Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
fP
9^zturga[inn
Smiðjuvegi 14, ‘Kópavogi, sími 587 6080
í kvöld og laugardags-
kvöld leikur hinn frábæri
Hilmar
Sverrisson
ásamt
Önnu Vilhjálms
Opió frá kl. 22—3
Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080
Næturgalinn þar sem stuðið er
og alltaf lifandi tónlist
............ i
SPORW
Heildsöludreifing
casall
SUMAR '99
UTILIF
Glæsibæ,
sími 581 2922
Tea Tree olía...
unnin úr náttúrulegri lækningajurt
Tea Tree húðsnyrtivörurnar
frá Australian Bodycare eru
sýkladrepandi og jafnframt græðandi
Tea Tree
100% hrein olía
(Nahiral Antiseptic Oil)
Notist gegn frunsum,
bólum, fótasveppum,
skordýrabiti og kvefi.
Einnig gott til
sótthreinsunar.
SölustaSir: Apótekin
FÓLK í FRÉTTUM
Gjörningur á vinnustofu Birgis Arnar
Mamma og pabbi eru al-
\eg í skýjunum
EF VEL er að gáð sést Birgir Örn einhvers staðar
í miðri dreiðunni á vinnustofunni.
„ÉG ER bara safnari,“
segir Birgir Örn
Thoroddsen og lítur
mæðulega í kringum sig í
vinnustofu sinni í Fjarð-
arási 26 í Arbænum, sem
er yflrfull af gítörum,
kössum, gömlum segul-
bandstækjum, plakötum
af Marilyn Monroe og
öllu mögulegu drasli. Það
er sem ævisaga hans sé
skráð í hverjum litlum
hlut í herberginu og hann
hefur ekki týnt niður
neinu, hvorki punkti né
kommu.
En það er vonarglampi
í augunum á Birgi því á
morgun ætlar hann að
hefja gjörning sem felst í
því að taka til og gera
upp vinnustofuna. Ætli
það verði ekki að teljast
nokkurs konar uppgjör
við fortíðina. Og í stað
þess að mynda og skjalfesta gjörn-
inginn sjálfur ætlar hann að láta
fjölmiðla um skrásetninguna. Her-
legheitin hefjast kl. 16 á morgun og
lýkur þeim laugardaginn 27. mars
með freyðivíni og tilheyrandi.
En hvers vegna er svona mikið
drasl í vinnustofunni?
„Ég er fortíðarfíkill," svarar
Birgir hreinskilnislega. „En nú
stendur til að gera skurk í þessum
efnum. Ég ætla að tæma herbergið,
mála, laga gólflð, steypa nýjan vegg
og gera skápa.“
Pað verður væntaniega mikið af
skájjum...
„Ég ætla gera mjög stóra hillu,"
svarar Birgir og brosir. „Svo er að
raða hlutunum aftur inn og henda
öðrum. Ætli það verði ekki erfiðast
að flokka allt draslið. Ég verð að
gera það smám saman. Hérna ægir
saman allskonar hlutum eins og
gamalli antíkborðplötu frá vini mín-
um og fyrstu gítarsnúrunni minni.“
Ekki æfírðu héma?
„Ég verð að viðurkenna að það
hefur verið erfítt upp á síðkastið,"
svarar Birgir hæverskur. „Það hef-
ur reyndar alltaf verið dálítið drasl-
aralegt á vinnustofunni. Það hefur
aldrei mátt hrófla við neinu vegna
þess að þrátt fyrir óreiðuna veit ég
hvar ég geymi hlutina, jafnvel smá-
hluti eins og penna.
En nú er svo komið að ég hef ekki
getað trommað í hálft ár vegna þess
að myndlistarverkefnin mín eru
geymd á sama stað og trommusett-
ið. Og mamma og pabbi eru auðvit-
að alls ekki ánægð með þetta. Þetta
hefur farið í pirrurnar á pabba í
þrjú ár. Það er foreldrum mínum
því mikill léttir að ég ætli að búa til
hentugt vinnusvæði. Þau eru alveg í
skýjunum yfir þessu.“
Listin er þá til einhvers nýt.
