Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 43

Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 43 FRÉTTIR Ný prent- smiðja á gömlum grunni EIGENDASKIPTI urðu á prentsmiðjunni Skemmuprenti í Kópavogi um síðustu áramót. Við rekstrinum tóku Ólafur Guðlaugsson og Bjarni Þ. Bjarnason af Hilmari Gunn- laugssyni, sem Iét af störfum eftir tveggja áratuga starf í fyr- irtækinu. Áfram verður boðið upp á alla almenna prentþjónustu auk stönsunar, auglýsingagerðar og litljósritunar. Prentsmiðjan er til húsa í Laufbrekku 28 (Dalbrekkumeg- in) og er opin alla virka daga frá kl. 8-18 og frá 10-16 alla laugardaga. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓLAFUR Guðlaugsson og Bjarni Þ. Bjarnason eigendur Skemmuprents í Kópavogi. Greiðslur úr sjóð- um launafólks dragist ekki frá skaðabótum EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Alþýðuflokki-Jafnaðar- mannaflokki Islands: „Flokksstjórnarfundur Alþýðu- flokksins-Jafnaðarmannaflokks Is- lands, haldinn 16.2. 1999 skorar á ríkisstjóm Islands að hverfa nú þegar frá þeirri fyrirætlan að hegna launafólki fyrir sparnað sinn í lífeyris- og sjúkrasjóðum verka- lýðshreyfingarinnar. Með frum- varpi til breytinga á skaðabótalög- um er stefnt að því að lögfesta þá reglu að greiðslur úr þessum sjóð- um skuli koma til frádráttar skaða- bótum launafólks sem verður fyrir alvarlegum slysum. Sjóðir launa- fólks eru og hafa ætíð verið eign launafólks og þeim er ekki ætlað að spara tryggingafélögunum út- gjöld.“ 30 ára af- mæli Breið- holtsskóla NÚ stendur yfir 30. starfsár Breiðholtsskóla. Fyrsti skólinn í Breiðholtinu hóf starfsemi sína 24. september 1969. Breiðholts- skóli er einsetinn, heildstæður grannskóli í Breiðholti 1. I skól- anum era 570 nemendur í 28 bekkjardeildum. Kennarar skól- ans eru 47 og aðrir sem starfa á dagvinnutíma eru 21. I tilefni afmælisins standa skólinn og foreldrafélagið fyrir afmælisfagnaði laugardaginn 20. febrúar. Skólinn verður opinn frá kl. 12-16 þann dag. Margt verður til skemmtunar og má í því sambandi nefna að sýning verður á verkum nemenda 1.-7. bekkjar. Nemendur 9. bekkjar opna kaffihús þar sem foreldrar og aðrir gestir geta keypt sér kaffi og meðlæti. Foreldrafélag- ið verður með skemmtun og leiki í íþróttasalnum, Lúðrasveit Ar- bæjar- og Breiðholts leikur, nemendaskemmtun verður í samkomusal, fjöltefli, hand- verkssýning o.fl. Einnig verður sýning á gömlum bekkjarmynd- um og er það hvatning til eldri nemenda að koma og rifja upp gamla daga. Veglegt afmælisrit hefur verið gefið út af þessu til- efni og þar greinir frá þróun skólans á þessu 30 ára tímabili allt frá upphafi og til dagsins í dag. „Það er ósk skólans að sem flestir sjái sér fært að koma í skólann þennan dag, ekki síst fyi-rverandi nemendur og starfs- fólk ásamt öðrum velunnuram skólans,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Uppboð á herrabindum UPPBOÐ á herrabindum þjóð- þekktra karlmanna verður haldið til styrktar krabbameinssjúkum börnum í Kringlunni á morgun, laugardaginn 20. febrúar. Að uppboðinu stendur JC-hreyfingin (Junior Chamber) í samvinnu við Styrktarfélag krabbmeinssjúkra barna. í fréttatilkynningu segir að hátt í 40 karlmenn hafi gefið bindi til styrktar þessu málefni og þar á meðal séu Örn Árnason, Þórhallur Gunnarsson, Kári Stef- ánsson, Halldór Ásgrímsson, Arnór Guðjohnsen, Gaui litli, Einar Stefánsson Everestfari og Herbert Guðmundsson. í tilkynningunni segir að öll bindin hafi einhverja sögu á bak við sig: Gaui litli: „Ég keypti þetta ávaxtabindi til að minna mig á mikilvægi holls mataræðis. Bindi þetta hef ég svo borið í veislum hérlendis sem erlendis". Herbert Guðmundsson: „Þetta bindi eignaðist ég fyrir söngvakeppni framhaldsskólanna í Laugar-dalshöll árið 1997. Og það þrælvirkaði, enda frábær sal- ur að hlusta og mikil stemmn- ing.