Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Tillaga í bæjarráði Akureyrar um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafírði Yilji til sameiningar í eitt sveitarfélag kannaður KRISTJAN Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, lagði á fundi bæj- arráðs í gær fram tillögu varðandi sameiningu sveitarfélaga. Samþykkt var á fundi bæjarráðs að leggja tii við bæjarstjóm Akureyrar að hún samþykkti tillögu um að óska eftir viðræðum við sveitarstjómir á Eyja- fjarðarsvæðinu um sameiningu í eitt sveitatfólag og að bæjarstjóm færi þess á leit við aðrar sveitarstjómir á svæðinu að þær skipi fulltrúa sína til viðræðna svo hægt væri að ganga úr skugga um vilja sveitarfélaganna til sameiningar. Kristján Þór sagði að með tillög- unni hæfist að nýju umræða um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð og að sínu mati væri full ástæða til þess að láta reyna á vilja sveitarstjórnannanna í þessum efn- um nú. „Við viljum kanna viija for- svarsmanna sveitarfélaganna til þess að öll sveitarfélög í firðinum sameinist í eitt,“ sagði Rristján. Tillagan verður tekin til umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar, fyrsta þriðjudag í mars, og taldi bæjar- stjóri líklegt að hún yrði samþykkt, enda hefðu fulltrúar á fundi bæjar- ráðs í gær verið mjög einhuga um að koma viðræðum um sameiningu af stað á ný. Eftir að tillagan hefur verið samþykkt í bæjarstjórn Akur- eyrar verður óskað eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélaganna í Eyja- firði. „A þeim fundi kemur væntan- lega í ljós hvaða viðtökur tillagan fær, verði þær jákvæðar munum við koma málinu í ákveðinn farveg og vinna það áfram,“ sagði Kristján. Sameining sveitarfélaga í Eyja- firði á góðan hljómgrunn meðal bæjarfuiltrúa á Akureyri, en Krist- ján sagði ljóst að skoðanir yrðu skiptar meðal sveitai-stjórnar- manna, þær myndu eflaust sveiflast frá því að menn vildu ekki heyra á málið minnst og til þess að fólk hefði helst kosið að sameiningin hefði orðið að raunveruleika fyi'ir löngu síðan. Þurfum að ryðja þröskuldum úr vegi í Eyjafirði eru nú 12 sveitarfélög. Ólafsförður, Daivíkurbyggð, Arnar- neshreppur, Skriðuhreppur, Öxn- dælahreppur, Glæsibæjarhreppur, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Sval- barðsstrandahreppur, Grýtubakka- hreppur, Hrísey og Grímsey og þá hefur Hálsahreppur gjarnan fylgt Eyjafirði. Kristján sagði heldur ekkert því til fyrirstöðu að Siglfirð- ingar tækju þátt í þessum viðræð- um. „Ég held því fram að sveitarfé- iög geti starfað yfir mjög stórt landssvæði og þannig sé ég því ekk- ert til fyrirstöðu að Siglufjörður komi með í þessar viðræður óski þeir eftir því,“ sagði bæjarstjóri. Hann sagði sveitarfélagamörkin ákveðinn þröskuld í vegi fyrir því að hægt væri að taka sterkar á ýmsum sameiginlegum hagsmunamálum. „Það yrði mjög gott ef við gætum rutt þessum þröskuldum úr vegi og við höfum fulla þörf fyrir það,“ sagði Kristján. Iþrótta- og ólymp- íusamband fslands Ahugi á skrif- stofu á Akureyri ÍÞRÓTTA- og ólympíusam- band Islands hefur sent bæj- aryfirvöldum á Akureyri er- indi þar sem lýst er áhuga sambandsins á að gera tilraun með að halda úti skrifstofu á Akureyri. Það yrði gert til að efla tengsl við landsbyggðina og félögin úti á landi. Jafn- framt óskar sambandið eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um málið. Á fundi bæjarráðs var áhuga Iþrótta- og ólympíu- sambandsins á að starfa á Akureyri fagnað og var bæj- arstjóra falið að eiga viðræður við fulltrúa þess. Morgunblaðið/Kristján TRYGGVI Gunnarsson frá Ora, Magnús Sigurólason, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar KA og Þor- valdur Hiimarsson, frá Toppmenn og spor, en fulltrúi Jóns spretts átti ekki heimangengt, þegar sparibauk- arnir voru afhentir. Unglingaráð knattspyrnudeildar KA Safnað í sparibauka Söfnuðu dósum FRÆNKURNAR Andrea Karls- dóttir og Halla Tulinius og vinur þeirra Brynjar Jónasson tóku sig