Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Pólitískt gengissig II }} Það voru kallar í þeirri tíð, þeir eru allir dauðir“ ÞEIR sem orðnir eru miðaldra og þaðan af aldurhnignari geta vísast ávallt verið sammála um að fari heimurinn ekki beinlínis versn- andi gefí þróunin að minnsta kosti sjaldnast tilefni til bjart- sýni. Þetta mat er enda nauð- synlegt þó ekld sé nema til ann- ars en að skapa umræðuefni þegar veðrinu og framgöngu ungviðisins í tilverunni sleppir. Og hinir þroskuðu eru einnig jafnan sam- VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson mála um að heldur séu stjórnmálin rislítíl nú um stundir og þeir menn sem valist hafa til ábyrgð- arstarfa lítt tíl forustu eða fyrir- myndar fallnir. Þannig hafi þvi nú ekki verið farið áður. Gömul þingpallavísa hjóðar svo: Sá ég falla frækinn lýð, flestir pallar auðir. Það voru kallar í þeirri tíð, þeir eru allir dauðir. Þetta er sumsé gömul saga. En því hefur löngum verið logið að tímamir breytíst ekki aðeins heldur geri mennirnir það með þeim. Við nánari skoð- un sannast síðan jafnan hið fornkveðna að allt breytist til þess eins að ekkert breytist. Upphafning stjómmálafor- ingja breytist ekki fremur en margt annað í íslenskum stjórn- málum og virðist rækilega inn- byggð í þau. Þannig er vinstri flokkum þeim sem hyggjast bjóða fram sameiginlega í næstu þingkosningum einkum fundið það til foráttu að þar á bæ sé engan leiðtoga að fínna. Málefnin skipta jafnan minna máli í íslenskum stjórnmálum en persónumar. Þessi staðreynd verður sífellt meira áberandi líkt og gildir nú um stundir þegar aðgreinandi málefni skortir og vægi ein- stakra stjórnmálamanna verður því meira. Með hugmyndafræði- legum samruna Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks, sem birtist í sókn þessara afla í átt að miðjunni, hefur þessi þró- un enn ágerst. Og litlu leiðtoga- sprotarnir á vinstri kantinum minna reglulega á sig í þeirri von að þeirra bíði að komast upp í efri deildina. Samanburður við þá sem gengnir eru hefur jafnan til- hneigingu til að reynast stjóm- málamönnum hvers tíma held- ur óhagstæður eins og þing- pallavísan gamla er til merkis um. „Gengissig" stjórnmálanna má því að hluta til rekja til ákveðinnar fortíðarhyggju, sem er mörgum og sennilega flest- um eiginleg mjög þótt hún geti verið ósanngjöm. Margir halda því t.a.m. fram að miklar vin- sældir Davíðs Oddssonar megi skýra með því að hann hafí á sér sama yfírbragð og ýmsir forvera hans, sem teljast til þungavigtarflokks í íslenskri stjómmálasögu. Skyldu hinir merku stjóm- málaleiðtogar Islendinga sem gengnir em hafa þolað það sterka kastljós er fjölmiðlar beina nú að eftirmönnum þeirra? Hefðu þeir kosið að sinna þessum störfum við þess- ar aðstæður? „Gengissig" stjórnmálanna mótast ekki síst af ríkjandi að- stæðum í hinum frjálsu fjöl- miðlasamfélögum nútímans. Þessar aðstæður hafa haft nýj- ar leikregíur í fór með sér. Stjórnmálamaðurinn leitar nú helst upphafningar í fjölmiðlum. Hrifning hans verður hins veg- ar minni þegar þessir sömu fjöl- miðlar taka að fjalla um verk hans og skoðanir með gagnrýn- um hætti. Fjölmiðlamir sem búa yfír umtalsverðu mótunarvaldi hafa kallað nýja tegund stjórnmála- manna fram á