Morgunblaðið - 18.02.1999, Side 60
80 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
í DAG
Safnaðarstarf
Guðfræði guðs-
þjónustunnar
ANNAR fyrirlestranna í röð fyrir-
lestra á fóstuinngangi og á föstu,
sem Reykjavíkurprófastsdæmi
eystra býður upp á, verður í dag,
fimmtudaginn 18. febrúar. Fyrir-
lesturinn er í Seljakirkju og hefst
kl. 20.30. Par mun sr. Kristján Val-
ur Ingólfsson fjalla um guðfræði
guðsþjónustunnar, innihald hennar
og merkingu.
Að fyrirlestrinum loknum gefst
tóm til umræðna yfír kaffíbolla.
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30
í safnaðarheimili Askirkju. Jóhann-
esarbréf lesin og skýrð. Arni Berg-
ur Sigurbjörnsson.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Dómkirkjan. Opið hús í safnaðar-
heimilinu á milli kl. 14-16.
Haligrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun, altaris-
ganga. Léttur málsverður í safnað-
arheimili eftir stundina.
Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára
böm kl. 17.1 auga stormsins, kyrrð,
íhugun, bæn, lofsöngur og fræðsla.
Kl. 19.30 innri íhugun. Kirkjan opn-
uð kl. 19.15 til kynningar fyrir þá
sem eru að koma í fyrsta skipti. Kl.
20.15 trúarreynsla - fræðsla, kl. 21
Taizé-messa.
Langholtskirkja. Opið hús fyrir for-
eldra yngri barna kl. 10-12. Söng-
stund. Passíusálmalestur og bæna-
stund kl. 18.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Gunnar Gunnarsson leikur á
orgel frá kl. 12. Léttur málsverður
að stundinni lokinni. Samvera eldri
borgara kl. 14. Jónas Magnússon
sýnir skuggamyndir frá Kínaferð
sinni. Þjónustuhópur Laugarnes-
kirkju heldur uppi gleðinni ásamt
sóknarpresti.
Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir
9-10 ára börn kl. 17-18.15.
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Fræðsluerindi í prófastsdæminu
fyrir almenning sem verða í Selja-
kirkju í febrúar og marsmánuði á
fímmtudögum kl. 20.30 og munu
fjalla um: Táknmál kirkjunnar. Sr.
Kristján Valur Ingólfsson, rektor
Skálholtsskóla, flytur erindi í kvöld
sem nefnist: „Guðfræði guðsþjón-
ustunnar". Umræður um efnið og
kaffí á eftir.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
á fóstudögum kl. 10-12.
Digraneskirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12. Leikfimi aldraðra kl.
11.15. Bæna- og kyrrðarstund kl.
18. Bænarefnum má koma til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar, einnig
má setja bænarefni í bænakassa í
anddyri kirkjunnar. Aðalfundur
kirkjufélagsins kl. 20.30.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
11-12 ára kl. 17.
Grafarvogskirkja. Mömmumorgn-
ar kl. 10-12. Áhugaverðir fyrirlestr-
ar, létt spjall og kaffí og djús fyrir
börnin. Kyrrðarstundir í hádegi kl.
12.10. Fyrirbænir og altarisganga,
léttur hádegisverður.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar.
Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Starf eldri borg-
ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimil-
inu Borgum. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum
má koma til prests eða kirkjuvarð-
ar.
Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir
9-12 ára stráka er í dag kl. 17.30.
Fræðslukvöld kl. 20.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 10-12 ára böm frá kl. 17-18.30
í safnaðarheimilinu, Linnetsstíg 6.
Æskulýðsfundur kl. 20-22.
Hafnarfjarðarkirkja.
Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar-
höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl.
17-18.30 í Vonarhöfn.
Vídalínskirkja. Bæna og kyrrðar-
stund kl. 22. Kaffí eftir athöfn. Bibl-
íulestur kl. 21.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgun
milli kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12
ára börn kl. 17—18.30.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl.
18.30.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl.
16-18. Starfsfólk verður á sama
tíma í Kirkjulundi. Kyrrðar- og fyr-
irbænastund í kirkjunni kl.
17.30-18. Umsjón Lilja G. Hall-
grímsdóttir djákni.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.
