Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Sæplast hf. var rekið með 55 milljóna króna hagnaði árið 1998
Heildarveltan jókst
um 28% milli ára
Úr reikningum á
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1998 1997 Breyting
Rekstrartekjur 532 412 +29%
Rekstrargjöld 464 431 +8%
Rekstrarhagnaður f. fjármagnsliði 68 -19 -
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 19 11 +73%
Eignaskattur 3 2 +50%
Hagnaður af reglul. starfsemi 46 -31
Söluhagnaður eigna 9 0 .
Hagnaður ársins 55 -31 -
Efnahagsreikningur 3i.des.: 1998 1997 Breyting
I Eignir: \ Milljónir króna
Fastafjármunir 398 436 -9%
Veltufjármunir 273 194 +41%
Eignir samtals 671 630 +6%
| Skuldlr og eigið fé: \
Eigið fé 354 311 +14%
Langtímaskuldir 233 161 +45%
Skammtímaskuldir 83 158 -48%
Skuldir og eigið fé samtals 671 630 +6%
Sjóðstreymi og kennitölur 1998 1997 Breyting
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 86 15 +473%
Veltufjárhlutfall 3,27 1,23
Eiginf járhlutfail 53% 49%
SÆPLAST hf. á Dalvík ver rekið
með 55 milljóna króna hagnaði á
árinu 1998, en árið áður var tap af
rekstri félagsins 31 milljón krónur.
Aðeins einu sinni áður hefur hagn-
aður af rekstri Sæplasts hf. verið
meiri, en það var árið 1990. Heild-
arvelta félagsins var 532 milljónir
króna og jókst því um 120 miOjónir
króna á milli ára, eða um 28%.
Snemma á síðasta ári var gripið
til róttækrar endurskipulagningar
og aðhaldsaðgerða í rekstri
Sæplasts, sem m.a. fólust í fækkun
starfsfólks, sölu eigna og auknu að-
haldi. Þá var söluaukning mikil
seinni hluta ársins, bæði innan-
lands og utan.
Framleiðslukostnaður lækkar
um 6% á milli ára sem hlutfall af
tekjum. Sölu- og stjómunarkostn-
aður var nánast óbreyttur frá fyrra
ári, eða 116 milljónir króna. Fram-
lag tO afskriftareiknings viðskipta-
manna var um 2 milljónir króna,
sem er um 7 miOjónum króna lægi'i
fjárhæð en árið áður. Afskriftir
vom 35 milljónir króna, sem er
svipað og árið áður. Fjármagns-
gjöld voru 19 miOjónir króna og
hækkuðu um 9 miOjónir króna miOi
ára. Veltufé frá rekstri var 86 miOj-
ónir króna en var 15 milljónir
króna á árinu 1997.
Eignir Sæplasts voru 671 millj-
ón króna um síðustu áramót og
þar af vom fastafjármunir 398
milljónir króna og lækkuðu þeir
um 38 miOjónir á árinu 1998, en
röradeild og húseign var seld og
nam söluhagnaður þeirra eigna
8,8 milljónum króna. Skuldir um
síðustu áramót voru 317 milljónir
króna og höfðu lækkað um 2 miOj-
ónir króna á árinu 1998. Eigið fé
félagsins var 354 milljónir ki'óna
og hefur hækkað um 44 miOjónir
króna á árinu. Heildarhlutafé fé-
lagsins var 99 milljónir króna í
árslok, en félagið á eigin hlutabréf
að nafnverði 3 milljónir króna og
vora 1,7 miOjónir króna keyptar á
árinu 1998. Eiginfjárhlutfall var
53% um áramótin en 49% árið áð-
ur. Arðsemi eiginfjár á síðasta ári
var um 17%.
Stjórn félagsins mun gera tiOögu
um 12% arðgreiðslu til hluthafa á
aðalfundi. Gengi hlutabréfa félags-
ins hækkaði um 25% á árinu 1998.