“ Arnór Guðjohnsen: „Þetta bindi fékk ég fyrir að vera kosinn maður leiksins í leik með Bor- deaux á móti Toulon 1991 í Frakklandi." Fyrirlestur um hrygningu, klak og haf- rannsoknir TVEIR fyrirlestrar á vegum Hollvinasamtaka Háskóla Is- lands verða laugardaginn 20. febrúar í sal 3 í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 14. Fyrirlesarar verða Jóhann Sigurjónsson for- stjóri Hafrannsóknastofnunar og dr. Guðrún Marteinsdóttir fisk- vistfræðingur. Hrygning, klak og nýliðun þorsks er yfirskrift fyrirlestrar Guðrúnar. I erindinu verður fjall- að um sveiflur í árgangastyrk þorsksins síðastliðna áratugi. Jóhann nefnir sinn fyrirlestur Hafrannsóknir á nýrri öld. I er- indinu verða rædd líkleg verkefni á næstu áram, m.a. í ljósi tækninýjunga sem talið er að styrki rannsóknir er lúta að grundvelli fiskveiðiráðgjafar. Að loknum fyrirlestram verða umræður. Fyrirlestrarnir era ætlaðir almenningi og aðgangur er ókeypis. Með fullri reisn í Loft- kastalanum NEMENDAFÉLAG Fjölbrauta- skólans í Breiðholti sýnir um þessar mundir leikritið Með fullri reisn í Loftkastalanum. Sýningin byggist á kvikmyndinni „Full Monty“ sem sýnd var í kvik- myndahúsum borgarinnai' á sl. ári. Leikstjóri er Guðmundur R. Kristjánsson og sá hann einnig um handritsskrif og þýðingar á söngtextum. Ástrós Gunnars- dóttir sá um dansa og um tónlist- arstjóm sá Matthías Matthíasson með dyggri aðstoð hljómsveitar- innar. Hana skipa, auk Matthías- ar, Pétur Öm Gunnarsson, Krist- inn Gallagher og Ingólfur Sig- urðssyon. Leikarar era 17 talsins, frá 7-22 ára en alls koma 40 manns að sýningunni. Næstu sýningar verða í dag, föstudag, og á morgun, laugar- dag. Síðasta sýning verður laug- ardaginn 27. febrúar. Sýningar hefjast kl. 20. Miðasala er í Loft- kastalanum. Ný sljórn Félags ís- lenskra fræða AÐALFUNDUR Félags ís- lenskra fræða var haldinn hinn 11. febrúar sl. Á aðalfundi var kosin ný stjóm og hana skipa: Ái-mann Jakobsson formaður, Steinunn Inga Óttarsdóttir ritari, Örn Hrafnkelsson gjaldkeri, Sig- ríður Baldursdóttir varaformað- ur, Eiríkur Guðmundsson vara- ritari og Guðrán Theódórsdóttir varagjaldkeri. Undanfarin fjögur ár hefur stjórn félagsins verið skipuð þeim Guðránu Nordal formanni, Sveini Yngva Egilssyni ritara og Guðbirni Sigunnundssyni gjald- kera. Á aðalfundi kom fram að fjárhagsstaða félagsins er sterk og voru samþykktir inn í félagið allmargir nýir félagar. Stofnfundur Búmanna á Suðurlandi STOFNFUNDUR Búmanna á Suðuriandi verður haldinn í fé- lagsheimilinu Aratungu, Reyk- holti, Biskupstungnahreppi, laug- ardaginn 20. febrúar kl. 14. I fréttatilkynningu segir: „Búmenn er félag um nýjar leið- ir í húsnæðismálum fólks 50 ára og eldra. Félagið mun með nýj- um lögum um búseturéttarfyrir- komulag geta boðið félagsmönn- um öðruvísi og léttari fjármögn- un frá Ibúðalánasjóði. Markmið félagsins er að auka jöfnuð í húsnæðismálum með því að afla félagsmönnum góðs og hag- kvæms húsnæðis með því að byggja eða kaupa húsnæði sem nýtist félagsmönnum. Félagið mun hafa umsjón með rekstri íbúðarhúsnæðis sem félagsmenn nýta og þeim verður tryggð ótímabundin afnot að íbúðum gegn kaupum á eignarhluta í þeim. Félagið mun útvega lán til byggingarframkvæmda og rekstrar á þeim íbúðum sem fé- lagjð annast.“ Á fundinn koma m.a. formaður félagsins, Guðrán Jónsdóttir, arkitekt og Reynir Ingibjartsson, starfsmaður þess. Einnig munu forvígismenn sveitarfélaga og fé- lagasamtaka eldri borgara á Suð- urlandi koma á fundinn. Einnig verða kynntar mögulegar stað- setningai' byggða Búmanna á Suðurlandi. Fundir um ábyrgð og nýja námskrá SKÓLA- og fræðslunefnd Sjálf- stæðisflokksins efnir til tveggja op- inna funda um skólamál í næstu viku. Mánudaginn 22. febrúar verður umræðufundur sem ber yfirskrift- ina Okkar skylda - þeirra skylda. Ingvar Sigurgeirsson, deildarforseti framhaldsdeildar KHÍ, Hildur Frið- riksdóttir blaðamaður og Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafé- lags Islands, flytja erindi sem tengjast umræðunni um aga, upp- eldi og ábyrgð í íslenskum skólum. Fundarstjóri verður Guðrán Zoéga, verkfræðingur. Fimmtudaginn 25. febráar ræða Björn Bjarnason menntamálaráð- herra, Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður þingflokks sjálfstæðis- manna og Helgi Árnason skólastjóri um endurskoðun námskráa á öllum skólastigum og um önnur forgangs- verkefni í menntamálum. Yfirskrift þess fundar verður Nýjar námskrár - betri skóli. Fundarstjóri verður Þorvarður Elíasson, rektor Verzl- unarskóla íslands. Báðir fundirnir verða haldnir í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst kl. 17.15. Stefnt er að því að þeim Ijúki kl. 18.30. Umræður og fyrir- spurnir verða leyfðar eftir fram- söguerindi á báðum fundunum. ín er komin út 17. febrúar-2. mars Bráðavaktin tekur breytingum. Mikki Mús í nýrri teiknimynd. Kíkt inn hjá Fóstbræðrum. í Dagskrárblaðinu þínu. Dagskráin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.