leiksviðið:at- vinnumennina, sem styðjast við ímyndasmiði og kortleggja ríkj- andi viðhorf tíl þess að auka möguleika sína á frama. Nýjum tækjum er beittíintemetið er notað til að koma málstaðnum á framfæri þótt hugmyndir stjómmálamanna um gagnsemi þessa miðils virðist æði ólíkar. Þannig nýtir þingkona ein þessa tækni til að birta 50 ljós- myndir af sjálfri sér við mis- munandi áhugaverðar aðstæð- ur. Atvinnumennirnir geta marg- ir hverjir ekki státað sig af merkilegri starfsreynslu. Oft era þeir skilgetin afkvæmi flokksvéla. Og flokksvaldið hef- ur þvert á það sem gerst hefur erlendis heldur styrkst á Is- landi. Kann það að einhverju leyti að koma til af upplausninni á vinstri vængnum, sem rennt hafí stoðum undir þá skoðun í stjómai-flokkunum tveimm’ að heppilegast sé að „sterkir" leið- togar móti stefnuna og ráði mestu um frama manna. Leið- togahyggja fer sumsé aldrei saman við hugmyndir um „lýð- ræðisvæðingu“ innan slíkra fyr- irtækja. Og rökrétt framhald hinnar persónubundnu upp- hafningar er að prófkjör víki fyrir uppstillingarnefndum. Fjölmiðlarnir fjalla um afrek og sigra stjórnmálamanna. Þeir leiða einnig í ljós mistök þeirra, hentistefnu og hagsmunavörslu. Almenningur er fyrir bragðið í mun meiri nálægð við stjóm- málamenn en áður og sú skoðun nýtur vaxandi fylgis að æ erfið- ara verði að gera greinarmun á mönnum og flokkum. Sú skoðun er enda rétt og ræður þar miklu framsókn atvinnumanna og af- kvæma flokksvéla. Þótt heimurinn fari næstum því ábyggilega versnandi era stjómmálamennimir nú sem áð- ur einna helst líkir öðra fólki. Flestir era þeir ágætlega vinnu- samir, þokkalega dómgreindai- lausir á sjálfa sig, prýðilega sannfærðir um eigið ágæti, flokks- og foringjahollir, góðviij- aðir, misjafnlega þröngsýnir og skemmtUegir vel. Það sem breyst hefur er að almenningi er nú öldungis fuUkunnugt um að þeir sem ráða era alveg eins og allir hinir. „Gengissig" stjómmálanna er því einnig falið í sannleikanum um þau. umboðsmaður ytir= Gjörir Upphaf leigusamningsins frá 12. september 1897, þar sem Eiríkur Kristjánsson, afi greinarhöfundar, leigir Borgir í Svalbarðshreppi. Tími Sólborg- ar er kominn ÞEGAR ég sá jólaleik- ritið Dómsdag í sjón- varpinu kveikti ég strax á því að svipaða sögu heyrði ég fyrir 40 árum. Því var haldið fram á heimili foreldra minna að presturinn hefði átt barnið. Einar Bene- diktsson hefði tekið sér skáldaleyfí og eignar- réttur hans á jörðunum KoUavík, Borgum og Kollavíkurseli væri beint tengdur Sólborg- armálinu og þetta hefði gengið upp vegna mein- leysis og einfeldnings- háttar Hjartar hrepp- stjóra, og var þá sagt frá því hvernig fór fyrir Hirti þegar hann fór að kveða niður Hvammsundrin. Pabbi sagði mér þá sögu að Eirík- ur Kristjánsson afí minn hefði keypt jarðimar Kollavík, Borgir og Kolla- víkursel af Einari Benediktssyni og við samningsgerðina hefði hann not- ið aðstoðar Bakkusar konungs og kaupsamningurinn verið þannig að engin leið hefði verið fyrir afa að eignast jarðimar, enda hefðu afí og amma flutt öreigar úr Kollavík í Nes þremur árum síðar. Einar Benediktsson eignaðist þessar jarðir í Sólborgarferðinni. Langafi minn Guðmundur Þorvalds- son flutti úr Klifshaga í Kollavík vor- ið 1893. Hann virðist hafa haft það hlutverk