Morgunblaðið - 19.02.1999, Side 39

Morgunblaðið - 19.02.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 39 GUÐBJORG JÓHANNSDÓTTIR + Guðbjörg Jó- hannsdóttir fæddist í Skógum á Fellsströnd 3. sept- ember 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 17. febrúar. Kæra frænka. Mig langar að segja frá hvað þú átt traust- an sess í huga mér. Margar af mínum björtustu æskuminningum tengjast þér órjúf- anlegum böndum. Eg man vel hvað mér þótti mikil upphefð í því þegar þú færðir okkur bræðrunum lestr- arkennslublöðin í umslagi. Mér fannst þau óendanlega mörg enda mikil vinna að lita þau og stauta sig fram úr þeim. Ekki varð upphefðin minni þegar við fengum að fara með þér á jólatrésskemmtun í skólanum þínum með öllum stóru krökkunum og ganga í kringum stærsta jólatré sem ég hafði séð. Ómissandi hluti af jólaundirbúningi okkar var að heim- sækja ykkur systkinin. Þar fengum við gestaþrautir að glíma við, þú spurðir okkur út í námið og svo gerðum við kökunum góð skil. Kæra frænka, ég þakka fyrir þessar góðu minningar. Baldur Grétarsson. Haustið 1962 hóf stór hópur 7 ára barna skólagöngu í Breiðagerðis- skóla. Argangar eftirstríðsáranna voru stórir og þessi nýlegi stóri skóli var þegar orðinn of lítill. Þess vegna var líka kennt úti í Háagerði og í Víkingsheimilinu. Bekkirnir voru stórir. 7 ára bekkurinn hennar Guðbjargar Jóhannsdóttur var þar engin undantekning. Ég var svo lánsamur að lenda í þessum bekk og vera hjá Guðbjörgu allt þar til við útski-ifuðumst vorið 1968. Lengst af voru 33 börn í bekknum. Ekki veit ég hvort Guðbjörgu þótti það til- tökumál að hafa svona mörg börn í bekknum en víst er að aldrei fann ég fyrir því á neikvæðan hátt hversu stór bekkurinn var. Kannski skipti það miklu að stelpurnar voru í miklum meirihluta eða 21 talsins. Agavandamál voru ekki til í þess- um bekk. Guðbjörg tók við okkur ungum og lítt þroskuðum og með styrkri hendi þroskaði hún okkur svo um munaði á næstu árum. Um- hyggja hennar fyrir okkur réði all- an tímann ferðinni. Þess vegna gerði hún til okkar miklar kröfur á öllum sviðum. Við fórum í tvöfalda röð úti áður en gengið var inn í fatahengið og aftur áður en gengið var inn í skólastofuna. Röðin átti að vera bein og jafnt bil á milli. Á sama hátt yfirgáfum við skólastof- una að loknum skóladegi og hún kvaddi okkur með handabandi. Allt var í föstum skorðum, röð og regla á öllu. Aldrei hefði okkur dottið í hug að sýna henni ókurteisi. Við bárum virðingu fyrir henni frá fyrsta degi. Hún ætlaðist líka til þess að við sinntum öllum verkefn- um vel. Hún sætti sig aldrei við illa unnin verk. Góð frammistaða okkar var henni mikið metnaðarmál. Hún lagði líka á sig ómælda vinnu til þess að þroska okkur. Hún fór yfu- öll þau ógrynni verkefna sem hún lét okkur vinna heima og skrifaði á þau leiðréttingar, leiðbeiningar og hrós. Hugurinn reikar aftur í tímann. Tvær tvöfaldar stelpuraðir og ein tvöföld strákaröð í skólastofunni. Spurningakeppni milli raða í hinum ýmsu námsgreinum t.d. í landa- fræði. Ég man enn hvað ég varð sár þegar ég féll úr keppni vegna þess að ég vissi ekki hvor er sunnar Róm eða Madrid. Lukkutröll á hverju borði líklega í 10 eða 11 ára bekk. Auðvitað gekk okkur betur með lukkutröll á borðinu. Svo voru það Bítlatreflamir, þeim mun lengri þeim mun