Morgunblaðið - 19.02.1999, Side 35

Morgunblaðið - 19.02.1999, Side 35
wmmmm MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 35 UMRÆÐAN Aukin nálgun við ESB er nauðsynleg - en á okkar eigin forsendum MIKLAR breytingar eru að gerast í Evrópu um þessar mundir. Sú stærsta þeirra er eflaust sú að 11 Evrópuríki hafa nú ákveðið að taka upp sameiginlega mynt og augljóslega verður ekki aftur snúið með þá ákvörðun. Þá er frekar líklegt að Bretar, Danir og Svíar komi inn í þetta samstarf fyrr en reiknað var með. Önnur stór breyting í álfunni er stækkun ESB í aust- m'átt sem mun hafa gíf- urleg áhrif á alla Evr- ópu. Mikil umræða víða í Evrópu Það er greinilegt að í kjölfar síðasta skrefs við upptöku evrunnar hefur umræða um Evrópumál verið mikið á döfinni í þeim ESB-ríkjum sem eru enn utan EMU og einnig í Noregi. Stuðningur við EMU hefur greinilega Myntbandalagið Eg spái því að Bret- land, Danmörk og Sví- þjóð hefji þátttöku í EMU-samstarfínu fyrr en flesta órar fyrir, segir Ari Skúlason, og hvetur til umræðu með- Ari Skúlason al íslendinga um hvað gera skuli. farið vaxandi í þeim þremur ríkjum sem eru fyrir utan og hefur málflutn- ingur ráðamanna þar orðið mun já- kvæðari í garð EMU og evrunnar. Umræður um aðild að ESB hafa auk- ist mikið í Noregi og virðist stuðning- ur við aðild hafa farið mildð vaxandi. Það vakti mikla athygli í Noregi í des- ember að ýmsir forystumanna Sósíal- íska vinstriflokksins komu opinber- lega fram með jákvæðar yfirlýsingar um afstöðu til ESB. Fyrrverandi for- maður flokksins, Paul Chaffey, sagð- ist algerlega hafa skipt um skoðun á aðild Noregs að ESB og sagðist nú styðja aðild. Formaður flokksins, Kristin Hal- vorsen, sagði m.a. að stuðningsmenn aðildar væru famir að fá of mörg góð rök máli sínu til framdráttar og að margir söknuðu þess að fá ekki málefnalega um- ræðu um ESB. EES-samningnrinn á í vök að verjast EES-samningurinn er auðvitað mjög mikilvæg- ur fyrir íslenskt atvinnu- líf og skiptir á sumum sviðum sköpum íyrir okkur. Það hefur hins vegar lengi verið ljóst að það er sífellt eifiðara að reka EES-samninginn. Þekking og vitneskja um samninginn fer sífellt minnkandi innan ESB og í tengslum við stækkun ESB eru allar helstu áherslur ESB að færast í aust- urátt. Aðild nýrra n'kja að ESB mun einnig valda okkur vandræðum, t.d. í sambandi við fríverslun með fisk sem er í gildi gagnvart flestum þeirra ríkja sem nú sækja um inngöngu í ESB. Staða okkar innan EES er einnig ófullnægjandi að því leyti að við höf- um of lítil áhrif á þróunina þar. Evran skiptir miklu Tilkoma nýn'ar sameiginlegrar myntar, evrunnar, mun skipta miklu fyrir íslenskt viðskiptalíf. Hér er ekki átt við áhrif á stóru þjóðhagslegu stærðimar heldur áhrif á fyrirtæki í milliríkjaviðskiptum. Ég tel algerlega Ijóst að flest ef ekki öll þessara íyrir- tækja muni mjög fljótlega laga sig að evrunni og í rauninni taka hana upp í sínum viðskiptum. Þessi íyrirtæki, sem eru flest í samkeppni við aðila á evrusvæðinu, munu ekki taka á sig gengisáhættu og skiptikostnað að ástæðulausu. Ég veit nú þegar um út- flutningsfyrirtæki sem kaupir vöru beint af innlendum framleiðendum í evrum og er með næstum því alla veltu sína í evrum. Kröfur munu fljót- lega koma upp hér á landi um heimild- ir til þess að færa bókhald í evrum og fyrirtækin munu vafalaust fara fi-am á ýmsar aðrar breytingar tíl þess að tryggja samkeppnisstöðu sína gagn- vart evrusvæðinu. Spurningin snýst kannski um það hve lengi þessi fyrir- tæki munu sætta sig við að starfa í „krónuumhverfi“ og hver áhrif þess stöður umfangsmikill- ar rannsóknar á þessu sviði. Gefið verður yf- irlit yfir valkosti varð- andi klæðningarefni og sýndar réttar og rangar útfærslur. Ný- útgefin bók um þetta efni verður kynnt. 