Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 53 + Baldur ÓIi Jóns- son var fæddur á Eskifirði 17. sept- ember 1913. Hann lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarf- irði 25. febrúar sfðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Þor- steinsson, bakari á Eskifirði, f. 30. mars 1871, d. 9. júní 1954, og Elín Ragn- heiður Þorsteins- dóttir, f. 24. júní 1879, d. 27. febrúar 1968. Bræður Baldurs Ola voru Þorsteinn Hjörtur, f. 18. desem- ber 1908, d. 24. maí 1921, og Hlöðver, f. 10. nóvember 1911, d. 23. febrúar 1992, var kvænt- ur Herdísi Hermóðsdóttur, f. 18. mars 1922, d. 21. mars 1980. Baldur Óli kvæntist Lisel Wessel, þau slitu samvistum. Seinni kona Baldurs Óla var Irma Jóhanna Pálsdóttir, f. Ehlers, fædd 20. júní 1914, og lifir hún mann sinn. Dóttir Elsku afi okkar. Nú þegar þú ert farinn sækja margar minning- ar að manni og allar eru þær góð- ar. Fyrst er ég hugsa til þín man ég það er ég kom í fyrsta skipti í heimsókn á Norðfjörð aðeins sjö ára gömul. Þá kom okkur strax vel saman og bað ég þig þá að koma með mér í göngutúr og sýna mér bæinn. Þá ljómaðir þú allur þeirra er Sólveig, gift Sigurði Steinari Ketilssyni. Dóttir Irmu er Anna Gréta, kjördóttir Baldurs Ola, gift Sigurði Runólfs- syni. Baldur Óli lauk gagnfræðaprófi frá MA 1932. Nám við Facklassen fiir Dentistenprakti- kanten í Hamborg í Þýskalandi 1934-1938 og starfaði við tann- lækningar og tannsmíðar í Hamborg og við Lehr-Institutet í Dresden 1938-1940. Baldur Óli starfaði við tannlækningar og tannsmíðar á Eskifirði 1940-1951 og síðan á Neskaup- stað til 1988, er hann lét af störfum. Jafnframt þjónustaði hann Austurland fá Hornafirði til Vopnafjarðar 1949-1967. títför Baldurs Óla fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl 15. og greipst stafinn þinn og sýndir mér alla þá skemmtilegu staði sem krökkum finnast spennandi. Eftir þessa ferð komum við í heimsókn hvert sumarið á fætur öðru og í næstu skipti bættust fleiri meðlimir í fjölskylduna og aldrei fékkstu leið á að sitja með bræður mína í fanginu og tala við þá um heima og geima. Mér MINNINGAR fannst alltaf gott að koma til Norðfjarðar þvi það ríkti svo mik- il ró og friður yfir heimili ykkar og alltaf átti Mammý amma eitt- hvert góðgæti í pokahorninu. Alltaf tókuð þið á móti manni með kærleik og þó þú hafir ekki verið alvöru afi minn þá ertu besti afi sem hugsast getur. En því miður breytist lífið smám saman og ekk- ert helst í sama horfi í lengri tíma. Er þú veiktist komum við og heimsóttum þig á sjúkrahúsið á Norðfirði og sárast fannst mér er ég kvaddi þig að kannski sæi ég þig aldrei aftur, sem reyndist rétt. Við systkinin söknum þín mikið og alltaf þegar ég minnist þín, afi minn, sé ég fyrir mér and- lit þitt, fullt af gleði og hlýju. Blessuð sé minning þín og hvíl í friði. Sandra, Sigurður, Daníel og Elísabet. Nú er afi Baldur dáinn. Eftir eiíið veikindi kvaddi hann þennan heim aðfaranótt 25. febrúar sl. og er nú hjá ástvinum sínum á himn- um að rifja upp gamla tíma úr bakaríinu á Eskifirði. Þegar ég heimsótti afa kvöldið áður en hann hélt á fund ástvina sinna átti ég ekki von á að hann myndi kveðja þennan heim þá um nótt- ina, því andardráttur hans var svo sterkur að ég hélt að ég myndi geta heimsótt hann aftur daginn eftir, en svo var ekki. Það er alltaf sárt að missa ástvin þó svo að við vissum að stuttur tími væri eftir, en kannski var það fyrir bestu að afi fékk að fara. Þegar við lítum til baka rifjast upp margar