Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 59 VIGFUS RUNÓLFSSON + Vigfús Runólfs- son var fæddur á Hóli í Svínadal 19. september 1916. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 24. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Runólfur Guðmundsson, bóndi í Gröf í Skil- mannahreppi, f. 3.4. 1887, d. 2.12. 1985 og Þórunn Jónína Markúsdótt- ir, kona hans, f. 11.10. 1884, d. 11.9. 1970. Börn þeirra önnur en Vigfús: 1) Árni, f. 4.11. 1914, d. 9.1. 1979, 2) Guðbjörg, f. 16.11. 1918, d. 1.10. 1990, 3) Vigdís, f. 23.9. 1920, d. 12.4. 1985, 4) Valgeir, f. 31.10. 1923, d. 1.6. 1987, 5) Fjóla, f. 31.10. 1930, og 6) Guð- munda, f. 31.10. 1930. Vigfús ólst upp hjá foreldrum sínum í Gröf. Hann fluttist til Akraness 1936 og lærði rennismíði og vél- virkjun hjá Skipa- smíðastöð Þorgeirs & Ellerts og í Iðn- skólanum á Akra- nesi. Alla sína starfsævi frá 1936 til 1992 vann hann hjá Þorgeiri & Ell- ert, lengst af sem verkstjóri á renni- smíða- og vélaverk- stæði fyrirtækisins. Árið 1947 kvæntist Vigfús Guðmundu A. Guðmundsdótt- ur, f. 8.2. 1912, d. 18.7. 1998. Dóttir þeirra er Margrét, f. 28.3. 1952, meinatæknir, eigin- maður hennar er Sigbergur Friðriksson, f. 7.9. 1949, bóka- vörður. Dætur þeirra eru: Að- alheiður, f. 30.12. 1978, og Auður, f. 26.3. 1982. Vigfús verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. menn og gaf þeim styrk. Ég kveð elskulega mágkonu mína með mikl- um söknuði en jafnframt djúpri virðingu og þökk. Kristín Guðmundsdóttir. Fyrir 8 árum hófum við störf á nýjum vinnustað sem var Forvarna- og endurhæfingarstöðin Máttur. Þar áttum við eftir að kynnast mörgu góðu fólki og mynda við það tengsl sem eru órjúfanleg. St- arfsandi þessa vinnustaðar var mjög sérstakur og þar hélst nánast óbreytt starfslið í öll þau átta ár sem stöðin starfaði. Kristín Gunn- laugsdóttir eða Krissý, átti stóran ef ekki stærstan þátt í að vinnuum- hverfi Máttar var með þessum hlý- lega blæ sem raun bar vitni, og við vitum að bæði starfsfólk og gestir stöðvarinnar eru okkur sammmála um það. Krissý hafði yfir sér ein- stakan sjarma. Hún var geislandi, glæsileg kona sem bar sig ákaflega vel og framkoma hennar var heill- andi. í starfi sínu sem þjónustu- og rekstrarstjóri varð Krissý oft að takast á við erilsama daga og oftar en ekki ýmis vandamál og óvæntar uppákomur. Krissý leysti öll mál á sinn háttvísa yfirvegaða máta sem einkenndi hana svo mjög. Oft var bæði ánægjulegt og lærdómsríkt að fylgjast með henni eiga samskipti við gesti eða starfsfólk endurhæf- ingarstöðvarinnar. í einkalífi sínu var hún gæfu- manneskja. Hún talaði af mikilli væntumþykju og virðingu um Linda, eiginmann sinn, börnin þeirra þrjú, móður sína og bræður. Hún fékk á síðastliðnu ári erfitt verkefni sem hún tókst á við á þann sama yfirvegaða hátt og öll önnur verkefni. Greinilegt var að fjölskyldutengslin voru sterk og þar ríkti vinátta og ást og við vitum að fjölskyldan, sem stóð við hlið henni í baráttunni, hefur nú misst mikið. Við vottum Linda, Tinu, Gunnlaugi, Guðmundi, móður Kris- sýar og bræðrum okkar dýpstu samúð og einnig náinni vinkonu hennar, Unni Sigtryggsdóttur, sem studdi Krissý og fjölskyldu hennar af einstakri ósérhlífni allt síðastlið- ið ár. Guð gefi ykkur öllum styrk í sorginni._ Ásta