Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 43 Nú það stefnir í að verði mörg Breiðdalsvíkin BEINHÖRÐ og köld rökleiðsla, byggð á staðreyndum um það, sem hefur verið og er að gerast í sjáv- arbyggðunum allt í kring um land, leiðir til afdráttarlausrar niður- stöðu um, að það er innbyggður ágalli í gildandi fiskveiðistjómar- kerfi, sem beinlínis veldur því, að sjávarbyggðir eru á krókalausri leið til að leggjast af. Yfirburðaað- staða stórútgerðanna í krafti mikils gjafa- kvóta, gagnvart eig- endum smærri út- gerða, hefur langt til eytt hinum hefð- bundna flota vertíðar- báta og miklu af smá- bátunum. Eigenda þeirra hefur verið freistað og þeir hafa iðulega fundið sig knúna til að selja und- an sér bát og kvóta fyrir þá ævintýralegu fjármuni, sem í boði voru. Með mjög misgeð- felldum hætti var stór- um hluta bátaflotans eytt og kvót- inn fluttur til stórútgerðanna. Eft- ir sátu eyðilegar fiskihafnir sjávar- byggðanna. Þar sem áður var mik- ið mannlíf og umsvif dugandi út- gerðarmanna og sjómanna, þrot- laus uppspretta umræðu og frá- Fiskveiðistjórnun Með mjög misgeðfelld- um hætti, segir Jón Sigurðsson, var stórum hluta bátaflotans eytt og kvótinn fluttur til stórútgerðanna. sagna, bæði fyrir þá og hina eldri sem yngri, sem urðu þannig þátt- takendur í þessu athafnalífi, hefur þessi lind mannlífs þomað. Félagsvísindastofnun hefur með rannsóknum sínum í þágu Byggða- stofnunar sýnt fram á, að þessi þróun er stór áhrifavaldur í flótta fólks frá þessum byggðum. Fisk- veiðistjómarstefna stjórnarflokk- anna er þannig bein orsök þeirrar byggðaröskunar, sem þeir þykjast í orði kveðnu vera andvígir. Þetta staðfesti einnig prófessor Scott frá Vancouver í Kanada, „faðir fiski- hagfræðinnar", eins og hann var kynntur, þegar hann flutti opin- beran íyrirlestur í boði sjávamt- vegsráðuneytisins. Hann sagði ein- faldlega, að það væri bein afleiðing kerfis af því tagi, sem hér er við lýði, að einingar í útgerð stækkuðu og sjávarbyggðir legðust af. Flóknara er það nú ekki og reynsl- an hérlendis er þegar farin að sanna það. Nýjasta dæmið úr fréttunum um þetta er Breiðdalsvík. Þar hafa menn í braski sínu með lífsafkomu fólks látið eins og það sé ekki til. Með því að staðurinn er í kjör- dæmi sjálfs guðfóður kvótakerfis- ins, Halldórs Ásgrímssonar, sem ekki hefur einungis pólitískra hagsmuna að gæta í stöðunni, var óðara gripið til sýndarúrræða. Sveitarfélagið var látið leggja fram 20 milljónir, sem það eflaust ekki á, til að stofna útgerðarfélag. Það útgerðarfélag getur ekki komist yfir veiðiheimildir til að veiða fisk í vinnsluna nema með því að kaupa þær fyrir nær 900 krónur hvert þorskkíló eða leigja af sægi-eifum fyrir yfir 90 krónur hvert kíló. Það er öldungis sama hvor leiðin er farin. Ein og sér getur hún engu bjargað. Utgerð við þessar aðstæður er dauða- dæmd í taprekstri og fjármunir sveitarfé- lagsins og annarra, sem í góðri trú eru til kallaðir að bjarga plássinu, era óðara glataðir. Markmiðið með þessari sýndar- lausn er augljóst. Það á að freista þess með þessum ráðum að fá framsóknar- og sjálf- stæðisatkvæðin þar eystra til að trúa því fram yfir kosningar, að landsfeðumir séu að bjarga málum á Breið- dalsvík. Það eru þeir ekki að gera, heldur freista þess til bráðabirgða að breiða yfir afleið- ingar þeirrar stefnu, sem þeir bera sjálfii- ábyrgð á. Samtímis og í sama tilgangi er með miklum til- þrifum látið i veðri vaka, að von sé á stóriðju í fjórðunginn til að bjarga honum. Enn er í sama skyni veifað framan í Breiðdalsvík- inga og ótaldar aðrar illa settar byggðir væntanlegri, pólitískri geðþótta-úthlutun á 1.500 tonna þorskkvóta frá Byggðastofnun. Til þess er séð, að úthlutun fari ekki fram fyrr en eftir kosningar, svo að enginn fái séð fyrirfram hversu lítils