og góðar minningar um afa, t.d. eru ógleymanleg ferðalög okkar um Þýskaland með mömmu, pabba, afa og mammý. Aður en afi og mammý fluttu suð- ur komu þau alltaf um jólin og fórum við bræður aldrei í jólaskap fyrr en þau voru komin, alltaf var gaman að fara austur á Neskaup- stað og vera hjá mammý og afa því hlýjan og góðvildin var svo mikil hjá þeim. Afi las mikið og las þá bækur hvort sem þær voru íslenskar, þýskar eða danskar og var því erfitt fyrir hann þegar hann hætti að geta lesið vegna sjúkdóms síns. Einnig hafði afi mjög gaman af að ferðast um heiminn, bæði þegar hann var að læra í Þýskalandi, þá ferðaðist hann um á mótorhjóli og gangandi og sá Þýskaland, hvern- ig það var fyrir stríð. Seinni ár fóru afi og mammý mikið utan og hafa séð mikið á ferðalögum sín- um. Lengi væri hægt að halda áfram að telja upp allt það sem afi gerði og hvað hann upplifði um ævina, en minningu um góðan og hjartahlýjan mann munum við geyma í hjarta okkar. Við þökkum afa Baldri fyrir allar þær yndis- legu stundir sem við áttum með honum, við munum sakna hans. Ketill, Baldur Óli og Guðrún Sylvía. Mig langar að skrifa hér nokkr- ar línur um hann „afa“ blessaðan sem nú hefur kvatt þetta jarð- neska líf eftir nokkur veikindi. Það var árið 1990 að ég fór íyrst til Norðfjarðar með mínum manni til að heimsækja afa hans og ömmu sem þá bjuggu þar. Afi og Mammý voru þau ávallt kölluð af þeim sem þau þekktu og gerði ég það líka. Þar sem ég hef ekki átt afa á lífí þótti mér það mikil gjöf að fá að faðma þennan mann og kalla afa sem minn eigin. Við gerðum það að fóstum lið ár hvert eftir það að heimsækja þau að sumri til og var það ómissandi liður í sumarfríi fjölskyldunnar. Til Mammýjar og afa var alltaf svo gott að koma og þegar okkur hjónum fæddust fleiri börn gátu þau varla beðið eftir því að sjá þau og fá að kyssa og knúsa. Þau voru engu lík í gestrisni og góðsemd og ekki breyttist það eft- ir að þau fluttu í Hafnarfjörðinn, því þangað þurftu þau að flytja þegar afa hrakaði í veikindum sín- um. Það hefur áreiðanlega þurft mikinn kjark og festu til að flytja burt frá svo fallegum stað, húsinu sem þau voru búin að eiga heima í svo lengi og starfa stóran hluta ævinnar. Já, það er með miklum söknuði sem við kveðjum afa og öll þessi ár sem sumrin snerust um það að renna á Norðfjörð til elsku Mammýjar og afa. Eg má til með að þakka honum elsku hans í garð dóttur minnar hennar Söndru sem ég átti áður en ég kynntist manni mínum. Hann tók henni eins og öllum öðrum afabörnum sínum og er ég mikið þakklát fyrir það. Og eins og sex ára sonur okkar sagði þegar afi lá banaleguna, ég vil ekki að hann afi deyi, hann var alltaf svo góður við mig og lék við mig þegar ég heimsótti hann. Já, við munum öll sakna afa, faðmlags hans og hlýju. Við þökkum afa fyr- ir yndisleg ár og þá miklu ást sem hann gaf okkur. Góður guð geymi elsku Mammý og styrki hana í sorg sinni. Freyja Dröfn Axelsdóttir. BALDUR ÓLI JÓNSSON MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR + María Stein- grímsdóttir fæddist á Grímsnesi á Látraströnd hinn 14. maí 1934. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyr- ar hinn 24. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Steingrímur Jóns- son, d. 7.12. 1972, og Aðalrós Björns- dóttir, d. 7.7. 1991. Bræður Maríu eru Þorsteinn, f. 25.3. 1933, og Jón EyQörð, f. 11.2. 1950. María giftist 23. maí 1964 Helga Jónssyni frá Hóli í Köldu- kinn, f. 22. mars 1933. Dóttir þeirra er Magnea Kristín, f. 19.12. 