Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 ÚR VERINU Morgunblaðið/Sigurður Pétur Björnsson TOGARAINN Belomorsk, áður Runólfur, landar ísfiski úr Barentshafi á Húsavík. Löndunarbaim í Noregi hrekur togara til Islands MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Breskir umhverfissinnar láta til sín taka í umræðunni um erfðabreytt matvæli Sojabaunum hellt við bústað Blairs London. Reuters, The Daily Telegraph. NOKKUR umræða hefur verið í Noregi að undanfómu um Smugu- togarana og svarta listann, sem norsk stjómvöld hafa sett þá á. Skip- in fá hvorki að veiða innan lögsögu Noregs né landa afla sínum þar þótt hann sé tekinn innan rússnesku lög- sögunnar. Lögfræðingurinn Halfdan Mellbye ritar nýlega grein um þetta mál í Fiskaren þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu, að aðgerðir norsku stjórnarinnar séu ólöglegar og brjóti í bága við stjórnarskrána. Mellbye er lögfræðingur Vanna- samsteypunnar, sem rekur fisk- vinnslu í Bergsfírði í sveitarfélaginu Loppa í Norður-Noregi. Fyrrum „Smugutogaramir" Mir og Belomorsk (Már og Runólfur) fá ekki að landa afla sínum þai- og hafa þess í stað hafið landanir á Húsavík. Sveitarstjóri Loppa, Arne Dag Isak- sen, hefur krafíst afsagnar Peters Angelsens, sjávarútvegsráðherra Noregs vegna þessa. An afla rúss- nesku togaranna er fískvinnslan í Bergsfirði úr sögunni að sögn Isaksens. í upphafi greinar sinnar spyr Halfdan þriggja spuminga. í fyrsta lagi hvort unnt sé að banna mönnum aðgang að norskri fiskveiðilögsögu vegna atburða, sem gerðust mörgum ái'um áður. Með því er hann að vísa HRÁEFNISVERÐ á loðnu hefur lækkað mikið frá því sem var á síð- ustu vetrarvertíð, samhliða miklum verðlækkunum á afurðamörkuðum. Útflytjendur telja mjöl- og lýsisverð nú hafa náð lámarki en ekki megi þó búast við miklum verðhækkunum á næstu mánuðum. Fiskimjölsverksmiðjur borga nú á bilinu 4.000-4.500 fyrir tonnið af loðnu en verðið er misjafnt eftir staðsetningu verksmiðjanna. Þannig borga þær verksmiðjur sem fjærst eru miðunum hverju sinni hæsta verðið. I upphafi yfirstand- andi vertíðar var hráefnisverðið um 5.900 krónur fyrir tonnið en bú- ast má við að þá hafi verksmiðjurn- ar verið að framleiða upp í eldri samninga en einnig var fituinnihald loðnunnar talsvert meira í upphafi ársins en það er nú. A síðustu vetr- arvertíð fór hráefnisverð lægst í 5.800 krónur fyrir tonnið. Skilaverð Ölöglegar að gerðir stáórn- valda gegn „Smugutogurum“? til gagnkvæmra samninga Norð- manna og Rússa um fiskveiðar og þeirra rússnesku skipa, sem áður voru íslensk. I öðru lagi spyr hann hvort norsk stjórnvöld hafi rétt til að grípa til aðgerða án nokkurra sann- ana og í þriðja lagi hvort þau geti beitt sér gegn kaupendum skipa, sem hafi að mati stjórnvalda stundað ólöglegar veiðar áður fyrr. Smuguveiðarnar eru löglegar Halfdan bendir á, að í 97. grein norsku stjórnai-skrárinnar sé lagt bann við aftunirkni laga. Það þýði, að ekki sé hægt að refsa neinum fyr- ir tiltekið athæfí áður fyrr þegar það var löglegt. Veiðar í Smugunni séu vissulega löglegar, jafnvel þótt menn séu með þeim að nýta sér „gat“ í lög- unum. Rétt viðbrögð stjómvalda ættu því að vera að loka þessu „gati“. Með því að neita skipum, sem hafa áður verið notuð til veiða í Smug- unni, sé um ræða refsingu, sem þó sé úr hráefnistonni er nú svipað og skipin fengu fyrir tonnið fyrir ári. Verksmiðjurnar og skipin skipta því nú á milli sín kökunni sem skip- in fengu í heilu lagi fyrir ári. Á meðan á loðnufrystingunni stendur greiða framleiðendur venjulega sérstaklega fyrir þann hluta loðnu- farmsins sem fer í vinnálu. Nú fást u.