Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 40
+ 40 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GRÉTAR ÓLAFUR SIGURÐSSON,
Túngötu 16,
Sandgerði,
verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í
Sandgerði laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00.
Sigurveig Sigurjónsdóttir, Berta Steinþórsdóttir,
Berta Grétarsdóttir, Matthías Guðmundsson,
Gissur Þór Grétarsson, Salóme Guðmundsdóttir,
Ester Grétarsdóttir, Hjörtur Jóhannsson,
Sigurbjörn Grétarsson,
Jóhann Ingi Grétarsson, Margrét Ingiþórsdóttir,
Elvar Grétarsson, Sigrún Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
AÐALSTEINN SVEINBJÖRN ÓSKARSSON,
Víðilundi 24,
Akureyri,
er andaðist á heimili sínu laugardaginn 13.
febrúar, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju á
morgun, laugardaginn 20. febrúar, kl. 14.00.
Sigrún Guðbrandsdóttir,
Haukur Haraldsson,
Snjólaug Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Pétursson,
Karlotta Aðalsteinsdóttir, Lárus Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Frændi minn og vinur okkar,
JÓN INGVARJÓHANNSSON
frá Norðurgarði,
lést á Ljósheimum, Selfossi, þriðjudaginn
9. febrúar sl.
Útför hans fer fram frá Ólafsvallakirkju, Skeið-
um, laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00.
Jóhann Hjaltason,
Eiríkur Valdimarsson, Rósa Pétursdóttir
og fjölskylda.
+
Þökkum öllum sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfail og útför
VALGERÐAR ÁRNADÓTTUR,
Lönguhlíð 3,
áður Ásgarði 29.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks í Lönguhlíð
3 og deild A-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir
einstaka alúð og umhyggju.
Árni Ólason,
Margrét Valgerðardóttir, Leifur Á. Aðalsteinsson,
Ragnheiður H. Óladóttir, Elías R. Sveinsson,
Hermann Ólason,
Brjánn Árni Ólason, Jóhanna M. Finnbogadóttir,
Guðrún Kr. Óladóttir, Björn V. Gunnarsson,
Hrólfur Ólason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Öllum þeim sem sýndu okkur samúð og elsku-
semi við fráfall og jarðarför
GUÐLAUGAR JÓNSDÓTTUR,
færum við hjartans þakkir.
Sérstakar þakkir flytjum við samstarfsfólki
hennar við Seljaskóla svo og Árnesingakórn-
um í Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
<
Ásgeir Pálsson.
HÖRÐUR
GUÐMUNDSSON
+ Hörður Guð-
mundsson fædd-
ist í Reykjavík 7.
maí 1918. Hann lést
á heimili sínu 9.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðmundur R.
Oddsson, forstjóri
og bæjarfulltníi í
Reykjavík, og Odd-
fríður S. Jóhanns-
dóttir. Systur Harð-
ar voru Helga, f.
1924, d. 1970, og
Lilja, f. 1927, d.
1936. Uppeldissonur
Guðmundar og Oddfríðar er
Helgi Agústsson sendiherra, f.
1941. Einnig ólu þau upp Hlíf
Hjálmarsdóttur, f. 1916, sem nú
er látin.
Hinn 8. júní 1940 kvæntist Hörð-
ur Steinunni Kristjánsdóttur, f.
5. apríl 1916. Böm þeirra eni: 1)
Oddfríður Lilja hjúkrunarkona,
f. 1941. Synir hennar eru: a)
Hörður, í sambúð með Guðrúnu
B. Birgisdóttur og synir þenra
eru Birgir Þór og Emil Om. b)
Arnar. Sambýiismaður Oddfríð-
ar Lilju er Þórður Guðmannsson.
2) Guðmundur Þorbjöm, íþrótta-
kennari, f. 1946, kvæntur Rögnu
Maríu Ragnai’sdóttur, f. 1948.
Böm þeirra em: a) Ragnar, í
sambúð með Nicole Cordes og
dóttir þeirra er Laura Björk. b)
Þórann Kristín, í
sambúð með Guð-
bimi H. Gunnars-
syni. c) Hörður. d)
María Björk. 3) Kri-
stján, vélsljóri, f.
1948, kvæntur Ruth
Guðbjartsdóttur, f.
1948. Börn þeirra
era: a) Steinunn, í
sambúð með Bjarna
Inga Kristjánssyni.
b) Guðbjartur Oli, í
sambúð með Bryn-
dísi Kristinsdóttur.
Böm þeirra era
Brynjar Smári,
Svava og Kristján Oli. c) María, í
sambúð með Jóhanni Engilberts-
syni.
Hörður lauk sveinsprófi í bak-
araiðn árið 1937 og meistara-
prófi árið 1942. Hann starfaði
sem bakari í Alþýðubrauðgerð-
inni til margra ára og rak síðan
Harðarbakarí við Laufásveg um
nokkurn tíma. Hörður hóf síðan
akstur leigubifreiðar hjá Bæjar-
leiðum og starfaði við það fram
til 75 ára aldurs. Hann starfaði
að ýmsum félagsmálum leigu-
bílstjóra og sat hann m.a. í
stjórn Lánasjóðs Bæjarleiða.
