Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 60
hJÉF KOSTABÓK með vaxta þrepum @ BliNAIMRBANKlNN fRtvgtmftlflifeife MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1, 103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 569 1181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Viðbúnaður á Yestfjörðum vegna hættu á snjóflóðum Hús rýmd í Bolungarvík, Súðavík og á Ísafírði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson SVANA Þórðardóttir og Magni Guðmundsson fyrir utan hús sitt í Seljalandi, sem þau þurftu að rýma seint í gærkvöld. Magni rekur Netagerð Vestfjarða, sem einnig þurfti að rýma vegna snjóflóðahættu. NOKKUR hús voru rýmd seint í gærkvöld á Ísafírði, í Súðavík og Bolungarvík vegna hættu á snjó- flóðum. Tilmælin um rýmingu voru gefín út eftir samráð Veðurstofu ís- lands við sýslumanninn á ísafírði og sýslumanninn í Bolungarvík. Magni Guðmundsson, sem þurfti að yfir- gefa hús sitt í Seljalandi á ísafirði ásamt eiginkonu sinni, Svönu Þórð- ardóttur, kvaðst ókvíðinn og taldi fullmikla taugaveiklun ráða ferð- inni. Veðurstofan spáði klukkan hálf- ellefu í gærkvöldi ofsaveðri á Norð- urlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Gert var ráð fyrir að víða myndi bresta á stormur og jafnvel rok í nótt og vænta mætti ofanhríðar og skafrennings á norðanverðum Vest- fjörðum, Norðurlandi og Norðaust- urlandi. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu var lægð, sem spáð var *■ að myndi ná 945 millibörum, við landið. Lægðin er mjög kröpp vegna mikils kulda vestan við hana, djúpt norður af landinu, og þrýsti- línur þéttar. Búist er við að þegar hún nær fullrí dýpt fyrir hádegi í dag verði hún mjög hægfara norður af Melrakkasléttu. Um lágmarksrýmingu að ræða Vegna óveðursspárinnar var haldinn samráðsfundur á Veður- stofu Islands á hádegi í gær. I fram- haldi af því var ákveðið að hafa vakt allan sólarhringinn. Klukkan átta í gærkvöld tilkynntu síðan Veður- stofan og sýslumaður á Isafírði rýmingu húsa undir Seljalandshlíð á -4»- Isafirði og Súðavíkurhlíð í gömlu Súðavík. Að sögn lögreglunnar á Isafírði var haft samband við við- komandi íbúa um kvöldmatarleytið og þeir beðnir að rýma hús sín sem fyrst og í síðasta lagi kl. 23:00. Um er að ræða „lágmarksrým- ingu“ en aðeins er búið í tveimur húsanna sem rýma átti; í Seljalandi og Engi. Auk þess skyldi rýma tvö fyrirtæki: Netagerð Vestfjarða og Steiniðjuna. Um ellefu-leytið var bætt við rýmingu á reit, sem nær yfir Hesthúsahverfið á Búðatúni í Hnífsdal. Hafði ekki miklar áhyggjur af snjóflóði Hús þeirra Magna Guðmunds- sonar og Svönu Þórðardóttur er undii' Seljalandsmúlanum og því þótti ráðlegast að þau flyttu sig um set á meðan hættan liði hjá. Magni sagði í samtali við Morg- unblaðið rétt fyrir miðnætti í gær að nóttin legðist bara vel í sig enda væri veður gott, engin snjókoma, lítill vindur og skyggni þannig að sæist um allan fjörð. Hann sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að flóð félli, að minnsta kosti ekki mið- að við snjóinn í hlíðinni í gær. Magni og Svana hafa búið í Selja- landi frá 1991 og hafa nokkrum sinnum þurft að yfirgefa heimili sitt áður vegna snjóflóðahættu en til allrar hamingju hefur aldrei fallið flóð að húsinu í þeirra tlð. Rýming húsa í Bolungarvík var tilkynnt rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld. Um er að ræða rýmingu á húsum á tveimur svæðum, sam- tals átta íbúðarhúsum. Einnig er öll umferð um hesthúsin í Bolungarvík bönnuð án samráðs við lögreglu. Að sögn lögi’eglunnar í Bolungarvík voru íbúar heldur tregir til að yfii'- gefa híbýli sín í gærkvöld. Þingflokkur Samfylking- arinnar stofnaður NYR sautján manna þingflokkur Samfylkingarinnar var formlega stofnaður í gær. Rannveig Guð- mundsdóttir var kjörin formaður hans, Ragnar Arnalds varaformaðm' og Guðný Guðbjörnsdóttir ritari. Þingflokkar Alþýðubandalags, jafnaðarmanna og Samtaka um kvennalista héldu síðustu fundi sína í þingflokksherbergjum í Alþingishús- inu í gær. Að þeim loknum fóru þing- mennirnh' allir til fundarherbergis Alþingis í Þórshamri og kusu sér stjórn. Allir þingmenn Þingflokks jafnað- armanna og Alþýðubandalags gengu til liðs við hinn nýja þingflokk. I þingflokki Kvennalista voru aðeins eftir tvær konur, þær Guðný Guð- björnsdóttir og Kristín Halldórsdótt- ir, en samkvæmt reglum Alþingis þarf að minnsta kosti tvo þingmenn til að mynda þingflokk og því var