þ.b. 8-9 krónur fyrir loðnukílóið til frystingar. Ekki von á verðhækkunum á næstunni Þróun á afurðamörkuðum hefur verið neikvæð allt frá því fyrir ára- mót. Verð á mjöli náði hámarki á síðasta ári, en þá fengust allt að 55 þúsund krónur fyrir mjöltonnið og svipað verð fyrir tonnið af lýsi. Að sögn Elfars Áðalsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Fiskimiða ehf., er af- urðaverð nú lítillega lægra en í meðalári. Nú fáist á bilinu 34.800- ákveðin án þess nokkuð sé gert til að færa sönnur á sektina. Lögin kveði þó á um, að þeir, sem séu bornir sök- um, hafi rétt til að sýna fram á sak- leysi sitt en stjórnvöld virði þessa meginreglu að vettugi. Pólitískur tilgangur Halfdan segir, að þegar stjórnvöld beiti sér gegn nýjum eigendum skipa, sem áður stunduðu Smugu- veiðar, réttlæti þau það með því að vitna til konunglegrar tilskipunar frá 13. maí 1977. Þessi tilskipun geti þó verið svo ósanngjörn, að hún sé bein- línis ólögleg. Fyrir það fyrsta verði að ganga úr skugga um, að nýju eig- endurnir hafi haft ástæðu og kost á að kanna, að skipið hafi verið í Smugunni. Það sé þó ekki gert enda tilgangurinn umfram allt pólitískur: Að gera eigendum skipanna erfitt með að selja þau og rýra þannig verðmæti þeirra. Halfdan segir, að niðurstaðan sé einfaldlega sú, að aðgerðh' norskra stjórnvalda séu ólöglegai' og fyrsta skylda þeirra sé að taka málin fyrir á ný. Það þýði ekki endilega, að um- rædd fiskiskip muni fá aðgang að norskri efnahagslögsögu en aftur á móti eigi eigendur þeirra rétt á bót- um úr hendi norskra stjórnvalda fyr- ir ranga málsmeðferð. 37.100 krónur fyrir tonnið af mjöli en lýsistonnið sé nú komið niður í 22.000-23.500 krónur. Hann telur markaðinn þó hafa náð lágmarki en býst þó ekki við verulegum hækk- unum á næstu mánuðum. Hann tel- ur að hráefnisverð þurfi að fara nið- ur í að minnsta kosti 4.000 krónur fyrir tonnið. „Það er ekki útlit fyrir verulegar breytingar á afurða- verðsmörkuðunum á næstunni. Nú er veiðibann í Perú, sem er stærsta ansjósuveiðiþjóð heims. Á meðan er talsvert framboð af mjöli frá Chile og reyndar Perú sömuleiðis. Þegar veiðibanninu verður aflétt í Perú eru ekki miklar líkur á að markað- urinn rétti úr kútnum. Þá eykst framleiðsla á hágæðamjöli jafnt og þétt í Skandinavíu og Skotlandi sem selt er inn á norska laxeldis- makaðinn sem skiljanlega tekur ekki endalaust við,“ segir Elvar. BRESKA lögreglan handtók í gær sjö umhverfisverndarsinna eftir að þeh' höfðu hvolft fjórum tonnum af erfðabreyttum sojabaunum frá Bandaríkjunum á götuna framan við opinber húsakynni breska for- sætisráðherrans, Tonys Blairs. „Þetta heimili virðist vera eitt af þeim fáu í Bretlandi þar íbúarnir virðast vilja borða þetta rusl,“ sagði Peter Melchett, yfirmaður samtaka Grænfriðunga í Bretlandi, í þann mund sem lögreglan fjar- lægði vörubíl umhverfisverndar- sinnanna. Girtu risastórir baunapokarnir af innkeyrslu Downingstrætis 10 í London, þar sem Blair býr og starfar, en forsætisráðherrann hefur rekið harðan áróður fyrir því að engin ástæða sé til að óttast erfðabreytt matvæli. Umræða um þessi mál hefur mjög sett svip sinn á þjóðmálaumræðu í Bret- landi síðustu daga og ríkisstjórnin hefur ásamt verslunareigendum reynt að sannfæra almenning um að hvorki heilsu fólks né umhverf- inu stafi hætta af því sem bresk dagblöð hafa kallað „Franken- steinfæðið". MEÐ ÁKVÖRÐUN sinni að mæla gegn því að því verði frestað enn um sinn að afnema tollfrjálsa verzl- un innan Evrópusambandsins (ESB) hefur framkvæmdastjórn ESB kallað yfir sig hörð viðbrögð stjómvalda í nokkrum aðildarlönd- um, sér í lagi í Bretlandi og Þýzka- landi. Talsmaður Tonys