja að farið hefði fé betra.
Sigur Jóhönnu er fljótafgreiddur.
Þar var klárlega eins og Guðný Guð-
björnsdótth- hefur sagt óbeint að
smalað var ótæpilega í svokallað hólf
Alþýðuflokksins. Ekki til að gera hlut
Jóhönnu sem bestan heldur til að
klekkja á Alþýðubandalaginu og
segja má að með þessu sé Jóhanna
komin heim aftur í heiðardalinn eftii'
langa og stranga eyðimerkurgöngu.
þjóðina og sagt: Fái núverandi stjórn
meirihluta þingmanna viljum við að
þessu stjórnarsamstarfi verði haldið
áfram. Ér það ekki heiðarlegri mál-
flutningur heldur en þvæla um eitt-
hvað óljóst eftir kosningar. Það getur
enginn mælt á móti því að núverandi
ríkisstjóm hefur náð miklum árangri
í efnahagsmálum þjóðarinnar. Við
hvað eru Framsóknarmenn hræddir?
KRISTJÁN BALDURSSON,
Bakkahlíð 18, Akureyri.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator, félag laganema
ESTEE LAUDER
kynnir
100%
Time Release Moisture Creme
Háþróað rakakrem sem hefur einstakt dreifikerfi til að tryggja húðinni
samfelldan raka af lífrænni vatnslausn. Rakadælan heldur áfram án
þess að stoppa í allt að 12 stundir. Húðin verður mjúk, fersk og slétt.
Eiginleikar hennar til að drekka í sig raka og geyma hann eflast.
100% Time Release Moisture Creme,
30 ml verð kr. 3.320,
50 ml verð kr. 4.725.
Ráðgjafi frá Estée Lauder verður
í versluninni í dag og á morgun,
föstudag, frá kl. 13-18.
Gullbrá,
Nóatúni 17
562 4217
ÞORGEIR R. VALSSON,
Vatnsholti 18, Keflavík.
*
Askorun til
íslendinga
Kvótinn og lénsveldið
Einar
Skúlason
KARL ORMSSON,
fym'erandi deildarfulltrúi.
Við hvað eru framsóknar-
menn hræddir?