að fela eignarrétt Ein- ars á jörðunúm, eins og fram kemur í bókinni „Móðir mín húsfreyj- an“, þar sem Auður föðursystir mín lýsir móður sinni Þorbjörgu dóttur Guðmundar og veit Auður ekki betur en að Guðmundur eigi jarðimar. Eins var það talið einkennilegt að Guð- mundur vildi alls ekki láta jarðsetja sig á sama stað og Sólborgu. Hjalti Jóhannesson, sem fæddur er og upp- alinn í Flögu, hefur sagt mér það að þegar þeir Þorvaldur á Völlum, Guð- jón á Sævarlandi, Kristján á Her- mundarfelli og Jón í Garði vora komnir í Flögu til Jóhannesar hafí þeir allii- verið sammála um það að presturinn hafi átt barnið og ekki síst ef Ólína á Kúðá var komin, hún fullyrti það nú bara. Eiríkur Guðmundsson heyrði þá Gunnlaug Benediktsson, Guðmund Jónasson, Guðmund Eiríksson og Stefán Guðmundsson vera að tala um Sólborgarmálið og töldu þeir all- ir að presturinn hefði átt barnið og Einar Benediktsson dæmt Sigurjón, vinnufélaga þeirra í Síldarverksmiðj- unni á Raufarhöfn, sekan þótt hann Eiríkur Kristjánsson Sólborgarmál * Eg tel sjónvarpsmynd Egils Eðvarðssonar, segir Eiríkur Kristjánsson, engan hneykslanlegan skáldskap. væri saklaus. Ég tel sjónvai'psmynd Egils Eðvarðssonai- engan hneyksl- anlegan skáldskap, heldur lýsingu á atburði er átti sér stað hér í sveit. Egill hefur sagt mér það að hann hafi ferðast hér um fyrir 3-4 árum, þá tel ég að hann hafi heyrt þá sögu er höfð er eftir Birni á Brekknakoti, að þegar Hjörtur hreppstjóri hafi farið að eldast hafi hann fengið sam- viskubit og honum orðið órótt út af Sólborgarmálinu og farið að sjá í gegnum klæki Einars og sagt það að prestsfrúin hefði látið hann skrifa bréf til sýslumanns, er hún vildi koma Sólborgu burt af heimilinu, og hann hefði einfaldlega treyst henni. Eitrið taldi Hjörtur frá lækninum á Sævarlandi komið. Hjörtur taldi prestinn eiga barnið. í Morgunblaðinu 3.2. sl. á bls. 32, í greininni „Hennar tími er liðinn“, vill Guðjón Friðriksson eyða öllu tali um að tengsl séu á milli Sólborgarmáls- ins og jarðakaupa Einars í ferðinni, megi telja líklegt að þarna hafi Einar verið að versla í umboði fóður síns og jarðirnar síðan komist í eigu Júlíusar Sigurðssonar úr dánarbúi Benedikts. Hér sýnist mér að Guðjón Frið- riksson sé að falla í sömu gi’yfjuna og Einar virðist hafa gert í Sólborg- armálinu, það er að segja að grípa til skáldskapargáfunnar. Hvernig gat Júlíus erft tengdafóð- ur sinn tveimur árum áður en hann dó? Mér virðist Júlíus tekinn við hlutverki Guðmundar langafa míns 1897, Júlíus leigir Eiríki afa mínum jörðina Borgir 1897, en ég veit ekki betur en að Benedikt dæi 1899. Pabbi var með leigusamninginn þegar hann sagði mér frá því að pabbi hans hefði keypt Kollavík, Borgir og Kollavíkursel af Einari Benediktssyni 1905. Höfundur er bóndi á Borgum í Þistilfirði. Þurrt að kalla EINS og kunnugt er hafa íslenskir veður- fræðingar tekið upp á því að lýsa úrkomu hér á landi með því að nota orðið þurrt. I spám sín- um eiga þeir til að segja að á næstunni verði þurrt að kalla - þótt þeir sjái reyndar úr- komu framundan í veð- urkortunum. Með því móti eru þeir að skrökva svolítið að þjóð- inni - svona til að fegra aðeins horfurnar. I slíku veðri blotnar maður í gegn - hægt og rólega - með tilheyrandi vanlíð- an