V. Guðmundsdóttir, Jenný Ólafsdóttir. Elskuleg vinkona Kristín Gunn- laugsdóttir eða Krissý eins og hún var kölluð, er látin um aldur fram. Krissý hafði einstaka útgeislun sem heillaði alla sem umgengust hana, hún var ákaflega glæsileg og ætíð svo hress og kát að það smitaði út frá sér. Krissý starfaði ötullega og heils- hugar fyrir Svölurnar í hinum ýmsu nefndum í gegnum árin og hefur fé- lagið alltaf mátt reiða sig á hennar hjálp þegar á hefur þurft að halda. Þrátt fyrir veikindi síðasta árs var hún með hugann við hvað við vær- um að gera og fylgdist vel með okk- ur. Mér þótti sem formaður gott að leita til hennar og var hún mjög hugmyndarík og ráðagóð. Svölurn- ar flytja fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Krissý var móttökustjóri í lík- amsræktarstöðinni Mætti þar sem Stefán eiginmaður minn starfaði um tíma og erum við sammála um að hún laðaði að fólk með hlýlegri framkomu sinni. I júní 1997 áttum við Krissý ásamt eiginmönnum og mörgu fleira fólki yndislegan dag í Lundar- reykjadal þar sem við og nokkrar fleiri Svölur klæddumst gömlum flugfreyjubúningum og gengum um beina í afmælisveislu einnar í félag- inu. Þetta var ógleymanlegur dagur í sumarblíðu. Þegar ég heimsótti Krissý í októ- ber siðastliðnum ætluðum við fljót- lega að hittast og búa til fallega haustkransa með berjum af trján- um úr garðinum hennar. Af því varð því miður ekki í þetta sinn. Við Stefán viljum flytja þér, kæri Lindi, börnum ykkar og öllum ætt- ingjum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð gefi ykkur styrk á þessum sorgartímum. Rannveig Ásbjörnsdóttir. Hún lifði með reisn og hún dó með reisn. Kristín Katrín Gunnlaugs- dóttir, hún Krissý, hefur lagt aug- un aftur. I hægu andláti sofnaði hún inn í eilífðina með blítt bros á vör, heima hjá sér og með eigin- manninn sér við hlið. Helfregnin kom ekki á óvart, þar sem illvígur sjúkdómur hafði herjað á hana undangengið ár. Hún barðist að hætti hetjunnar, en allt kom fyrir ekki. Þrautseigja, þor og ótrúlegt æðruleysi einkenndu þessa bar- áttu og gáfu aðstandendum von. I bænakalli var beðið um krafta- verk, og þar sem Krissý átti í hlut var allt mögulegt. Lærðir og leikir lögðu sitt af mörkum, en læknavís- indin, trúin og vonin dugðu ekki til, og biturri staðreynd verður ekki breytt. Krissý var einstök kona. Glæsi- leiki, góðvild, greiðvikni og gest- risni voru ríkir þættir í fari hennar ásamt óendanlegum dugnaði og myndarskap. Hún átti ekki langt að sækja þessa eðliskosti, faðir hennar öðlingur, sem alltaf er ljúft að minnast, og móðir hennar síunga, þótt árin telji 86, einhver glaðleg- asta og geðbesta kona sem ég hef kynnst. Hún þarf nú að sjá á bak einkadótturinni um stund, sem er hverri móður þung raun, en vissan um endurfundi sefar vonandi sárasta harminn. Sú sem þessar línur ritar átti því láni að fagna að vera nágranni þeirra hjóna, Krissýjar og Linda um 18 ára skeið. Samgangur var mikill, börnin vinir og skólafélagar og áhugamálin lík. Við fórum sam- an í sólarlandaferðir, skíðaferðir og sumarbústaðaferðir, og stundum voru foreldrar hennar með í fór. I þessum ferðum nutum við góðs af reynslu þeirra, öryggi og glaðværð, og ánægjan var öli okkar. Við Krissý tilheyrðum á þessum árum hinum síminnkandi hópi heimavinn- andi húsmæðra, en það