Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Að draga tialdhæla úr iörðu ÞAR fara síðustu menjar um búsetu Moskvu-komma við Austurvöll. A göngu í Grasagarðinum Héraðsdómur Reykjavíkur í máli fyrrverandi starfsmanns RUV Laun í uppsagnarfresti skerða ekki biðlaun HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi starfsmanni Ríkissjón- varpsins 227 þúsund krónur með vöxtum frá janúar 1998. Rétturinn hafnar því að laun, sem greidd eru í uppsagnarfresti, skerði biðlaun, sem greidd eru til ríkisstarfsmanna er störf þeirra eru lögð niður. Magnhildi Ólafsdóttur var sagt upp störfum 18. júní 1997 eftir að hún hafði unnið á skrifstofu Ríkisút- varpsins-Sjónvarps frá 12. október 1990. Samkvæmt ráðningarsamningi var gagnkvæmur uppsagnarfrestur þrn- mánuðir. í uppsagnai'bréfí var tekið fram að ástæða uppsagnar væri hagræðing sem leiða mundi til fækkunar starfs- manna og fælist ekki í henni nei- kvætt mat á störfum hennar fyrir stofnunina. Magnhildur lét af störf- um í byrjun október. I lok starfstím- ans var henni sent bréf þar sem henni voru þökkuð farsæl störf og um leið tekið fram að samkvæmt hæstaréttardómi bæri að telja upp- sagnarfrestinn hluta biðlaunatíma- bils. Henni voru því aðeins greidd biðlaun fyrir þrjá mánuði eftir að uppsagnarfresti lauk. Byggt á dómi skv. eldri lögum BSRB höfðaði mál fyrir hönd Magnhildar þar sem því var haldið fram að fyrrnefndur hæstaréttar- dómur hefði byggst á ákvæði 14. greinar starfsmannalaganna nr. 38/1954, en það ákvæði hefði verið fellt niður með starfsmannalögum nr. 70/1996. Samkvæmt ótvíræðu orðalagi í 5. mgr. bráðabirgðaákvæð- is nýju laganna, sem sé annars eðlis og nákvæmara en eldra ákvæðið, eigi hún rétt á bótum sem svari til launa á næstu sex mánuðum eftir að hún lét af starfi og aðeins megi draga frá tiltekna liði, þ.e. laun sem hún njóti á biðlaunatíma eftir að starfstíma lýkur. Ríkið hélt m.a. uppi þeim vömum fyrir skerðingu biðlaunanna að það að telja uppsagnarfrest til biðlauna- tíma megi ekki skilja svo að verið sé að lækka bætur heldur sé verið að skilgreina biðlaunatíma að nýju; færa upphaf hans til þannig að það hefjist við upphaf uppsagnarfrests. Ef löggjafinn hefði talið ástæðu til að hverfa frá fyrrgreindu fordæmi Hæsatréttai- hefði það komið fram í bráðabirgðaákvæði laganna frá 1996. Þvert á móti hafi löggjafinn áréttað sjónarmið sem lá til grundvallar margnefndum dómi. I dómi Sigurðar T. Magnússonar héraðsdómara segir að við mat á for- dæmisgildi dóms Hæstaréttar frá 1995 verði að hafa í huga að hann féll í gildistíð eldri laga. Samkvæmt þeim hafi biðlaunaréttur að nokkru verið frábrugðinn rétti sem ný lög kveða á um. Fordæmisregla dómsins frá 1995 um að uppsagnarfrestur væri hluti biðlaunatíma þótt starfs- maður ynni uppsagnarfrest hafi ekki verið tekin upp í starfsmannalögin frá 1996. Biðlauna- og bótaákvæði nýrri laganna séu mun nákvæmari en í eldri lögum og megi ætla að kveðið hefði verið á um með afdráttarlaus- um hætti að laun f uppsagnarfresti skyldu dragast frá bótagreiðslum, hefði vilji löggjafans staðið tO þess. „Orðalag 5. mgr. ákvæðis til bráða- birgða og 1. mgr. 34. gr. laga nr. 70/1996, sem mælir fyrir um að emb- ættismaður haldi óbreyttum launa- kjörum í sex eða tólf mánuði frá því að hann lét af starfi, er skýrt og ótví- rætt, hvað varðar upphaf og lengd þess tíma, sem bætur skulu miðast við,“ segir í niðurstöðum dómarans, sem dæmdi ríkið til að greiða kon- unni 227.419 krónur vegna vangold- inna biðlauna í þrjá mánuði, með vöxtum frá þvi í janúar 1998. Hörður Felix Harðarson hdl. ílutti málið fyrir hönd Magnhildar Ólafs- dóttur en Einar Karl Hallvarðsson hrl. var lögmaður ríkisins. Lítil og meðalstór fyrirtæki í samstarfi Aðstoð og styrkir LÍTIL og meðalstór fyrirtæki á sviði matvæla á íslandi eiga nú kost á að fá að- stoð við að sækja um styrki til rannsókna- og þróunarstarfs hjá Evr- ópusambandinu. Um er að ræða svokallaða fimmtu rammaáætlun sambandsins, en aðstoð af þessu tagi byrjaði í fjórðu rammaáætlun Evrópusambandins. Það eru Samtök iðnaðarins, í samvinnu við alþjóðasvið Rannsóknarráðs íslands og Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna, sem hlutu