Morgunblaðið - 19.02.1999, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
<
1000 ára vand-
inn árið 2000!
Nú líður senn að aldamótum og raddir
hafa heyrst sem spá hamförum og jafn-
vel heimsenda árið 2000. Flestir taka
slíkum hrakspám létt og af spaugsemi.
Ymislegt bendir þó til að hugmyndina
megi rekja langt aftur í aldir allt til
ársins 1000 þegar miklar náttúruham-
farir urðu í allri Evrópu og e.t.v. víðar.
Ottinn sem fylgdi í kjölfarið hafði,
segir Margrét Þorvaldsdóttir, víðtæk
áhrif næstu aldir og má jafnvel greina
anga hans enn í dag.
í UPPHAFI ársins 1000 varð
hræðleg hugursneyð í allri Evr-
ópu og í kjölfarið gengu smitfar-
aldrar. Það var sem hefndareng-
ill og herfylki hans hefðu brugðið
brennandi brandi yfir þriðjung
mannkyns, segir franski sagn-
fræðingurinn og rithöfundurinn
Paul Christian í bók sinni „The
Magic“ og vitnar þar í samtíma-
heimildir. I annálum frá seinni
hluta 10. aldar og fyrri hluta 11.
aldar er mjög mikið af
furðusögnum og lýsingum á al-
gjöru niðurbroti á veraldlegu og
andlegu siðferði, og gátu hinir
vitrastu menn ekki fundið á því
neina skýringu. Samkvæmt forni
trú var hægt lesa örlög heimsins
úr litrófi himinhvolfsins. Af þeim
ástæðum var halastjarna og næt-
urgeislar hennar talin boða hætt-
ur til allra landa; fall prinsa,
blóðugar orrustur, smitfaraldra,
hungursneyð, flóð og hættulega
eldsvoða.
Árið 1000 birtist risavaxin
halastjama á himni. Paul Christi-
an vitnar í munkinn Glaber sem
greindi frá því að halastjarnan
hefði verið á himni í þrjá mánuði,
frá sólarlagi til sólarupprásar.
Birtan frá henni var svo sterk að
hún skyggði á birtu allra annarra
stjama. A nokkrum stöðum
rigndi svo miklu magni af stóram
steinum að haugar mynduðust á
opnum svæðum. A öðram stöðum
virtust landamerkjasteinar hafa
dregist úr jörðunni af óþekktu
aíli og fundust síðan langt frá sín-
um uppranalega stað.
Evrópa upplifði alls kyns óút-
skýranleg fyrirbrigði. Hér og þar
urðu jarðskjálftar og eldgos og á
öðrum stöðum stórbrunar af
óþekktum orsökum. Róm brann
nánast til ösku og Napólí eyddist
næstum af gosi frá Vesúvíusi.
Eftir að dregið hafði úr hryllingi
náttúrahamfaranna, sat eftir í
huga fólks ótti við Satan sjálfan,
en samkvæmt fomri trú var
hann talinn stjórna voðaverkum.
Kristnin fann sig knúna til að
fylgja eftir þessari nýju vakn-
ingu ráðvilltra sálna þótt ekki
væri til annars en að koma í veg
fyrir að Satan kæmi algjörlega í
stað Guðs.
Paul Christian segir að hörm-
ungar ársins 1000 hafi hróflað
svo rækilega við trúarlífi fólks að
það hafi verið tilbúið að deila
trúnni jafnt við altar guðs hins
illa og guðs réttlætisins. Hin
kristna kirkja leitaði eftir mála-
miðlun við þessa nýju trúar-
hreyfingu með því að helga guði
kirkjur innan dyra, en skreyta
þær utan dyra með veggmynd-
um og styttum af ógnandi óvætt-
um hins illa, eins og enn má sjá á
veggjum kirkna frá miðöldum.
Miðaldaklerkar skynjuðu vel
hvernig hægt væri að færa sér í
nyt hinar vinsælu höggmyndir.
Þeir tóku sem köllun að leiða
hinar fáfróðu sálir í allan sann-
leik um hinn mikla her málaðra
og úthögginna óvætta sem þeir
sögðu sitja um helga staði.
Christian segir að þessi villi-
mannlega goðafræði sé upphafið
að „witchcraft" eða fjölkynn-
gifári miðalda. Ahrifamáttur
þessarar nýju trúar var svo mik-
ill, að langt fram eftir öldum voru
margir miðaldaklerkar upptekn-
ari af Satan en Guði.
