Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 13
AKUREYRI
Sigurgeir og Bylgja á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit hlutu landbúnaðarverðlaun 1999
ÓLI Búi, eitt besta nautið á Hríshóli, fúlsar ekki
við tuggunni úr hendi Sigurgeirs.
FEÐGARNIR, Hreinn og Sigurgeir,
við kornskurðarvélina.
ERNA, 15 ára heimasæta á Hrfshóli, er dugleg að
hjálpa pabba sínum, en Bylgja, húsmóðirin á heim-
ilinu, er við nám í Reykjavík.
„Ég er auðvitað mjög stoltur og
ánægður með þessa viðurkenn-
ingu,“ sagði Sigurgeir Hreinsson,
bóndi á Hríshóli, sem ásamt eigin-
konu sinni, Bylgju Sveinbjöms-
dóttur, hlaut landbúnaðarverðlaun
1999 fyrir árangursrík störf í þágu
landbúnaðar sem afhent voru við
setningu Búnaðarþings. „Ég er
auðvitað ekki dómbær á hvort valið
var rétt. Ég tel hins vegar í þessu
eins og öðru rétt að vekja athygli á
því sem vel er gert, það er gott fyr-
ir landbúnaðinn að vekja athygli á
góðum hlutum, en viðurkenningin
kom okkur skemmtilega á óvart.“
Þau Sigurgeir og Bylgja tóku al-
farið við rekstri búsins um áramót
1995 og 1996, en höfðu áður, eða í
15 ár, búið félagsbúi með foreldr-
um Sigurgeirs, Hreini Kristjáns-
syni og Emu Sigurgeirsdóttur.
Sigurgeir ólst upp á Hríshóli en
foreldrar hans byggðu jörðina upp,
fluttu þangað úr Fellshlíð árið 1961
en þá jörð höfðu þau einnig byggt
upp frá gmnni. Þau Sigurgeir og
Bylgja eiga þrjú börn, Elmar, 17
ára, sem stundar nám og vinnu á
Akureyri, Emu, 15 ára nema í
Hrafnagilsskóla og Eydísi, 2 ára.
Bylgja stundar nám við Iðnskólann
í Reykjavík, er á öðm ári í fata-
hönnun og mun útskrifast sem
kjólameistari eða klæðskeri að því
loknu. Þær mæðgur, Bylgja og Ey-
dís, dvelja því að vetrinum í
Reykjavík en Sigurgeir og Ema
era heima á Hríshóli. A hinum
bænum era þau Hreinn og Ema
sem veita aðstoð eftir mætti, en
mikil þátttaka Sigurgeirs í félags-
málum veldur því að foreldrar hans
taka virkan þátt í búskapnum.
Hann er m.a. formaður Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar og hefur
setið í stjóm þess um árabil. Þá sat
hann lengi í sveitarstjórn og var
Hreinleikinn okkar
vopn í framtíðinni
oddviti um tíma, en
einnig má nefna að
hann var lengi í
stjóm Ungmenna-
sambands Eyja-
fjarðar.
A Hríshóli er
fyi-st og fremst rek-
ið kúabú, 40 kýr og
40-50 kálfar og
geldneyti, en fram-
leiðsluréttur búsins
er 165 þúsund lítrar.
Þá era þau með um
100 kindur og nokk-
ur hross.
Hreinleiki íslensks
landbúnaðar
I æsku ætlaði
Sigurgeir sér ekki
að verða bóndi, en
um 5 ára aldur lýsti
hann því yfir að
hann ætlaði að
SIGURGEIR í fjósinu á Hríshóli með Hæru og
verða trésmiður og
leikari og reykja
pípu þegar hann
yrði stór. Þá ákvörðun má rekja til
aðdáunar á fóðurbróður hans, sem
var flinkur trésmiður, og heim-
sóknar Þráins Karlssonar, leikara
á Akureyri, í Hríshól, sem honum
fannst mikið til koma. Fátt gekk
þó eftir í þeim efnum en árið 1977
útskrifaðist hann sem búfræðing-
ur frá Hvanneyri. Aður en hann
snéri að nýju til átthaganna vann
hann m.a. tvö sumur á búum í
Noregi.
Sigurgeir er sannfærður um að
framtíð landbúnaðar á Islandi sé
björt, þótt vissulega séu ýmis
vandamál uppi sem taka þurfi á
líkt og í fleiri atvinnugreinum.
„Ég er alveg viss um að hreinleiki
Morgunblaðið/Kristján
hundinum Brúnó.
íslensks landbúnaðar á eftir að
verða okkar vopn í framtíðinni. ís-
lenskar búvörur munu standast
samkeppni við sambærilegar vör-
ur frá útlöndum," sagði Sigurgeir.