1964, gift Halldóri Gunn- arssyni. Synir þeirra eru Daníel, f. 26.8. 1991, og Dagur, f. 16.8. 1996. Fyrir átti María: 1) Þóru Rósu, f. 5.12. 1953, gift Ingvari Margs er að minnast, margt er hér að þakka. (V. Briem) Hún María okkar var á leið til suðrænna stranda með Helga sín- um er för hennar var beint til annarrar strandar, enn fegurri og bjartari. Okkur setti hljóðar þeg- ar við heyrðum að hún var horfin úr þessu lífi, svo alltof snemma. Þau Helgi höfðu lent í bílslysi með þeim hörmulegu afleiðingum sem nú eru orðnar. Við erum búnar að vera saman í saumaklúbbi í 35 ár og aldrei hef- ur fallið úr ár. En nú er höggvið stórt skarð í vinahópinn. Alltaf var svo gaman að koma til hennar í klúbb, hún var iðulega með eitt- hvað spennandi og óvænt og eng- in hló meira en hún. Oft erum við búnar að fara saman út að skemmta okkur í gegnum árin og var hún ætíð hrókur alls fagnaðar á þeim stundum. Aldrei gleymum við árunum sem við vorum að Kristinssyni. Börn þeirra eru a) Erna Rós, f. 25.12. 1969, maki Hörður Óskarsson og eiga þau synina Dag og Magna, f. 23.10. 1996, b) Elísa Rán, f. 1.11. 1973, maki Halldór Guðjónsson og eiga þau Sunn- evu, f. 21.9. 1998, c) Elma Rún, f. 31.10. 1975, og d) tílfar Reyr, f. 18.4. 1982. 2) Kolbninu, f. 30.10. 1956, böm hennar era Þorsteinn Rúnar, f. 29.8. 1980, og Lilja Björg, f. 4.8. 1982. 3) Elínu, f. 29.6. 1961, gift Hermanni Guðmundssyni. Börn þeirra eru Helga María, f. 2.3. 1979, Ingvar Karl, f. 5.9. 1982, og Elvar Örn, f. 6.4. 1989. títför Maríu fer fram frá Dal- vikurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. föndra fyrir jólin; hvað þá var glatt á hjalla! Hún Mæja, sem alltaf var svo kraftmikil og ræktaði heilsuna, fór í sund, leikfimi og var svo dugleg að ganga og þess vegna finnst okkur líka svo ótrúlegt að hún skuli ekki vera hérna hjá okkur lengur. Hún bjó manni sínum og dætrum yndislegt heimili þar sem ríkti góður andi, þar sem gott var að koma og eiga ljúfar stundir. Garðurinn þeirra ber líka vott um natni þeirra og umhyggju. Mikið bar hún hag barnabarna sinna fyr- ir brjósti, margar flíkurnar var hún búin að sauma og prjóna handa þeim. Af mörgum verður hennar sárt saknað, ekki síst af barnabörnum og frændsystkinunum í Grímsnesi sem kölluðu hana Mæju ömmu. Elsku María okkar, við þökkum þér allar yndislegu samverustund- irnar sem við höfum átt með þér. Við biðjum góðan Guð að vernda þig og blessa á ókunnugum leiðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Helgi, Þóra Rósa, Kol- brún, Elín, Magnea og fjölskyldur ykkar. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styðja ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Saumaklúbbssystur, Rósalind, Jóhanna, Sigurlaug, Auður og Emma. Hún María amma mín er látin, hrifin burt svo skyndilega og skilur eftir sig tómarúm sem aldrei verður aftur fyllt. Sorgin er mikil og sökn- uðurinn sár, en á kveðjustund ber mér þó að þakka af heilum hug fyrir að hafa fengið hennar notið í 25 ár. Hún Mæj-amma varð aldrei gömul. Aldursárin töldust 64 en þau segja minnst. I útliti og anda var amma ætíð ung og þar held ég að lífsgleði hennar og gott geð hafi átt stærstan þátt. Lífsgleðin ein- kenndi allt hennar fas og ekkert virtist hún taka meira nærri sér en að vita að einhverjum liði illa. Og ekki skorti ömmu dugnaðinn og at- orkuna! Svo vinnusöm og ósérhlíf- in. Svo síkvik og kát og stöðugt að störfum. Hún stóð sig með prýði í öllu því sem hún tók sér fyrir hend- ur og ömmuhlutverkið