Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RIKIÐ GREIÐI VEXTI SEM AÐRIR ATVINNUREKSTURINN þarf frá síðustu áramótum að greiða 0,2% af launagreiðslum í viðbótarlífeyrissparnað starfsmanna. Var ákvæði um þetta lögbundið til að hvetja launþega til að leggja 2% af launum í séreignasjóð. Á móti fær launagreiðandinn tryggingagjald lækkað um þessi 0,2%. Fjármálaráðuneytið hefur nú upplýst, að fyrirtækin fá endurgreiðslurnar ekki gerðar upp fyrr en í desembermán- uði, og þá fyrir allt árið, og að ekki verði greiddir vextir af uppsöfnuðum afslætti tryggingajaldsins. Ragnheiður Árna- dóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir þetta fyrir- komulag vera samkvæmt tillögu efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis og hafi það verið ákveðið vegna hagræðis. Ekki kemur fram hjá Ragnheiði í viðtali við Morgunblaðið, hvort það sé jafnframt að tillögu nefndarinnar, að ekki verði greiddir vextir af því fé, sem atvinnureksturinn ætti að fá endurgreitt mánaðarlega, eða hvort það sé alfarið ákvörðun fjármálaráðuneytisins. Það geta ekki talizt góðir stjórnsýsluhættir, að innheimta umframgreiðslur af skattgreiðendum, hvort sem í hlut eiga einstaklingar eða fyrirtæki, án þess að greiddir séu vextir af upphæðinni. Ríkissjóður og stofnanir ríkisins innheimta dráttai-vexti af vangoldnum greiðslum eða seinkuðum greiðslum og má innheimta þá með aðför að lögum eins og skuldina. í þessum efnum hefur ríkið meiri og víðtækari rétt en borgararnir og fyrirtæki þeirra. Sem dæmi má nefna, að skattgreiðendur fá greidda innlánsvexti af ofteknum skött- um, en verða hins vegar að greiða hæstu dráttarvexti af van- greiddum sköttum, auk hugsanlegs álags og mikils inn- heimtukostnaðar. Það er óþolandi fyrir borgarana að njóta ekki jafnræðis við ríkið í þessum efnum sem öðrum. Að sjálfsögðu ber ríkis- sjóði að greiða vexti af ofteknum gjöldum. Annað sæmir ekki í stjórnsýslu nútímans. Fjármálaráðuneytið ætti að bjóða fyrirtækjum að endurgreiða hlut þeirra í tryggingagjaldinu jafnóðum eða vexti af inneign í desember. BÆTT LÖGGJÖF OHJÁKVÆMILEGT er að búa þannig að löggjafarvald- inu, að það geti sinnt hlutverki sínu með eðlilegum og skilvirkum hætti og rísi undir þeim væntingum, sem til þess eru gerðar um vönduð vinnubrögð við lagasetningu. Það segir sig sjálft, að mikið er í húfi fyrir borgarana, að þau lög, sem þeir eiga að lifa og starfa eftir, séu skýr og tilgangur þeirra öllum ljós. Ekki sízt þarf að gæta þess, að lög stangist ekki á vegna óvissu, sem slíkt hefur í för með sér í þjóðfélaginu. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, vék að þessu í ræðu á málþingi Orators, félags laganema. Hann kvað ekki undan því vikist að ræða gagnrýni, sem fram hefur komið á löggjafarvaldið, þar sem því væri m.a. haldið fram, að mál- flutningur alþingismanna væri reikull og óskýr: „Eg tel þessa gagnrýni eiga að nokkru leyti rétt á sér og að hún sé verðugt umhugsunarefni fyrir þá, sem taka þátt í störfum löggjafarvaldsins. Það, sem skiptir höfuðmáli í þessu sambandi, er að taka til rækilegrar athugunar, hvern- ig löggjafinn getur betur þjónað hlutverki sínu við lagasetn- ingu. Þannig að ekki hljótist af vandkvæði við beitingu lag- anna, sem jafnvel getur leitt til þess, að dómsvaldið situr í raun uppi með að marka inntak þeirra.