Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Karl Uwe Beckmeyer, ráðherra viðskipta, hafnarmála og samgangna í borgrikinu Bremen MEÐAL muna, sem fyrirhugað er að setja upp á sýningu um samskipti Islands og Norður-Þýskalands, er afsteypa af höfði súlu úr dómkirkj- unni í Bremen þar sem sjást Miðgarðsormur og Fenrisúlfur. ALTARI dómkirkju Péturs postula í Bremen, sem var miðstöð trúboðs um Norður-Evrópu. Kirkjan var reist á 11. öld. Sýning árið 2000 sýni tengsl Islands og N-Þýskalands í Bremen eru uppi áætlanir um að efna til sýningar á Islandi í tilefni af afmæli kristnitöku og landafunda á næsta ári og er Karl Uwe Beckmeyer, ráðherra hafnar- mála og viðskipta þar í borg, helsti hvata- --------------7-------------------------- maður þess. I samtali við Karl Blöndal lýsti hann fyrirætlunum sínum og gagn- rýndi viðskiptahindranir, sem íslensk stjórnvöld settu sjómönnum þegar þeir seldu ferskan físk erlendis. AÐ fer ekki á milli mála að Karl Uwe Beckmeyer, þingmað- ur og ráðherra við- skipta, hafnarmála og samgangna í þýska sambandsrík- inu Bremen, er stjórnmálamaður fram í fíngurgóma. Bremerhaven er hans heimavöllur. Á veitinga- staðnum á Hótel Naber í miðri hafnarborginni virðist hann þekkja hvern mann, heilsár, skiptist á nokkrum orðum, spyr hvemig fermingin hafi gengið eða óskar til hamingju með brúðkaupsafmælið. Hann hefur verið í pólitík í aldar- fjórðung og í Bremerhaven virðist ekkert gerast án þess að hann viti af því - án þess að hann reyni að hafa áhrif á það. ísland er eitt af áhugamálum Beckmeyers og ráða þar ekki að- eins viðskiptahagsmunimir, sem fólgnir em í innflutningi á fiski til Þýskalands. Hann hefur gegnt for- ustu í Þýsk-íslenska félaginu í Bremerhaven frá upphafi og nú hyggst hann beita sér fyrir því að á næsta ári verði haldin sýning á ís- landi um tengsl íslands og Norður- Þýskalands. Tengslin mikil ,Á íslandi verður á næsta ári haldið upp á að þúsund ár verða lið- in frá kristnitökunni og frá fundi Ameríku auk rúmlega þúsund ára lýðræðishefðar,“ sagði Beckmeyer, sem síðast var á íslandi í júní 1998. „Þjóðverjar vildu gjaman leggja eitthvað af mörkum og einnig borg- ríkið Bremen. En spurningin var hvað það ætti að vera. Hér er um að ræða þrjú svið og á einu þeirra em tengslin mikil, því kristilega. Bremen var á sínum tíma biskups- setur og miðstöð trúboðs í norðri. Sýna má fram á það að íslenskir biskupar fengu vígslu í Bremen og gæti það orðið hluti sýningar." Hann nefndi ýmsa muni, sem kæmu til greina; líkan af dómkirkj- unni í Bremen og afsteypu af höfði súlna, sem em inni í henni. Bremen varð biskupsdæmi árið 787, þaðan var stundað trúboð á norðurslóðum. Dómkirkjan er kennd við Pétur postula og var hún reist á 11. öld. ,Á einni hlið súlu- höfuðsins er tilvísun í norræna goðafræði, Fenrísúlfur og Mið- garðsormur," sagði hann. „Á annarri hlið em sömu tákn með kristilegu ívafi þannig að þarna kallast á hið norræna og kristin- dómurinn." Andleg höfuðborg Islands Hann sagði að einnig væri um að ræða muni, sem lagðir hefðu verið í gröf erkibiskupsins í Bremen snemma á 11. öld. Hann sagði að Matthías Johann- essen hefði haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að Bremen hefði á þeim tíma verið andleg höfuðborg ís- lands. „Við vonumst til að geta haft á sýningunni gögn, sem sýna fram á þetta. Það gætu orðið afrit af þýskum handritum, helst frá Bremen.