í ljósi atburða sem urðu í Evr-
ópu um árið 1000, og ekki er ólík-
legt að náð hafi hingað með
ferðaglöðum fornmönnum, fá
ummæli Snoma goða og hinna
heiðnu manna er tekist var á um
kristnitökuna á Þingvöllum, al-
veg nýja og skýrari merkingu. I
Kristni sögu segir: Þá kom mað-
ur hlaupandi og sagði að jarðeld-
ur var upp kominn í Ölfusi og
mundi hlaupa á bæ Þorodds
goða, en hann bjó á Hjalla í Ölf-
usi. Heiðnir menn sögðu það ekki
undur að goðin reiddust. Mælti
þá Snorri goði, sem tekið hafði
kristna trú: Um hvað reiddust
goðin þá er hér brann hraun það
sem vér nú stöndum á?
Sögnin um halastjörnuna er
ekki úr lausu lofti gripin, hennar
er víðar getið í rituðum heimild-
um og sögnum. A Bayeux-tepp-
inu fræga frá 11. öld era myndir
af cómetu eða halastjörnu sem
litið er á sem slæman fyrirboða
tengdan dauða Haraldar kon-
ungs. Halastjarna þessi er nú
talin vera Halley sem hér sást
síðast árið 1986. í bókinni
Halley’s Comet segir að árið
1066 hafi halastjaman sést á
himni frá apríl til júní er Vil-
hjálmur hertogi af Normandí var
að undirbúa árás á England. En
þar sem Halley er sögð sjást
aðeins á 70 ára fresti, gæti hin
óvenjulega skæra stjarna sem
birtist á himni árið 1000 verið ein
af þessum óþekktu halastjörnum
sem koma öllum að óvörum á
nokkur hundrað eða jafnvel
nokkur þúsund ára fresti.
Þó að ekki sé ljóst hvers konar
halastjarna lýsti upp næturhim-
inninn árið 1000, kom hún slíku
umróti á hugi manna að við bú-
um að því enn í dag. Þó að fáir
trúi á heimsenda er grunnt á
þeirri hugsun að okkur hljóti að
hefnast fyrir margt hið góða sem
við njótum. Stjómmálamenn
minna ötulir á að góðærinu fylgja
verri tímar. Hversu margir ótt-
ast ekki að góðu sumri hljóti að
íylgja slæmt sumar að ári.
Getur verið að vandinn, trú-
girni og vanþekking fólks, sem
valdastéttimar nýttu sér í kjölfar
náttúrahamfara ársins 1000, eigi
sér bergmál nú við upphaf ársins
2000? Mannlegt eðli hefur ekki
breyst, aðeins áherslurnar, trú
og tækni.
Höfundur er blaðaniuður
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Athugasemd
í SÍÐASTA þætti Jónasar
Jónassonar ræddi útvarps-
maðurinn við tónlistar-
konu á Hornafirði á þann
hátt að gagnrýnisvert er.
Þar voru rifjuð upp erfið
fjölskyldumál á fyrstu
tveim árum ævi hennar. I
þættinum bar konan sakir
á fyrri fósturmóður, t.d.
spyrjandi: „Var konan
vond við þig?“ Svar: „Já,
hún var það“ (tekið dæmi
um innilokun í kjallara).
Spyrjandi: „Er þessi kona
á lífi?“ „Hvernig heldurðu
að henni líði?“ Það er
kjarni málsins, að umfjöll-
un um viðkvæm einkamál,
sem ýfa upp sár hjá aðil-
um, sem hafa verið
viðriðnir þau, eiga ekkert
erindi í fjölmiðla. Þó Jónas
sé ágætur þáttagerðar-
maður á hann ekki að tjá
sig í ímynd sjálfræðings
eða sálgreinanda. Honum
bar að fella út ósannaðar
sakir viðmælanda síns,
sem annar viðkomandi
ættingi kann að hafa inn-
rætt henni í æsku. Aðgát
skyldi höfð í nærveru sál-
ar, lasburða, gamallar
konu, sem hlustaði á þátt-
inn.
Hörður Þ. Ásbjörnsson.
Nafnlaus bréf!
