Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sæplast hf. var rekið með 55 milljóna króna hagnaði árið 1998 Heildarveltan jókst um 28% milli ára Úr reikningum á Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur 532 412 +29% Rekstrargjöld 464 431 +8% Rekstrarhagnaður f. fjármagnsliði 68 -19 - Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 19 11 +73% Eignaskattur 3 2 +50% Hagnaður af reglul. starfsemi 46 -31 Söluhagnaður eigna 9 0 . Hagnaður ársins 55 -31 - Efnahagsreikningur 3i.des.: 1998 1997 Breyting I Eignir: \ Milljónir króna Fastafjármunir 398 436 -9% Veltufjármunir 273 194 +41% Eignir samtals 671 630 +6% | Skuldlr og eigið fé: \ Eigið fé 354 311 +14% Langtímaskuldir 233 161 +45% Skammtímaskuldir 83 158 -48% Skuldir og eigið fé samtals 671 630 +6% Sjóðstreymi og kennitölur 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 86 15 +473% Veltufjárhlutfall 3,27 1,23 Eiginf járhlutfail 53% 49% SÆPLAST hf. á Dalvík ver rekið með 55 milljóna króna hagnaði á árinu 1998, en árið áður var tap af rekstri félagsins 31 milljón krónur. Aðeins einu sinni áður hefur hagn- aður af rekstri Sæplasts hf. verið meiri, en það var árið 1990. Heild- arvelta félagsins var 532 milljónir króna og jókst því um 120 miOjónir króna á milli ára, eða um 28%. Snemma á síðasta ári var gripið til róttækrar endurskipulagningar og aðhaldsaðgerða í rekstri Sæplasts, sem m.a. fólust í fækkun starfsfólks, sölu eigna og auknu að- haldi. Þá var söluaukning mikil seinni hluta ársins, bæði innan- lands og utan. Framleiðslukostnaður lækkar um 6% á milli ára sem hlutfall af tekjum. Sölu- og stjómunarkostn- aður var nánast óbreyttur frá fyrra ári, eða 116 milljónir króna. Fram- lag tO afskriftareiknings viðskipta- manna var um 2 milljónir króna, sem er um 7 miOjónum króna lægi'i fjárhæð en árið áður. Afskriftir vom 35 milljónir króna, sem er svipað og árið áður. Fjármagns- gjöld voru 19 miOjónir króna og hækkuðu um 9 miOjónir króna miOi ára. Veltufé frá rekstri var 86 miOj- ónir króna en var 15 milljónir króna á árinu 1997. Eignir Sæplasts voru 671 millj- ón króna um síðustu áramót og þar af vom fastafjármunir 398 milljónir króna og lækkuðu þeir um 38 miOjónir á árinu 1998, en röradeild og húseign var seld og nam söluhagnaður þeirra eigna 8,8 milljónum króna. Skuldir um síðustu áramót voru 317 milljónir króna og höfðu lækkað um 2 miOj- ónir króna á árinu 1998. Eigið fé félagsins var 354 milljónir ki'óna og hefur hækkað um 44 miOjónir króna á árinu. Heildarhlutafé fé- lagsins var 99 milljónir króna í árslok, en félagið á eigin hlutabréf að nafnverði 3 milljónir króna og vora 1,7 miOjónir króna keyptar á árinu 1998. Eiginfjárhlutfall var 53% um áramótin en 49% árið áð- ur. Arðsemi eiginfjár á síðasta ári var um 17%. Stjórn félagsins mun gera tiOögu um 12% arðgreiðslu til hluthafa á aðalfundi. Gengi hlutabréfa félags- ins hækkaði um 25% á árinu 1998. Starfsfólkið staðið einhuga að baki stjórn félagsins Valdimar Snorrason stjórnarfor- maður Sæplasts sagði í samtali við Morgunblaðið að aðstandendur fé- lagsins væra mjög sáttir við út- komuna á síðasta ári en hins vegar gerðu þeir sér fuOa grein fyrir því að halda þyrfti vel á spöðunum eft- irleiðis. „Það er mikil uppsveifla í sölu- tekjum, eða 28% miOi ára, og að okkar mati stafar það af nokkram samverkandi þáttum. Þær skipu- lagsbreytingar sem við gerðum í félaginu leiddu til þess að rneiri þungi var settur í sölustarfíð, og síðan kom mjög stór innlendur aðih hér inn á síðasta ári, en það er Ut- gerðarfélag Akureyringa, sem við áttum ekki von á þegar við gerðum áætlanir okkar. Þá sýnist mér líka að markaðurinn hafi meiri og betri trú á okkur, og verð hefur þokast örlítið upp. Þetta teljum við vera megin skýringarnar á þessu,“ sagði Valdimar. Hann sagðist telja framtíð fé- lagsins ágætlega bjarta og búist væri við þokkalega góðri afkomu áfram. Hins vegar væri gert ráð fyrir að rekstrartekjur myndu minnka á þessu ári