Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 17 LANDIÐ Gamla Ljósavatns- kirkja að ljúka núver- andi hlutverki sínu Laxamýri - Ný kirkja verður tekin í notkun að bænum Ljdsavatni á næsta ári í tilefni af því að eitt þúsund ár eru liðin frá kristnitöku á Islandi. Þegar hef- ur verið gerður grunnur að nýju kirkjunni og verður framkvæmdum fram haldið í sumar. Gamla kirkjan, sem þar stendur nú, lýkur því hlutverki si'nu á staðnum, en hugmyndir hafa komið fram um að flytja hana eitthvert annað. Kirkja þessi var tekin í notkun í byrjun árs 1893 og er byggð af bóndan- um Birni Jóhanns- syni og aðstoðar- smiðum hans. Björn var annálaður fyrir listfengi sitt sem tré- smiður, en engar teikningar hafa fundist af kirkjunni og er talið að reynsla og færni hafi mestu ráðið um útlit hennar. Hún var sjálfstæð smíð í þeim skilningi að hún fylgdi ekki hefð- um 19. aldar í byggingu timbur- kirkna og er klæðning hennar lá- rétt og fylgdi það hefðum frá Noregi og Svíþjóð. Ekki var lokið við kirkjuna frá upphaflegum hugmyndum og risu forkirkja og turn aldrei. Krossinn var settur á hana 19 ár- um eftir vígslu hennar og það sem einkennir hana eru háir veggir. A Ljósavatni mun hafa verið bændakirkja í um 900 ár, en það var árið 1914 sem hún er afhent söfnuði til eignar og umsjár. I tíu ár þar á undan var í henni skóli og var kirkjuloftið svefnstaður ALTARISTAFLAN af Kristi á tali við kanversku konuna. skólapilta sem þótti heldur köld vistarvera. Merkilegir munir í kirkjunni Ljósavatnskirkju hafa verið færðar margar góðar gjafír. Alt- aristaflan er af Kristi á tali við kanversku konuna, merkt ártal- inu 1918 og er verk Kristians Bangs (f. 1868), gjöf hjónanna Önnu Jónsdóttur og Stefáns Jónssonar á Eyjadalsá árið 1927 til minningar um dætur sínar. I kirkjunni eru tvær klukkur, önnur með ártalinu 1810 og hin ómerkt og eldri að því er virðist. Inni í kór kirkjunnar er svo rúnasteinn sem talinn var bauta- steinn Þorgeirs Ljósvetninga- goða en er sennilega legsteinn frá 15-öld. Morgunblaðið/Atli Vigfússon GAMLA kirkjan á Ljósavatni. nilar plzzur ð aðeina 899 Hr. Við bjóðum nú allar pizzur á 899 kr. Skiptir þá engu hversu stór pizzan er, hvort áleggstegundirnar eru I eða 10, hvort þú sækir uppáhaldspizzuna þína eða snæðir hana einfaldlega í góðu yfirlæti hjá okkur á Austurströnd eða í Hlíðarsmáranum. Athugið beinan síma á Austurströnd: 561 0070 Kynntu þér hin frábæru heimsendingartilboð okkarl 554 ..fín sending! 6600 Hlíðarsmára 8 — Kópavogi Austurströnd 8 - Setjarnarnesi Ofnasmiðja Reykjavíkur Vagnhöfðal 1 112 Reykjavik Hágæða heitavatnsofnar frá Danmörku. PBRUGMAN HANDKLÆÐAOFNAR Steypusögun.kjarnaborun, múrbrot, smágröfur. (jfc) w THOR Leitið tilboða. ,|li(l S:577-5177 Fax:577-5178 HTTPV/WWW.SIMNET.IS/THOR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.