Hörður starfaði einnig sem öku-
kennari.
Útför Harðar fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hörður Guðmundsson var elstur
þriggja barna uppeldisforeldra
minna, Guðmundar R. Oddssonar
bakarameistara og forstjóra Al-
þýðubrauðgerðarinnar hf. og konu
hans, Oddfríðar S. Jóhannsdóttur.
Hann var farinn úr foreldrahúsum
er þau hjónin tóku mig nýfæddan í
fóstur en bernskuminningar mínar
eru ríkar af nánum samskiptum við
Hörð og fjölskyldu hans bæði í leik
og starfi.
Hann fetaði í fótspor föður síns
og nam bakaraiðn hjá honum í Al-
þýðubrauðgerðinni þar sem hann
vann um árabil sem bakari og síðar
yfirbakari og bakarameistari. Hann
stoftisetti síðan sína eigin brauð- og
kökugerð, Harðarbakarí, en hvarf
síðan alfarið frá slíkum störfum af
heilsufarsástæðum og hóf störf við
bifreiðakennslu og leiguakstur á
Bæjarleiðum.
Þar sem ég vann sem drengur og
unglingur við léttastörf í Alþýðu-
brauðgerðinni get ég fullyrt að
vinna og rekstur á bakaríi á þeim
tíma var ekki heiglum hent. Hörður
gerði ríkar kröfur til annarra um að
þeir Sinntu vel sinni vinnu, en þær
sömu kröfur gerði hann til sjálfs sín
eins og honum var í blóð borið og
gekk vasklega til sinna starfa. Það
kom mér því ekki á óvart þegar
hann kenndi mér sem unglingi á bfl
að hann sætti sig ekki við neitt kák í
þeim efnum frekar en öðru. Það
stendur mér enn lifandi fyrir hug-
skotssjónum þegar hann kenndi
mér að bakka fyrir horn á Ford
1946 í bröttustu götunum í Þing-
holtunum. Þetta var ekki létt og
kennarinn lagði sig fram um að
þetta skyldi gert óaðfinnanlega. Eg
hef engu við mig bætt í þessum efn-
um síðar. Þannig var Hörður ein-
arður í framgöngu og stefnufastur,
en í senn góður leiðbeinandi og
drenglundaður. Réttlætis- og heið-
urskennd hans ásamt hófsemi duld-
ist engum.
Hörður var alinn upp á pólitísku
heimili og var á yngri árum sínum
virkur í starfi FUJ í Reykjavík og
gegndi einnig trúnaðarstörfum fyrir
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur.
Hann fylgdi því hugsjónum jafnað-
arstefnunnar, en var lítt kappsfullur
eða framgjarn á því sviði. Hann lét
einnig til sín taka í samtökum bak-
ara og síðar leigubifreiðastjóra þar
sem hann átti um lengri tíma sæti í
stjórn lánasjóðs Bæjarleiða.
Hörður kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Steinunni Kristjánsdóttur,
hinn 8. júní 1940 og varð þeim
þriggja bama auðið, þeirra Oddfríð-
ar Lilju, Guðmundar Þorbjarnar og
Kristjáns.
Traust og heiðarleiki voru honum
í blóð borin og þau gildi innrætti
hann börnum sínum og var þeim
góður vinur og félagi. Ekki síst naut
Hörður að sjá barnabörn sín vaxa
úr grasi. Hann gladdist yfir hverj-
um áfanga á lífsleið þeirra og gam-
an var að heyra hann stoltan segja
frá þessum myndarlega hópi níu
barnabarna og fjögurra langafa-
barna. Þau syrgja hann nú og sakna
hans hlýja og trausta handtaks.
Þau Steinunn og Hörður bjuggu
sér fallegt heimili þar sem gestrisni
var í öndvegi. Einnig byggðu þau
sér sumarbústað, fyrst í Þrasta-
skógi, en endurbyggðu síðan af
miklum myndarskap sumarbústað
foreldra hans að Iðu í Biskupstung-
um. Hörður átti þar rætur frá
æskuárum sínum og þar hlúði hann
að fjölskyldu sinni. Laxveiði og úti-
vera áttu þar hug hans til síðasta
dags. Tal okkar á hinsta fundi okkar
nokkrum dögum fyrir andlát hans
snerist um þann unaðsstað sem
þessi staður var honum. Hann var
þá léttur í bragði sem að vanda er
við ræddum um þessa kæru sveit.
Þrátt fyrir veikindi sín kvartaði
hann ekki og bar þau æðrulaus án
skapbrigða.