HJÁ Velvakanda liggur þó
nokkuð af bréfum sem
send hafa verið án undir-
skriftar. Vill Velvakandi
ítreka það að ekki eru birt
bréf sem eru án upplýsinga
um bréfritara. Til að fá
birtingu í Velvakanda þarf
skilyrðislaust að fylgja með
nafn, heimilisfang og
símanúmer.
Fuglarnir
á Tjörninni
FUGLARNIR á Tjörninni
eru alveg glorhungraðir,
mér skilst að Reykjavíkur-
borg sé alveg hætt að gefa
þeim. Einnig rennur minna
af heitu vatni í Tjömina en
áður og fuglarnir hafa
aðeins smápoll til umráða.
Tvær gæsir og tvær endur
eru þai’ fótbrotnai’ og ein
önd var föst í ísnum i nokki’a
daga þar til starfsfólk Iðnó
tók sig til og losaði hana.
Mér finnst Tjörnin vera
hjarta bæjarins og þar
ganga túristamir framhjá
og hafa mikla gleði af
dýralífinu þai'. Finnst mér
átakanleg sjón að horfa upp
á þetta og hélt ég að Is-
lendingar væru meiri dýra-
vinir en þetta. Vil ég hvetja
fólk til að láta í sér heyra
svo eitthvað verði gert í
þessu máli.
Kristín.
Eftirlaunafólk en
ekki ellilífeyrisþegar
ÉG VIL taka undir tilskrif í
Velvakanda fyrir nokkru
varðandi orðið „ellilífeyris-
þegi“. Það er löngu tíma-
bært að kalla okkur sem
komin erum á eftirlauna-
aldur „eftirlaunafólk" en
ekki „ellilífeyrisþega", sér-
staklega með tilliti til þess
að fjöldi eftirlaunafólks fær
engin „ellilaun" frá Trygg-
ingastofnun, eins og allir
vita.
Heitið „ellilífeyrisþegi" á
sér því ekki stoð þar sem
ellilaun eru miskunnarlaust
skorin niður við trog
stjórnvalda.
Ég var eiginlega rasandi
hissa á menntamálaráð-
herra, þessum mæta manni,
að ætla sér að „láta byggja
menningarmiðstöðvar" út
um allt land. Húsnæði er
áreiðanlega til í flestum
byggðarlögum, og
sannaðist það raunar í
menningarlegum og
skemmtilegum þáttum
Jónasar Jónassonar, sem
hafa verið í útvarpinu und-
anfarið og yfirleitt farið
fram í kirkjum staðanna.
Það er mjög vel við hæfi að
menningin sé stunduð í
kirkjum, eins og tíðkast lika
með mjög miklum ágætum í
höfuðborginni, enda engin
„menningarmiðstöð" í
höfuðborginni. Það væri því
meira vit í því að styðja
menningarstarfið í hinum
ýmsu byggðarlögum í stað
þess að byggja hús.
Hins vegar var ég mjög
ánægð að heyra að Björn
ætlar ekki að selja Ríkisút-
varpið. Ég tel að sala á
Ríkisútvarpinu krefjist
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þá er annað mál sem ég
hef miklar áhyggjur af. Að
skipta Reykjavík í tvö kjör-
dæmi. Það er eindregin ósk
mín að það glapræði verði
ekki framið nema með
samþykki Reykvíkinga.
Til jöfnunar atkvæða bak
við hvern þingmann verður
að fmnast betri aðferð en
sú sem kom fram í fjölmiðl-
um sl. vor og sýndi sig að
flestir, eða allir, voru mjög
ósáttir við.
Hvað ætli New York eða
London sé mörg kjördæmi?
Kona.
Tapað/fundið
Úr týndist
UR týndist vestan frá
Hringbraut að Ásvallagötu
eða þá á Grandavegi að
Grandavegi 47 föstudaginn
12. febrúar. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
552 0545.
Lyklakippa týndist
á Laugavegi
Lyklakippa (sem er
fisklíkneski úr stáli) týndist
hjá Laugavegi 66 eða að
Snorrabraut sl. mánudag
milli kl. 14-15. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
551 5581.
Góð fundarlaun.
Lykiakippa fannst
við Armúla
LYKLAKIPPA fannst við
Armúla 27 í síðustu viku. Á
kippunni er Toyotu-lykill
og húslyklar. Upplýsingar
hjá húsverði eða í síma
550 6432.
