Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 35 I sátt við land og þjóð SÚ KRÖFTUGA og sívaxandi bylgja um- hverfis- og náttúru- verndar sem nú fer um landið hefur varla farið fram hjá nokkrum Is- lendingi. Hún hefur þegar leitt til þess, að yfirgæfandi meirihluti landsmanna vill að nátt- úrugersemum norðan Vatnajökuls verði þyrmt og að fallið verði frá iyrri hugmyndum um gerð uppistöðulóns við Eyjabakka. Við- horfsbreyting almenn- ings hefur orðið svo mikil á skömmum tíma, að það kallar á endur- skoðun fyrri áforma um virkjanir. Verðmætamat fólks er að breytast, þar sem náttúruvernd og langtíma- sjónarmið ráða meiru en skamm- vinnur efnahagslegur ávinningur. Á fundi sjálfstæðismanna um virkjanir og verndun hálendisins, sem haldinn var i Valhöll 11. febrúar sl. undh' yfirskriftinni „I sátt við landið“ voru flutt mörg fróðleg er- indi. Þar vai' m.a. vikið að efnahags- legri þýðingu áframhaldandi virkj- anaframkvæmda og áhrif þeirra á byggðh- landsins. Að loknum fram- söguerindum sátu m.a. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Austfirð- inga, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, fyrir svörum. Nokkuð ólíkar skoðanir komu fram hjá þeim, þegar þau voru spm’ð um þátt byggðasjónarmiða í tengsl- um við fyrirhugaðar virkjanafram- kvæmdh' norðan Vatnajökuls. Á þingmanninum mátti skilja, að hér væri um þjóðarhagsmuni en ekki byggðamál að ræða. Forstjóri Landsvirkjunar áréttaði hins vegar að virkjanir snerust að sjálfsögðu um „byggðir og fólk“. Öllum ætti að vera ljóst, að það er ekki síst vegna byggðasjónarmiða, sem rætt er um virkjanir á hálend- inu norðan Vatnajökuls. Ef stóriðju- ver á að rísa á Austfjörðum, er bæði hagkvæmara og umhverfisvænna að vh-kja nálægt væntanlegu iðjuveri. Þannig má komast hjá því að leggja háspennulínur þvert yfir hálendið. Gallinn er bara sá að þeir virkjana- kostir sem gerðar hafa verið tillögur um hafa gífurlega umhverfisröskun í för með sér. Tækni við virkjanagerð fleygir fram og e.t.v. væri mögulegt að virkja á þessum slóðum síðar með minni fórnarkostnaði í náttúrugæð- um og tilfinningalegum verðmætum. Því er nauðsynlegt að næstu ákvarðanir um virkjanir séu teknar af yfirvegun og varfærni. Margh' virðast hafa ofurtrú á því, að virkj- anir og stóriðjufram- kvæmdir geti stöðvað tíða flutninga Austfirð- inga á suðvesturhornið. Hér er vissulega um stórmál að ræða fyrir íbúa þessa landshluta, sem horfa upp á eignir sínar falla í verði eða verða óseljanlegar. Undirritaður hefur efa- semdir um að áður- nefndar framkvæmdir geti snúið þessari þró- un við. I því sambandi má nefna, að þrátt fyrh' bætt atvinnuástand á Akureyri fjölgar íbúum þar ekki. Eru þó ýmis grundvallarskilyrði til Náttúruvernd * I stórbrotinni fegurð hálendis Islands felst hluti af þjóðarvitund + ______ okkar, segir Olafur F. Magnússon, og henni má ekki fórna. búsetu þar mun betri en á Austfjörð- um. Nægir þar að nefna aðstöðu til menntunar og menningarneyslu, heilbrigðisþjónustu og samgöngur. Úrbætur á þessum sviðum ásamt annam lífskjarajöfnun m.a. gegnum skattakeifið gætu e.t.v. dregið úr fólksflóttanum af Austurlandi og áhrif þeirra varað lengur en upp- sveifla í atvinnulífi tengd virkjana- og stóriðjuframkvæmdum. Meðal framkvæmda, sem landsmenn ættu að geta sameinast um, er gerð jarð- ganga milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar. Sú aðgerð mun styrkja samgöngur og atvinnulíf á Austfjörðum og er þjóðhagslega hagkvæm. Efling heilbrigðisþjón- ustu á Austfjörðum er annað atriði, sem allir landsmenn ættu að geta sameinast um, enda er landlægur læknaskortur á Austurlandi með öllu óviðunandi. Á áðurnefndri ráðstefnu sjálfstæð- ismanna um virkjanamálin var rætt um nauðsyn þess að forgangsraða virkjunarframkvæmdum með hlið- Ólafur F. Magnússon Velferð Getur verið að það sé eitthvað mikið að stefnu ríkisstjórnarinn- ar, spyr Margrét Sverrisdóttir, í