“ Hann kvaðst hafa verið að lesa kirkjusögu Aðalberts frá Brimum, sem á 11. öld veitti Isleifi Gissurar- syni vígslu. „Þetta er ein af fyrstu sagnfræðilegu heimildunum frá þessum tíma og er rakin saga átt- undu, níundu og tíundu aldar auk þeirrar elleftu,“ sagði hann. „Þar er Island nefnt og sagt hversu langan tíma taki að fara þangað frá Englandi - níu daga - auk þess sem Aðalbert hafi ætlað til Islands, en ekki komist.“ Hann sagði að minna mál væri að sýna fram á tengsl íslands og Norður-Þýskalands á viðskipta- sviðinu og það gæti orðið annað viðfangsefni sýningarinnar. „Á 16. öld voru mikil samskipti milli þýsku verslunarborganna, þar á meðal Bremen, og litlu íslensku hafnarbæjanna," sagði hann. „Til er mikið efni um það, skjöl og skrár kaupmanna um með hvað var verslað. Einnig eigum við ýmislegt um kaupmennskuna." Hann sagði að tengslin vegna sjávarútvegs á þessari öld og síð- ustu gætu orðið þriðja viðfangsefn- ið. „Þar þurfa þorskastríðin ekki að vera aðalatriðið,“ sagði Beck- meyer. „Þýsk skip veiddu við Is- land og Islendingar hafa keypt skip héðan. Þýskir sjómenn lentu oft í sjávarháska og misstu skip sín. Oft og tíðum komust skip- brotsmenn í land og þurftu að brjóta sér leið til Reykjavíkur.“ Beckmeyer kvaðst þegar vera farinn að funda með þeim aðilum, sem gætu útvegað muni á sýning- una - stjómendum dómkirkjusafns- ins, þjóðminjasafnsins, bókasafns Bremen, og sjóminjasafnsins og þeir hefðu mikinn áhuga á málinu. Oleyst væri hins vegar hvar halda ætti sýn- inguna: „Þjóðarbókhlaðan í Reykja- vík væri tilvalin," sagði hann. „Mun- imir myndu njóta sín vel þar.“ KARL Uwe Beckmeyer, ráð- herra viðskipta, hafnarmála og samgangna í Bremen. Hann sagði að einnig væra komnar nokkrar hugmyndir um það hvernig ætti að fjármagna sýn- inguna. Þýsk-íslenska félagið í Bremen væri tilbúið að leggja fram fé og kvaðst hann vonast til að fé- lagar sínir á þinginu í Bremen myndu taka vel í þessar fyrirætlan- ir. Þá hefði hann einnig hug á að fá þýska utanríkisráðuneytið til að leggja sitt af mörkum. „Við eigum eftir að ná saman það mörgum munum og gögnum að hægt verður með sannfærandi hætti að sýna fram á sameiginleg tengsl í þúsund ár,“ sagði hann. Lítið félag en öflugt í Þýsk-íslenska vinafélaginu em um 60 félagar. „Þetta er lítið en öfl- ugt félag,“ sagði Beckmeyer. „Fé- lagið hefur verið starfrækt í um 15 ár og nær til Bremerhaven, Bremen og nágrennis. Fundir þess em haldnir í Bremerhaven." Félagið hefur stutt við bakið á ýmsum verkefnum, þar á meðal út- gáfu á sýnishornum íslenskra skáldverka og upplestram á Is- landi og í Þýskalandi. Þá lagði fé- lagið fram fé til endurprentunar bókarinnar „Býr íslendingur hér“ í þýskri þýðingu, en sú bók lýsir dvöl Leifs Mullers í Buchenwald- fangabúðunum. Þá styrkti félagið einnig sýningu á læknatækjum og tólum, sem sett var upp bæði í Reykjavík og á Akureyri. „Þetta er sem sagt mjög at- kvæðamikið félag,“ sagði hann. „Þýsk-íslenska félagið í Köln er reyndar mun eldra en okkar félag hefur mikil umsvif." Viðskipti