14.30 helgistund á Sjúkrahúsinu í
dagstofunni á 2. hæð. Kl. 17 TTT-
starfið. Á fundinum undirbúum við
leikþátt. Kl. 20.30 opið hús unglinga
í KFUM&K húsinu.
UTSALAN
í fullum gangi
HERRAKULDASKOR
Litir: Svartir, brunir
Stærðir: 40-46
Tegund: 86668
Nytt kortatimabil
Litir: Svartir,
brúnir
Stærðir: 40-46
und: 86368
ii
Mikið úrval af kuldaskóm
T
Póstsendum samdægurs
oppskórinn
VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212
Brúðhjón
Allur boróbiínaöur -:Glæsileg gjafavára - Briiðtijónalistar
/j.‘r)/,wV\\\o\ VFBSUJMN
Lítngdvegi 52, s. 562 4244.
VELVAKAJVPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Otrúlega
margir ein-
mana!!!
EG undimtaður skrifaði
niður hugleiðingar mínar
um feimni, einmanaleika
og makaleit, og fékk þær
birtar í Velvakanda
þriðjudaginn 9. febrúar sl.
Viðbrögðin voru með slík-
um eindæmum; síminn
nánast þagnaði ekki og
það var greinilegt að nú
hafði ég stungið á ein-
staklega viðkvæmu kýli,
þ.e. hvernig fólk ber sig
að við makaleit hér á
landi. Allt þakkaði fólkið
mér fyrir góða og tíma-
bæra grein, hvatti mig til
að halda skrifunum áfram
og vekja þannig máls á al-
varlegri stöðu feimna
fólksins í landinu. Körlum
ýmsum þótti sniðugt að
stofna einhverja sauma-
klúbba, þar sem
antisportistar og aðrir
fengju inni til að ræða
vandamál sín. I samtölun-
um þótti mér einkennandi
hve körlunum var stirð-
ara um mál og varð ég því
að leiða þá áfram í mörg-
um tilvikum. Konumar
afturámóti vantaði bara
einhvern góðan hlustanda
margar hverjar. Hvernig
stendur á því að karlar
eiga svona miklu erfíðara
með að tjá tilfinningar
sínar í heildina tekið en
konurnar? Er það vegna
mistaka í uppeldinu á
sonum okkar, eða er það
vegna litningagalla og
verður því væntanlega
framtíðarverkefni Kára
Stefánssonar og Islenskr-
ar erfðagreiningar?
Ég hef oft velt því fyrir
mér hvernig á því standi
að á sama tíma og sumir
virðast laða að sér við-
ræðufélaga, eins og belju-
saur flugumar, neyðast
aðrir til að híma einir úti í
horni. Sumir karlar eiga
afar hægt með að töfra
konur upp úr skónum, en
öðmm gengur eins og
rjúpunni við staurinn, og
þetta virðjst vera gagn-
kvæmt. Ástæðan er í
mörgum tilvikum feimni
fólks hvers við annað og
þessi nagandi ótti margra
við hugsanlegar afleiðing-
ar höfnunarinnar. Ein-
manaleikinn á meðal
systkina okkar í landinu
er skelfilega mikiil, eins
og ég varð svo sannarlega
vitni að í þeim fjölda sím-
tala sem ég hef átt við
fólk sem grein mín snerti
með þeim hætti að það
fann sig knúið til að hafa
uppi á símanúmeri mínu.