Starfsfólkið staðið einhuga að
baki stjórn félagsins
Valdimar Snorrason stjórnarfor-
maður Sæplasts sagði í samtali við
Morgunblaðið að aðstandendur fé-
lagsins væra mjög sáttir við út-
komuna á síðasta ári en hins vegar
gerðu þeir sér fuOa grein fyrir því
að halda þyrfti vel á spöðunum eft-
irleiðis.
„Það er mikil uppsveifla í sölu-
tekjum, eða 28% miOi ára, og að
okkar mati stafar það af nokkram
samverkandi þáttum. Þær skipu-
lagsbreytingar sem við gerðum í
félaginu leiddu til þess að rneiri
þungi var settur í sölustarfíð, og
síðan kom mjög stór innlendur aðih
hér inn á síðasta ári, en það er Ut-
gerðarfélag Akureyringa, sem við
áttum ekki von á þegar við gerðum
áætlanir okkar. Þá sýnist mér líka
að markaðurinn hafi meiri og betri
trú á okkur, og verð hefur þokast
örlítið upp. Þetta teljum við vera
megin skýringarnar á þessu,“ sagði
Valdimar.
Hann sagðist telja framtíð fé-
lagsins ágætlega bjarta og búist
væri við þokkalega góðri afkomu
áfram. Hins vegar væri gert ráð
fyrir að rekstrartekjur myndu
minnka á þessu ári með hliðsjón af
því að röradeild fyrirtæksins hefði
verið seld og ekki væri reiknað
með jafn stóram aðila inn hér inn-
anlands eins og var á síðasta ári.
„Það er lækkun á öllum rekstr-
ariiðum okkar eins og sést í drög-
um að ársreikningnum fyrir árið
1998, en maður getur ekki fuOyrt
að svo verði áfram þar sem við telj-
um að við séum komnir á þokka-
lega beina braut í rekstrinum. St-
arfsfólk okkar hefur staðið mjög
þétt saman um þær aðgerðir sem
gerðar hafa verið í fyrirtækinu og
staðið einhuga að baki stjórn og ég
vona að hluthafarnir geri það Oka,“
sagði Valdimar.
Verð bréfa Sæplasts of hátt
I gi'einingu Kaupþings hf. á nið-
urstöðum ársuppgjörs Sæplasts
kemur fram að gengi bréfa félags-
ins hafi verið á bilinu 5,85-5,93 að
undanförnu. I sjóðsstreymislíkani
sem Kaupþing gerði af rekstri
Sæplasts er gert ráð fyrir 15%
ávöxtunarkröfu á eigið fé og 20%
framlegð fyrir afskriftir. Gert er
ráð fyrir 10% vexti rekstrartekna
árið 1999 og 6% vexti rekstrar-
tekna árin 2000-2003, en eftir það
er gert ráð fyrir 3% árlegum vexti.
Fræðilegt gengi miðað við þessar
forsendur segir Kaupþing vera 5,0.
Fram kemur í greiningunni að
ávöxtunarkrafa til félaga sem
skráð era á aðalOsta Verðbréfa-
þings og mikil viðskipti eru með sé
13-14%, en ástæða hærri kröfu á
eigið fé Sæplasts en þessara félaga
sé sú að seljanleiki bréfa í Sæplasti
sé minni en þeirra og því eðOlegt
að gerð sé hærri krafa til bréfa
Sæplasts.
„Þrátt fyrii' góða afkomu og við-
snúning í rekstri er það mat Kaup-
þings að verð bréfa Sæplasts sé of
hátt. Kaupþing ráðleggur því fjár-
festum að selja bréf sín í Sæplasti
ef litið er til skemmri tíma. Góð af-
koma félagsins nú gefur vonh' um
að félagið sé að rétta úr kútnum
eftir nokkra lægð og ráðleggur
Kaupþing fjárfestum að halda
bréfum sínum í Sæplasti til lengri
tíma, þar sem vissulega era fram-
tíðarmöguleikar í rekstri félags-
ins,“ segir í gi’einingu Kaupþings.
