Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 19.02.1999, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Islenski tónlistinn Útvarpsspilun lykilatriði í sölu hljómplatna FREMUR litlai' breytingar eru á Tónlistanum 5. og 6. viku ársins frá fyrri vikum. Tvær nýjar plötur koma nýjar inn á listann, „My Own Pri- son“ með Creed, sem fer beint í ann- að sætið og „Americana" með Off- spring. Creed hástökkvari vikunnar Aðalsteinn Magnússon markaðs- stjóri tónlistardeildar Skífunnar seg- ir að athyglisvert sé að sjá Era í fyrsta sætinu aðra vikuna í röð. „Þetta er frönsk tónlist, og í rauninni einn maður sem stendur bak við sveitina, Eric Levy. Hérlendis hefur lagið Ameno verið mikið spilað í út- varpi og má fullyrða að það sé aðal- skýi'ingin á miklum vinsældum plöt- unnar.“ Creed er amerísk rokkhljómsveit og að sögn Aðalsteins er hún í ætt við rokksveitirnar Pearl Jam, Korn og Alice in Chains. Lagið „Pretty Fly (For a White Guy)“ með Off- spring er á toppi vinsældalista FM 95,7 og fór einnig á topp breska vin- sældalistans í síðustu viku. U2 að nálgast 12.000 eintök „Safnplatan með U2 er að nálgast 12 þúsund eintaka sölu á íslandi og er að verða mest selda innflutta plata síðustu ára. Einnig er plata Lands og sona ein af fáum plötum frá jólaútgáfunni sem heldur sér í góðri sölu núna eftir áramótin. Annars má segja að útvarpsspilun sé lykilatriði í sölu hljómplatna í dag og hafa efstu plötur listans allar verið mikið spilaðar á öldum ljós- vakans." Nr.; var vikur Diskur Flytjandi Ötgefandi 1. í (1) 3 Era Era Polygram 2. 1 (•) 1 My Own Prison Creed Sony Music 3. i (4) 11 You've Come A Long Way Baby Falboy Slim Sony 4. : (?) 13 Bestof 1980-1990 U2 Polygram 5. : (5) 11 Alveg eins og þú Land og synir Spor 6. ; (16) 10 Pottþétt 14 Ýmsir Spor/Skífan 7. ; (41) 1 Americnna Offspring Sony 8. j (19) 13 Miseducntion of Lauryn Hill Lauryn Hill Sony 9. i (28) 8 Pottþéttt 98 Ýmsir Skífnn 10.! (20) 8 Garage Inc. Mefallica Polygram 11. i (15) 6 My Love is Your Love Whitney Houston BMG 12.: (12) 12 Gullna hliðið Sélin hans Jóns míns Spor 13. j (31) 5 Berrössuð ó túnum Annu Pólíno og Aðolsteinn Dim 14. j (14) 12 Söknuður: Minning um Vilhjólm V. Ýmsir Skífon 15.; (18) 10 Sehnsucht Rammstein Polygram 16.j (30) 2 Pétur Pnn Ýmsir Erkitónlist 17.! (27) 7 Five Five BMG 18. i (29) 2 Evorn, Ces-Best of Evora, Cesaria BMG 19. i (65) 1 Ávoxtakarfan Ýmsir Spor 20. i (9) 7 One's Mariah Carey Sony 21.j (11) 12 Ladies nnd Gentlemen George Michael Sony 22.: (50) 1 Songs From Ally mcBenl Featu Vonda Shepard Sony 23. j (13) 18 Never Say Never Brondy Worner 24.; (•) 4 Pottþétt Ást 2 Ýmsir Spor 25. j (36 3 Moon Snfori Air EMI 26. i (108) 2 Grnn Turismo Cardigans Polygram 27. i (17) 5 Ull Súkkat Súkkatt 28. í (25) 4 This is My Truth Teli Me Yours Manic Street Preachers Sony 29.: (26) 2 Ray of Light Madonna Warner 30.: f) 5 Pottþétt 13 Ýmsir Skífan/Spor Unnið of PiicewoterhouseCoopers í samstorfi við Sombond hljómplötuframleiðendo og Morgunblaðið. Höfðabakka 1, sími 587 2022 Hljómsveitin Blátt áfram leikur og heldur uppi fjörinu bæði föstudags- og laugardagskvöld. Opið til 3.00. Tilvalinn staður fyrir uppákomur af öllu tagi. „Happy-hour“ milli kl. 11-12 á föstudags- og laugardagskvöldum. íþróttaviðburðir í beinni útsendingu á breiðtjaldi. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Amcrískar heilsudýnur í hæsta gæðaflokki Vandaðar sjúkra- og heilsudýnur írá Beautyrest. Sjálfstætt gormakerfi úr tvíhertu stáli. Grensásvegi 3 Sími 568 1144 Moðhaus á Kakóbarnum Geysi í dag Rugludallar og gamlir hippar Hljómsveitin Moðhaus er skipuð ungum mönnum sem hlusta á gamla tónlist. TRAUSTI Laufdal Aðalsteinsson er söngvari Moðhauss og gítai'leikari, Magnús Kjartan Eyjólfsson er líka gítarleikari og styður Trausta með baki-öddum, bassaleikarinn heitir Þorsteinn Kristján Haraldsson og trommari sveitai'innar er Arnar Ingi Viðarsson. Þeir leika á Síðdegistón- leikum Hins hússins og Rásar 2 ki. 17 í dag, þar sem frumsamin lög eftir Trausta verða í aðalhlutverki. - Er búið að ferma ykkur strák- ana? „Já, já, við erum á 15. og 16. ald- ursári," segir Trausti. „Við höfum spilað saman í tvö ár, alveg heillengi. Við byi-juðum fyrst að æfa fyrir hæfileikakeppni grunnskólanna, Skrekk, í hitteðfyrra. Núna æfum við alltaf einu sinni til tvisvar í viku, og meira fyi-h' tónleika." - Og hvernig tónlist leikið þið? „Rokk. Ekki þungarokk, frekar eins og Oasis. Úppáhalds íslensku hljómsveitirnar okkar eru Maus og Sigur Rós, og svo Cure og Korn. Við hlustum líka mikið á Bítlana." - Er unga fólkið að hlusta á svo gamla tónlist? „Já, ég á örugglega fimmtíu diska með Bítlunum, og hlusta mun meira á gamla tónlist en nýja. Eg er mest undir áhrifum frá John Lennon, Jim Morrison og fleiri gömlum hippum.“ - Er stefnan að verða atvinnutón- listarmenn? „Já, ekki spurning. Við ætlum að taka upp plötu sem fyrst, og reyna að koma okkur á framfæri þannig. Síðan stefnir allt á erlendan markað, þegar maður er kominn með gott efni.“ - Veistu hvað nafnið Moðhaus þýðir? „Við höfum heyrt gamalt hey og líka rugludallur, en fyrir okkur er það tónlistin sem skapar nafnið. Ann- ars erum við dálitlh' rugludallai'." Útlagarnir da^0 leika fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld Alabama Dalshrauni 13, Hafnarfirði E'nn ákr stór 3()()

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.