betri. Fyrstu dagana sátum við með þá í kennslu- stundum. Guðbjörg spurði hvort okkur væri ekki of heitt. Eftir það var óþarfi að vera með þá í tímum. Svo var það dagurinn þeg- ar ég kom í skólann án þess að hafa lokið öll- um heimaverkefnun- um. Guðbjörg spurði um ástæðuna og ég svaraði borubrattur að ég hefði ekki haft tíma vegna fótboltaæfingar. Þá sagði hún að ég skyldi koma upp að kennaraborði og segja bekknum hvers vegna ég hefði átt að láta heimanámið ganga fyrir fótboltaæf- ingunni. Ég gerði það og hafði gott af. Ég held að Guðbjörg hafi lagt sérstaka áherslu á móðurmáls- kennsluna. Ótal ritsmíðar og mál- fræðiæfingar skiluðu sínu að ekki sé minnst á Ijóðalestur og aðrar bók- menntir. Skólaljóðin í bláu kápunni sem við fengum öll til eignar urðu okkur brátt mjög kær. Við lærðum þessi ljóð, lærðum að meta þessi menningarverðmæti, lærðum að skilja þau. í minningabókinni minni sem bekkjarfélagar mínir skrifuðu í vorið 1968 kusu langflestir að skrifa ljóð. Sum þeirra eru meira að segja frumsamin. Enda fór það svo að nemendur í bekknum stóðu sig sér- lega vel í íslensku á bamaprófi og fengu fyrir það verðlaun. Ég held reyndar að Guðbjörg hafi verið tals- vert stolt af okkur þegar við kvödd- um hana vorið 1968. Fjórir nemend- ur hlutu verðlaun frá skólanum fyr- ir góðan námsárangur í heild og í einstökum greinum. Sjálf keypti hún bók og gaf mér. Á titilsíðu bók- arinnar stendur ritað fallegri hendi. „31. maí 1968. Til Björns Guð- mundssonar. Með þökk frá Guð- björgu. Mér þykir ákaflega vænt um þessa gjöf. Guðbjörg gat verið stolt af því sem hún gaf okkur frá þvi hún tók við okkur 7 ára gömlum og þangað til hún kvaddi okkur árið sem við urðum 13 ára. Vegarnestið sem hún gaf okkur reyndist okkur vel til frekara náms og starfa. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. I miðvikudags-, fimmtu- dags-, fóstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Starfið sem hún Guðbjörg gegndi er áreiðanlega • eitt af þeim mikil- vægustu sem hægt er að sinna í hverju samfélagi. Barnakennara er falin sú mikla ábyrgð að taka við þeim leir sem ung börn eru og móta þau, hjálpa þeim að þroska hæfleika sína, aga þau og kenna þeim mannasiði. Úndarlegt er það virð- ingarleysi sem ráðamenn þessarar þjóðar sýna þessu vandasama og mikilvæga starfi. Sá sem handleikur peninga eða verðbréf er miklu meira metinn en sá sem fær það verkefni að þroska fólk, að auka hin andlegu verðmæti sem falin eru í fólki. Síðarnefnda starfið er talið verðskulda svipuð laun og það starf að dæla bensíni á bíl svo eitthvert dæmi sé tekið. Ráðamenn þjóðar- innar hefðu þurft að kynnast kenn- ara eins og Guðbjörgu. Kannski gerðu þeir það. En það er sitthvað að vera skólagenginn og menntað- ur. Sumir ná bara aldrei að mennt- ast þrátt fyrir góða viðleitni kennar- ans. Menn þurfa að skilja það að mannauður verður í vaxandi mæli forsenda velmegunar og verðmæta- sköpunar. Vorið 1988 hitti ég Guðbjörgu í síðasta sinn. Bekkurinn kom saman í tilefni af 20 ára útskriftarafmæli. Guðbjörg las upp eins og í gamla daga og sat með okkur fram eftir kvöldi. Við stóðum upp hvert á fæt- ur öðru og gerðum grein fyrir námi og störfum, mökum og bömum. Grunar mig að Guðbjörgu hafi þótt þetta fróðlegt. í maí 1968 skrifaði Guðbjörg í minningabókina mína: „Það er eins og öldurnai- glitri, það er eins og ströndin titri, er æskan stígur á stokkinn helga og strengir sín fyrstu heit, - heit sem eru stoltari, sterkari og stærri en nokkur veit. Ég hylli hiklausa sporið Ég hylli æskuna og vorið - því þar er öll von minnar þjökuðu jarðar og þar er öll framtíð míns lands, ástin, trúin, eldurinn, krafturinn og - andi sannleikans." „Þökk fyrir samveruna. Lifðu heill. Vertu jafnan drengur góður.