“ Dómsmálaráðherra kvað mikilvægt að endurskoða þau vinnubrögð, sem viðhöfð eru við lagasetningu. Hann taldi til mikilla bóta, að einhverjum aðila, innan eða utan þings, yrði falið að yfirfara öll frumvörp áður en þau yrðu lögð fyrir Al- þingi. í nágrannalöndum væri þetta verk unnið á vegum dómsmálaráðuneyta. Ráðherrann kvað ekki fram hjá því lit- ið, að breyttar verklagsreglur og vandaðra vinnulag gæti verið snar þáttur í að viðhalda eðlilegu jafnvægi milli lög- gjafai-valds og dómsvalds. í framhaldi af ummælum dómsmálaráðherra má benda á aukna sérfræðiaðstoð, sem miði að skýrri lagasetningu og tryggi sem kostur er, að ný lög gangi ekki í berhögg við eldri löggjöf. Fyrir nokkrum árum var unnið að svonefndri laga- hreinsun, þar sem felld voru úr gildi úrelt lög. Slíkt starf þarf helzt að vera stöðugt í gangi og ekki má gleyma úreltum reglugerðum. Þá er eðlilegt, að þingnefndir kanni, fyrir út- gáfu reglugerða, hvort þær séu í samræmi við lögin. Oftar en einu sinni hefur komið í ljós, að þær eru það ekki ætíð. Hins vegar er óneitanlega eðlilegra að aðili á vegum þingsins yfir- fari lagafrumvörp en ekki ráðuneyti, enda er löggjafarvaldið í höndum Alþingis. Hagsmunir borgaranna eru í veði. Bætt starfsaðstaða Al- þingis kostar smámuni í samanburði við útgjöidin af út- þenslu framkvæmdavaldsins. Uppfyllingar út í Skerjafjörðinn munu gjörbreyta fuglalífi á svæðinu að sögn Ólafs K. Nielsen, fuglafræðings Þvert á stefnu borgar- innar í umhverfísmálum Uppfyllingar á strand- lengju Skerjafjarðar væru þvert á stefnu Reykjavíkurborgar í umhverfismálum um að viðhalda fjölbreytileika lífríkisins, að því er fram kemur í viðtali Hjálmars Jónssonar við Olaf K. Nielsen, fuglafræðing. OLAFUR K. Nielsen, fugla- fræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun, segir að uppfylling á strandlengjunni við Skerja- fjörðinn myndi gjörbreyta öllu fuglalífí á svæðinu. Strandlengjan sé öll borg- arfriðuð að undanskildum svæðum við enda flugbrauta Reykjavíkurflugvallar. Ef því væri breytt væri allt tal borgar- yfíi’valda um umhverfisstefnu og um- hverfisvernd marklaust hjal. Ólafur starfaði áður við eftirlit með Tjarnarsvæðinu og hefur undanfarin ár haft umsjón með talningu fugla á Tjöminni og í Vatnsmýrinni fyrir Reykjavíkurborg til að fylgjast með því hvernig varpstofnarnir standi sig þar, auk þess sem hann hefur verið ráðgjafi garðyrkjustjóra í tengslum við fuglalíf Tjarnarinnar. Hann sagði að ef hugmyndir um að færa flugvöll- inn út í Skerjafjörðinn og íbúðabyggð þar sem flugvöllurinn er nú verði að veruleika muni það gjörbreyta ástand- inu á þessu svæði. Stærsta atriðið í þeim efnum sé hvort gerðar verði upp- fyllingar út í Skerjafjörðinn. Það sé miklu meira mál heldur en Tjörnin og Vatnsmýrin hvað áhrif á lífríkið snerti. Fuglarnir hafi notað Vatnsmýrina sem varpland og þó flugvöllurinn fari, sem líklegt sé að gerist einhvern