s
Ahrif efnahagsþrengínga í Asíu og S-Ameríku á íslenskt efnahagslíf
Aukið vægi
vestrænna markaða
EFNAHAGSÞRENGINGARNAR í
Austur-Asíu og Suður-Ameríku hafa
enn sem komið er ekki haft veruleg
áhrif á íslenskt efnahags- og at-
vinnuOf þar sem mönnum hefur tek-
ist að beina afurðum á aðra markaði
í auknum mæli. Þó er hætta á að
kreppan sem herjar á hina nýju
markaði geti haft óbein áhrif hér á
landi í framtíðinni ef ástandið versn-
ar og kreppueinkenna fer að gæta í
vaxandi mæO á Vesturlöndum. Þetta
kom fram máli Friðriks Más Bald-
urssonar, forstjóra Þjóðhagsstofn-
unar, á hádegisverðarfundi sem
Landsnefnd alþjóða verslunarráðs-
ins stóð fyrir í gær.
A síðasthðnum tveimur áram hef-
ur útflutningur íslendinga til Asíu,
Rússlands og Suður-Ameríku dreg-
ist saman um helming ef miðað er
við hlutfall af landsframleiðslu, eða
úr 3,6% í 1,8%. Friðrik sagði hluta
vandans vera fólgin í minnkandi eft-
irspurn á umræddum mörkuðum en
benti jafnframt á að framboðsþátt-
urinn hefði Oka áhrif og vísaði þar til
ónógs framboðs af afurðum eins og
frystri loðnu þar sem íslensk fyrir-
tæki hafa ekki getað annað eftir-
spum á umræddum mörkuðum.
„Auðvitað Oggur meginvandinn í
minnkandi hagvexti og eftirspurn á
svæðunum, en því má ekki gleyma
að framboðshliðin er líka veigamikið
atriði."
Friðrik kom inn á lækkandi verð á
hrávörumörkuðum undanfarið sem
margir telja vera til frambúðar.
Hann sagði lækkandi olíuverð eðli-
lega hagstæða þróun en á móti
kæmi að verð á áli færi lækkandi
sem að öðru óbreyttu hefði neikvæð
áhrif á beinar erlendar fjárfestingar
hér á landi, líkt og þær sem fyrir-
tækið Norsk Hydro hefur áformað á
Austurlandi.
Friðrik sagði engin bein merkjan-
leg áhrif af samdrættinum í Asíu hér
á landi, því íslenskum fyrirtækjum
hefði tekist að auka umsvifin að
sama skapi á vestrænum mörkuð-
um. Hættan væri þó að Asíuvandinn
fari að smita út frá sér inn til okkar
stærstu viðskiptalanda í Evrópu og
Ameríku sem hefði í för með sér nei-
kvæð keðjuverkandi áhrif á íslenskt
efnahagsOf. „Slík svarsýnisspá virð-
ist þó ekki eiga við mikil rök að
styðjast 1 dag þar sem Asíulöndin
virðast vera að rétta úr kútnum.
Stóra spurningin snýr frekar að
framtíðarþróuninni í Suður-Amer-
íku og þeim vandamálum sem þar
ríkja,“ að sögn Friðriks.
Ótryggt ástand
í Brasílíu
SÍF hefur um nokkurt skeið, haft
umsvif í Brasílíu í gegnum fyrir-
tækið Nord Mar, sem dótturfyrir-
tæki SÍF í Frakklandi, Nord
Morae, stofnaði á síðasta ári. Ró-
bert Agnarsson, aðstoðarforstjóri
SIF, sagði á fundinum í gær að
þrátt fyrir efnahagserfiðleika í
landinu léki enginn vafi á að Brasil-
ía væri framtíðarmarkaður fyrir
sölu saltfiskafurða. Hann sagði
rekstur Nord Mar hafa gengið sam-
kvæmt áætlunum framan af síðasta
ári, en á síðari hluta ársins hafi
komið fram truflanir.
„I fyrsta lagi hefur ríkt mikil ólga
í landinu sem gerir reksturinn erfið-
ari auk þess sem gengisfelling
norsku krónunnar í fyrra styrkti
mjög samkeppnisstöðu norskra salt-
fiskverkanda inn á þennan markað,"
að sögn Róberts.