styrk frá Evrópu- sambandinu til að veita . _. þessa aðstoð. Hjördís Ragnheiður Heðinsdottir Henriksdóttir hjá Rannsóknar- ráði íslands og Ragnheiður Héðinsdóttir hjá Samtökum iðn- aðarins gefa upplýsingar og leiðbeiningar um þessa þjón- ustu. Ragnheiður var spurð hvaða fyrirtæki flokkist undir lítil og meðalstór fyrirtæki? „Það eru fyrirtæki sem hafa færri en 250 starfsmenn, árs- veltu undir 3,3 milljörðum króna og einnig má ekki meira en 14 hluti fyrirtækisins vera í eigu fyrirtækis sem er stærra en svo að það falli undir þessa skil- greiningu. - Erv þá ekki fjölmörg fyrir- tæki hér sem falla undir þessa skilgreiningu? „Jú, við fyrstu sýn finnst manni að flestöll fyrirtæki á ís- landi falli undir þessa skilgrein- ingu, en það eru undantekning- ar frá því, þá fyrst og fremst vegna samruna eða eignarhalds stærri fyrirtækja. Til dæmis er- um við ekki viss um hvar á að flokka fyrirtæki sem kaupfélög úti á landi reka.“ - Til hvers eru þessir styrkir ætlaðir? „Þeir eru ætlaðir litlum fyrir- tækjum sem hafa ónóga aðstöðu til þess að stunda rannsóknir en vilja láta rannsóknarstofnanir eða háskóla leysa fyrir sig ákveðin vandamál. Til að auð- velda fyrirtækjum róðurinn, sem rétt eiga á að sækja um þessa styrki, er þeim boðið upp á sérstaka leið sem er í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn felst í því að sækja um svokallaðan umsóknarstyrk. Umsóknarferlið getur verið bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Umsóknar- styrkurinn er ætlaður til að finna erlenda samstarfsaðila og ganga frá endanlegri umsókn. Seinni áfanginn er umsókn um hið eiginlega rannsóknarverk- efni. Þátttakendur í slíku verk- efni þurfa að vera að minnsta kosti þrjú lítil fyrir- _______ tæki frá a.m.k. tveim- ur Evrópulöndum, annað þetta land þarf að vera beinn aðili að Evrópusambandinu, en við erum sem kunnugt er ekki aðilar að sambandinu. Þess vegna geta íslendingar t.d. ekki fengið styrk til þess að vinna með norskum eða svissneskum aðilum eingöngu heldur verður að vera a.m.k. eitt þátttökuland með í hópnum sem er aðili að ►Ragnheiður Héðinsdóttir er fædd á Bólstað í Bárðardal árið 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1976, BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla íslands árið 1980 og meistaraprófi í sömu grein frá Wisconsinháskóla í Bandaríkjun- um árið 1985. Hún starfaði sem sérfræðingur hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins frá 1980 til 1982 og 1985 til 1993. Frá því ári hefur hún starfað sem mat- vælafræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Hún er gift Halldóri Halldórssyni stærðfræðingi og eiga þau þijá syni. „Fyrirtækin eiga rannsóknar- niðurstöðurnar en fá rannsókn- arstofnun eða háskóla til að vinna verkefnin fyrir sig og styrkurinn greiðir þann kostn- að.“ - Hvað græða fyrirtækin á þessu? „Þau fá fé til að greiða fyrir rannsóknir. Með samvinnu við önnur Evrópulönd myndast al- þjóðleg tengsl og aðgangur að stærri mörkuðum." - í hverju felst þessi aðstoð sem verið er að bjóða? „Aðstoðin felst í því að hjálpa fyrirtækjum að skilgreina tæknileg vandamál í framleiðsl- unni eða nýjung sem gæti bætt framleiðslu fyrirtækisins. Fyrir- tækinu er hjálpað að finna heppilega samstarfsaðila í öðr- um Evrópulöndum og síðan býðst ákveðin aðstoð endur- gjaldslaust við að semja um- sókn. Auk þess má benda á að Rannsóknarráð íslands býður fyrirtækjum ferðastyrki til að fara og hitta erlenda samstarfs- aðila.“ - Hafa margir nýtt sér þessa þjónustu hérlendis? „Nokkur íslensk fyrirtæki fóru þessa leið í fjórðu rammaá- ætluninni. Markmiðið með __________ þessu átaki er einmitt að hvetja fleiri fyrirtæki til þess að nýta sér þetta, en fyrstu skrefin til þess að stofna til erlends samstarfs eru oft erfið.“ - Hvers konar fyrirtæki gætu nýtt sér þessa aðstoð? „Fyrirtækin geta verið á hvaða sviði matvælaframleiðslu sem er, brauðgerð, fiskvinnsla, sælgætisgerð, kjötvinnsla og fleira - bara ef þau uppfylla þau Fyrirtækin fá fé til að greiða fýrir rannsóknir Evrópusambandinu.“ - Hvernig er háttað samstarfi skilyrði sem fyrr voru nefnd.“ um þessi verkefni?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.