Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 1
41. TBL. 87. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
• •
Kúrdar halda áfram mótmælum vegna handtöku Abdullah Ocalans
Tyrkir segjast ekki ætla
að líða erlend afskipti
Þrír grískir ráð-
herrar neyddust
til að segja af sér
vegna málsins
London, Ankara, Aþenu. Reuters.
UM 90 Kúrdar, sem haft höfðu
gríska sendiráðið í London á valdi
sínu í þrjá daga, gáfust upp í gær en
mótmæli Kúrda vegna handtöku
uppreisnarforingjans Abdullah Ocal-
ans héldu áfram í mörgum borgum
Evrópu. Tyrkir létu heift Kúrda sem
vind um eyru þjóta og réðust gegn
skæruliðasveitum þein-a í Irak en í
Grikklandi hafa þrír ráðherrar
neyðst til að segja af sér vegna þessa
máls. Samtök Kúrda og ýmis vest-
ræn ríki hafa skorað á Tyrki að efna
til heiðarlegra réttarhalda yfir Öcal-
an og ábyi’gjast mannréttindi hans
en Tyrkir kváðust í gær ekki mundu
þola nein erlend afskipti af málinu.
Kúrdar lögðu undir sig meira en
20 grísk og kenýsk sendiráð víða
um heim er fréttir bárust af því, að
tyrkneskir sérsveitarmenn hefðu
handtekið Öcalan í Kenýa. Þá hafði
hann dvalist í gríska sendiráðinu í
Nairobi í 12 daga. Töku sendiráðs-
ins í London lauk án átaka en í
fyrrinótt réðust Kúrdar með
eldsprengjum gegn ýmsum fyrir-
tækjum i eigu Tyrkja í Þýskalandi.
Um 200 Kúrdar gengu þegjandi um
götur Berlínar til að syrgja þá þrjá
félaga sína, sem skotnir voru við
ísraelska sendiráðið í borginni, og í
Vín réðust þeir inn í byggingu Sam-
einuðu þjóðanna í borginni.
Tyrkneskur her réðst í gær gegn
skæruliðum Kúrda 15 km inni í
Norður-írak og haft er eftir mann-
réttindasamtökum í Tyi’klandi, að
lögreglan hafi handtekið meira en
350 stuðningsmenn Lýðræðislega
alþýðuflokksins, löglegs flokks
Kúrda, sem berst fyrir friðsamlegri
lausn á deilunum.
Afsagnir í Grikklandi
Þiir grískir ráðheirar, Theodoros
Pangalos utanríkisráðheiTa, Philipos
Petsalnikos, sem fer með almanna-
öryggi, og Alekos Papadopoulos inn-
anríkisráðherra, voru neyddir til að
segja af sér í gær en þeir eru sagðir
bera ábyrgð á því, að Öcalan komst
til Grikklands og var síðan fluttur í
gríska sendiráðið í Kenýa.
Grikkir hafa ávallt neitað ásökun-
um Tyi'kja um að þeir skytu skjóls-
húsi yfir kúi’díska hryðjuverkamenn
og því er þetta mál álitshnekkir fyr-
ir gi’ísku stjórnina. Tyrkir voru ekki
Einhugur meðal
Kúrda í London
Reuters
ÓEIRÐIR brutust út í Aþenu í gær eftir útifund, sem Kúrdar og stuðningsmenn þeirra efndu til. Kenna þeir
margir Grikkjum um, að Tyrkir skuli hafa haft hendur í hári Öcalans.
seinir á sér að fagna afsögn Panga-
losar en í gær tók George Pap-
andreou við af honum sem utanrík-
isráðherra Grikklands.
Mörg Evrópuríki hafa krafíst
þess, að réttarhöldin yfir Öcalan
verði heiðarleg, en í yfirlýsingu
tyrkneska utanríkisráðuneytisins í
gær sagði, að Tyrkir myndu ekki
þola nein erlend afskipti af réttar-
höldunum. Tyrknesk dagblöð sögðu
í gær, að verið væri að yfirheyra
Öcalan í fangelsi á Imrali-ey í
Marmarahafi en búist væri við, að
hann kæmi fyrir dómara innan 12
daga. Öcalan á dauðadóm yfir höfði
sér.
Lögfræðingar Öcalans, sem hefur
verið meinað að koma til Tyrklands,
hafa skotið máli hans til Mannrétt-
indadómstóls Evrópu en þeir segja,
að Tyrkir hafi hvorki viljað ábyrgj-
ast heiðarleg réttarhöld né að Öcal-
an verði ekki pyntaður. Tyrkneska
utanríkisráðuneytið fordæmdi máls-
skotið í gær og vísaði um leið á bug
aðfinnslum Mannréttindadómstóls-
ihs, sem hefur gagnrýnt, að herrétt-
ur skuli fjalla um borgaralegt mál.
► Handtaka/26
Vill loka Barentshafí
Ósló. Morgunblaðið.
YFIRVÓLD sjávarútvegsmála í
Noregi og Rússlandi verða að loka
Barentshafi að hluta. Einar Johan-
sen, varafoi’maður í Norges Fiskar-
lag, einum helstu hagsmunasamtök-
um norskra sjómanna, lýsti yfir
þessu í gær.
Johansen sagði, að lokun Barents-
hafs að hluta væri eina leiðin til að
koma í veg fyrir stórfellt dráp á smá-
þorski en norskir fjölmiðlar skýi’a
frá æ fleiri dæmum um landanir
Rússa á þorski, sem er langt undir
viðmiðunarmörkum. Segir Johansen,
að verið sé að útrýma uppvaxandi ár-
göngum og vill hann einnig skoða
hvort rétt sé að hafa eftirlitsmann í
hverju einasta skipi í Barentshafí.