leiddi til daglegra samskipta og samvinnu. Ég tel það mér og fjölskyldu minni mikið lán að hafa átt samleið með þessu yndislega fóiki. Þau voru höfðingjar heim að sækja og veislur þeirra margar og stórar. Heimilið var svo fallegt, að eftir var tekið. Glæsilegri kaffiborð hafa örugglega hvergi sést á byggðu bóli og barna- afmælin slíkir stórviðburðir, að í minnum er haft. Það var sjónar- sviptir að þeim hér í götunni, þegar þau fluttu burt, og þeirra var sárt saknað. Það má segja, að flug hafi verið stór þáttur í lífi Krissýar. Eigin- maðurinn er flugmaður og annar sonurinn, dóttirin flugfreyja, og sjálf starfaði Krissý sem flugfreyja þangað til börnin komu í heiminn. Hún hafði því flogið út um heim og geim. Nú hefur hún lagt upp í ann- arskonar flugferð, ferðina löngu, sem við öll vonuðum að mikil seink- un yrði á. En ferðaáætlunin var gerð á æðri stöðum, og henni verð- ur ekki haggað. Við fjölskyldan óskum henni góðrar ferðar og þökkum dýrmæta samfylgd. Sízt vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda,- það kemur ekki mál við mig. Flýt þér vinur í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (Jónas Hallgr.) Elsku ömmu Búttu, Linda, Tínu, Gunnlaugi og Guðmundi vottum við dýpstu samúð. Einnig samhiyggj- umst við bræðrum hennar og vin- konunum Unni og íbu, sem stóðu með henni í blíðu og stríðu og að- stoðuðu á allan hátt. Krissý er kært kvödd og Guði fal- in. Þóra G. Möller. • Fleiri minningargreinnr um Kristínu Katrínu Gunnlaugsdóttur híða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Aðfaranótt miðvikudagsins 24. febrúar sl. lést á Sjúkrahúsi Akra- ness sómamaðurinn Vigfús Runólfs- son. Vigfús, eða Fúsi eins og hann var alla tíð kallaður, var starfsmað- ur hjá Þorgeir & Ellert hf. í samtals 56 ár og ákaflega eftirminnilegur persónuleiki öllum þeim sem kynnt- ust honum. Það var árið 1936 að Vigfús flutti á Akranes og hóf nám í vélvirkjun og rennismíði hjá afa mínum og al- nafna. Námið tók fjögur ár og áður en hann hafði lokið náminu var hann orðinn verkstjóri í vélsmiðju fyrirtækisins. Því starfi gegndi hann í u.þ.b. 50 ár og á þeim tíma lifði hann mestu breytingar sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi og þá ekki síst í málmiðnaðinum. Hann var meistari mjög margi-a þeirra nema sem lærðu hjá Þorgeir og Ell- ert hf. á þessari hálfu öld sem hann var verkstjóri. Ollum sem kynntust Vigfúsi varð fljótlega ljóst að þar fór afburða fagmaður. Hann tók þátt í öllum vandasamari verkum sem Þorgeir & Ellert hf. tókst á hendur. Sér- staklega er minnistæð steypuhræri- vél sem smíðuð var hjá fyrirtækinu. Vélin var með gálga og var hægt að aka henni á milli vinnustaða, sem var til mikilla þæginda. Þessi steypuvél reyndist vel við bygging- arframkvæmdir á Akranesi og þótti mikil tækninýjung á sínum tíma. Vigfús var að sjálfsögðu einn af að- almönnunum við smíði véiarinnar. Vigfús var þátttakandi í mestu breytingu sem málmiðnaðurinn á Islandi tókst á hendur sem var smíði stálskipa. Eins og hann sagði sjálfur frá, í blaðaviðtali við Fram- tak á Akranesi fyrir nokkrum árum, urðu þá miklar breytingar á starfs- umhverfi málmiðnaðarmanna. Ráðnir voru tæknimenntaðir menn til að stjórna smíðinni, reist skipa- smíðastöð og byggð skipalyfta en „að öðru leyti var þetta hvert