við Island lífsnauðsynleg fyrir fískvinnsl- una í Bremerhaven Beckmeyer hefur verið formaður félagsins frá upphafi og er stofnfé- lagi. „Áhugann á Islandi má rekja til viðskiptanna milli Bremerhaven og Islands. Það er augljóst. Þessi viðskipti eru lífsnauðsyn fyrir fisk- vinnslu hér og tengslin em náin við marga Islendinga. Eg get tildæm- is nefnt Halldór Ásgrímsson, sem við héldum mikla veislu í uppboðs- skálanum er hann kom hingað í hlutverki sjávarútvegsráðherra. Þessar móttökur komu honum mjög á óvart," bætti Beckmeyer hlæjandi við. „En við höfum einnig haft gott samband við íslenska skipstjóra og útgerðarmenn. Þeir hafa einnig verið ánægðir með markaðinn hér vegna þess að verðið hér hefur alltaf verið aðeins hærra. Það hef- ur verið ferðarinnar virði að koma með aflann til Bremerhaven." Hann sagði hins vegar að við- skiptin liðu um þessar mundir fyrir augljósa viðskiptahindmn af Is- lands hálfu: „Ég gagnrýni það að þeim útgerðum, sem senda fisk til Bremerhaven, er refsað með því að kvóti þeirra skerðist um 15%. Það gengur eiginlega ekki þegar við- komandi er aðili að Evrópska efna- hagssvæðinu. Þá má ekki grípa til slíkra refsiaðgerða." Hann sagði að þetta hefði ekkert að gera með sjálfa vömna, sem væri framúrskarandi, en stefna þessi væri ósanngjöm. Bætti hann við að á íslandi væra störf ekki í hættu. „Þetta sagði ég við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra. Þetta er ein af þessum reglugerð- um þar sem maður segir: „Svona gerir maður ekki.“ Ég get haft skilning á því að íslendingar vilji njóta allra kosta Evrópska efna- hagssvæðisins, en ekki binda sig að öðm leyti. En efnahagslífið verður að ráða ferðinni, ekki tilskipanir löggjafans og refsiaðgerðir. Ég veit ekki hvort Landssamband ís- lenskra útvegsmanna styður þetta, en útgerðai'menn og skipstjórar, sem þekkja til, em bæði leiðir og reiðir yfir þessu.“ Hagur í að leggja rækt við markaðinn Minna af fiski er nú landað í Bremerhaven en áður og hefur dregið úr ár frá ári þar til nú að stendur í stað. „Auðvitað hefur þetta minnkað," sagði Beckmeyer. „En markaður- inn er til staðai- og fyrir tilstilli hins íslenska tölvukerfis er hann tengd- ur víða um lönd, sem er góð blanda. Og eitt hlýt ég að undir- strika: meira að segja Islendingar hljóta að sjá hag sinn í því að þýski fiskmarkaðurinn með 80 milljón neytendum haldist óskertur. Til að halda því verður að sjá fyrir fiski jafnt og þétt. Annars er hætt við að suður-þýska húsmóðirin segi ein- faldlega við sjálfa sig þegar hún getur ekki fengið fisk að þá verði hún að leita annað. Ferski fískur- inn, sem er seldur á markaðnum hér í Bremerhaven, verður að ber- ast jafnt og þétt. Þetta er nauðsyn- legt sjávarútvegi í heild sinni og Is- land er hluti af þeirri heild. 15% reglan hjálpar ekki í þessu tilliti og er öllu heldur refsing fyrir að leggja rækt við markaðinn vegna þess að skipstjórinn hlýtur að hugsa sig um tvisvar hvort það er skerðingarinnar virði að sigla á stað eins og Bremerhaven.“ Gegndi öðru máli ef atvinnuleysi væri mikið á Islandi í Þýskalandi er viðvarandi at- vinnuleysi um 10% og Beckmeyer er þeirrar hyggju að íslendingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.