Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Tillaga í bæjarráði Akureyrar um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafírði
Yilji til sameiningar í
eitt sveitarfélag kannaður
KRISTJAN Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, lagði á fundi bæj-
arráðs í gær fram tillögu varðandi
sameiningu sveitarfélaga. Samþykkt
var á fundi bæjarráðs að leggja tii
við bæjarstjóm Akureyrar að hún
samþykkti tillögu um að óska eftir
viðræðum við sveitarstjómir á Eyja-
fjarðarsvæðinu um sameiningu í eitt
sveitatfólag og að bæjarstjóm færi
þess á leit við aðrar sveitarstjómir á
svæðinu að þær skipi fulltrúa sína til
viðræðna svo hægt væri að ganga úr
skugga um vilja sveitarfélaganna til
sameiningar.
Kristján Þór sagði að með tillög-
unni hæfist að nýju umræða um
sameiningu allra sveitarfélaga við
Eyjafjörð og að sínu mati væri full
ástæða til þess að láta reyna á vilja
sveitarstjórnannanna í þessum efn-
um nú. „Við viljum kanna viija for-
svarsmanna sveitarfélaganna til
þess að öll sveitarfélög í firðinum
sameinist í eitt,“ sagði Rristján.
Tillagan verður tekin til umræðu
á næsta fundi bæjarstjórnar, fyrsta
þriðjudag í mars, og taldi bæjar-
stjóri líklegt að hún yrði samþykkt,
enda hefðu fulltrúar á fundi bæjar-
ráðs í gær verið mjög einhuga um
að koma viðræðum um sameiningu
af stað á ný. Eftir að tillagan hefur
verið samþykkt í bæjarstjórn Akur-
eyrar verður óskað eftir viðræðum
við fulltrúa sveitarfélaganna í Eyja-
firði. „A þeim fundi kemur væntan-
lega í ljós hvaða viðtökur tillagan
fær, verði þær jákvæðar munum við
koma málinu í ákveðinn farveg og
vinna það áfram,“ sagði Kristján.
Sameining sveitarfélaga í Eyja-
firði á góðan hljómgrunn meðal
bæjarfuiltrúa á Akureyri, en Krist-
ján sagði ljóst að skoðanir yrðu
skiptar meðal sveitai-stjórnar-
manna, þær myndu eflaust sveiflast
frá því að menn vildu ekki heyra á
málið minnst og til þess að fólk
hefði helst kosið að sameiningin
hefði orðið að raunveruleika fyi'ir
löngu síðan.
Þurfum að ryðja
þröskuldum úr vegi
í Eyjafirði eru nú 12 sveitarfélög.
Ólafsförður, Daivíkurbyggð, Arnar-
neshreppur, Skriðuhreppur, Öxn-
dælahreppur, Glæsibæjarhreppur,
Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Sval-
barðsstrandahreppur, Grýtubakka-
hreppur, Hrísey og Grímsey og þá
hefur Hálsahreppur gjarnan fylgt
Eyjafirði. Kristján sagði heldur
ekkert því til fyrirstöðu að Siglfirð-
ingar tækju þátt í þessum viðræð-
um. „Ég held því fram að sveitarfé-
iög geti starfað yfir mjög stórt
landssvæði og þannig sé ég því ekk-
ert til fyrirstöðu að Siglufjörður
komi með í þessar viðræður óski
þeir eftir því,“ sagði bæjarstjóri.
Hann sagði sveitarfélagamörkin
ákveðinn þröskuld í vegi fyrir því að
hægt væri að taka sterkar á ýmsum
sameiginlegum hagsmunamálum.
„Það yrði mjög gott ef við gætum
rutt þessum þröskuldum úr vegi og
við höfum fulla þörf fyrir það,“
sagði Kristján.
Iþrótta- og ólymp-
íusamband fslands
Ahugi á
skrif-
stofu á
Akureyri
ÍÞRÓTTA- og ólympíusam-
band Islands hefur sent bæj-
aryfirvöldum á Akureyri er-
indi þar sem lýst er áhuga
sambandsins á að gera tilraun
með að halda úti skrifstofu á
Akureyri. Það yrði gert til að
efla tengsl við landsbyggðina
og félögin úti á landi. Jafn-
framt óskar sambandið eftir
viðræðum við bæjaryfirvöld
um málið.
Á fundi bæjarráðs var
áhuga Iþrótta- og ólympíu-
sambandsins á að starfa á
Akureyri fagnað og var bæj-
arstjóra falið að eiga viðræður
við fulltrúa þess.
Morgunblaðið/Kristján
TRYGGVI Gunnarsson frá Ora, Magnús Sigurólason, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar KA og Þor-
valdur Hiimarsson, frá Toppmenn og spor, en fulltrúi Jóns spretts átti ekki heimangengt, þegar sparibauk-
arnir voru afhentir.
Unglingaráð knattspyrnudeildar KA
Safnað í
sparibauka
Söfnuðu
dósum
FRÆNKURNAR Andrea Karls-
dóttir og Halla Tulinius og vinur
þeirra Brynjar Jónasson tóku
sig til einn daginn og söfnuðu
dósum í hverfinu sínu, aðallega í
Dalsgerði. Andvirðið, 1.750
krónur, fóru þau með og gáfu
Rauða krossinum. Á myndinni
eru þær Andrea og Halla, en
Brynjar vantar.