tíma, sé borgin búin að tryggja þeim þar áframhaldandi varplönd með því að friða ákveðinn skika í Vatnsmýrina um 6 eða 7 hektara að stærð, sem sé nógu stórt svæði fyrir þær endur sem þar verpi. Hins vegai' sé spurning hvaða áhrif byggð þama hafi á vatnsbúskap Tjarnarinnar. Hann muni alla vega gjörbreytast, þar sem vatn til Tjarnar- innai’ komi frá Vatnsmýrinni. Vatna- skiptin taki svona um 15 daga, þannig að Tjarnarvatnið endumýi sig 24 til 25 sinnum á ári. Erfitt sé að segja hvaða áhrif byggingar hafi á vatnsstreymið. Þó tekið sé fyrh- streymi vatns til Tjarnarinnar muni hún ekki þoma upp, en væntanlega verði um miklu minni endurnýjun vatnsins að ræða. Slíkt yrði að rannsaka mjög vandlega og hvernig leysa mætti vandamál sam- fara íbúðabyggð á þessu svæði. Flugvöllurinn tryggði tilveru Vatnsmýrarinnar Ólafur sagði að ef flugvöllurinn væri ekki þarna hefði íbúðabyggð risið á þessu svæði fyrir löngu og þá væri þar öðru vísi umhorfs. Flugvöllurinn hafi þannig í raun tryggt tilveru Vatnsmýr- arinnar. Hins vegar hafí sambýli fugla og flugvéla ekki gengið áfallalaust fyr- ir sig. Vandamál hafi stafað af gæsum síðustu ár. Þetta séu stórir fuglar, sem hafi byi’jað að verpa í Vatnsmýrinni eftir langt hlé um 1980 og þær hafi verið til vandræða inni á flugvallar- svæðinu. Þær hafi lent í flugvélum, valdið skaða og þannig ógnað flugör- yggi. Reynt hafi verið að stugga varp- fuglum í burtu og einnig hafi gæsir verið skotnar á haustin til að leysa þetta vandamál. Ólafur sagði aðspurður að strand- lengja Skerjafjarðar væri síðasta ósnortna strandlengjan og hún nyti borgarfriðunar alveg frá landamerkj- um við Seltjarnarnes og inn í Foss- vogsbotn nema skikar sem væri helg- unarsvæði flugbrauta bæði við suður- enda norður-suður flugbrautarinnar og eins við enda austur-vestur flug- brautarinnar við Suðurgötuna. Að öðru leyti sé strandlengjan borgarfriðuð og það gildi einnig um Akurey og það svæði sem rætt hafi verið um að fylla upp. Ef því væri breytt væri allt tal borgaryfirvalda um umhverfisstefnu og umhverfisvernd marklaust hjal. Aðspurður hvort uppfyllingar á þessu svæði myndu gjörbreyta fuglalífi á strandlengjunni sagði hann að það gæfi augaleið, því fjaran hyrfi undir uppfyllingar. Ekki þyrfti annað en að líta til norðurstrandar Reykjavíkur til þess að sjá það. Þar væri einungis um að ræða bratta grjótkanta í sjó niður og ekkert útfyri. ,AHur fjörufugl er löngu farinn og horfinn. Þá er ég að tala um þessa fugla sem hafa lífsviður- væri sitt í fjörunni sjálfri, vaðfuglana og ýmsar buslendur. Síðan skerðirðu líka lífsskilyrði þeÚTa fugla sem kafa og éta á grunnsævi, æðarfuglsins og hávellunnar," sagði Ólafur. Þýðingarmiklar uppeldisstöðvar Hann sagði að fjörumar Skerjafjai’ð- armegin í Reykjavík væna þýðingar- miklar uppeldisstöðvar fyrir æðarfugla, sem ættu sér sín aðalvarplönd í eyjun- um og úti á Álftanesi. Þá kæmi gríðar- lega mikið af fuglum þarna vor og haust til að nýta fjörurnar á leið til og frá vetrarheimkynnum og varpheimkynn- um. Einnig væri mikið af fuglum þai’na árið um kring og úti á firðinum sjálfum. Ólafur