„Hún bætir fjölskyldumynstrið
og gerir líf mitt betra,“ svarar Birg-
ir og kinkar kolli. „Listamenn
leggja gjarnan mikið upp úr því að
losa sig við það sem safnast hefur
upp og tiltektin hefur alltaf verið
rík í mannskepnunni.“
Almenningi stendur til boða að
mæta á opnunina og lokunina og
einnig að fylgjast með framþróun
gjörningsins alla virka daga frá kl.
13 til 16 og um helgar frá kl. 12 til
18.
Morgunblaðið/Arnaldur
BREIÐSKÍFA Lands og sona
er í 6. sæti Tónlistans.
Naskir á
vinsæl lög
EFTIR fjórar vikur á lista
trónir Era enn á toppnum og
rokksveitin Creed situr einnig
sem fastast í öðru sætinu.
Lauryn Hill, sem fékk ijölda
verðlauna á nýafstaðinni
Grammy-verðlaunahátíð, er
komin í finnnta sætið með
breiðskífu sína Miseducation of
Lauryn HHI. I sjötta sæti er ís-
lenska hijómsveitin Land og
synir eftir 12 vikur á lista sem
telst fremur óvenjulegt af ís-
lenskri hljómsveit að vera að
sögn Höskuldar Höskuldssonar
hjá Spori hf. „Land og synir
eru vinsæl hljómsveit núna.
Þeir hafa verið mjög duglegir
að spila og hafa markvisst náð
þessum vinældum. Þeir eru
líka mjög naskir á að semja
vinsæl lög,“ segir Höskuldur
aðspurður um vinsældir sveit-
arinnar.
Nr.; vor vikur Diskur Flytjandi Útgefandi
l. i (1) 4 Era Era Polygram
2. i (2) 2 My Own Prison Creed Sony Music
3. : (1) 2 Americana Offspring Sony
4. : (3) 12 You've Come A Long Woy Baby Fotboy Slim Sony
5. : (8) 14 Miseducation of Louryn Hill Lauryn Hill Sony
6. i (5) 12 Alveg eins og þú Land og synir Spor
7. i (4) 14 Best of 1980-1990 U2 Polygram
8. i (15) 11 Sehnsucht Rammstein Polygram
9. i (10) 9 Garage Inc. Metollica Polygram
10. i (20) 8 One's Morioh Carey Sony
11. i (16) 3 Pétur Pan Ýmsir Erkitónlist
12.: (13) 6 Berrössuð ó tónum Anno Pólína og Aðalsteinn Dim
13.: (21) 13 Ladies and Gentlemen George Michael Sony
14.; (35) 1 South Park Chef Aid-Extreme Ýmsir Sony Music
15.; (34) 1 Believe Cher Worner
i6.; 09) 2 Ávaxtnkarfan Ýmsir Spor
17.; (23) 19 Never Sny Never Brandy Warner
18. i (22) 2 Songs from Ally McBeol F. Vonda Shepard Sony
19.! (14) 13 Söknuður: Minning um Vilhjálm V. Ýmsir Skífan
20.: (26) 3 Gran Turismo Cardigans Polygram
21.! (37) 5 Follow the Leader KORN Sony
22. : (12) 13 Gullna hliðið Sólin hons Jóns míns Spor
23.i (17) 8 Five Five BMG
24.i (33) 4 Up REM Warner
25.i (29) 3 Ray of Light Madonna Warner
26. i (11) 7 My Love Is Your Love Whitney Houston BMG
27. i (28) 5 This Is My Truth Tell Me Yours Manic Street Preachers Sony
28.: (38) 1 Herzeleid Rammstein Polygram
29.: (52) 19 Hello Nasty Beastie Boys EMI
30.: (6) 11 Pottþétt 14 Ýmsir Spor/Skífan
Unn
of PricewaterhouseCoopers í somstorfi við Somband hljómplötuframleiðenda 09 Morgunblaðið.