hann sjálfkrafa lagðm- niður. Kristín segist ekki hafa ákveðið hvort hún finni sér nýjan samastað á Alþingi og segist ekkert vera að flýta sér að því. ■ Einhver/4 ---------------- Noregur og vetni ísland fái ekki forystu FRUMKVÆÐI íslands í vetnismál- um ætti að ýta alvarlega við Noregi, og verkefni Norsk Hydro með DaimlerChrysler og Shell um að vetni komi í stað mengandi orku- gjafa í bílum og bátum vekur eftir- tekt í Noregi, segja talsmenn um- hverfissamtakanna Bellona, og bæta við að Island megi ekki ná for- ystu í þessu efni. Enginn vafi er á að vetni verður mikilvægasti orkugjafi næstu aldai’ en í olíulandinu Noregi er lítill áhugi á því, jafnvel þótt möguleik- arnir séu margvíslegir, segir Frederic Hauge, talsmaður Bellona. „Ef við gætum okkar ekki verður það ísland en ekki Noregur sem verður stærsti orkusalinn í Evr- ópu,“ segir Hauge í samtali við norska blaðið Aftenposten. Ferja milli Þorláks- hafnar og Aberdeen? VERIÐ er að kanna hvort raunhæft er að efna til ferju- siglinga milli Þorlákshafnai' og Aberdeen í Skotlandi. Þetta kom fram þegar Alfreð Þor- steinsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, kynnti viljayíirlýsingu borgarinnar og Ölfushrepps um samstarf á borgai'stjórnarfundi í gær. Alfreð Þorsteinsson sagði í samtali við Morgunblaðið að könnunin væri á frumstigi. Fyr- h' hendi væru nauðsynleg hafn- armannvirki í Þorlákshöfn og hefur skoskt fyrirtæki sem rek- ur bíl- og farþegaferjur tekið að sér að kanna málið. Alfreð segir aðeins taka tvo daga að sigla milli staðanna. Hefja mætti sigl- ingai' árið 2000. Fasteignasalar skora á ráðherra að grípa til aðgerða vegna tafa hjá íbúðalánasjóði Tap blasir við viðskiptavinum STJÓRN Félags fasteignasala hef- ur sent Páli Péturssyni félagsmála- ráðherra skeyti þar sem segir að ófremdarástand ríki á fasteigna- markaðnum og krefst stjórnin þess að ráðherra grípi tafarlaust til að- gerða vegna langvarandi tafa á af- greiðslu umsókna hjá íbúðalána- sjóði. Dæmi um að ekki sé mögulegt að halda kaupsamning „Stjórn Félags fasteignasala krefst þess að nú þegar verði grip- ið til viðeigandi aðgerða til að forða þeim aðilum sem hagsmuna hafa að gæta frá óþægindum og yfirvofandi fjárhagslegu tjóni. Stjórn Félags fasteignasala átelur harðlega að yfirlýsingar tals- manna íbúðalánasjóðs um hnökra- lausa afgreiðslu umsókna eigi ekki við rök að styðjast," segir m.a. í skeytinu sem sent var ráðherra á miðvikudag. Páll sagði í gærkvöldi að hann vonaðist til að biðlistinn, sem myndast hefði hjá sjóðnum, tæmdist um helgina. Jón Guðmundsson, formaður Fé- lags fasteignasala, segir að ef þessu verði ekki kippt í liðinn sem fyrst muni ekki líða á löngu þar til fólk í fasteignaviðskiptum geti orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Er málum svo komið samkvæmt upplýsingum Jóns að dæmi eru um að komið sé að afhendingu fasteigna þar sem ekki er mögulegt að halda kaup- samning vegna langvarandi tafa. „Þetta er því farið að hafa áhrif á eðlileg lögskil eigna,“ segir hann. „Við höfum verulegar áhyggjur af því ófremdarástandi sem ríkir á markaðnum í dag. Það gengur mjög illa að afgreiða umsóknir við- skiptavina okkar sem standa í fast- eignaviðskiptum og við erum mjög uggandi vegna hagsmuna þessa fólks, óþæginda sem það hefur orð- ið fyrir og yfirvofandi fjárhagslegs tjóns sem getur hlotist af þessu," segir Jón. Biðlistinn kláraður um helgina Páll Pétursson segist vonast til að biðlisti sá sem myndast hefur eftir þjónustu Ibúðalánasjóðs klárist um helgina. „Hann er orð- inn til vegna þess að tæknibúnaður hefur bilað alltof oft. Það er unnið að því að kippa því í lag.“ Páll segist ekki telja að yfiiTnenn Ibúðalánasjóðs hafi gefið rangai' upplýsingar um afgreiðslu mála frá sjóðnum. „Eg held að menn hafi sagt frá ástandinu eins og það var hveiju sinni og greint rétt frá því.“ Páll segir að ef erfiðleikarnir haldi áfram komi til greina að skipta um móðurtölvu Ibúðalána- sjóðs, sem er orðin tíu ára gömul og var á sínum tíma fengin frá Húsnæðisstofnun, en það sé mikil fjárfesting. Páll segir að starfsmenn Ibúða- lánasjóðs hafi staðið sig mjög vel í erfiðleikunum og lagt fram mikla vinnu. Hann segist ekki sjá að hægt sé að draga neinn til ábyrgð- ar vegna málsins. „Eg sé ekki hvernig hægt er að fara að lumbra á tölvunni, þannig að ég held að það komi ekki til.“ ■ Ofremdarástand/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.