og leiðindum. En það tekur bara lengri tíma en í alvöru rigningu. Þessari sérkennilegu ís- lensku lífslygi virðast landsmenn hafa aðlagast, enda margendurtekin og sett fram af fagmönnum. En það eru til önnur og mun al- varlegri ósannindi, sem útvarpað er á Islandi í endurtekinni síbylju. Þai' eru einnig á ferðinni fagmenn. En þessir fagmenn sjá gér hag í því að af- baka sannleikann til þjóðarinnar - og gera það á allt öðrum forsendum. Tökum tvö dæmi: Ríkisstjómin heldur því blákalt fram að núverandi kvótakerfi hafi styrkt sjávarbyggðimar ki-ingum landið. Ríkisstjómin lætur að því liggja, að hún hafi sjálf skapað góðæri á Islandi og einnig, að góðærið skili sér til allra landsmanna. Nú er það allsendis óljóst, hvort þorri landsmanna geri sér grein fyrir þeirri afbökun sannleikans, sem þessi tvö dæmi segja til um og því finnst mér nauðsyn- legt að kynna lesendum hinar sönnu hliðar dæmanna - í nokkrum smærri atriðum: * Núverandi kvóta- kerfi rústar fjárhag einstaklinga og fjöl- skyldna í sjávarþorpum um allt land og blóðsýg- ur þar með byggðimar. * Núverandi kvóta- kerfi útilokar svo til al- veg alla nýliðun í út- gerð. * Núverandi kvóta- kerfi veldur stöðugu fjárútstreymi úr at- vinnugreininni og leiðir hana í þrot - þótt síðar verði. * Um þrjú þúsund einstaklingar - flestir öryrkjar - þurftu að þiggja Stjórnmál Frjálslyndi flokkurinn, segir Gunnar I. Gunnarsson, mun aldrei hika við að höndla sannleikann í íslenskum stjórnmálum. aðstoð Hjálparstofnunar kirkjunnar fyrir síðustu jól. * Margir sjúklingar neyðast til að framfleyta sér á um 20.000 kr. á mánuði úr almannatryggingakerf- inu. Þessar bætur hækkuðu um 26 kr. um síðustu áramót. * Heildargreiðslur almannatrygg- inga, vegna fullrar örorku, eru um 65.000 kr. á mánuði. Hjón, sem bæði eru öryrkjar, fá samtals um 87.000 kr. á mánuði. * Einstaklingur, sem fær 30.000 kr. á mánuði úr eigin lífeyrissjóði og aflar sér viðbótartekna upp á 25.000 ki'. á mánuði, greiðir af viðbótinni 80% jaðarskatt og heldur því eftir um 5.105 kr. Hér hafa verið valin nokkur sönn og alvarleg atriði, sem eru augljós- lega í hróplegu ósamræmi við þá glansmynd, sem ríkisstjórnin hefur boðið almenningi upp á til langs tíma. Og þar að auki hefur ríkis- stjórnin viljað láta þjóðina þakka sér toppverð á íslenskum sjávarafurðum erlendis - svo ekki sé talað mn hin óvenju hagstæðu náttúruskilyrði í hafinu kringum landið. En flestir ís- lendingar hljóta nú að sjá gegnum þann hluta glansmyndarinnar. Islendingar geta alveg leyft sér að láta plata sig dálítið í spám veður- fræðinganna, þegar minniháttar leið- indi eru framundan í veðrinu, en þegar kemur að alvöra fjöllun um grundvallaratriði íslenskra stjórn- mála, þá höfum við alls ekkert efni á að veita mönnum afslátt af sannleik- anum. Þetta ættu allir kjósendur að íhuga vel fyrii1 kosningar, hinn 8. maí, næstkomandi. Frjálslyndi flokkurinn mun aldrei hika við að höndla sannleikann í ís- lenskum stjórnmálum - og þá skiptir öngvu, hvort sársauki fylgir eða ekki. Telji Frjálslyndi flokkurinn, að það verði þurrt að kalla framundan - þá ráðleggur hann fólki auðvitað að hafa með sér regnfatnað. Höfundur er varaformadur Frjájs- iynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.