til einn daginn og söfnuðu dósum í hverfinu sínu, aðallega í Dalsgerði. Andvirðið, 1.750 krónur, fóru þau með og gáfu Rauða krossinum. Á myndinni eru þær Andrea og Halla, en Brynjar vantar. FJÖGUR fyrirtæki, Ora, Límmiðar Norðurlands, Toppmenn og sport og Jón sprettur, hafa afhent ung- lingaráði knattspyrnudeildar KA 500 niðursuðudósir sem útbúnar hafa verið sem sparibaukar. Magnús Sigurólason, formaður unglingaráðsins, sagði að ætlunin Kvikmyndaklúbburinn sýnir Tímaþjófinn KVIKMYNDAKLÚBBUR Akur- eyrar sýnir nú um helgina frönsku kvikmyndina Tímaþjófinn, sem byggð er á samnefndri bók Stein- unnar Sigurðardóttur. Myndin fjall- ar um þrjár ungar konur sem búa á prestssetri við sjóinn, systurnar Óldu og Olgu og Siggu dóttur Olgu. Olga er ábyrgðarfull, einræn og heimakær en Alda lifir lífínu frjáls- lega og gefur sig karlmönnum of oft og auðveldlega á vald án þess að bindast þeim tilfinningalega. Leikstjóri er Yves Angelo, en með aðalhlutverk í myndinni fara tvær franskar stórstjörnur, Emmanuelle Béart og Sandrine Bonnarie. Myndin verður sýnd í Borgarbíói á sunnudag, 21. febrúar kl. 17 og á mánudag, 22. febrúar kl. 19. Miða- verð er 550 krónur, en 450 fyrir skólafólk og ellilífeyrisþega. væri að þeir krakkar sem æfa knattspymu með félaginu færu með baukana heim þar sem safnað yrði í þá, en einnig gætu þau aflað fjár í þá með öðrum hætti, t.d. með því að fara í fyrirtæki. Hver svo sem vill leggja málefninu lið getur óskað eft- ir að fá svona bauka. Hver flokkur safnar fyrir sig og sú upphæð sem þannig skilar sér inn mun verða notuð til að lækka ferða- kostnað viðkomandi flokka. „Þetta er ný fjáröflunarleið og krakkamir njóta alls þess sem þeir safna sem við vonum að virki hvetjandi, for- eldrar og skyldmenni sem hugsan- lega setja smáaura í baukinn vita hvert þeir renna,“ sagði Magnús. KA-sjampó Á næstunni er ætlunin að hefja sölu á sérstöku KA-sjampói og gefst fyrirtækjum og félögum kostur á að kaupa auglýsingu á brúsunum. Það fé sem þannig safnast fer einnig til að byggjaimglingastarfið upp. Símon sýnirmál- verk í Deiglunni SÍMON Hólm Reynisson opnar málverkasýningu í Deiglunni í Kaupvangsstræti á morgun, laugardag- inn 20. febr- úar kl. 14. Símon er fæddur á Eskifirði en býr nú á Sambýlinu við Þrastar- lund 3 á Akureyri. Þetta er fyrsta sýn- ing Símonar. Þau málverk sem hann sýnir eru flest unn- in á líðandi vetri, ýmist undir handleiðslu Jónasar Viðars myndlistarmanns eða í Hvammshlíðarskóla. Sýning Símonar er opin um helgina, laugardag og sunnu- dag, frá kl. 14 til 18. Óll verk- in eru til sölu og eru allir vel- komnir. Skátar Fjölskyldu- dagur og póstaleikur FJÖLSKYLDUDAGUR verður í Valhöll, útileguskála Skátafélagsins Klakks á Akureyri, á sunnudag, 21. febrúar, frá kl. 14 til 17. Hann hefst með útileikjum og sleðakeppni, boðið verður upp á kakó og kex og degin- um lýkur með skátasöngvum. Eru skátar og foreldrar þeirra hvattir til að mæta í Valhöll. Á laugardag, 20. febrúar, verður á vegum Skátasam- bands Norðurlands haldinn póstaleikur fyrir skáta. Leik- urinn verður í Kjarnaskógi og hafa um 300 skátar af Norð- urlandi boðað þátttöku sína. Stjórnandi þessa verkefnis er- Fannar Ásgeirsson. Kirkjustarf KIRKJUSKÓLI í Svalbarðs- kirkju kl. 11 á laugardag, 20. febrúar. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 21 á sunnudags- kvöld. Guðsþjónusta kl. 14 á sunnudag í Laufáskirkju. Ræðuefni: Erum við andlega blönk? Sérstaklega talað til barnanna. Fermingarfræðsla á prestssetrinu kl. 11 á sunnudag. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju á laugardag kl. 13.30. Guðsþjónusta í Grenilundi kl. 16 á sunnudag. Lionsmenn selja blóm FÉLAGAR í Lionsklúbbnum Vitaðsgjafa munu um kom- andi helgi ganga í hús í Eyja- fjarðarsveit og á Svalbarðs- strönd og selja blómvendi í tilefni konudags, sem er á sunnudag. Ágóði af blómasöl- unni mun renna til styrktar- verkefna klúbbsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.