með hliðsjón af því að röradeild fyrirtæksins hefði verið seld og ekki væri reiknað með jafn stóram aðila inn hér inn- anlands eins og var á síðasta ári. „Það er lækkun á öllum rekstr- ariiðum okkar eins og sést í drög- um að ársreikningnum fyrir árið 1998, en maður getur ekki fuOyrt að svo verði áfram þar sem við telj- um að við séum komnir á þokka- lega beina braut í rekstrinum. St- arfsfólk okkar hefur staðið mjög þétt saman um þær aðgerðir sem gerðar hafa verið í fyrirtækinu og staðið einhuga að baki stjórn og ég vona að hluthafarnir geri það Oka,“ sagði Valdimar. Verð bréfa Sæplasts of hátt I gi'einingu Kaupþings hf. á nið- urstöðum ársuppgjörs Sæplasts kemur fram að gengi bréfa félags- ins hafi verið á bilinu 5,85-5,93 að undanförnu. I sjóðsstreymislíkani sem Kaupþing gerði af rekstri Sæplasts er gert ráð fyrir 15% ávöxtunarkröfu á eigið fé og 20% framlegð fyrir afskriftir. Gert er ráð fyrir 10% vexti rekstrartekna árið 1999 og 6% vexti rekstrar- tekna árin 2000-2003, en eftir það er gert ráð fyrir 3% árlegum vexti. Fræðilegt gengi miðað við þessar forsendur segir Kaupþing vera 5,0. Fram kemur í greiningunni að ávöxtunarkrafa til félaga sem skráð era á aðalOsta Verðbréfa- þings og mikil viðskipti eru með sé 13-14%, en ástæða hærri kröfu á eigið fé Sæplasts en þessara félaga sé sú að seljanleiki bréfa í Sæplasti sé minni en þeirra og því eðOlegt að gerð sé hærri krafa til bréfa Sæplasts. „Þrátt fyrii' góða afkomu og við- snúning í rekstri er það mat Kaup- þings að verð bréfa Sæplasts sé of hátt. Kaupþing ráðleggur því fjár- festum að selja bréf sín í Sæplasti ef litið er til skemmri tíma. Góð af- koma félagsins nú gefur vonh' um að félagið sé að rétta úr kútnum eftir nokkra lægð og ráðleggur Kaupþing fjárfestum að halda bréfum sínum í Sæplasti til lengri tíma, þar sem vissulega era fram- tíðarmöguleikar í rekstri félags- ins,“ segir í gi’einingu Kaupþings. s Ahrif efnahagsþrengínga í Asíu og S-Ameríku á íslenskt efnahagslíf Aukið vægi vestrænna markaða EFNAHAGSÞRENGINGARNAR í Austur-Asíu og Suður-Ameríku hafa enn sem komið er ekki haft veruleg áhrif á íslenskt efnahags- og at- vinnuOf þar sem mönnum hefur tek- ist að beina afurðum á aðra markaði í auknum mæli. Þó er hætta á að kreppan sem herjar á hina nýju markaði geti haft óbein áhrif hér á landi í framtíðinni ef ástandið versn- ar og kreppueinkenna fer að gæta í vaxandi mæO á Vesturlöndum. Þetta kom fram máli Friðriks Más Bald- urssonar, forstjóra Þjóðhagsstofn- unar, á hádegisverðarfundi sem Landsnefnd alþjóða verslunarráðs- ins stóð fyrir í gær. A síðasthðnum tveimur áram hef- ur útflutningur íslendinga til Asíu, Rússlands og Suður-Ameríku dreg- ist saman um helming ef miðað er við hlutfall af landsframleiðslu, eða úr 3,6% í 1,8%. Friðrik sagði hluta vandans vera fólgin í minnkandi eft- irspurn á umræddum mörkuðum en benti jafnframt á að framboðsþátt- urinn hefði Oka áhrif og vísaði þar til ónógs framboðs af afurðum eins og frystri loðnu þar sem íslensk fyrir- tæki hafa ekki getað annað eftir- spum á umræddum mörkuðum. „Auðvitað Oggur meginvandinn í minnkandi hagvexti og eftirspurn á svæðunum, en því má ekki gleyma að framboðshliðin er líka veigamikið atriði." Friðrik kom inn á lækkandi verð á hrávörumörkuðum undanfarið sem margir telja vera til frambúðar. Hann sagði lækkandi olíuverð eðli- lega hagstæða þróun en á móti kæmi að verð á áli færi lækkandi sem að öðru óbreyttu hefði neikvæð áhrif á beinar erlendar fjárfestingar hér á landi, líkt og þær sem fyrir- tækið Norsk Hydro hefur áformað á Austurlandi. Friðrik sagði engin bein merkjan- leg áhrif af samdrættinum í Asíu hér á landi, því íslenskum fyrirtækjum hefði tekist að auka umsvifin að sama skapi á vestrænum mörkuð- um. Hættan væri þó að Asíuvandinn fari að smita út frá sér inn til okkar stærstu viðskiptalanda í Evrópu og Ameríku sem hefði í för með sér nei- kvæð keðjuverkandi áhrif á íslenskt efnahagsOf. „Slík svarsýnisspá