London. Morgunblaðið.
UMSÁTRINU um gríska sendi-
ráðið í London iauk í gær er 90
Kúrdar, sem höfðu tekið það her-
skildi, gáfu sig fram við lögregl-
una. Hundruð stuðningsmanna
þeirra voru allan daginn fyrir ut-
an bygginguna og ítrekuðu kröf-
ur sínar um, að Ieiðtogi þeirra,
Abdullah Öcalan, yrði látinn laus.
Mótmælin fóru friðsamlega
fram en lögreglan var með mik-
inn viðbúnað og gætti þess, að
enginn kæmist nærri sendiráðs-
byggingunni. Var leitað í far-
angri allra, sem komu inn á mót-
mælasvæðið, sem var girt af með
lögreglubflum. Voru sjúkrabflar
til taks af ótta við, að einhverjir
mótmælendanna bæru eld að
klæðum sínum.
Söng fólkið baráttusöngva og
hrópaði slagorð og jókst það eft-
ir því sem fjölgaði í hópnum. Var
aðalkrafan sú, að vestræn ríki
þrýstu á Tyrki um að sleppa
Ócalan, enda væri haitn pólitísk-
ur fangi en ekki hryðjuverka-
maður. „Við ei-um ekki ofbeldis-
menn,“ sagði Bektas Kava, verk-
smiðjueigandi, sem tók þátt í
mótmælunum ásamt ungri dóttur
sinni. „Við viljum aðeins, að
menning og mannréttindi Kúrda
pjóti virðingar og erum tilbúin til
að leggja mikið á okkur fyrir
málstaðinn."
Reuters
KÚRDARNIR, sem lögðu undir
sig gríska sendiráðið, voru um-
svifalaust handteknir er þeir yf-
irgáfu bygginguna.
Kosovo-
viðræðurnar
Samningur
að taka á
sig mynd
Rainbouillet, Moskvu, Washington. Reuters.
CHRIS Hill, helsti sáttasemjarinn í
Kosovo-viðræðunum, sagði í gær, að
samningur um frið í héraðinu væri
að taka á sig mynd. Borís Jeltsín,
forseti Rússlands, sagðist í gær hafa
sagt Bill Clinton, forseta Bandaríkj-
anna, jafnt í síma sem bréflega, að
Rússar myndu ekki líða loftárásh’
NATO-ríkjanna á stöðvar Serba en
Jeltsín gaf þessa yfirlýsingu eftir að
Bandaríkjamenn höfðu sent 51 orr-
ustuþotu að auki til Evrópu vegna
hugsanlegra aðgerða.
Hill, sem er sendihen-a Banda-
ríkjanna í Makedóníu, ræddi við
Slobodan Milosevic, forseta Júg-
óslavíu, á þriðjudag og í gær sagðist
hann hugsanlega fara aftur til fund-
ar við hann í Belgrad. „Það er eins
og það liggi í loftinu, að við séum að
komast að niðurstöðu, og því eru all-
ir mjög spenntir,“ sagði Hill.
Ræddi ekki við Jeltsín
„Ég kom skoðunum mínum á
framfæri við Clinton, jafnt í síma
sem bréfleiðis og sagði við hann:
„Við munum ekki leyfa ykkur að
snerta við Kosovo,““ sagði Jeltsín í
gær en P.J. Crowley, talsmaður
Bandaríkjastjórnar, sagði, að þeir
Clinton og Jeltsín hefðu alls ekkert
ræðst við nýlega.
Javier Solana, framkvæmdastjóri
NATO, sagði í Makedóníu í gær, að
NATO myndi bregðast fljótt við
næðist ekkert samkomulag en í gær
var beðið eftir því, að Milan
Milutinovic, forseti Serbíu, kæmi
aftur til viðræðnanna í Rambouillet
fyrir utan París og þá með svar
Milosevic við því lykilatriði hvort
hann féllist á, að NATO-herlið héldi
uppi eftirliti í Kosovo.
Fresturinn til að semja um lausn
rennur út klukkan 11 fyrir hádegi á
morgun.
Nærbrækur
fyrir listina
Dyflinni. Reuters.
ÍRSKUR listamaður hefur lát-
ið þau boð út ganga til írskra
kvenna að þær sendi honum
einar nærbuxur hver, en bræk-
urnar hyggst hann nota í lista-
verk, svokallaða innsetningu.
Maurice Galway, sem býr í
Cork-sýslu, segist þegar hafa
safnað um hundrað nærbuxum
frá vinkonum sínum, ættingj-
um og kunningjum. Nærhöldin
verða hluti af innsetningu sem
Galway hefur nefnt: Aldrei
mundi ég kasta nærbuxunum
mínum í þig. Yfirski’ift verksins
er vísun í dægurlagið „The
ballad of Tom Jones“ sem naut
nokkurra vinsælda í fyrra. Seg-
ist listamaðurinn hafa orðið
hugfanginn af hugmyndinni um
að safna milljónum nærbuxna
eftir að hafa heyrt lagið flutt.
Galway gerir sér vonir um
að sýna verkið í Dyflinni en
hugmyndin er að reisa ein-
hvers konar nærbuxnaboga yf-
ir Ha’Penny-brúna, sem liggur
jrfir ána Liffey.