„Móðir“ hringdi í Velvak-
anda eftir lestur greinar-
innar og vildi koma því á
framfæri, að hún ætti
uppkomin og fráskilin
böm sem hefðu fundið sér
dásamlega maka í göngu-
félögum, en ekki á öldur-
húsum. Ég þakka „móð-
urinni“ fyrir snör við-
brögð. Ég hef athugað
þennan möguleika sem
hentar eflaust mörgum,
en ekki mér þar sem í
göngu fæ ég ekki svalað
þeirri þörf minni að svífa
um dansgólfin við dynj-
andi rokktónlist með yng-
ismey í fanginu. Allt frá
því ég var unglingur og
undi mér einn í herbergi
mínu; glymjandi gítarsóló
a la Led Zeppelin í eyrum
á meðan ég þandi ímynd-
aða strengi luftgítarsins,
hef ég fundið fyrir þessari
knýjandi hreyfiþörf um
leið og ég heyri hávært
graðhestarokkið. Og ekki
fer hún minnkandi þörf
mín, þótt ég sé kominn á
fimmtugsaldurinn, nema
síður sé. Mesti gallinn við
dansstaði nútímans er sá
hversu hræðilega mikið
dansgólfin hafa verið
smækkuð; orðin að eins-
konar frímerkjum, þar
sem fólkið sem þráir að
dansa verður að einbeita
sér að því að forðast oln-
bogaskotin dansinn útí-
gegn. Það gefast bara alls
engin tækifæri til að sýna
nein tilþrif. Draumurinn
er sá að skemmtistaðir
taki að. leggja meiri
áherslu á dansiðkun gesta
sinna, en einblíni ekki á
að geta selt þeim sem
mest áfengi. Kvisast hef-
ur sú gleðifregn, að í
Kaupmannahöfn tengist
nýjasta æðið svokölluðum
salsastöðum.
Þangað mætir fólkið á
staðinn kl. 21.30 og þeir
sem vilja fá klukkutíma
tilsögn í suðrænni dans-
sveiflu. Síðan er dansað
fram á rauða nótt. Fólk
greiðir sanngjarnt inn-
göngugjald, neytir áfeng-
is í hófi og kemur til að
dansa. Dansinn er kjörin
leið til að losa um hömlur
sem feimnin skapar og
þegar fólkið snertist get-
ur ýmislegt gerst á milli
karls og konu.
Danshöllin í Reykjavík
er rekin með svipuðu
formi, en þar er því miður
aðaláhersla lögð á gömlu
dansana sem eru góðir
fyrir suma, en því miður
ekki fyrir mig og mína
líka.
Að síðustu vil ég beina
þeirri áskorun til mennta-
málaráðuneytisins, að það
geri danskennslu að
skyldu í grunnskólum
landsins. Með því móti má
auðveldlega minnka
feimni meðal landsmanna
og fækka þeim vandamál-
um sem henni fylgja.
Til að auðvelda þér les-
andi góður að hafa sam-
band við mig þá læt ég
símanúmer mitt fylgja
þessari grein. Hugmyndir
að þriðja þætti eru vel
þegnar, því að baráttan
heldur áfram enn um sinn.
Ólafur Þór Eiríksson.
Sími 421 2714.
Tapað/fundið
Gullúr týndist við
Sjúkrahús Reykjavíkur
75 ára gömul kona sem
týndi afmælisgjöf sinni,
þ.e. gullúrinu sínu, á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur
fyrir 2 mánuðum síðan,
biður þá, sem vita um úr-
ið, vinsamlega að hafa
samband við hana í síma
562 5504.
Svört sólgler-
augu týndust
SVÖRT sólgleraugu
týndust líklega við Sund-
iaugina í Laugardalnum
sl. laugardag. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
555 0908. Fundarlaun.
Armband í óskilum
ÞANN 15. janúar fannst
ai-mband á Amtmanns-
stígnum. Armbandið er
merkt: „Guðni“ og aftan á
því stendur „Þín Unnur“.
Upplýsingar í síma
482 2381.
Víkverji skrifar...
MIKIÐ fannst Víkverja
ánægjulegt að fylgjast með
fýrsta þættinum um „Kalda stríð-
ið“, sem ríkissjónvarpið hefur hafið
sýningar á. Þættirnir, sem gerðir
eru af Tumer-samsteypunni í sam-
vinnu við fleiri aðila, eru afskap-
lega vel gerðir og koma þar fram
ýmsar myndir, sem ekki hafa sést
áður. I þættinum síðastliðið mánu-
dagskvöld kom berlega í ljós í við-
tölum, m.a. við fólk sem vann við
ráðstefnurnar svo sem eins og í
Jalta, að Jósef Stalín var slíkur ref-
ur í þessum samningaumleitunum
að forystumenn Vesturlanda voru
svo grænir og litlir mannþekkjarar
á einræðisherrann, að hann plataði
þá hreinlega eins og böm.
