Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 53 FOLK I FRETTUM MYNDBÖND Sama súpan Ráðgátur (The X-Files Movie)_ Spcnnuinynd ★% Framleiðandi: Chris Carter og Daniel Sackheim. Leiksljóri: Rob Bowman. Handrit: Chris Carter. Kvikmynda- taka: Ward Russell. Aðalhlutverk: Da- vid Duchovny og Gillian Anderson. (117 mín.) Bandarísk. Skífan, febrúar 1999. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Æ U E 5 Ipj ALRIKISLÖGGURNAR Mulder og Scully mæta hér fllefldar til leiks í spánnýrri Ráðgátukvikmynd. At- burðarásin skal ekki höfð eftir hér þar sem ekki er nokkur leið að fá samhengi í hana. Hins vegar má gefa nokkrar vís- bendingar, þ.e. að fyrir koma geim- verur, samsæri, ókennilegar veir- ur, krufningar, valdamiklir menn og gsm-símar. Handritið á líklega mesta sök á því að gera myndina að þeirri þvældu langloku sem hún er. Þar er í senn reynt að höfða til gamalreyndra að- dáenda og bíógesta sem ekkert tO þáttanna þekkja. Þannig er drjúgum tíma varið í að kynna helstu þemu og persónugerðir þáttanna áður en her- legheitunum er geíinn laus taumur- inn. Þá er leitast við að bæta upp fyr- ir endurtekningar fyrri hlutans og öllu til tjaldað. Reynt er að ná upp spennu og dulúð umfram það sem gerist í þáttunum, en sú tilraun mis- tekst hrapallega. Útkoman virðist þannig lítið annað en illa heppnaður Ráðgátuþáttur sem dregist hefur óhóflega á langinn. Heiða Jóhannsdóttir Brjálaður kappakstur Giæfraleikur (Death Race 2000)_______ Spennumvnd ★★V£ Framleiðandi: Roger Corman. Leik- sljóri: Paul Bartel. Handrit: Robert Thom og Ib Melchior. Aðalhlutverk: David Carradine og Sylvester Stallone. (90 mín.) Bandarísk. Skífan, febrúar 1999. Bönnuð innan 12 ára. GLÆFRALEIKUR er bráðskond- in B-framleiðsla úr smiðju Rogers Corman en myndin hefur öðlast ^•■■■■■■i „költ“-nafnbót frá því að hún kom út árið 1975 og prýddi kvik- myndatjöld bandarískra bíla- bíóa. Myndin á sér stað árið 2000, en þá hafa Bandarík- in verið undir stjóm einvalds forseta allt frá „markaðshruninu ‘79“. Hann efnir árlega til kappaksturs sem sjónvarpað er um land allt við mikinn fógnuð, en stigafjöldi kepp- enda ræðst m.a. af því hversu marga vegfarendur menn ná að aka yfir á leiðinni. Sigursælasti keppandinn er hinn grímuklæddi Frankenstein (Da- vid Carradine) en karlremban Joe Viterbo (Sylvester Stallone) íylgir fest á hæla hans. Fyrir köppunum sitja síðan meðlimir andspyrnuhreyf- ingar sem hyggjast afnema ofbeldis- leikinn og steypa forsetanum af stóli. Stíll myndarinnar er skemmtilegur en hann einkennist af sköpunargleði og lummulegri tísku samtímans. Söguþráðurinn er kvikindisleg fantasía sem inniheldur gamansama ádeilu á fjöldamenningu, ofbeldis- dýrkun og önnur samtímamálefni. Myndin er engu að síður ódýr fram- leiðsla en skammast sín ekkert fyrir það og fer út í lélegan „splatter“-stíl í mjög svo ógeðslegum ákeyrsluatrið- um. Leikararnir halda þó alveg virð- ingu sinni og vaskleg frammistaða Sylvesters Stallone í hlutverki óþokkans er hið besta skemmtiefni. Heiða Jóhannsdóttir Ellen talar við Hurley ► VART myndi það teljast til tíðinda að fyrirsætan og eiginkona breska leikar- ans Hugh Grant væri á forsíðu Bazar. Hins vegar þegar forsíðan er kynning á löngu viðtali sem leik- konan Ellen DeGeneris tekur við Hurley er málið óneitanlega meira spenn- andi. Hvað þær stöllur spjalla um í Bazar kemur í Ijós á næstunni en blaðið kemur út vestanhafs 23. febrúar næstkomandi. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.