þessi úthlutun má sín gagn- vart þeim geigvænlega vanda, sem að svo mörgum sjávarbyggðum steðjar. Allt era þetta blekkingar. Að óbreyttri fiskveiðistjórn verður engri Breiðdalsvík bjargað. Þeim mun hins vegar linnulaust fjölga. Kæri menn sig um að skoða stað- reyndir þessa máls og rökréttar afleiðingar þeirra er alveg ljóst, að Breiðdalsvíkurveikin mun læsa klóm sínum í hverja sjávarbyggð- ina af annarri. Hún hefur í raun þegar klófest nokkrar. Aður en yf- ir lýkur að óbreyttu verður hún mörg Breiðdalsvíkin. Fram að þessu felur þessi gi’ein að mestu í sér staðreyndir og rök- réttar afleiðingar þeirra. Hinar pólitísku ályktanir liggja afar beint við: Ekkert nema algert fylgishran Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í komandi kosningum getur forðað þjóðinni frá þessari þróun. Flokk- arnir hafa ákveðið áframhaldandi samstarf og óbreytta stefnu, fái þeir til þess kjörfylgi. Og þetta er síðasta tækifærið til að bjarga málum. Að fjóram árum liðnum verður þessum sjávarbyggðum svo blætt út, að þeim verður ekki bjargað. Sú skoðun heyrist, að þessi þróun úti á landsbyggðinni komi fólki hér á suðvesturhominu ekkert við. Það er alrangt. Okkar hagsmunir í þessu efni era gríðar- legir. Um það verður fjallað í annarri grein. Höfundur cr fyrrverandi fram- kvæmdastjóri. Jón Sigurðsson Fréttir á Netinu vD mbl.is AL.LTAf= EITTHt/AG TJÝT7— UMRÆÐAN/PROFKJOR Breyttir tímar, samfylk- ing félagshyggjufólks Á MORGUN, laugar- dag, er prófkjör sam- fylkingar á Vesturlandi. Undirritaður hvetur Vestlendinga til þátt- töku í því prófkjöri. Við sem eram í framboði leggjum áherslu á jafn- rétti, félagshyggju og kvenfrelsi. Við viljum frelsi til athafna og sköpunar og í atvinnulífi, en við setj- um frelsinu þær skorð- ur, að athafnir manna gangi ekki á frjálsræði annarra. Með jafnrétti viljum við tryggja það að allir þjóðfélagsþegnar eigi jafnan rétt - hvort heldur það er til náms, at- vinnumöguleika, heilbrigðisþjón- ustu og velferðarþjónustu, óháð þjóðfélagsstöðu og aldri. Félags- hyggja og bræðralag merkir að samfélagið skuli taka höndum sam- an um að aðstoða þá sem af einhverjum ástæðum era verr sett- ir. Þessi grandvallarvið- horf jafnaðarmanna og félagshyggjufólks eru lausnir að meginvið- fangsefnum íslenskra stjómmála - hvort heldm- er í sjávarút- vegsmálum, umhverfis- málum, velferðarmálum eða öðrum málaflokk- um. Prófkjör Samfylking jafnaðar- manna og félagshyggju- fólks ætlar að taka á þessum við- fangsefnum. í prófkjöri Samfylk- ingarinnar á Vesturlandi á morgun, laugardag, ræðst hverjir veljast í forystusætin. Eg býð mig fram til forystu með jafnrétti og frelsi að leiðarljósi, fyrir Ég býð mig fram til forystu með jafnrétti og frelsi að leiðarljósi, segír Gísli S. Einars- son, fyrir breyttu og bættu samfélagi í góðu samstarfi við gott fólk. breyttu og bættu samfélagi í góðu samstarfi við gott fólk. Mætum í prófkjörið. Stöndum saman. Drengileg og heiðarleg bar- átta hlýtur að vera leiðarljós okkar sem tökumst á í þessu síðasta próf- kjöri vegna alþingiskosninganna 8. maí nk. Ég óska meðframbjóðend- um velfamaðar en stefni á 1. sætið. Höfiwdur er þingmaður jafnaðar- marnia d Vesturlandi. Gísli S. Einarsson Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Jóhann Ársælsson til forystu Þórunn Sigþórsdóltir, stuðningsfulltrúi Stykkishólmi, skrífar: Um næstu helgi er sameiginlegt prófkjör Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Samtaka um lcvennalista undir merki Samfylkingar á Vesturlandi þar sem skipað verður í þrjú efstu sæti væntanlegs fi-amboðslista. Mjög ánægjulegt er að Jóhann Ársælsson hefur gefið kost á sér til framboðs og hef ég ákveðið að styðja hann í íyrsta sætið. Ég þekki Jóhann af störfum hans fyrir Alþýðubandalagið og treysti honum öðram betur