Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fasteignasalar skora á ráðherra að grípa tafarlaust til aðgerða vegna tafa hjá fbúðalánasjóði Ofremdarástand sem sett hefur markaðinn úr skorðum FASTEIGNASALAR gagnrýna harðlega miklar tafir á afgreiðslu umsókna hjá Ibúðalánasjóði og sendi stjóm Félags fasteignasala félagsmálaráð- herra skeyti sl. miðvikudag þar sem lýst er mikl- um áhyggjum vegna þess ástands sem komið sé upp og hafi valdið verulegum vandræðum. Jón Guðmundsson, formaður félagsins, segir að ef þessu verði ekki kippt í liðinn sem fyrst muni ekki líða á löngu þar til fólk í fasteignaviðskiptum geti orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Er málum svo komið samkvæmt upplýsingum Jóns að dæmi eru um að komið sé að afhendingu fasteigna þar sem ekki er mögulegt að halda kaup- samning vegna langvarandi tafa. „Þetta er því far- ið að hafa áhrif á eðlileg lögskil eigna,“ segir hann. Yfirlýsingar talsmanna sjóðsins átaldar harðlega „Við höfum verulegar áhyggjur af því ófremdar- ástandi sem ríkir á markaðnum í dag. Það gengur mjög illa að afgreiða umsóknir viðskiptavina okkar sem standa í fasteignaviðskiptum og við erum mjög uggandi vegna hagsmuna þessa fólks, óþæg- inda sem það hefur orðið fyrir og yfirvofandi fjár- hagslegu tjóni sem getur hlotist af þessu,“ segir Jón. Fjallað var um þetta mál á stjórnarfundi í Fé- lagi fasteignasala sl. miðvikudag og skoraði fund- urinn á félagsmálaráðherra að grípa nú þegar til aðgerða. „í tilefni af fjölda ábendinga og kvartana til Félags fasteignasala vegna langvarandi tafa á afgreiðslu umsókna hjá íbúðalánasjóði hefur stjórn Félags fasteignasala verulegar áhyggjur af því ófremdarástandi sem nú ríkir á fasteigna- markaði. Stjórn Félags fasteignasala krefst þess að nú þegar verði gripið til viðeigandi aðgerða til að forða þeim aðilum sem hagsmuna hafa að gæta, frá óþægindum og yfirvofandi fjárhagslegu tjóni. Stjórn Félags fasteignasala átelur harðlega að yf- irlýsingar talsmanna íbúaðalánasjóðs um hnökra- lausa afgreiðslu umsókna, eigi ekki við rök að styðjast. Væntum skjótra viðbragða við tilmælum okkar,“ segir í símskeytinu til ráðherra. Orfáar unisóknir verið afgreiddar „Við fáum kvartanh- frá félagsmönnum okkai' og frá viðsemjendum sem hafa beðið allan þennan tíma frá því að íbúðalánasjóður tók til starfa um áramótin," segh- Jón Guðmundsson. Hann segir að í reynd hafi aðeins örfá mál fengist afgreidd hjá sjóðnum og nefnir sem dæmi af eigin fasteigna- sölu að aðeins hafi verið afgi-eidd þrjú mál hjá Ibúðalánasjóði frá áramótum af alls 30-40 málum sem bíði afgreiðslu einhvers staðar í kerfinu. Ann- ar fasteignasali sem rætt var við hafði sömu sögu að segja. Hann sagðist hafa fengið tvær umsóknir af nálægt 40 afgreiddar hjá sjóðnum frá áramót- um. „Fyrir okkur er Ibúðalánasjóður aðeins eitt vandamál. Okkur þótti mjög miður sem haft var eftir ráðherra í fjölmiðlum að búið væri að af- greiða 628 umsóknir frá áramótum. Það var bara það sem var verið að afgreiða úr gamla kerfinu,“ sagði þessi viðmælandi blaðsins. Fasteignasalar hafa m.a. gagnrýnt að í þessu nýja kerfi hafi þeir ekki lengur yfirsýn yfir hvar afgreiðsla mála sé á vegi stödd. „Málin eru á eilífu flakki fram og til baka á milli útibúa og Ibúðalána- sjóðs áður en við lítum þau augum. Þetta er með endemum," segir Jón. Vilja jafnvel gamla kerfið aftur Hann bendir á að nú þurfi kaupandi fasteignai- sjálfur að farameð gögnin í bankaútibú og þaðan fara þau upp í Ibúðaiánasjóð því starfsmenn sjóðs- ins hafi sjálfir unnið greiðslumötin fram í síðustu viku. „Síðan er þetta sent þaðan aftur í útibúið. Þá er kaupandinn kallaður í ráðgjöf en hann er þá bú- inn, jafnvel fyrir mörgum vikum, að eiga sín fast- eignaviðskipti. Það hafa líka verið brögð að því að starfsmenn bankanna hafa verið að ráðleggja kaupandanum að hagræða greiðslum örðuvísi en kauptilboð kveður á um, sem er náttúrlega