Sárt var að heyra ræðu sir Win-
stons Churchills í lok Jalta-ráð-
stefnunnar er hann lýsti árangrin-
um af ráðstefnunni og hélt að lýð-
ræði yrði tryggt um alla framtíð í
Austur-Evrópu. Lýðræði var nefni-
lega ekki sami hluturinn í skil-
greiningu leiðtoga Sovétríkjanna
og hinna, sem þekktu og höfðu
reynslu af því frá blautu barns-
beini. I þættinum kom einnig fram
að Stalín var svo góður leikari að á
stundum héldu menn að hann væri
ekki einu sinni að hlusta og menn
óttuðust að eitthvað færi framhjá
honum. Sú var þó ekki raunin,
hann var slægur sem refur.
XXX
HELDUR dauflegt virtist vera
á fundinum í sjónvarpssal, er
fram fór þátturinn „Gettu betur“,
keppni framhaldsskólanna í al-
mennri kunnáttu. Víkverji horfði á
þáttinn, þar sem nemendur
Menntaskólans í Reykjavík
kepptu við nemendur Verzlunar-
skóla Islands, og var nemendum,
sem fylltu salinn, greinilega
bragðið vegna fáranlega þungra
spurninga, sem fram voru settar.
Muni Víkverji t.d. rétt var spurt
um einhvern þjóðflokk, sem hefði
gefið út vinsælt lag á geislaplötu
og væri heldur frumstæður. Þetta
var vísbendingaspurning, sem
MR-ingar gátu í þriðju tilraun, en
var svo fáránlega fram sett, að
með eindæmum var. Svarið var
„strumparnir". Hvernig er hægt
að tala um þjóðflokk, þar sem
strumparnir eru? Þeir eru hvorki
þjóðflokkur né þjóð. Þeir era bara
dúkkur. Þar með voru menn af-
vegaleiddir og mesta furða að
MR-ingarnir skuli hafa kveikt á
því í þriðju atrennu.
Þyngd spurninganna og lúmsk
uppbygging þeirra margra virðist
hafa slegið gjörsamlega á stemmn-
inguna, enda gátu nemendurnir
fæstar spurninganna. Eftir hraða-
spumingarnar fékk Verzlunarskól-
inn 10 stig, en MR 20. Síðan bættu
MR-ingarnir við sig fjóram stigum
og Verzlunarskólinn tveimur. Höf-
undur spurninganna þarf virkilega
að taka sig á, eigi þessi þáttur að
halda þeim vinsældum, sem hann
hefur notið.
xxx
Alþjóðaólympíunefndin er nán-
ast orðin óstarfhæf og leikarn-
ir, sem fram eiga að fara í Salt
Lake City 2002, eru í stórhættu
vegna þess að styrktaraðilar era að
draga að sér hendur í sambandi við
kostun leikanna. Til þess að bjarga
leikunum og endurreisa ólympíu-
hugsjónina úr rústum spillingar-
innar verður að hafa snör handtök
og þá þarf að hugsa uppbyggingu
nefndarinnar upp á nýtt. Það er
t.d. ótækt eins og verður um miðj-
an marzmánuð að það sé nefndin
sjálf og allir spillingaraðilarnir,
sem hafi einir um það að segja,
hvemig málum verði háttað.
Menn hafa líka bent á að erfitt
verði að laga það skipulag, sem t.d.
hefur verið haft við Sameinuðu
þjóðirnar, þ.e.a.s. að hver þjóð hafi
eitt eða tvö atkvæði. Þá verður
þetta óviði-áðanlegt apparat, þar
sem þjóðir með einræðisþjóðskipu-
lag og alræðisforystu verða í
meirihluta. Hvernig er unnt að
byggja upp nefnd byggða á lýð-
ræðislegri hefð og kjósa til meiri-
hluta þjóðir, sem vita ekki hvað
lýðræði er? Verði niðurstaðan sú
fer fyrir ólympíunefndinni eins og
Jalta-ráðstefnunni að menn tala í
allar áttir um hitt og þetta og eng-
inn skilur umræðurnar eins. Það
era sjónvarpsstöðvar bæði í Evr-
ópu og þó sérstaklega í Ameríku
sem standa straum af kostnaðinum
við venjulega Ólympíuleika. Það
verður því að finna einhverja þá
reglu að þeir sem mest taka þátt,
bæði í leikunum sjálfum og kostn-
aði við þá, ráði mestu um skipan
ólympíunefndarinnar, sem aftur
ræður öllu um framkvæmd leik-
anna.