“ Sú lífsreynsla mín að hafa notið leiðsagnar hjá þeim góða kennara sem Guðbjörg var er mér dýrmætur fjársjóður sem ég bý að alla ævi. Ég kveð kennarann minn, Guðbjörgu Jóhannsdóttur, með hlýhug, þakk- læti og djúpri virðingu. Björn Guðmundsson. Utfararstofa Islands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað I líkhús. - Aðstoða viö val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorö. - Stað og stund fyrir kistulagnlngu og útför. - Legstað i kirkjugaröi. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoöar við val á sálmum. - Ukbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Fiutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri • Útfararstofa fslands - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík. Sfmi 581 3300 - allan sólarhringinn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Gemlufalli, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, mið- vikudaginn 17. febrúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðalsteinn Eiríksson, Jón Eiríksson, Hildur Eiríksdóttir, Ágústa Eiríksdóttir, Jónína Eiríksdóttir, Magnús Eiríksson, Guðmundur Eiríksson, Ásmundur Eiríksson, Aldís Eiríksdóttir, Ingveldur Eiríksdóttir, barnabörn og Guðrún Larsen, Sjöfn Kristjánsdóttir, Hreggviður Heiðarsson, Snorri Björn Sigurðsson, Guðlaugur Óskarsson, Ástþóra Kristinsdóttir, Dagmar Hrönn Guðnadóttir, Jón Kristleifsson, Páll Skaftason, barnabarnabörn. •* + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVEINBJÖRG KRISTINSDÓTTIR, fÍ|| Aðalgötu 5, - ' *** é Keflavík, Brf- l M * M M andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 17. febrúar. y ’ í Jarðarförin auglýst síðar. \ ,W Birgir Sveinsson, Sigríður Sveinsdóttir, Guðleif Sveinsdóttir, Sigurbjörg Sveinsdóttir, Júlía Vincenti Grétar Grétarsson, Halldóra Grétarsdóttir, Gisli Grétarsson, Sigurður Bjarnason, Ragnar R. Magnússon, Heimir Jóhannsson, Joseph Vincenti, Guðný Björnsdóttir, Elís Kristjánsson, Sigríður J. Jóhannesdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, POVL HILMER BOVIEN HANSEN kaupmaður, Aðalstræti 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 17. febrúar. Brynhildur Guðjónsdóttir Hansen, Guðjón Jóhannsson, Auður Inga Ingvarsdóttir, Henry Kristján Hansen, Jóhanna Hansen, Brynhildur, Ingvar, Jóhann og Rebekka Brynhildur. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR EINARSSON, Egilsbraut 23, Neskaupstað, sem andaðist fimmtudaginn 11. febrúar, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laug- ardaginn 20. febrúar kl. 11.00. Guðleifur Guðmundsson, Bára Stefánsdóttir, Einar Guðmundsson, Kolbrún Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, GUNNAR ÞORSTEINSSON, Víkurbraut 24, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laug- ardaginn 20. febrúar kl. 14. Fjóla B. Guðnadóttir. X

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.