virð- ist þó ekki eiga við mikil rök að styðjast 1 dag þar sem Asíulöndin virðast vera að rétta úr kútnum. Stóra spurningin snýr frekar að framtíðarþróuninni í Suður-Amer- íku og þeim vandamálum sem þar ríkja,“ að sögn Friðriks. Ótryggt ástand í Brasílíu SÍF hefur um nokkurt skeið, haft umsvif í Brasílíu í gegnum fyrir- tækið Nord Mar, sem dótturfyrir- tæki SÍF í Frakklandi, Nord Morae, stofnaði á síðasta ári. Ró- bert Agnarsson, aðstoðarforstjóri SIF, sagði á fundinum í gær að þrátt fyrir efnahagserfiðleika í landinu léki enginn vafi á að Brasil- ía væri framtíðarmarkaður fyrir sölu saltfiskafurða. Hann sagði rekstur Nord Mar hafa gengið sam- kvæmt áætlunum framan af síðasta ári, en á síðari hluta ársins hafi komið fram truflanir. „I fyrsta lagi hefur ríkt mikil ólga í landinu sem gerir reksturinn erfið- ari auk þess sem gengisfelling norsku krónunnar í fyrra styrkti mjög samkeppnisstöðu norskra salt- fiskverkanda inn á þennan markað," að sögn Róberts. „Hremmingarnar voru okkur þó ekki eingöngu óhagstæðar, því áhrifin af gengisfeOingu norsku krónunnar varð þess valdandi að Nord Mar á nú umtalsverðar salt- fiskbirgðir sem ekki vora seldar fyr- ir jóhn, sem er annar aðalstölutími saltfisks í BrasiOu. Nú er hins vegar hægt að taka tillit til falls realsins í janúar sl. við verðlagningu birgð- anna.“ Róbert segir að þrátt fyrir þá erf- iðleika sem upp hafa komið á fyrsta rekstrarári Nord Mar í BrasiOu, horfí menn bjartsýnir til framtíðar. „Möguleikarnir era þarna og Nord Mar með SÍF og dótturfélög sem bakhjarl á að geta dafnað þarna og vaxið, svo fremi sem ekki verði hrun í efnahagsmálum landsins. Menn halda þó í þá trú að alþjóðasamfé- lagið með Bandaríkin í broddi fylk- ingar muni leggja mikið í sölurnar til að forða hruni í Brasilíu og verja þá hagsmuni sem í húfi eru í þessu 8. stærsta hagkerfi heimsins," sagði Róbert. SÝNISHORN af kynningarbæklingi Orange-fyrirtækisins annars veg- ar og kynningarbæklingi Tals hins vegar. Athugasemd frá Fíton AUGLÝSINGASTOFAN Fíton óskaði eftir að fá eftirfarandi at- hugasemd birta í Morgunblaðinu: „Samkeppni Imark um athyghs- verðustu auglýsingu ársins (AAA) er árviss hápunktur í starfsemi aug- lýsingastofa og viðskiptavina þeirra. Það er einnig árviss viðburður að tilnefningunum fylgja gróusögur af ýmsu tagi. Grein Kára Þórs Guð- jónssonar, viðskiptafræðings, í síð- asta tölublaði Viðskiptablaðsins er dæmi um þetta. Rakalaus ski-if Kára dæma sig sjálf en ýmsar rang- færslur hans verður að leiðrétta. Að sögn Kára varpar það skugga á ímark samkeppnina í ár að her- ferð TALs hafi verið tilnefnd til verðlauna. Astæðan: Herferðin sé eftirlíking af herferð breska far- símafyrirtækisins Orange. Það eru stór orð í garð dómnefndarinnar að hún spilh fyrir keppninni með vaO sínu. Hvergi kemur þó fram hvaða herferð Orange átt er við og ekki birt mynd af neinu kynningarefni fyrirtækisins. Þess í stað er birt mynd af auglýsingu skóframleið- anda nokkurs og hún borin saman við auglýsingu fyrir FríTAL sem er hluti af allt annarri herferð en þeirri sem tilnefnd er; opnunarher- ferðinni „Komdu með í loftið!" Við hönnun kynningarefnis TALs var höfð hliðsjón af því besta sem gerist á alþjóðlegum farsímamarkaði, þ.m.t. Orange. MeginOtur fyrir- tækjanna er hinn sami og bæði nota þau eitt útbreiddasta letur veraldar, Helvetica. Það er þó af og frá að tala um beina eftiriikingu í því sam- bandi enda ný og geróOTí hugmynd að baki herferð TALs, nafni, merki og markaðssetningu fyrirtækisins. Það getur verið áhugavert mark- mið að teikna nýtt letur og bæta nýjum lit í Otrófið fyrir hverja aug- lýsingu. Óvíst er hins vegar að það finnist auglýsingastofa sem gæti tekið slíkt að sér. Jafnvel ekki í út- löndum! Menn hljóta því að velta fyrir sér hvaða tilgangi órökstuddir sleggjudómar af þessu tagi þjóna enda meira en Oklegt að mörgum svíði góður árangur TALs á far- símamarkaði."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.