til að sameina félagshyggjufólk undir einu merki og til að veita Samfylkingunni forystu hér í kjördæminu. Jóhann hefur mikla og góða reynslu af stjórnmálum og hefur ítrekað sýnt að hann er málefnalegur og einarður baráttumaður fyrir hag láglaunafólks og þeirra sem minna mega sín. Mætum öll í prófkjörið á laugardaginn og kjósum öfluga forystusveit fyrir félagshyggjufólk á Vesturlandi. Gísla Einars- son í 1. sætið Guðrún Konný Pálmadóttir, fyrrv. oddviti i Búðardal, skrífar: Gísli Einarsson hefur verið for- ystumaður jafnað- ar- og félags- hyggjumanna hér á Vesturlandi síð- astliðin ár. Hann er þingmaðurinn okkai’ og það er auðvelt að vera stoltur af honum. Gísli hefur verið vakinn og sofinn yfir málefnum kjördæmisins. Hon- um er annt um fólkið sitt á Vestur- landi og hefur gefið sér tíma þrátt fyrir miklar annir að vitja okkar reglulega þó ekki séu kosningar í nánd. Gísli er maður alþýðunnar. Hann skilur þarfír hennar og þekk- ir réttindabaráttu hennar, hann talar einfaldlega það tungumál sem maðurinn á gólfinu skilur. Gísli hefur sýnt að hann vinnur vel þau störf sem honum hefur verið trúað fyrir. Hann er góður félagi í starfi jafnt sem leik. Ég treysti Gísla framar öðram til að leiða lista Samfylkingarinnar á Vesturlandi til sigurs. Atorkusöm kona Kristmar J. Ólafsson framkvæmda- stjórí og bæjarfulltrúi í Borgarbyggð skrifar: Laugardaginn 6. mars verður efnt til prókjörs um röðun á Usta Samfylkingar á Vesturlandi. I prófkjörinu verð- ur fólk valið í þrjú efstu sæti listans. í hólfi Alþýðu- flokks býður sig fram ung og atorkusöm kona úr Borgamesi, Hólmfríður Sveins- dóttir. Þó að Hólmfríður sé ung að áram býr hún að víðtækri reynslu af stjómmálum. Hún er af hinni svonefndu Gróskukynslóð og á stóran þátt í að draumurinn um öfl- uga samfylkingu á vinstri væng stjómmálanna er orðinn að vera- leika. Þar hefur Hólmfríður starfað af þeim krafti og baráttuhug sem einkennir öll hennar störf. Þessi kraftur lýsir sér best í því að hún hikar ekki eitt augnablik við að bjóða sig fram á móti sitjandi þing- manni Alþýðuflokksins á Vestur- landi. Það er full þörf á að ungt fólk sitji á Alþingi íslendinga. Raddir ungs fólks þurfa að heyrast þai- sem annars staðai’. Ég hef þekkt Hólmfríði í mörg ár. Ég hef unnið með henni í stjómmálum og veit að hún hefur allt til þess að bera sem prýða þarf góðan þingmann. Hólmfríður hefur menntun, reynslu, bjartsýni og þann eldmóð sem nauðsynlegur er til að koma góðum málum í fram- Guðrún Konný Pálmadóttir Kristmar J. Ólafsson kvæmd. Ég get óhikað mælt með Hólmfríði og treysti henni fullkom- lega til að takast á við þau erfiðu verkefni sem bíða þingmanna okk- ar. Vestlendingar, tryggjum Hólm- fríði góða kosningu í prófkjörinu á morgun. Ástríðufullur baráttumaður Bjöm Guðmundsson, trésmíðameistarí, Garðabraut 6, Akranesi, skrifar: Sumir menn sjást ekki fyrir þegar þeir standa andspænis rang- læti. Þá hleypur þeim þvílíkt kapp í kinn að þeir láta einskis ófreistað til að rétta hlut þess sem á er hallað. Slíkir ástríðumenn era bestu baráttumennimir. Þeir era fáir á Alþingi Islendinga í dag. Samt era þeir til. Einn þeirra er Gísli S. Einarsson. Hann er harð- asti baráttumaðurinn sem Vest- lendingar eiga á þingi í dag. Samfylkingin á Vesturlandi heldur um helgina prófkjör sitt. Það skiptir afar miklu hver leiðir lista hennar. Að mínu viti er feng- sælasti foringinn án nokkurs vafa Gísli S. Einarsson. Því veldur dugnaður hans og farsæld á Al- þingi, auk vinsælda sem ná um allt kjördæmið. ►Meira á Netinu ori/lame Náttúrulegar sænskar snyrtivörur Ný tilboð mánaðarlega Sími 567 7838 - fax 557 3499 e-mail raha@islandia.is www.xnet.is/oriflame SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Udfumu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.