málefn- um öryrkja? annaiTÍ þjónustu hjá svæðisskrif- stofum fatlaðra kom fram að kostn- aður við að leysa þörf þeirra sem nú era á biðlistum eftir búsetu nemi 545 milljónum króna til rekstrar og 2,4 milljónir þurfi í stofnkostnað. Frjálslyndi flokkurinn lýsir yfir eftirfarandi: - örorkubætur era alltof lágar og skulu fylgja þróun launa - allur lífeyrir skal vera án teng- ingar við tekjur maka - hækka ber fritekjumörkin - draga skal úr fráleitum jaðar- skattaáhrifum. Auglýsingar Öryrkjabandalags Islands undir kjörorðinu „Kjósum við óbreytt ástand" hafa vakið verð- skuldaða athygli að undanförnu. Það vekur sérstaka athygli hverjir ganga þar fram fyrir skjöldu og lýsa vandlætingu sinni á aðstæðum öryrkja í einu ríkasta landi heims. Það era m.a.: Hjálparstofnun kirkj- unnar, Rauði kross Islands, Land- læknisembættið, biskup Islands og Sameinuðu þjóðimar! Ofantaldir verða varla sakaðir um að vera póli- tískir andstæðingar ríldsstjómar- innar. Því er mér spum: Getur verið að það sé eitthvað mikið að stefnu ríkisstjómarinnar í málefnum ör- yrkja? Kjósum við óbreytt ástand? Höfundur er frkv.stjóri Frjúlslyndn flokksins. Mikiá úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavördustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 sjón af efnahagslegri og umhverfis- legri þýðingu þeirra. Þannig gæti e.t.v. náðst breið sátt meðal lands- manna um þessar framkvæmdir. í erindi sem Þórður Friðjónsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu, flutti á ráðstefn- unni var vikið að stefnumótun stjórnvalda í þessa átt. Þar kom fram að við forgangsröðun yrði virkjunarkostum líklega skipt í þrjá flokka. I fyi-sta lagi álitlega virkjunar- kosti, í öðru lagi hugsanlega kosti sem þarfnast nánari athugunar og í þriðja lagi kosti sem ekki koma til greina af náttúruverndarástæðum. Það er skoðun mín að í 31001 endur- skoðun yrðu núverandi virkjunai'á- form á Eyjabökkum ekki framarlega í forgangsröð. Ýmsir virkjunarkostir í Þjórsá (fjarri Þjórsárverum) virð- ast mun heppilegri m.t.t. umhverfis- verndarsjónaimiða. Umræðan um virkjanamálin hefur snúist of mikið um efnahagsleg sjón- armið að mínu mati. Bent hefur verið á aðra atvinnustarfsemi, sem geti skilað þjóðarbúinu miklum tekjum og ferðamennska og útivist nefnd í því sambandi. Verndunarsinnar eru á svolítið hálum ís í þessari umræðu, því hægt er að samræma þessi at- vinnutækifæri ef vel er á málum haldið. Allt of lítið er gert úr tilfinn- ingalegri hlið þessara mála og því óbætanlega tjóni, sem mannvirkja- gerð getur valdið á mestu náttúru- gersemum hálendisins. í stórbrot- inni fegurð hálendis íslands felst hluti af þjóðarvitund okkar og henni má ekki fórna. Það er skylda okkai' að skila þessum verðmætum áfram til komandi kynslóða. Af þeirri ástæðu tel ég, að líta beri til annarra virkjanakosta en á hálendinu norðan Vatnajökuls. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur kosið að þegja þunnu hljóði um áður- nefnd virkjanamál. Málið er skylt borgarstjóm, þar sem Reykjavíkur- borg er einn eigenda Landsvirkjun- ai- ásamt ríkinu og Akureyrarbæ. Bent hefur verið á þá staðreynd, að þegai' hefur háum upphæðum verið varið vegna fyrirhugaðrar Fljóts- dalsvirkjunar. Verði ekki af virkjun skili þessai' upphæðir sér ekki tii baka og hlutur Reykjavíkur í því dæmi nemi um einum og hálfum milljarði króna, eða sem samsvarar 15.000 krónum á hvem borgarbúa. Eru Reykvíkingar tilbúnir að fórna þessum upphæðum í þágu náttúru- verndar á hálendi íslands? Enda þótt vafasamt sé að setja málið fram með þessum hætti og jafnvel ótíma- bært er undirritaður tilbúinn að svara þessari spurningu fyi'h' sig. Með hliðsjón af því sem þegai' hefur komið fram í þessari grein liggur svarið í augum uppi. Höfundur er Itekuir og borgarfulltrúi í Reykjavik. Norræna bóka- kynningin 1999 BÓKAKYNNINGIN verður haldin í Nor- ræna húsinu 7. og 20. mars. Hún