Morgunblaðið - 19.02.1999, Side 54

Morgunblaðið - 19.02.1999, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Sambíóin, Nýjabíó í Keflavík og Nýjabíó á Akureyri frumsýna Fear and Loathing in Las Vegas. Leikstjóri er Terry Gilliam. RAOUL Duke og dr. Gonzo. Tveir skakkir vinir á ferð Frumsýning ARIÐ 1971 fara tveír ungir menn frá Los Angeles til Las Vegas á rauðum sportbíl, sem er hlaðinn af öllum hugsanleg- um og óhugsanlegum vímuefnum. Yfirskin fararinnar er það að Raoul Duke (Johnny Depp), sem er íþróttablaðamaður, ætlar að skrifa fyrir tímarit um mótorhjóla- kappakstur í eyðimörkinni. Með í för er vinur hans, lögfræðingurinn dr. Gonzo. Ferðin er svo framlengd undir því yfirskini að Raoul ætli að skrifa um ráðstefnu saksóknara. En báðar þessar samkomur verða auka- atriði í bakgrunni myndarinnar. I forgrunni eru vinirnir tveir, sem verða skakkari og skakkari með hverjum klukkutímanum sem líður. Þeir segjast vera að leita að amer- íska draumnum. A vegi þeirra verða lögregla, blaðamenn, fjárhættuspil- arar, kappaksturskappar og puttaferðalangar. Blaðamennska Raouls nær hámarki þegar hann er búinn að leggja hótelherbergið sitt í rúst og ætlar svo að taka viðtal við hreingerningarkon- una. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Hunter S. Thompson; bók sem lýsti ferð sem höfundurinn fór sjálfur til Las Vegas með vini sínum. Thompson varð frægur á sinni tíð um hinn vest- ræna heim sem upphafsmaður „stefnu" blaðamennsku, sem hann sjálfur „Gonzo-journalism“. Sú stefna virtist felast í því að gera það sem Raoul Duke gerir í myndinni: flækjast dópaður og drukkinn á milli og skrifa svo um það sem mann minnti að hefði gerst í full- vissu þess að almennilegur skáld- skapur væri hvort sem er miklu raunsannari en blaðamennska gæti nokkurn tíma orðið. Ljós Hunters S. Thompsons skein skært í bandarískri blaðamennsku og dægurheimi um skeið en þá skrif- aði hann einnig t.d. fræga bók um Hell’s Angels og bókina Better Than Sex. Thompson brann svo út vegna lifnaðarhátta sinna. Hann hefur ver- ið afkastalítill seinni árin en býr á afskekktum og nánast víggirtum bú- garði í Colorado. Hann var titlaður tæknilegur ráðgjafi við gerð þessar- ar myndar. Einn framleiðenda, vin- kona Hunters að nafni Laila Nabu- lisi, á heiðurinn af gerð kvikmyndar- innar og fékk í upphafí Alex Cox, leikstjóra Sid and Nancy, til að leik- stýra myndinni. Cox hvarf frá verk- inu þegar það var komið nokkuð á veg og þá hljóp leikstjórinn Terry Gilliam í skarðið, en hann er vel þekktur fyrir myndir á borð við Fis- her King, 12 Monkeys, Brazil og Time Bandits. „Það að ég tók þetta að mér var annars vegar vegna umfjöllunarefn- isins og hins vegar vegna þess að Johnny Depp ætlaði að leika í myndinni,“ segir Gilliam. „Mér finnst Johnny besti leikari sinnar kynslóðar. Eg held að það sé ekkert sem hann ræður ekki við. Hann er uppátektarsamur, fljótur að hugsa, fyndinn og leggur ótrúlega hart að sér.“ „Það er ótrúiegt að það skuli ekki vera búið að gera mynd eftir þessari bók fyi-r,“ segir Johnny Depp, sem snemma varð áhugasamur um þessa mynd. „Fear and Loathing fjallar um von og geðveiki og um leit að WltilT í m arið i97lað amerísk;i kallaði einhverju til að trúa á. Mér finnst þetta frábær saga, sem ég held að muni koma fólki til að hlæja og hugsa, en þetta er líka saga sem skýtur fólki skelk í bringu og vekur viðbjóð.“ „Ef maður les ekki milli línanna í myndinni og bókinni eru þeir bara tveir brjálæðingar en ég held að þetta risti dýpra en það. Þeir eru týndir, fullir af ótta og viðbjóði og það er slæm blanda," segir Bencio Del Toro, sem bætti á sig 20 kílóum til að geta leikið dr. Gonzo. Meðal aukaleikara sem bregður fyrir í myndinni eru Cameron Diaz, Harry Dean Stanton, Tobey Maguire, Mark Harmon, Debbie Reynolds, Lyle Lovett, Gary Busey, Christina Ricci, Michael Jeter og Ellen Barkin. Svo er hún full af tón- list tímabilsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.