fárán- legt fyrir fólk sem er búið að eiga þessi viðskipti. Því næst þarf að senda gögnin aftur upp í Ibúða- lánasjóð þar sem gengið er frá fasteignaveðbréf- unum. Þetta er með endemum og við liggur að maður biðji um að fá gamla kerfið hið bráðasta í notkun aftur,“ segir Jón. Að hans sögn hefur þetta ástand valdið því að fasteignamarkaðurinn hefur farið úr skorðum. „Fólk sem er í söluhugleiðingum hlýtur að halda að sér höndum vegna fréttaflutnings af því hvern- ig þetta gengur fyrir sig. Það vill ekki fara út á markaðinn fyrr en þetta er komið í samt lag. Yfir- lýsingar talsmanna íbúðalánasjóðs um að af- greiðslan sé orðin hnöki-alaus á því miður ekki við rök að styðjast," sagði Jón að lokum. Auglýsingu deiliskipulags ekki frestað BORGARSTJÓRN Reykjavíkur varð ekki við tilmælum samtakanna Betri borgar að fresta auglýsingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Erindi þess efnis barst borgarfull- trúum rétt fyrir borgarstjórnarfund og bar Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tilmælin upp. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlist- ans töldu ekki ástæðu til að fresta auglýsingu um deiliskipulagið, enda hefði verið samþykkt í skipulags- og umferðarnefnd að það skyldi auglýst og sú ákvörðun staðfest í borgarráði síðastliðinn þriðjudag. í bókun Reykjavíkurlistans um málið segir að með auglýsingunni sé verið að gefa borgarbúum og öðrum tækifæri til að kynna sér deiliskipu- lagið og koma á framfæri athuga- semdum. I aðalskipulagi Reykjavík- ur 1996-2016 sé gert ráð fyrir flug- vellinum og ekki hafi legið fyrir til- lögur um annað flugvallarstæði í ná- grenni borgarinnar. Brýnt þyki að hefja endurbætur á vellinum. Þá segir í bókuninni að hugmyndir um flugvöll í Skerjafirði og verulega íbúðarbyggð í Vatnsmýri séu athygli verðar en um leið svo stórar í sniðum að ekki sé hægt að fallast á þær án umfangsmikillar skoðunar og um- ræðu. Endurbætur á flugbrautum þoli ekki þá bið sem því fylgi. ----------------- Gæslu- varðhald til 25. mars ANNAR mannanna tveggja, sem handteknir voru skömmu eftir mið- nætti aðfaranótt fimmtudags vegna gruns um ránið í söluturninum Bússu, Garðastræti í fyrrakvöld, var í gær úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 25. mars en hinn er enn í haldi lögreglu. Mennirnir höfðu um 10-15 þús- und krónur upp úr krafsinu og ógn- aði annar þeirra ungri starfstúlku með hnífi á meðan hinn beið úti. Mennirnir tveir eru þeir sömu og rændu sjoppu á Grundarstíg fyrir skömmu. Þetta er fimmta ránið sem framið er í Reykjavík á þessu ári. Morgunblaðið/Ingvar ÞRIR voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl eftir að bíll ók á Ijósastaur við Hafnarfjarðarveg í gærkvöldi. Vilja sveigjanlegri reglur um um- búðamerkingar VEGNA tillögu framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins um að fresta um 10 ár, eða til ársins 2010, gildis- töku ákvæðis sem áttj að skylda fyr- irtæki til að nota aðeins metrakerfið sem mælieiningu í vörumerkingum, hafa Samtök verslunarinnar sent fyrirspurn til umhverfisráðuneytis-' ins. í grein um þetta mál, sem birtist í breska blaðinu Financial Times, er því haldið fram að tillaga fram- kvæmdastjórnar ESB sé gerð undir þeim formerkjum að halda vöru- merkingakostnaði fyrirtækja í Evr- ópusambandinu og Bandaríkjunum í lágmarki, en talið er að frestunin spari þeim milljarða dollara. Stefán S. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar- innar, sagði að álit íslenskra stjórn- valda væri að hér ættu einvörðungu að gilda reglur ESB varðandi um- búðamerkingar matvæla. í fyrir- spurn Samtakanna til umhverfis- ráðuneytisins er spurt hvort búast megi við því að þessi frestun, ef sam- þykkt verði, muni hafa einhver áhrif á þær reglur sem séu nú í gildi hér á landi. Sérmerkingar kostnaðarsamar Stefán sagði að sérmerkingar fyr- irtækja fyrir íslenskan markað væru mjög kostnaðarsamar og ef veita ætti erlendum fyrirtækjum aukið svigrúm í Evrópu finnst honum verðugt að athuga hvort ekki sé rétt að veita íslenskum fyrirtækjum einnig aukið svigrúm í umbúðamerk- ingum. Meginkjarni fyrirspurnar- innar er hvort hér á landi geti fengið að gilda umbúðareglur sem taki mið af reglum sem gilda innan Evrópu og Bandaríkjanna. Samtökin spyrja því hvort ekki sé rétt að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því innan EES-samstarfsins að breyta reglum um umbúðamerking- ar og gera þær sveigjanlegri en nú. Talsvert um árekstra á landinu TALSVERT var um árekstra á land- inu í gær í slæmri færð og hálku, meðal annars urðu 30-40 árekstrar í Reykjavík. Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bifreið lenti á Ijósastaur við Hafn- arfjarðarveg, skammt sunnan við Kópavogslækinn, um klukkan hálf- níu í gærkvöldi. Meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg. Starfs- maður frá Rafmagnsveitunni var kallaður út til að aftengja staurinn. Flutningabíll fór út af veginum og valt á hliðina í Hvalfn'ði skammt frá Botnsskála á tíunda tímanum í gær- kvöldi. Farþegi varð fyrir lítilsháttar meiðslum en bíllinn er talinn mikið skemmdur. Kona vai- flutt á sjúkrahús með minniháttar meiðsl eftir árekstur á Nýbýlavegi við Ástún um miðjan dag í gær og töluvert var einnig um minni árekstra í Kópavogi í gær. Þá urðu á annan tug árekstra í Hafnar- firði í gærdag. Á Akureyri urðu a.m.k. fimm árekstrar í gær og tveir í Borgar- nesi. > ^INNLENT Lóðamál rædd á fundi borgarstjórn- ar Reykjavíkur Sjálfstæðis- menn segja óánægju vegna lóða- skorts MARGRA klukkutíma um- ræða um lóðamál í Reykjavík varð á fundi borgarstjómar Reykjavíkur í gær. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu lóðaskort valda hækkun fasteignaverðs með fasteigna- braski en borgarfulltrúar Reykjavíkurlista sögðu hvorki land- né lóðaskort í borginni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfullti’úi Sjálfstæðis- flokksins, sagði ókyrrð og óá- nægju ríkja í borginni vegna lóðaskorts. Sagði hann þetta alvarlegt ástand og áhyggju- efni fyi-ir alla borgarbúa en ekki aðeins fyrir borgarfull- trúa Reykjavíkurlistans. Hann sagði þegar tekið að bera á lóðabraski í kjölfar lóðaskorts og að fasteignaverð færi hækkandi. Kvaðst hann vita til þess að handhafi ein- býlishúsalóðar gæti selt hana fyrir 1,5 milljónum króna hærra verð en næmi gatna- gerðargjöldum. Borgarfulltrú- inn gagnrýndi einnig Reykja- víkurlistann fyrir hægagang við uppbyggingu nýrra hverfa. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði hvorki land- né lóðaskort í borginni en tók fram að borgin hefði ekki yfir að ráða byggingar- hæfum lóðum í bili. Þá kom fram í máli Helga Hjörvars, oddvita Reykjavíkurlistans, að ábyrgðai'laust væri að stjóma ekki hraða á uppbyggingu nýrra hverfa í borginni. Stækkun borgarinnai' mætti ekki verða til þess að auka skuldir hennar umfram þær tekjur sem hún gæti vænst af nýrri byggð. Stækkun borgar- innar mætti ekki sliga borgar- sjóð. Á fundi borgarstjórnar í gær tók Sigrún Elsa Smára- dóttir, varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, í fyrsta sinn sæti í borgarstjóm. Harður árekstur við Norðurá TVÆR fólksbifreiðir lentu í hörðum árekstri við Norðurá í Akrahreppi um klukkan 14.30 í gær og era báðir bílarnir taldir ónýtir. Hjón sem vora í annarri bifreiðinni vora flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri með sjúkrabifreið og var eiginkonan lögð inn á hand- lækningadeild með alvarlega höfuðáverka, en að sögn lækn- is var líðan hennar stöðug í gærkvöld. Sjúkrabifreið sem kölluð var á vettvang slyssins frá Sauðárkróki lenti á leiðinni í árekstri við aðra bifreið á Kotárbrú og varð óökufær á eftir, sem og hin bifreiðin. Það hafði þó ekki alvarlegar afleið- ingar því sjúkrabíll frá Akur- eyri var einnig kallaður á vett- vang og kom hjónunum á sjúkrahús á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.