Blairs, forsæt- isráðherra Bretlands, sagði eftir að framkvæmda- stjómin hafði til- kynnt um þessa niðurstöðu sína í fyrradag, að brezka stjómin styddi áform þýzku stjórnar- innar, sem nú gegnir formennsku í ráðherraráði ESB, um að setja spurninguna um framtíð fríhafnai’verzlunar innan sambandsins á dagskrá fundar leiðtoga aðildarríkjanna 15 í næsta mánuði, hafi fjármálaráðherrarnir ekki leyst málið fyrir þann tíma. Gerhard Schröder Þýzka- landskanzlari brást við niðurstöðu framkvæmdastjórnarinnar með því að segja að hann muni þrýsta á um fimm ára frest til viðbótar bæði á fundum fjármálaráðherranna og ESB-leiðtoganna. Á síðasta leiðtogafundi í Vínar- borg í desember samþykktu leið- togamir, m.a. að áeggjan Blairs og Schröders, að fela framkvæmda- stjórninni að kanna hvort ekki gæti verið fýsilegt að fresta frekar af- námi fríhafnai'verzlunar fram yfir 1. júlí nk., með tilliti til neikvæðra áhrifa þeirrar breytingar á vinnu- markaðinn. Hagsmunaaðilar, eink- um ferjurekendur og flugstöðvafrí- hafnarkaupmenn, hafa haldið því Ríkisstjórnin hefur sætt nokk- um gagnrýni vegna afstöðu sinnar í málinu og reyndi Wilfiam Hague, leiðtogi íhaldsflokksins, í fyrradag að fá Blair til að sættast á tíma- bundið bann við ræktun erfða- breyttra matvæla í Bretlandi. Kvaðst Hague sjálfur kjósa lífrækt ræktuð matvæli fremur en þau sem hefðu verið erfðabreytt en varð þó að viðurkenna að hann hefði engar sannanir í höndunum fyrir því að erfðabreytt matvæli væm hættuleg heilsu manna. Neit- aði hann jafnframt að íhaldsmenn væm að reyna að hræða almenning heldur sagði að mikilvægt væri að rannsaka áhrif matvælanna áður en þau væra sett á almennan markað í Bretlandi. Michael Pragnell, forstjóri breska fyrirtækisins Zeneca Agrochemicals, sem unnið hefur að þróun erfðabreyttra matvæla, var- ar hins vegar við allri frestun og segir að Bretar eigi á hættu að tapa forystu sinni á sviði landbún- aðar og líftæknivísinda fari svo að tímabundið bann verði lagt við því að erfðabreytt matvæli fari á markað í Bretlandi. fram að tugir þúsunda starfa væra í húfi, en mörgum ríkisstjórnum ESB þykir ekki á atvinnuleysið bætandi. „Ófullnægjandi“ „Ríkisstjórnin vill, í samvinnu við aðrar ESB-ríkisstjómir, halda áfram að þrýsta fast á fram- kvæmdastjómina að fríhafnar- verzlun lifi áfram eins lengi og þarf til að betra fyrir- komulag sé til reiðu, sem tekið gæti við eftir af- námið,“ sagði talsmaður Bla- irs. Hann gagn- rýndi niðurstöð- ur könnunar framkvæmdastjórnarinnai' hvað varðar áhrif afnámsins á vinnu- markaðinn. „Röksemdir fram- kvæmdastjórnarinnar um að ekki sé þörf á neinni frekari frestun (...) era ófullnægjandi og ósannfær- andi,“ sagði talsmaðurinn. Afnámið var uppranalega ákveð- ið árið 1991, á þeirri forsendu að ft-íhafnarverzlun innan sambands- ins væri í mótsögn við reglur um frjálsa samkeppni á innri markaði Evrópu, en frestur var gefinn fram á mitt ár 1999. Eina leiðin til að breyta því er að allar ríkisstjórnir aðildalandanna komi sér einróma saman um að framlengja frestinn. Þrátt fyrir að meirihluti ríkis- stjómanna sé fylgjandi lengri fresti eru nokkrar á móti, þar á meðal sú danska, og eftir að fram- kvæmdastjórnin kvað upp úr með að henni þyki ekki ráðlegt að veita lengri frest er mjög ólíklegt orðið að eini'óma samþykki fáist fyrir því í ráðherraráðinu. Um 4 þúsund krónur fást nú fyrir tonnið af loðnu Hráefnisverð lækkað samhliða afurðaverði Tilmæli framkvæmdastjórnar ESB um að staðið verði við að afnema fríhafnarverzlun Bretar og Þjóð- verjar óánægðir London. The Daily Telegraph, Reuters.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.