sagði, aðspurður hvort um óbætanlegt tjón væri að ræða ef farið yrði út í framkvæmdir á þessu svæði, að það yrði alla vega mjög á skjön við til dæmis umhverfisstefnu borgarinn- ar. Eitt af því sem nefnt hefði verið í því sambandi og borgin keppti að væri endurheimt votlendis og fjaran og grunnsævið væru skilgreind sem vot- lendi. „Þetta væri algjörlega þvert á þessa stefnu borgarinnar í umhverfis- málum um að viðhalda fjölbreytileika lífríkisins," sagði Ólafur. Vinsælt útivistarsvæði Hann benti á að þarna væri um að ræða feikilega vinsælt útivistarsvæði og eftir að göngustígur hefði verið lagður þarna með strandlengjunni væru það hundruð og þúsundh’ manna um helgar sem notuðu þetta svæði. ,Aðdráttaraflið er útsýnið út á sjóinn, það er fjaran og það líf sem þar hrær- ist. Við sjáum alla vega ekki þennan ai’agrúa ganga norðurströndina þar sem þessar háu, bröttu, líflausu fyll- ingar eru,“ sagði Ólafur. Hann sagði að það væri einmitt vegna þessarar ósnortnu náttúru í miðri borginni sem yfirvöld hefðu ákveðið að friða þessa strandlengju. „Skerjafjörðurinn er stór og mikill fjörður, grunnur og lífríkur og það er í sjálfu sér ekkert sem ógnar lífríki þessa fjarðar sem stendur. Menn hafa ekki fyllt upp í neina voga eins og til dæmis var farið með Elliðavoginn á sínum tíma,“ sagði Ólafur. Hann sagði að þar hefði verið mikið útfiri, lífrík leira og gríðai’mikið af fuglum, en þeim vogi hefði gjörsam- lega verið spillt. Innst í Skerjafirðinum væru mjög góð svæði fyrir vaðfugla, til dæmis Kópavogurinn, Lambhúsatjörn- in, Arnarnesvogurinn og botninn á Fossvogi og síðan fjörurnar að norðan- verðu við fjörðinn. „Þetta er bara spurning um hvað við viljum og hvað við teljum þurfa til að gera borgina betri. Ég tel að aðgangur að lífríkum útivistarsvæðum sé einn af þeim hlutum sem gera þessa borg betri. Ég held að þú bætir ekki borg- ina með því að setja þarna uppfyllingar og íbúðarhverfi. Það er ekkert mikið af þessum stöðum hérna í borgarland- inu,“ sagði Ólafur ennfremur. Hann sagði að menn þyrftu að gera sér grein fyrir því. Einnig þyrfti allur sá skari sem notaði þessi útivistar- . svæði að láta í sér heyra í tengslum við þessar hugmyndir. Umhverfísátakinu Skil 21 ýtt úr vör Lífrænn úrgangur til uppgræðslu í Landnámi Ingólfs Endurvinnsla lífræns úrgangs og endurnýt- ing hans til uppgræðslu á höfuðborgarsvæð- inu er markmið verkefnisins Skil 21. Ragna Sara Jónsdóttir sat kynningarfund um verk- efnið þar sem fram kom meðal annars að úr- gangur til urðunar muni minnka um 50-60% með tilkomu verkefnisins. FYRSTA verkefni Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 var ýtt úr vör í gær með kynningu á verkefninu Skil 21. Verkfræðistofan Línuhönnun og landgræðslusamtökin Gróður fyrii’ fólk í Landnámi Ingólfs standa að verk- efninu 1 samvinnu við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Markmið verkefnisins er að gefa lífræn- um úrgangsefnum nýtt hlutverk, þau verða nýtt til uppgræðslu í stað þess að taka urðunarpláss og menga umhverfið. Skil 21 byggist á nýtingu úrgangs af lífrænum uppruna til uppgræðslu og ræktunar í