öðru líkt“ svo vitnað sé beint í hann. Þessi orð lýsa Vigfúsi betur en lang- ar ræður. Hann gekk að öllum verk- um með sínu æðruleysi, öll verk þurfti einfaldlega að leysa. Síðustu æviárin bjó Vigfús ásamt konu sinni, Guðmundu Guðmunds- dóttur sem lést á síðasta ári, á Dval- arheimilinu Höfða hér á Akranesi. Fyrst í stað bjuggu þau í nýrri íbúð en síðustu árin bjuggu þau inni á heimilinu. Síðustu mánuðina sem hann lifði dvaldi hann á Sjúkrahúsi Akraness og naut þar góðrar um- önnunar á sínu ævikvöldi. Þar kvaddi hann þennan heim saddur lífdaga eftir velheþpnað ferðalag í tilverunni. Fyrir hönd Þorgeir & Ellert hf. og starfsmanna fyrirtækisins vil ég að leiðarlokum þakka Vigfúsi og fjölskyldu hans fyrir samstarfið, tryggðina og trúmennskuna sem þau hafa alla tíð sýnt fyrirtækinu og flyt einkadóttur þeirra hjóna, Mar- gréti, og hennar fjölskyldu samúð- arkveðjur okkar allra. F.h. Þorgeir & Ellert hf., Þorgeir Jósefsson, framkvæmdastjóri. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) í dag verður jarðsunginn elsku- legur afi okkar, Vigfús Runólfsson, sem var án efa besti afi sem hugsast getur. Nú þegar afi er farinn frá okkur hrannast minningarnar upp. Allar minningarnar sem við eigum um hann afa okkar verða okkur iengi ljóslifandi. Hann afi virtist hafa all- an heimsins tíma til þess að sinna okkur systrum þegar við komum í heimsókn til hans og ömmu í Krókatúnið. Hann virtist hafa enda- lausa þolinmæði og ánægju af að sinna okkur, það var sama hvort hann var að sýna okkur lífið í poll- unum vestur á klettum, fara með okkur í bfltúr eða veiða eða útskýra hvernig ætti að nota stærstu vélarn- ar í smiðjunni, þar sem hann vann. Þær voru ófáar stundirnar sem amma og afi spiluðu við okkur og hljóp þá afa oft kapp í kinn og hann þoldi engan rolugang við spila- mennskuna. Æskuheimili hans virðist hafa verið einn skemmtilegasti staður sem til er á jarðríki. Hann sagði okkur oft frá uppátækjum sínum og bræðra sinna þegar þeir voru litlir strákar í sveitinni. Það er víst að þeir sem geta skemmt sjálfum sér og öðrum þannig eru öfundsverðir. Þegar við kvöddum afa í síðasta sinn var hann kímileitur og í svip hans var sama kímnin og hann leit á lífið með. Okkur þótti alla tíð gott að koma í heimsókn til hans afa og víst höfum við misst mikið. En við munum þó alltaf eiga minningarnar um hann. Elsku afi okkar, við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Hvfl í friði. Þínar Heiða og Auður. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. t SIGURGEIR SVANUR EYVINDSSON er látinn. Útförin hefur farið fram. Aðstandendur. t Okkar ástkæri FINNUR KÁRI SIGURÐSSON, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 8. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Sjálfsbjörgu. Erla Hafliðadóttir, Halldóra Sigurðardóttir, Baldur Sigurjónsson, Júlíana Sigurðardóttir, Þorsteina Guðrún Sigurðardóttir, Ingunn Sigurðardóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Sigríður Margeirsdóttir og aðrir aðstandendur. t Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför GUÐMUNDAR KR. GUNNARSSONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða hjúkrun og vinsemd í garð hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún S. Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.