Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
/ holræsaskoðun til Tokyö ^
s//_
fSU&l''>lil m
UMMM, hún er miklu betri skítalyktin hérna Alfreð, svo er líka hægt að
bæta tengigjaldi ofan á „skítaskattinn“.
Skipan samvinnunefndar
miðhálendis mótmælt
HÉRAÐSNEFND Þingeyinga
mótmælir því að fulltrúar annarra
en þeirra sveitarfélaga sem liggja
að miðhálendinu eigi sæti í sam-
vinnunefnd miðhálendis, en í frum-
varpi til breytinga á skipulags- og
byggingarlögum sem nú er til um-
fjöllunar á Alþingi er gert ráð fyrir
að í nefndinni séu meðal annars full-
trúar úr öllum kjördæmum auk eins
fulltrúa frá félagssamtökum um úti-
vist. Héraðsnefndin er einnig
andsnúin því að fest verði í lög að
markalína miðhálendisins liggi milli
heimalanda og afrétta. Umhverfis-
nefnd Alþingis óskaði eftir áliti hér-
aðsnefndarinnar á lagafrumvarp-
inu.
„Við viljum að svæðisskipulags-
málum sé stjómað eins í öllum
sveitarfélögum landsins og þar sem
um svæðisskipulag er að ræða þá sé
það viðkomandi sveitarfélag sem til-
nefni í þá nefnd,“ segir Sigurður
Rúnar Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri héraðsnefndarinnar. „Þegar
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
eru að fara í svæðisskipulag eru þau
ekkert að biðja okkur Þingeyinga
að setja mann í nefndina.“
Vafasamt að draga línu milli
heimalanda og afrétta
Sigurður segir að það geti valdið
miklum erfiðleikum að setja í lög
markalínu miðhálendsins. Svæðis-
skipulagsnefnd hálendisins, sem
skipuð var fulltrúum héraðsnefnda
þeirra sveitarfélaga sem land eiga
að hálendinu og lauk störfum fyrir
skömmu, hafði meðal annars það
verkefni að draga línu um það svæði
sem skipuiagið átti að gilda á. „Það
tók tvö ár að ná samkomulagi um þá
línu,“ segir Sigurður. „I mörgum til-
fellum var stuðst við mörk heima-
lands og afrétta en það var alls ekki
hægt alls staðar og það er ekki
hægt enn í dag því það eru víða deil-
ur um þessi mörk. Ef öll lönd utan
heimalanda eiga að kallast hálendi
þá eru þar innifalin stór svæði á
Vestfjarðakjálkanum, á Trölla-
skaga, Norð-Austurlandi, á Aust-
fjörðum og víðar.“
Sigurður segir að mikill hiti sé í
mönnum vegna frumvarpsins og
menn muni ekki láta það yfir sig
ganga. Reynt verði að sjá til þess að
málið verði ekki afgreitt og fulltrú-
ar sveitarfélaga sem eiga land að
miðhálendinu muni síðan koma
saman að þingi loknu og skipa sína
svæðisskipulagsnefnd í samræmi
við núgildandi skipulagslög.
Hann segir að ef lögin verði sam-
þykkt á Alþingi verði farið með mál-
ið fyrir dómstóla. „Það verður ekki
eingöngu á grundvelli markalínunn-
ar heldur á grundvelli þess að for-
sendu þess svæðisskipulags sem bú-
ið er að gera og túlkunum sem við
fengum skriflegar um að sveitarfé-
lögin mundu stjóma þessu skipu-
lagssvæði hefur verið kippt í burtu.“
Ráðstefna um skattamál
Þessi mál
snerta alla
landsmenn
Kristján Bragason
KATTAMÁL er heit-
ið á ráðstefnu sem
haldin verður á veg-
um Landssamtaka iðn-
verkafólk og Verkamanna-
sambands Islands í dag,
föstudaginn 5. mars. Að
sögn Kristjáns Bragasonar,
vinnumarkaðsfræðings og
starfsmanns Verkamanna-
sambands Islands, eru inn-
an þessara tveggja lands-
samtaka um 40.000 verka-
menn sem er hátt hlutfall
af vinnandi fólki hér á
landi.
-Hvers vegna er verið
að efna til umræðna um
skattarnáJ?
„Markmiðið með ráð-
stefnunni er að koma af
stað virkri umræðu um
skattamál enda snerta þau
mál alia landsmenn." Hann segir
umræðu um skattamál tengjast
undirbúningi fyrir næstu kjara-
samninga en þeir eru lausir í
byrjun næsta árs. „Launþega-
hreyfingin þarf að gera upp við
sig hvort hún vill nota skattkerf-
ið til að ná því fram að auka
kaupmátt, ráðstöfunartekjur og
lífskjör til þeirra einstaklinga
sem verið er að semja fyrir eða
eingöngu nota launakröfur á at-
vinnurekendur. Þessi ráðstefna
er fyrsta skrefið í þá átt að
skapa umræður um þessi mál.