Landnámi Ingólfs. Þátt- takendur í Skil 21 skila með því móti úrgangsefnum aftur inn í hringrás náttúrunnar, en ellefu fyrirtæki hafa gerst stofnaðilar að verkefninu. Þátt- Morgunblaðið/Árni Sæberg FJÖLMENNT var á kynningarfundi umhverfisátaksins Skil 21 í gær. takendur fylgja einfóldum staðli sem er fólginn í því að flokka lífrænan úr- gang þannig að hann nýtist til fram- leiðslu á jarðvegsbætandi áburði, svo- kallaðri moltu, sagði Björn Guðbrand- ur Jónsson umhveifisfræðingur hjá Verkfræðistofunni Línuhönnun á kynningarfundi verkefnisins í gær. Afurðin er nýtt til uppgræðslu á landi í Landnámi Ingólfs og hefur Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs umsjón með þeim hluta verkefnisins. „I Landnámi Ingólfs fellm- til gríðar- legt magn lífrænna efna sem nú er að mestu fargað en gæti nýst til að græða landið að nýju í stað þess að valda mengun,“ sagði Jóna Fanney Friðriks- dóttir framkvæmdastjóri samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs. Svanhildur Konráðsdóttir kynning- ai’stjóri Reykjavíkur - menningar- borgar Evrópu árið 2000 sagði í ávarpi á kynningu á verkefninu í gær að verkefnið væri ef til vill táknrænt fyrir þá áherslu sem lögð væri á umhverfis- vernd í samfélögum í dag. „Það er at- hyglisvert að fyrsta verkefni sem Reykjavík - menningai’borg Evrópu ræðst í er á sviði umhverfisverndar og auk þess degi eftir að tilkynnt var um að Island gæti hugsanlega orðið fyrsta samfélagið í heiminum sem notaði ein- göngu hreina orku. Þetta tvennt sýnir glöggt hvað mönnum er efst í huga þegar árþúsundamót nálgast," sagði Svanhildur. Stórfyrirtæki stofnaðilar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri í Reykjavík benti einnig á mikil- vægi umhverfismála. Sagði hún að níð- urstaða Ríó-ráðstefnunnar um um- hverfismál, sem kom fram í plagginu Agenda 21, eða Dagskrá 21, væri með- al annars ákall til sveitarfélaga um að taka umhverfismál í eigin hendur og vinna að lausn þehra í því návígi sem sveitarfélögum væri eiginlegt. „Reykjavíkurborg hefur undanfarið unnið að undirbúningi eigin staðardag- ski’ár 21 og fagnar þeirri samvinnu sem tekist hefur í umhverfisátakinu Skil 21,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Skúli Helgason framkvæmdastjóri innlendra verkefna Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 benti á að verkefnið vísaði veginn um það sem koma skyldi á næstu öld og í fyllingu tímans myndi það spara mikla fjármuni. Eftirfarandi ellefu stórfyrirtæki eru stofnaðilar að verkefninu: Isal, Fi’ón, Landsvirkjun, Gutenberg, Skeljungur, Eimskip, Nýkaup, Radisson SÁS-Saga Hotel Reykjavík, Landssíminn, Gæða Grís-Brautarholti og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Fyrirtækin skiif- uðu undir aðild að verkefninu í gær og munu hefja flokkun samkvæmt Skil 21-staðlinum á næstunni. FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 31 -............ .............. V Evrópuþingmaður sænska Vinstriflokksins Morgunblaðið/Jón Svavarsson EVRÓPUÞINGIÐ er ein þeirra stofnana Evrópusanibandsins sem ýta aðildarríkjum þess lengra í samrunaátt, að áliti sænska Evrópuþingmannsins Jonas Sjöstedt. Ottast um afdrif lýðræðisins í ESB Evrópuþingmaðurinn Jonas Sjöstedt hefur beitt sér gegn þátttöku Svíþjóðar í ESB og myntbandalagi þess. Hann átti erindi hingað til lands á dögunum og fékk Auðunn Arnórs- son hann til að útskýra þessa afstöðu sína. EVRÓPUSAMBANDIÐ er óðum að þróast í átt að evrópsku sambandsríki, þar sem virkt lýðræði eins og það hefur tíðkazt á Norðurlöndum má sín litils fyrir sérfræðinga- veldinu. Þetta er skoðun Jonas Sjöstedt, sem er einn tuttugu og tveggja Svía sem eiga sæti á Evr- ópuþinginu, þingi Evr- ópusambandsins (ESB). Hann er þar fulltrúi sænska Vinstriflokksins, sem hinn nýstofnaði stj órnmálaflokkur Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs (VG), sem Steingrímur J. Sigfússon fer fyrir, telm’ sig eiga pólitíska samleið með. Sjöstedt var fenginn til að halda fram- sögu um stöðu Evrópumála á lands- fundi VG á dögunum. „Frá mínum bæjardyrum séð er það augljóst, að Evrópusambandið er á góðri leið með að breytast úr milli- ríkjasamstarfi í eins konar sambands- ríki. Hið yfirþjóðlega vald innan þess eykst stöðugt, myntbandalagið mun hafa í för með sér sameiginlega skatta- og peningamálastefnu,“ sagði Sjöstedt í samtali við Morgunblaðið. Það neikvæðasta við þá þróun sem Sjöstedt lýsir sem þróun í átt að stofn- un evrópsks sambandsríkis segh’ hann vera skort á lýðræðislegu eftirliti með þeim ákvörðunum sem teknar eru í stjómkerfi ESB. „Löggjöfin fer fram í framkvæmdastjórninni og ráðherra- ráðinu; hið raunverulega vald yfir lög- gjöí' ESB er í höndum embættismann- anna,“ segir hann. „Því meira vald sem stjómkerfi ESB fær, þeim mun alvai’- legri verðm’ lýðræðishallinn." Sjöstedt segii’ nauðsynlegt að ræða opinskátt hvort æskilegt sé að sam- bandið þróist frekar í átt að sambands- ríki. „Það er hægt að álíta þetta já- kvæða eða neikvæða þróun, en sú tíð þar sem hægt var að ræða um Evrópu- sambandið sem samstarf sjálfstæðra ríkja er liðin,“ segir hann. Áðspurður hvort ekki sé rétt að þjóðríki nútimans séu orðin það háð hvert öðru að það þjóni hagsmunum þeirra allra að hafa svo náið samstarf sem raunin er meðal aðildarríkja ESB, segist Sjöstedt við- urkenna að vissulega sé þörf á náinni samvinnu ríkja á alþjóðavettvangi og fullveldi ríkja séu tak- mörk sett. „En þetta þarf ekki að þýða að þörf sé á að stofna nýtt sambands- ríki í Evrópu. Það er allt annar hlutur.“ Sjöstedt segist álíta að nú þegar hafi sænsk stjórnvöld misst að miklu leyti úr höndum sér völd- in yfir lagasetningunni. „Þetta helgast af tvennu. I fyrsta lagi er það svo, að flestar ákvarðanh’ eru teknar með meirihluta- ákvörðunum, og í öðru lagi er fram- kvæmd hinnar sameiginlegu löggjafar í höndum yfirþjóðlegra stofnana, sem eru óháðar aðildarríkjunum, svo sem framkvæmdastjórninni og [Evr- ópujdómstólnum. Þær starfa sjálf- stætt, sem hagsmunagæzluaðilar sam- bandsins í heild, ekki aðildarríkjanna. Þetta er ein sönnun þess að sá tími sé liðinn þar sem aðildarríkin réðu ferð- inni - sambandið er orðið að sjálfstæðu pólitísku veldi. Evrópuþingið sjálft, þar sem ég á sæti, er líka hluti þessa