Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 53 FOLK I FRETTUM MYNDBÖND Sama súpan Ráðgátur (The X-Files Movie)_ Spcnnuinynd ★% Framleiðandi: Chris Carter og Daniel Sackheim. Leiksljóri: Rob Bowman. Handrit: Chris Carter. Kvikmynda- taka: Ward Russell. Aðalhlutverk: Da- vid Duchovny og Gillian Anderson. (117 mín.) Bandarísk. Skífan, febrúar 1999. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Æ U E 5 Ipj ALRIKISLÖGGURNAR Mulder og Scully mæta hér fllefldar til leiks í spánnýrri Ráðgátukvikmynd. At- burðarásin skal ekki höfð eftir hér þar sem ekki er nokkur leið að fá samhengi í hana. Hins vegar má gefa nokkrar vís- bendingar, þ.e. að fyrir koma geim- verur, samsæri, ókennilegar veir- ur, krufningar, valdamiklir menn og gsm-símar. Handritið á líklega mesta sök á því að gera myndina að þeirri þvældu langloku sem hún er. Þar er í senn reynt að höfða til gamalreyndra að- dáenda og bíógesta sem ekkert tO þáttanna þekkja. Þannig er drjúgum tíma varið í að kynna helstu þemu og persónugerðir þáttanna áður en her- legheitunum er geíinn laus taumur- inn. Þá er leitast við að bæta upp fyr- ir endurtekningar fyrri hlutans og öllu til tjaldað. Reynt er að ná upp spennu og dulúð umfram það sem gerist í þáttunum, en sú tilraun mis- tekst hrapallega. Útkoman virðist þannig lítið annað en illa heppnaður Ráðgátuþáttur sem dregist hefur óhóflega á langinn. Heiða Jóhannsdóttir Brjálaður kappakstur Giæfraleikur (Death Race 2000)_______ Spennumvnd ★★V£ Framleiðandi: Roger Corman. Leik- sljóri: Paul Bartel. Handrit: Robert Thom og Ib Melchior. Aðalhlutverk: David Carradine og Sylvester Stallone. (90 mín.) Bandarísk. Skífan, febrúar 1999. Bönnuð innan 12 ára. GLÆFRALEIKUR er bráðskond- in B-framleiðsla úr smiðju Rogers Corman en myndin hefur öðlast ^•■■■■■■i „költ“-nafnbót frá því að hún kom út árið 1975 og prýddi kvik- myndatjöld bandarískra bíla- bíóa. Myndin á sér stað árið 2000, en þá hafa Bandarík- in verið undir stjóm einvalds forseta allt frá „markaðshruninu ‘79“. Hann efnir árlega til kappaksturs sem sjónvarpað er um land allt við mikinn fógnuð, en stigafjöldi kepp- enda ræðst m.a. af því hversu marga vegfarendur menn ná að aka yfir á leiðinni. Sigursælasti keppandinn er hinn grímuklæddi Frankenstein (Da- vid Carradine) en karlremban Joe Viterbo (Sylvester Stallone) íylgir fest á hæla hans. Fyrir köppunum sitja síðan meðlimir andspyrnuhreyf- ingar sem hyggjast afnema ofbeldis- leikinn og steypa forsetanum af stóli. Stíll myndarinnar er skemmtilegur en hann einkennist af sköpunargleði og lummulegri tísku samtímans. Söguþráðurinn er kvikindisleg fantasía sem inniheldur gamansama ádeilu á fjöldamenningu, ofbeldis- dýrkun og önnur samtímamálefni. Myndin er engu að síður ódýr fram- leiðsla en skammast sín ekkert fyrir það og fer út í lélegan „splatter“-stíl í mjög svo ógeðslegum ákeyrsluatrið- um. Leikararnir halda þó alveg virð- ingu sinni og vaskleg frammistaða Sylvesters Stallone í hlutverki óþokkans er hið besta skemmtiefni. Heiða Jóhannsdóttir Ellen talar við Hurley ► VART myndi það teljast til tíðinda að fyrirsætan og eiginkona breska leikar- ans Hugh Grant væri á forsíðu Bazar. Hins vegar þegar forsíðan er kynning á löngu viðtali sem leik- konan Ellen DeGeneris tekur við Hurley er málið óneitanlega meira spenn- andi. Hvað þær stöllur spjalla um í Bazar kemur í Ijós á næstunni en blaðið kemur út vestanhafs 23. febrúar næstkomandi. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.