28. apríl: Lagnir í húsum: Fjallað verður um frágang lagna- kerfa, lagnaefni og vottun þess, lausnir með notkun plastlagna og tæringarhættu. Mikið vatnstjón verð- ur árlega vegna leka í lögnum og nema tryggingabætur yfir milljarði ár- lega. 12. maí: Steinsteypa - steypt hús: Fjallað verður um hönnun steyptra húsa og kynntar niður- stöður rannsókna á fjaðurstuðli í steypu með mismunandi fylliefn- um, en fjaðurstuðull er ráðandi um sig og niðurbeygjur bita og platna. Lögð verða fram ný rit Rb um þessi mál. 26. maí: Sprunguviðgerðir í steypu: Farið verður yfir aðferðir, sem byggjast á innþrýstitækni og gera sögun óþarfa. Einnig verður kynnt ný aðferð við prófun á hreyfiþoli viðgerðarefna. Viðkom- andi búnaður verður sýndur og veittar upplýsingar um hvar hann er að fá. Hákon Ólafsson verða á íslensku krónuna. Margar sterkar myntir í Evrópu verða lagðar niður á næstu misserum og mér finnst harla ólíklegt að íslenska krónan standi þær breytingar af sér. Til þess eru hagsmunir atvinnulífsins allt of miklfr. Heyrst hefur um ýmis evrópsk fyrirtæki sem hafa flutt höfuðstöðvar sínar inn á evrusvæðið. Einhver ís- lensk fyiirtæki gætu fundið sig knúin til slíkra aðgerða. Verðum að ráða þróuninni sjálf Ég tel að þróunin á næstu misser- um verði mun hraðari en nokkurn órar fyrir. Þær kröfur um breytt rekstarumhverfi sem ég gat um hér að framan koma fyrr en varir og gegn þeim verður ekki hamlað. Því er mjög mikilvægt að íslenskt þjóðlíf sé vel búið undfr þessar breytingai-. Þarna er ábyrgð stjórnvalda og stjórnmálamanna auðvitað mikil, en auðvitað skipta samtök á vinnumark- aði einnig miklu. I rauninni má segja að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir opna, raunsæja umræðu um stöðu okkar í Evrópu en einmitt nú. Ég spái því að Bretland, Danmörk og Svíþjóð hefji þátttöku í EMU-sam- starfinu fyrr en flesta órar fyrir. Norðmenn gætu líka gengið í ÉSB tiltölulega fljótlega. Stækkun ESB í austur á sama tíma setur okkur í erf- iða stöðu, sérstaklega viðskiptalega séð. Það versta sem við getum lent í er að láta þessa þróun alla fara fram- hjá okkur án þess að gera neitt til þess að vera viðbúin afleiðingunum. Fyrir mér er augljóst að aukin nálg- un íslensks atvinnu- og efnahagslífs við ESB er nauðsynleg. Mér sýnist Evrópustefna stjórnvalda á síðustu árum hins vegar hafa falist í því að hafa Evrópumálin ekki á dagskrá. Við það verður ekki unað öllu lengur. Við verðum að ræða þessi mál opið og heiðarlega út frá eigin þörfum og forsendum. Við verðum að ákveða sjálf hvert við ætlum að fara. Höfundur er framkvæmdastjóri Al- þýðusamhands íslands. Niðurlag Oft þarf að minna á mikilvægi og umfang byggingariðnaðarins í samanburði við aðrar atvinnugreinar því menn taka hann oft sem fasta stærð og gleyma honum jafnvel í umræðu um nýsköp- un og gjaldeyrisöflun / -spamað. Því skulu lagðar fram nokkrar upplýsingar, sem sýna hversu mikilvægt það er fyrir þjóðarbúið og landsmenn alla að nið- urstöður rannsókna og þróunarstarfsemi á sviðinu skih sér vel til atvinnugreinarinnar: Um 80% þjóðarauðs liggja í mannvirkj- um, árleg fjármunamyndun í bygg- ingariðnaði er u.þ.b. 50 milljarðar og þar af 20 milljarðar í húsum, 60% af árlegri fjárfestingu í land- inu eru í mannvirkjagerð og hús- næðiskostnaður hefur megináhrif á lífskjör í landinu. Þessar tölur sýna að árangur í rannsóknum á þessu sviði skila fljótt miklum arði til al- mennings og hefur veruleg áhrif á stöðu þjóðarbúsins. Fundaröðin sem hér hefur verið kynnt er við- leitni til þess að koma rannsóknar- niðurstöðum til virkrar notkunar í greininni. Höfundur er forstjóri Rb. PJXAR a miða úr afsláttarhefti fá bíómiða í kaupbæti! BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.