„Hremmingarnar voru okkur þó
ekki eingöngu óhagstæðar, því
áhrifin af gengisfeOingu norsku
krónunnar varð þess valdandi að
Nord Mar á nú umtalsverðar salt-
fiskbirgðir sem ekki vora seldar fyr-
ir jóhn, sem er annar aðalstölutími
saltfisks í BrasiOu. Nú er hins vegar
hægt að taka tillit til falls realsins í
janúar sl. við verðlagningu birgð-
anna.“
Róbert segir að þrátt fyrir þá erf-
iðleika sem upp hafa komið á fyrsta
rekstrarári Nord Mar í BrasiOu,
horfí menn bjartsýnir til framtíðar.
„Möguleikarnir era þarna og Nord
Mar með SÍF og dótturfélög sem
bakhjarl á að geta dafnað þarna og
vaxið, svo fremi sem ekki verði hrun
í efnahagsmálum landsins. Menn
halda þó í þá trú að alþjóðasamfé-
lagið með Bandaríkin í broddi fylk-
ingar muni leggja mikið í sölurnar
til að forða hruni í Brasilíu og verja
þá hagsmuni sem í húfi eru í þessu
8. stærsta hagkerfi heimsins," sagði
Róbert.
SÝNISHORN af kynningarbæklingi Orange-fyrirtækisins annars veg-
ar og kynningarbæklingi Tals hins vegar.
Athugasemd frá Fíton
AUGLÝSINGASTOFAN Fíton
óskaði eftir að fá eftirfarandi at-
hugasemd birta í Morgunblaðinu:
„Samkeppni Imark um athyghs-
verðustu auglýsingu ársins (AAA)
er árviss hápunktur í starfsemi aug-
lýsingastofa og viðskiptavina þeirra.
Það er einnig árviss viðburður að
tilnefningunum fylgja gróusögur af
ýmsu tagi. Grein Kára Þórs Guð-
jónssonar, viðskiptafræðings, í síð-
asta tölublaði Viðskiptablaðsins er
dæmi um þetta. Rakalaus ski-if
Kára dæma sig sjálf en ýmsar rang-
færslur hans verður að leiðrétta.
Að sögn Kára varpar það skugga
á ímark samkeppnina í ár að her-
ferð TALs hafi verið tilnefnd til
verðlauna. Astæðan: Herferðin sé
eftirlíking af herferð breska far-
símafyrirtækisins Orange. Það eru
stór orð í garð dómnefndarinnar að
hún spilh fyrir keppninni með vaO
sínu. Hvergi kemur þó fram hvaða
herferð Orange átt er við og ekki
birt mynd af neinu kynningarefni
fyrirtækisins. Þess í stað er birt
mynd af auglýsingu skóframleið-
anda nokkurs og hún borin saman
við auglýsingu fyrir FríTAL sem er
hluti af allt annarri herferð en
þeirri sem tilnefnd er; opnunarher-
ferðinni „Komdu með í loftið!" Við
hönnun kynningarefnis TALs var
höfð hliðsjón af því besta sem gerist
á alþjóðlegum farsímamarkaði,
þ.m.t. Orange. MeginOtur fyrir-
tækjanna er hinn sami og bæði nota
þau eitt útbreiddasta letur veraldar,
Helvetica. Það er þó af og frá að
tala um beina eftiriikingu í því sam-
bandi enda ný og geróOTí hugmynd
að baki herferð TALs, nafni, merki
og markaðssetningu fyrirtækisins.
Það getur verið áhugavert mark-
mið að teikna nýtt letur og bæta
nýjum lit í Otrófið fyrir hverja aug-
lýsingu. Óvíst er hins vegar að það
finnist auglýsingastofa sem gæti
tekið slíkt að sér. Jafnvel ekki í út-
löndum! Menn hljóta því að velta
fyrir sér hvaða tilgangi órökstuddir
sleggjudómar af þessu tagi þjóna
enda meira en Oklegt að mörgum
svíði góður árangur TALs á far-
símamarkaði."