Neytendur vilja í vaxandi mæli fá
góða vöru og velta gæðum mikið
fyrir sér. Hann nefndi sem dæmi
að víða um lönd sé skordýra- og
illgresiseitur notað við kornrækt
en óvíst hversu mikið af því gæti
safnast fyrir í mönnum. Rann-
sóknir á heilbrigðissviði snérast í
auknum mæli um það hver áhrif
það og framleiðsla og neysla ým-
issa matvæla hefði á sjúkdóma.
íslenskur menningar-
bakgrunnur sterkur
Þá nefnir Sigurgeir að íslenskur
menningarbakgrannur eigi eftir að
skipta meira máli í framtíðinni, t.d.
í tengslum við ferðaþjónustu og
þar séu margir ónýttir möguleikar.
Margt ferðafólk komi til landsips
vegna menningarsögu þess og ís-
lendingasagnanna. Þannig telur
Sigurgeir ekki tilviljun að það
skáld sem naut hvað mestra vin-
sælda í Ameríku fyrir einni öld síð-
an, Stephan G. Stephansson hefði
alist upp í íslenskri sveit. „Þetta
getum við nýtt okkur, ég efast ekki
um að margir úr vesturheimi vilji
ferðast um slóðir hans.“
Miklar breytingar eiga eftir að
verða í afurðavinnslunni að mati
Sigurgeirs en hann sér fyrir sér
tvær stórar afurðastöðvar á Norð-
urlandi, önnur í mjólk og hin í
kjöti. Stjórnir afurðastöðvanna
verði að skoða á hvern hátt þær
standist best samkeppni við önnur
fyrirtæki á markaðnum, en þar
geti stórar einingar skipt sköpum.
Losni enn meir um innflutnings-
höft gerir Sigurgeir ráð fyrir að að-
eins ein afurðastöð í mjólkuriðnaði
verði í landinu.
„Mér finnst viðhorf til landbún-
aðarins yfirleitt jákvætt, flestir
landsmenn skilja hvers virði sveit-
irnar era og mikilvægi íslenskrar
búvöraframleiðslu, þannig að ég
kvíði ekki framtíðinni," sagði Sig-
urgeir.
MorgunblacWBenjamín Baldursson
SARA Blandon, Auðrún Aðalsteinsdóttir og Dýrleif Jónsdóttir
í hlutverkum sínum í Hamingjuráninu.
Freyvangsleikhúsið
Hamingju-
ránið frum-
sýnt
Eyjaíjarðarsveit. Morgunblaðið.
FREYVANGSLEIKHÚSIÐ
frumsýnir á laugardag, 6. mars,
leikritið Hamingjuránið eftir
finnska leikskáldið Benght Al-
fors. Leikstjóri er Jón St. Krist-
jánsson. Alls taka 15 leikarar
þátt í sýningunni og er aðalhiut-
verk í höndum þeirra Heimis
Gunnarssonar, Auðrúnar Aðal-
steinsdóttur, Jóhannesar Gísla-
sonar og Steinþórs Þráinssonar.
Verkið er þýtt og staðfært af
Þórarni Eldjárn. Leikritið hefur
áður verið sýnt í Þjóðleikhúsinu
fyrir nokkrum árum og á síðast-
Iiðnu ári í Brún í Bæjarsveit í
Borgarfirði.
Verkið fjallar um unga
elskendur sem hittast í París og
kveðst stúlkan vera barónessa
sem býr í höll með mörgum
listaverkum og öðrum gersem-
um. Pilturinn vill ekki vera
minni maður og gerir því skóna
að hann búi við svipaðar að-
stæður heima á fslandi. Stúlkan
ákveður svo nokkru seinna að
bregða sér til íslands að hitta
elskhugann.
Freyvangsleikhúsið hefur vak-
ið mikla athygli á undanförnum
árum fyrir vandaðar sýningar og
hefur aðsóknin sannað að áhorf-
endur eru ánægðir með verk-
efnaval og fagleg vinnubrögð
hjá leikhúsfólkinu.
Skíðagönguferð
FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir
til skiðagönguferðar fram Eyja-
fjarðarárbakka á morgun, laugar-
daginn 6. mars, kl. 9. Þetta verður
stutt og þægileg ganga sem hentar
allri fjölskyldunni þannig að foreld-
ar era hvattir til að taka böm sín
með í ferðina en það er ókeypis
fyrir börn. Skráning í ferðina er á
skrifstofu félagsins sem er opin í
dag, föstudag, frá kl. 17.30 til 19.
Barnið þitt
-----------og barnið mitt
Styrktartónleikar
til tækjakaupa fyrir barnadeild
Fjóröungssjúkrahússins
á Akureyri
haldnir í íþróttahöllinni á Akureyri
laugardaginn 6. mars kl. 16.00.
Fram kemur norðlenskt listafólk.
Kynnir: Gísli Sigurgeirsson.
Miðaverð kr. 2.000 — ókeypis fyrir 14 ára og yngri.
Forsala aðgöngumiða í Bókval og AB búðinni, Kaupangi.
Félagið treystir á góöa þátttöku almennings og
velunnara barnadeildarinnar.
Kvenfélagið Hlíf.