Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 23 VIÐSKIPTI Prentsmiðjan Oddi hf. tekur nýja prentvél í notkun Fullkomnasta vél sinn- ar tegundar á Islandi Morgunblaðið/Ásdís DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ræsir nýju vélina f prentsmiðju Odda. ÞORGEIR Baldursson sýnir Davíð Oddssyni og Ástríði Thorarensen fyrstu afurð nýju vélarinnar, kynningarblað samtaka langveikra barna, Umhyggju, en Oddi gefur samtökunum prentun blaðsins í til- efni af þessum tímamótum. PRE NTSMIÐJAN Oddi hf. tók í gær í notkun fullkomnustu prentvél sinnar tegundar á Islandi. Um er að ræða nýja vél af gerðinni Heidel- berg Harris, sem að sögn forstjóra Odda, Þorgeirs Baldurssonar, er mjög viðurkennt gæðamerki innan prentgeirans. Sérfræðingar frá Heidelberg Harris hafa unnið að uppsetningu vélarinnar í húsakynnum Odda frá því í nóvember síðastliðnum, enda er vélin engin smásmíði, 92 tonn að þyngd og 32 metrar á lengd. Prent- að er á samtímis báðum megin á rúllupappír sem eftir prentun fer í gegnum sérstakan gashitara sem þurrkar prentlitina. Að lokum fer pappírinn í brotvél sem skilar sam- anbrotinni örk á endastöð. Þorgeir segir að vélin hafi eink- um verið keypt til að bæta stöðu Odda í samkeppni á markaðnum. „Samkeppni á íslenskum markaði er orðin alþjóðleg. Erlendar prent- smiðjur sækja á markaðinn og nái innlend fyrii’tæki ekki að tæknivæð- ast og ná hámarks hagkvæmni verða þau undir í þeirri baráttu," sagði Þorgeir í samtali við Morgun- blaðið. Að sögn Þorgeirs er það brýnt að hérlendar prentsmiðjur geti boðið upp á nýjustu tækni en láti sér ekki nægja búnað, sem aðrar þjóðir eru búnar að skipta út. Þurrkar með lifandi eldi „Hér er um nýjustu tækni í prentun að ræða og öll vélin er t.d. mjög sjálfvirk, m.a. hvað varðar samstillingu lita, plötuísetningu ofl. í raun þarf vélin bara einn starfs- mann við stjórnborðið, þó mælt sé með því að tveir umsjónai-menn vinni við vélina," sagði Þorgeir. Þorgeir sagði að hér á landi væri til önnur rúlluprentvél en mun minni. Hún væri hinsvegar eldri, hefði verið keypt notuð til landsins og væri tæknilega ekki eins vel út- búin. Vélin er afkastamikil, prentar, þurrkar og brýtur 40.000 arkir á klukkutíma með gasþurrkun, sem að sögn Þorgeirs hentar prentun- inni best. „Inni í vélinni er Iifandi eldur og um leið og hann þurrkar blöðin þá brennir hann öllum óhreinum gufum frá vélinni þannig að útblásturinn frá henni er hreinn, sem er mikilvægt út frá umhverfis- sjónarmiðum." Hingað til hefur ekki þótt borga sig að kaupa jafn stóra og flókna vél fyrir jafn lítinn markað og Oddi starfar á, en vegna þess hve vélin er fullkomin nýtist hún líka við prent- un smærri upplaga íyrir íslenskan markað. Vélin er fýrst og fremst ætluð fyrir vinnslu á innanlandsmarkað en jafnframt eru bundnar vonir við að hún auðveldi sölustarfið í Banda- ríkjunum. Þar er Oddi með sölu- skrifstofu og hefur verið að prenta fyrir ýmsa aðila, t.d. Smithsonian og Guggenheim söfnin. „Það er mjög dýrmætt fyrir okkur að geta vísað á jafn viðurkennda aðila og þessir eru,“ sagði Þorgeir. Fjölpósturinn á eftir að aukast Þorgeir er bjartsýnn á að þörfin fyrir vélina muni aukast jafnt og þétt enda hefur hann mikla trú á aukningu í markpósti og svokölluð- um fjölpósti og prentun hans. „Það er mikill vöxtur fyrir hendi í þeim pósti og við eigum langt í land, miðað við þá þróun sem orðið hefur í slíkum pósti erlendis. Það hafa einnig orðið til nýjar dreifileiðir fyrir svona póst hér á landi á síð- ustu misserum, bæði dreifing með Morgunblaðinu og þar að auki starfa þrjú sérhæfð fyrirtæki á þeim markaði." í nýju vélinni ætlar Oddi að skapa nýja stöðu í framleiðslu ýmiss konar dreifiefnis og nú verður að sögn Þorgeirs hægt að uppfylla kröfur tímaritaútgefenda um meiri hraða en sú krafa hefur farið vax- andi ár frá ári. Meðal verkefna í vélina á næst- unni eru ýmiss konar auglýsingar, blöð, tímarit og símaskrár fyrir bæði Færeyjar og Grænland. Um verð vélarinnar sagði Þorgeir að hún hefði kostað ríflega 300 milljónir króna. Hann vonast til að hún komi til með að standa undir fjárfestingunni og hægt verði að af- skrifa hana á 8 árum. Vélin er fjármögnuð af eigin fé fyrirtækisins að hluta og viðskipta- banka þess, Búnaðarbankanum, að hluta. Oddi er stærsta prentfyrirtækið á markaðnum og í gegnum prent- smiðjuna fara á milli 5 og 6000 tonn af pappír á ári. Hjá Odda vinna nú 270 manns. Félagið er hlutafélag og velta þess á síðasta ári nam 1.830 milljónum króna. Meó einu handtaki býróu til boró a baki bílstjórasa'tis. 4 loltpúóar: bílstjóri, larþegi i‘ framsæti og hlióarpúðar. Þú getur gert Scénic bílinn aó sendibíl í einu vetfangi. Það er líkt og Renault Mégane Scénic stækki þegar þú sest inn í hann, enda er hann fyrsti fjölnotabíllinn í flokki bíla I millistærá. Segja má aá Scénic sé I raun þrír bílar, fjölskytdubíll, feráabíll og sendibíll. Hann er aáeins 4.23 m á lengd en hugmyndarík hönnun og mikið innanrými gerir hann ótrúlega notadrjúgan og hagkvæman fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Það er engin furða þó hann hafi umsvifalaust verið valinn bíll ársins af öllum helstu bílatímaritum í Evrópu þegar hann var kynntur. Hér á landi hefur hann þegar fengið frábærar viótökur. Ármúla 13, Sími 575 1200, Söludeild 575 1220

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.