yfirþjóðlega kerfis, sem ýtir aðildar- ríkjunum lengra í samrunaátt." Sjöstedt segh’ það vera áberandi út- breidda skoðun í opinberri umræðu um þessi mál á Norðurlöndum, að fólk þar sé fylgjandi nánu alþjóðlegu sam- stai-fi, en lítist ekki á að stefnt sé að myndun evrópsks sambandsríkis. „Þetta fólk reynir að forðast að ræða opinskátt um það sem er í raun að ger- ast innan sambandsins og þá umbreyt- ingu sem er að verða á því í átt að sam- bandsríki." Þetta þurfi hins vegar ýt- arlegrar og opinskárrar umræðu við, hjá því komist þeir ekki sem vilji taka umræðu um þróun Evrópusamrunans alvarlega. Hvað varðar afstöðu þeirra Svía sem sæti eiga á Evrópuþinginu segh’ Sjö- stedt hópinn skiptast jafnt th helm- inga. Ellefu hafi gi-eitt atkvæði á móti inngöngu í ESB á sínum tíma og ellefu Jonas Sjöstedt með því. Sú skoðun sé útbreidd á með- al þeirra að gjalda beri varhug við þró- un sambandsins í átt að sambandsríki. Brezk þjóðernishyggja og norræn lýðræðishyggja Þeim sem fylgjast með umræðunni um Evrópusamrunann kann að virðast sem röksemdir Sjöstedts og skoðana- systkina hans séu anzi keimlíkar rök- semdum ESB-efasemdamanna í brezka Ihaldsflokknum, sem einnig gera mikið úr því sem þeir telja ógn hins yfirþjóðlega Evrópusambands við fullveldi og sjálfstæði þjóðríkisins. Að- spurður um þetta segir Sjöstedt að grundvallarmunur sé á áhrifum Evr- ópusamrunans á Norðurlöndunum og í Bretlandi. „Sé litið á röksemdimar í Evrópuum- ræðunni í Danmörku, Svíþjóð og Nor- egi sést að þær byggjast á lýðræðisleg- um grundvallarsjónai-miðum, ekki þjóð- emissinnuðum. Ég tel til dæmis að þjóðríkið þurf ekki endilega að vera eitthvað sem við eigum að halda í um alla framtíð - það tekur eðlilegum breytingum - en það sem að mínu áliti er mikilvægt að verja er lýðræðið, hinar lýðræðislegu stofnanir,“ segir Sjöstedt. I þessu felst að hans mati aðalmunurinn á sjónarmiðum skandinavíski'a vinstri- manna og brezkra íhaldsmanna varð- andi afstöðuna til Evrópusammnans. „Auk þess tel ég einn ókostinn við núverandi þróun ESB felast í því að það sé ekki nógu opið gagnvart Aust- ur-Evrópu og þróunarlöndum þriðja heimsins," segir Sjöstedt. Á þessu sviði sé afstaða brezki-a íhaldsmanna allt önnur. Segir sjálfstæði seðlabanka óheillaskref Sem dæmi um það sem hann segir skerða lýðræðið í nýjustu þróun Evr- ópusamrunans nefnir Sjöstedt sjálf- stæði seðlabankanna. í Maastricht- og Amsterdam-sáttmálum ESB er kveðið á um sjálfstæði Evrópska seðlabank- ans, og bankastjórnin markar peninga- málastefnu evru-svæðisins. Nýverið var lögum um sænska seðlabankann breytt þannig að hann sé jafn óháður afskiptum stjórnmálamanna. Þetta segir Sjöstedt vera þróun sem hættu- leg sé lýðræðinu, og sé til marks um hvernig stjórnmálamenn í Evrópu séu í síauknum mæli að setja völdin í hend- ur sérfræðinganna. ,Að verja lýðræðið er stærsta verkefni vinstrimanna," segir Sjöstedt. „Það er eina leiðin fyrir hinn almenna borgara að hafa áhrif á þróun samfélagsins að lýðræðið sé virkt.“ Þetta eigi ekki sízt við á vett- vangi Evrópusamvinnunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.