var þar eng- in undantekning. Amma var heilsu- hraust og kunni að njóta þess. Hún unni náttúrunni, útivist og ferðalögum. Hjólaði, synti og stundaði leikfimi. Gjafmildi var annað einkenni ömmu, hún vildi alltaf vera að gefa: Gefa mat, gefa gjafir og gefa af sjálfri sér. Hinar ótalmörgu veraldlegu gjafir eru til vitnis um væntumþykju hennar og umhyggju en dýrmætast er þó hið andlega veganesti sem hún útbjó börnum sínum, bamabörnum og öðmm nákomnum. Það er mér ekki auðvelt að ætla að minnast Mæj-ömmu í fáeinum rituðum línum. Svo samofin lífi mínu var tilvera hennar að ég þyrfti eiginlega að rekja ævi mína alla. Hvort sem var í daglegu amstri eða á stórum stundum þá var hún til staðar. Líklega tók ég því oft sem sjálfsögðum hlut að eiga hana að en þó gerði ég mér strax sem lítil stelpa að nokkru grein fyrir ríkidæminu sem felst í því að eiga og njóta samvista við ömmur og afa. I tæp 20 ár var amma búin að vinna í mötuneytinu á Dalbæ, heimili aldraða. Þar áður vann hún á barnaheimilinu Krílakoti. Það átti vel við hana að vinna inn- an um margt fólk, hvort sem var börn eða aldraða. Hún átti svo gott með að umgangast fólk og gefa af sér og sinnti starfi sínu með bros á vör. Nokkur sumur vann ég á Dalbæ og þá sá ég vel hve vel liðin meðal samstarfsfólks hún var, enda var aldrei leiðinlegt þar sem amma var! Og ég man hvað við höfðum gaman af því báðar þegar einhver hélt að við værum mæðgur. Að hún Mæja í eldhúsinu væri amma mín þótti mörgum ótrúlegt! Myndirnar hrannast upp í huga mér. Eg get varla rifjað upp nokkurn merkisdag eða stóra stund úr lífi mínu að ekki komi fram í hugann mynd af Mæj-ömmu brosandi og fallegri og þannig mun ég ætíð minnast hennar. En senni- lega verður ömmu þó einna best lýst með berjatínsluferðunum. Með þeim sameinuðust svo margir þættir í fai’i hennar: Krafturinn og eljan, vinnugleðin og svo gjafmild- in. Berjaferðirnar á haustin vora alveg sérstakur kapítuli í lífi ömmu. Þar held ég að hún hafi not- ið útiverannar og náttúrunnar best. Eg reyndi stundum að fara með henni í berjamó en hafði eng- an veginn við henni. Það var með ólíkindum hvað hún gat tínt af berjum á þessum hlaupum upp um alla móa! Og þegar heim var komið með berjaföturnar tók hún til við að hreinsa berin og útdeila þeim til fjölskyldunnar. Ber út á skyrið og sulta á vöfflumar og síðan notaði hún berin bæði í kökur og með ísn- um í matarveislunum um jólin. Við höfum mikið misst við fráfall Maríu. Sorglegast þykir mér að horfa á htlu dóttur mína og vita hve mikils hún fer á mis í uppvextin sín- um. Hún og hin litlu bömin í fjöl- skyldunni munu ekki eiga aðrar minningar um Mæj-ömmu en þær er við sem eldri erum getum gefið þeim. Minningin um yndislega konu lifir í hjörtum okkar. Elísa Rán. ^XfARARSToJ^ ÍSLANDS Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjórt útfarar I samráði vlð prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað I líkhús. - Aöstoða viö val á kistu og llkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa ístands útvegar: - Prest. - Ðánarvottorð. - Stað og stund fyrir klstulagnlngu og útför. - Legstað i kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingc og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Llkbrennsluheimild. - Duftker ef likbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein, - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjðri Útfararstofa íslands - Suðurhlið 35 - 105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.