Hringur týndist
á Kentucky
HVÍTAGULLSHRING-
UR með demanti í týndist
í janúar, líklega á Kentucy
í Faxafeni, annað hvort
inni eða úti, eða við
Hvammabraut í Hafnarf-
irði.
Skilvis finnandi skili
hringnum á Kentucy eða
hringi í sima 862 9597.
Skíði og stafir týnd-
ust í Bláfjöllum
SKÍÐI og stafir týndust
fóstudaginn 5. febrúar í
Bláfjöllum. Skíðin eru í
brúnröndóttum heima-
saumuðum poka. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 564 5337 eða
861 1295.
20. Rh7+ - Kfö
HVÍTUR leikur og vinnur.
21. Dh5+ og vinnur) 19. f4
- Da5 20. Hxd8 og svartur
gafst upp.
Ibragimov sigraði á
mótinu ásamt landa sínum
Alexander Goldin. Þeir
hlutu 7 v. af 9 mögulegum.
Lettinn Meijers varð þriðji
með 6Vz v.
SKAK
llm.vjón llaiifeir
l’CtUI'SSOII
STAÐAN kom upp á opnu
móti í Genf í Sviss í janúar.
Ildar Ibragim-
ov (2.600),
Rússlandi,
hafði hvítt og
átti leik gegn
Ennio Arlandi
(2.445), Ítalíu.
17. Rxni! -
Kxf7 18. Hxd7!
- Kf8 (18. -
Hxd7 er svarað
með 19. Rg5+!
og síðan 19. -
Dxg5 20.
Dxe6+ - Kf8
21. DI7 mát,
eða 19. - Kf6
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar...
IVIKUNNI héldu KR-ingar upp á
100 ára afmæli hins fornfræga
félags í Vesturbænum. Hafa hátíða-
höld farið fram af minna tilefni, að
mati Víkveija. Þrátt fyrir landlægan
félagaríg á Islandi geta áreiðanlega
allir verið sammála um að KR sé
merkilegasta íþróttafélag landsins.
Engir styðja félag sitt betur í blíðu
og stríðu en KR-ingar.
Mönnum hefur orðið tíðrætt um
það langa hlé sem orðið hefur á því að
KR hafi unnið Islandsmeistaratitilinn
í knattspyrnu. Nú er einmitt liðið 31
ár síðan liðið hampaði titlinum síðast.
Ellert B. Schram nefndi það í viðtali í
tilefni afmælisins, að líklega hefði
mótlætið þjappað KR-ingum betur
saman en hefði þessi tími verið ein
samfelld sigurganga. Þetta era at>
hyglisverð ummæli og sennilega rétt.
Víkverji er ekki mikill spámaður
en eitthvað segir honum að árið í ár
verði ár KR-inga. í haust kemur svo
í ljós hvort hann hefur rétt fyrir sér.
xxx
*
IFYRRA var Kristinn Björnsson
þjóðhetja. Það var maklegt eftir
tvenn silfurverðlaun í Heimsbikai'-
keppninni í svigi. Miklai’ vonh' voru
bundnar við Kristin íýrir yfirstand-
andi keppnistímabil en þær hafa því
miður brugðist.
Víkverji kann því illa hvernig
viðhorf Islendinga til Kristins hefur
breyst við þetta mótlæti. Ólíklegasta
fólk telur sig þess umkomið að hafa
um hann niðrandi ummæli. Víkverji
er þess fullviss að fyrr en seinna nær
Kristinn sér upp úr öldudalnum. Á
meðan á fólk að láta hann í friði.
xxx
RATT íyrir að enn séu þrír mán-
uðir þar til knattspymuvertíðin
hefst fyrir alvöra er Víkverji þegai'
farinn að hlakka til. Engin íþrótta-
grein býður upp á aðra eins skemmtun
og knattspyman. Nú um helgina verð-
ur ársþing KSI haldið í Reykjavík og
þá verða línurnar lagðar fyrir sumaiið.
Þetta verður án efa spennandi sumar
og framundan era nokkrir athyglis-
verðir landsleikir. Frammistaða lands-
liðs okkar í íyrrahaust gefur góð íyrir-
heit. í það minnsta höfum við eignast
landslið sem hefur ánægju af því að
leika knattspymu. Það er fyrsta skref-
ið að stærri sigram.