Við vonum að umræðumar
leiði til þess að fólk fari að velta
fyrir sér hvaða áhrif mismun-
andi aðgerðir hafa eins og til
dæmis lækkun skattaprósentu.
Hvaða áhrif hafa slíkar aðgerðir
á ráðstöfunartekjur og velferð
verkafólks? Þegar upp er staðið
hafa sh'kar aðgerðir ekki mikil
áhrif á laun verkafólks heldm-
laun tekjuhærri hópa í þjóðfé-
laginu.“
-Menn greinir á um hvaða
leiðir á að fara ískattamálum?
„Já, sjónarmiðin eru mismun-
andi og oft fara þau eftir starfi
viðkomandi, tekjum, búsetu og
svo framvegis. Állir eru þó sam-
mála um að þeir greiði of háa
skatta.
Kröfugerð gagnvart hinu op-
inbera þarf að vera ábyrg og við
þurfum að vera öll tilbúin að
leggja eitthvað af mörkum ef við
viljum halda velferðarkerfinu.
Verkafólk hafnar hins vegar
þjónustugjöldum sem leið til að
ná fram þessu markmiði."
Kristján segir mikilvægt að
launafólk á Islandi komi sér
saman um sameiginlega stefnu í
skattamálum og nái sátt um
hana. „Launafólk verður að átta
sig á mótsögninni sem
felst í að gera kröfur
um lækkun skatta en
á sama tíma búast við
aukinni þjónustu.
Gera allir sér grein
fyrir því hvað þeir eru
að leggja fram og hvað þeir fá í
staðinn?“
Hann bendir á að réttindi og
ábyrgð þurfi í grundvallaratrið-
um að fylgjast að. „Réttindum
sem fást fyrir skattfé eiga að
fylgja skyldur. Dæmi eru at-
vinnuleysisbætur sem fást ekki
greiddar nema gegn þátttöku í
starfsleitaráætlunum og að sá
atvinnulausi sæki námskeið til
að auka möguleika sína á starfi
síðar. Með því að tengja saman
réttindi og skyldur náum við
►Kristján Bragason er fæddur
í Reykjavík árið 1969. Hann
lauk BA-prófi í stjórnmála-
fræði frá Háskóla íslands árið
1994 og MA-prófi í vinnumark-
aðsfræðum frá Warwick-há-
skólanum í Bretlandi árið
1996.
Hann hóf störf hjá Verka-
mannasambandinu eftir að
námi lauk árið 1996.
Sambýliskona hans er Mar-
grét Leósdóttir læknanemi.
fram hagkvæmari nýtingu opin-
berra fjármuna."
- Hefur verkalýðshreyfingin
eklú lagt áherslu á að skattkerf-
ið sé tekjujafnandi?
„Jú, og það eru til ótal aðferð-
ir við að ná fram slíkum mark-
miðum. Ein leiðin er að gera það
í gegnum skattkerfið með skatt-
leysismörkum og tekjutengingu
bóta. Það má hins vegar velta
því fyrir sér hvort hægt er að
gera það á annan hátt. Þessi mál
þarf að skoða.“
-Hverjir tala á þessari ráð-
stefnu?
„Björn Grétar Sveinsson, for-
maður Verkamannasambands
íslands, setur ráðstefnuna og
eftir að Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra hefur kynnt
stefnu ríkisstjórnarinnar í
skattamálum mun Edda Rós
Karlsdóttir hagfræðingur ræða
um áhrif skattkerfisins á mis-
munandi tekjuhópa."
Kristján bendir á að fulltrúi
frá Öryrkjabandalaginu og
Landssambandi aldraðra muni
koma með sýn eldri borgara og
öryrkja á skattakerfið. „Eg mun
velta upp mismunandi leiðum
sem eru færar varðandi skatta-
mál og Garðar Vilhjálmsson,
skrifstofustjóri hjá
Iðju, félagi verk-
smiðjufólks, mun
ræða um velferðar-
kerfið og hvað við er-
um að fá fyrir skatt-
ana okkar.
Að loknum erindum verða um-
ræður þar sem Grétar Þor-
steinsson, forseti ASÍ, Björn
Grétar Sveinsson, formaður
VMSÍ, Sjöfn Ingólfsdóttir, full-
trúi BSRB, fulltrúi ríkisstjórn-
arflokka og fulltrúi frá stjórnar-
andstöðunni sitja fyrir svörum.
Einar Karl Haraldsson stjórnar
umræðum."
Ráðstefnan sem er í dag,
fostudaginn 5. mars, er haldin á
Hótel Loftleiðum, frá 10-17 og
er öllum opin.
Allir sammála
um að þeir
greiði of
háa skatta