hefur þegar fengið nokkuð nei- kvæða athygli í Morg- unblaðinu. Jóhann Hjálmarsson, fastur gagnrýnandi blaðsins og áhugamaður um noi'ræn menningarmál, skrifar um hana 1 blað- inu 20. febrúar. Hann harmar að Norræna húsið skuli leggjast svo lágt að kynna saka- málasögur og þykir illt til þess að vita að fólk sé þar að auki farið að lesa slíkar bækur frá enn fjarlægari löndum en Norðurlöndum. Sá sem einungis les grein Jó- hanns í Mbl. kemst líklega að þeirri niðurstöðu að árleg, norræn bóka- kynning í Norræna húsinu hafi þetta árið þurft að víkja fyrir reyfarahelgi. Þannig er því ekki varið. Laugardaginn 7. mars verður sem áður í Norræna húsinu bóka- kynning með yfirliti yfir bækur árs- ins á Norðurlöndum. Jóhann og aðrir áhugamenn um bókmenntir og norræna menningu eru þar hjartanlega velkomnir. Bækur árs- ins verða þar á sínum stað og síðan til útláns af bókasafninu. En auk Norrænnar bókakynning- ar hafa norrænir sendikennarar og Noiræna húsið eina helgina kynn- ingu á spennusögunni. Þar verður hápunkturinn laugardaginn 20. mars í samvinnu við Rithöfundasamband Islands. Við vonum að þetta gleðji venjulega gesti okkar og að við gét- um kannski náð athygli nýrra áhuga- manna sem þá uppgötvi norrænar bókmenntir og Norræna húsið. Við leyfum okkur að kynna aðeins hvað lá að baki þegar spennusögur voru valdar sem viðfangsefni á höfunda- kynningunni 20. mars. Það verður að nokkra svar við grein Jóhanns. Tímarnir breytast og menningar- skilningurinn með. Hugsið til þess hvílík lítilsvirðing tengdist því að lesa „rómana" og það langt inn á þessa öld. Að minnsta kosti var það tímasóun og jafnvel allt að því synd- samlegt. Smám saman hefur rómaninn farið að þykja í húsum hæfur og jafnvel spennusagan líka. Af norskum höfundum vil ég benda á Aksel Sandemose, höfund Jante- loven, sem nánast hreinræktaðan spennusagnahöfund, en hundrað ára afmæli hans verður haldið hátíðlegt næsta ár. Bæði Big John og Felicia hurfu gjörsam- lega! Olav Duun skrif- aði Ettermæle (1934) og Roy Jacobsen gefur út bókina Ismael í ár, sem sé sjötíu ára spennusagnahefð. Nor- rænir höfundar, sem hafa verið verðlaunaðir era finnski höfundur- inn Matti-Yrjana Joensuu og sænski höf- undurinn Kerstin Ek- man - bæði spennu- sagnahöfundar. Maj Sjöwall og Per Wahlöö era nú talin til merkari þjóðfélags- raunsæishöfunda sænskra eftir- stríðsbókmennta. Spennusögur Tímarnir breytast, segir Kjell 0ksendal, og menningarskiln- ingurinn með. Viðfangsefni spennubókahöf- unda eru oft afbrot, svik, sekt, refsing, hefnd og siðgæði. Þetta ætti að vera nógu mikilvægt í mannlífinu. Og margir bók- menntaunnendur leita einmitt til Islands á hverju ári einmitt til að kynna sér spennufrásagnir sem fjalla um þessi efni. Spennusagnabókmenntir eru merkileg bókmenntagrein, fuil af möguleikum. Enn fleiri höfundar nútímans, einnig fleiri íslenskir, ættu að snúa sér að þessum bók- menntum til að auka við efnissvið sín. Lengi áttu viskí-þambandi ofur- leynilögreglur einkarétt á bók- menntagreininni. Nú hefur hún sloppið úr girðingu sinni inn á norska firði og út um sænskar sveitabyggðir. Fyrsta sakamála- saga í heimi var víst norsk, „Mordet pá Maskinbygger Rolfsen“ frá 1882. Nema við lítum ennþá víðar á málið og teljum íslenskar sagnabók- menntir til greinarinnar. Góða aðsókn í Norræna húsið bæði 7. og 20. mars. Höfundur er sendikennari í Norræna húsinu. Kjell Oksendal Aðalfundur SAMTAKA VERSLUNARINNAR — félags íslenskra stórkaupmanna — Aðalfundur Samtaka verslunarinnar — FÍS verður haldinn á Grand Hóteii, Gullteig B., í dag, föstudaginn 5. mars nk. kl. 14.00. Dagskrá skv. félagslögum. Gestur fundarins verður Þóra Guðmundsdóttir, forstjóri Atlanta. Jón Ásbjörnsson, Þóra Guðmundsdóttir formaður SV/FÍS. Félagsmenn eru hvattir til aö fjölmenna. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 588 8910.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.