FJÖGUR fyrirtæki, Ora, Límmiðar
Norðurlands, Toppmenn og sport
og Jón sprettur, hafa afhent ung-
lingaráði knattspyrnudeildar KA
500 niðursuðudósir sem útbúnar
hafa verið sem sparibaukar.
Magnús Sigurólason, formaður
unglingaráðsins, sagði að ætlunin
Kvikmyndaklúbburinn
sýnir Tímaþjófinn
KVIKMYNDAKLÚBBUR Akur-
eyrar sýnir nú um helgina frönsku
kvikmyndina Tímaþjófinn, sem
byggð er á samnefndri bók Stein-
unnar Sigurðardóttur. Myndin fjall-
ar um þrjár ungar konur sem búa á
prestssetri við sjóinn, systurnar
Óldu og Olgu og Siggu dóttur Olgu.
Olga er ábyrgðarfull, einræn og
heimakær en Alda lifir lífínu frjáls-
lega og gefur sig karlmönnum of oft
og auðveldlega á vald án þess að
bindast þeim tilfinningalega.
Leikstjóri er Yves Angelo, en með
aðalhlutverk í myndinni fara tvær
franskar stórstjörnur, Emmanuelle
Béart og Sandrine Bonnarie.
Myndin verður sýnd í Borgarbíói
á sunnudag, 21. febrúar kl. 17 og á
mánudag, 22. febrúar kl. 19. Miða-
verð er 550 krónur, en 450 fyrir
skólafólk og ellilífeyrisþega.
væri að þeir krakkar sem æfa
knattspymu með félaginu færu með
baukana heim þar sem safnað yrði í
þá, en einnig gætu þau aflað fjár í
þá með öðrum hætti, t.d. með því að
fara í fyrirtæki. Hver svo sem vill
leggja málefninu lið getur óskað eft-
ir að fá svona bauka.
Hver flokkur safnar fyrir sig og sú
upphæð sem þannig skilar sér inn
mun verða notuð til að lækka ferða-
kostnað viðkomandi flokka. „Þetta
er ný fjáröflunarleið og krakkamir
njóta alls þess sem þeir safna sem
við vonum að virki hvetjandi, for-
eldrar og skyldmenni sem hugsan-
lega setja smáaura í baukinn vita
hvert þeir renna,“ sagði Magnús.
KA-sjampó
Á næstunni er ætlunin að hefja
sölu á sérstöku KA-sjampói og gefst
fyrirtækjum og félögum kostur á að
kaupa auglýsingu á brúsunum. Það
fé sem þannig safnast fer einnig til
að byggjaimglingastarfið upp.
Símon
sýnirmál-
verk í
Deiglunni
SÍMON Hólm Reynisson
opnar málverkasýningu í
Deiglunni í Kaupvangsstræti
á morgun,
laugardag-
inn 20. febr-
úar kl. 14.
Símon er
fæddur á
Eskifirði en
býr nú á
Sambýlinu
við Þrastar-
lund 3 á
Akureyri. Þetta er fyrsta sýn-
ing Símonar. Þau málverk
sem hann sýnir eru flest unn-
in á líðandi vetri, ýmist undir
handleiðslu Jónasar Viðars
myndlistarmanns eða í
Hvammshlíðarskóla.
Sýning Símonar er opin um
helgina, laugardag og sunnu-
dag, frá kl. 14 til 18. Óll verk-
in eru til sölu og eru allir vel-
komnir.
Skátar
Fjölskyldu-
dagur og
póstaleikur
FJÖLSKYLDUDAGUR
verður í Valhöll, útileguskála
Skátafélagsins Klakks á
Akureyri, á sunnudag, 21.
febrúar, frá kl. 14 til 17.
Hann hefst með útileikjum
og sleðakeppni, boðið verður
upp á kakó og kex og degin-
um lýkur með skátasöngvum.
Eru skátar og foreldrar
þeirra hvattir til að mæta í
Valhöll.
Á laugardag, 20. febrúar,
verður á vegum Skátasam-
bands Norðurlands haldinn
póstaleikur fyrir skáta. Leik-
urinn verður í Kjarnaskógi og
hafa um 300 skátar af Norð-
urlandi boðað þátttöku sína.
Stjórnandi þessa verkefnis er-
Fannar Ásgeirsson.
Kirkjustarf
KIRKJUSKÓLI í Svalbarðs-
kirkju kl. 11 á laugardag, 20.
febrúar. Kyrrðar- og bæna-
stund kl. 21 á sunnudags-
kvöld. Guðsþjónusta kl. 14 á
sunnudag í Laufáskirkju.
Ræðuefni: Erum við andlega
blönk? Sérstaklega talað til
barnanna. Fermingarfræðsla
á prestssetrinu kl. 11 á
sunnudag. Kirkjuskóli í
Grenivíkurkirkju á laugardag
kl. 13.30. Guðsþjónusta í
Grenilundi kl. 16 á sunnudag.
Lionsmenn
selja blóm
FÉLAGAR í Lionsklúbbnum
Vitaðsgjafa munu um kom-
andi helgi ganga í hús í Eyja-
fjarðarsveit og á Svalbarðs-
strönd og selja blómvendi í
tilefni konudags, sem er á
sunnudag. Ágóði af blómasöl-
unni mun renna til styrktar-
verkefna klúbbsins.