Mér þykir vænt um þessa síðustu
minningu um Hörð. Hann lifði ekki
að sjá það grænkandi lauf og hækk-
andi sól og að laxinn gengi í ána
eins og við töluðum um. Hann var
tengdur þessari náttúru sterkum
böndum og þau verða nú ekki rofin.
Við Heba og börnin okkar vottum
Steinunni og allri fjölskyldunni
djúpa samúð okkar og biðjum Guð
að styrka þau í sorg þeirra.
Helgi Ágústsson.
Við áttum góðan afa. Þó hann
ætti oft annríkt, var hann ávallt til
staðar og gaf sér tíma til að sinna
okkur, útskýra fyrir okkur og segja
okkur til. Það var gott að leita til
hans og fá ráðleggingar. Við fund-
um að honum þótti vænt um okkur
og hann gerði allt sitt til að okkur
gengi vel í lífinu.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Við söknum afa okkar og finnst
tómlegt án hans. Hann hefur lagt
sitt af mörkum fyrir okkur og við
kveðjum hann með þakklæti í huga
og söknuði. Við áttum góðan afa.
Hörður og Arnar Oddfríðar-
synir; Ragnar, Þórunn Kristín,
Hörður og María Björk
Guðmundarbörn; Steinunn,
Guðbjartur Óli og María
Kristjánsbörn.
Mér finnst gott að eiga góðar
minningar. Minningar sem hjálpa
mér í gegnum erfitt tímabil eins og
núna þegar afi minn er dáinn.
Eg bý að því að hafa eignast
margar góðar minningar um afa
minn í gegnum tíðina. T.d. minn-
ingar um þegar hann kenndi mér
að moka snjó af stéttinni í Skip-
holtinu. Þegar ég fór með með afa
og ömmu í bústaðinn í Þrastaskógi
ýmist til að gróðursetja, slétta flöt-
ina, leggja stétt eða bara til að
vera. Minningar um veiðiferðir
austur að Iðu og hin síðari ár að
dytta að bústaðnum þar. Minning-
ar um þegar ég fékk að vera með
afa í ökukennslunni og síðar þegar
hann kenndi mér á bíl. Minningar
um bílaviðhald og viðgerðir í
skúrnum og síðar þegar ég fékk
þar aðstöðu til að búa mér til minn
fyrsta bíl, þá var afi minn betri en
enginn og leiðbeindi mér og að-
stoðaði á marga lund.
I minningunni var hann alltaf að.
Osérhlífinn, hávær, duglegur, sér-
vitur, bamgóður, hjálpsamur eru
orð sem öll geta lýst honum, en eft-
ir stendur minning um mann sem
gott var að eiga að, gott var að leita
til og á stóran þátt í því hvernig ég
er í dag.
Megi hann hvíla í friði.
Hörður J. Oddfríðarson.
Afi minn er dáinn. Það er sem
reiðarslag. Eg er svo lánsöm að
hafa átt afa minn í svo langan tíma,
þar til nú að hann svo skyndilega
er numinn á brott.
Þegar ég hugsa um afa minn á
ég mér aðeins góðar og farsælar
minningar. Hann lét sig aldrei
vanta þegar eitthvað var um að
vera, t.d. við afmæli og útski'iftir.
Nærvera hans var mér mikils virði,
þó að hann hafi látið fara lítið fyrir
sér. Kærleiksrík faðmlög hans og
bros eiga eftir að fylgja mér um
aldur og ævi.
Ferðirnar hans afa míns út á
flugvöll voru ófáar og hann var
alltaf tilbúinn að taka á móti mér
eða kveðja mig, t.d. þegar ég var
að koma í heimsókn til Islands frá
Danmörku eða var að fara út til
náms i Skotlandi. Oendanlegur
stuðningur hans var mér gulls
ígildi og veitti mér öryggi og styrk.
Afa leist nú ekki strax á blikuna
þegar ég sem iítil stelpa vildi fara
út í á og gerast veiðimaður á Iðu
eins og hann, pabbi og hinir strák-
ai’nir, því ekki hafði það tíðkast að
kvenfólk i ættinni stundaði slíkt. I
byrjun gaf hann mér þó litla veiði-
stöng til að dorga með og loks fékk
ég að fara með pabba út í á, í allt of
stórum vöðlum til að horfa á, en
síðar meir til að veiða sjálf. Og
núna í lok síðasta sumars á Iðu
kallaði hann á mig í land þegar
veiði var lokið klukkan tíu að
kvöldlagi.
Afi minn bauðst til að geyma bú-
slóðina okkar Bubba í skúrnum hjá
sér þar til við gátum flutt inn í okk-
ar fyrstu íbúð í Kópavoginum og
dótið okkar var hvergi betur geymt
en hjá afa mínum, því að hann
passaði sérstaklega vel upp á hluti
sem honum voru kærir. Þegar við
svo fluttum í desember sl. var afi
minn jafn spenntur og við og sá til
þess að við kæmumst á leiðarenda
með búslóðina í heilu lagi. Það