Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Þingkosningar fara fram um helgina í Eistlandi Miðflokkar sterkir en stjórninni spáð falli Tallinn. Reuters. ÞRÁTT fyrir að stefna virðist í kreppu í efnahagslífi Eistlands virðast þarlendir kjósendur vilja velja miðjustjórn í þingkosningum sem fram fara á sunnudag. Stjórn Marts Siimanns virðist þó ólíkleg til að halda völdum. Síðustu skoðanakannanir benda til að fylgi kjósenda dreifíst á marga flokka og að allt að þriðj- ungur sé enn óákveðinn. Þetta er í þriðja sinn sem Eistar kjósa nýtt þing frá því þeir brutust til sjálf- stæðis frá Sovétríkjunum árið 1991. Stjórnmálaskýrendur segja að þó ekki sé búizt við neinum afger- andi sigurvegara í þessum kosn- ingum sé útlit fyrir að nokkrir flokkar á miðju stjórnmálanna - sem allir hafa á stefnuskrá sinni að ganga í Evrópusambandið og Atl- antshafsbandalagið - muni koma til með að verða í aðstöðu til að mynda nýja stjórn. „Svo virðist sem niðurstaða kosninganna verði frjálslynd mark- aðshyggjustjórn sem muni miða að því að efla hagvöxt í landinu," hef- ur Reuters eftir Andrus Saar, for- stöðumanni skoðanakannanastofn- unar í Tallinn. Það sem gerir kjósendum erfítt fyrir - og spámönnum um úrslitin - er ekki sízt hið gífurlega úrval frambjóðenda. 1885 manns bítast um 101 sæti í Riigikogu, eistneska þjóðþinginu, í nafni 12 stjórnmála- flokka og 19 einstaklingsframboða. Savisaar gerir sér vonir um póli- tiska uppreisn æru Edgar Savisaar, sem var forsæt- isráðherra Eistlands umbrotaárið 1990-1991, virðist sjá fram á mikla uppreisn æra í kosningunum. Sa- visaar hefur verið „úti í kuldanum" í pólitísku tilliti frá því hann neydd- ist til að segja af sér vegna hlerun- arhneykslis árið 1995. Savisaar - sem var innanríkis- ráðherra þegar upp komst um hlei-anir háttsettra embættis- og stjórnmálamanna árið 1995 sem olli falli þáverandi ríkisstjórnar - hefur harðlega gagmýnt miðju- stjóm Marts Siimanns, sem verið hefur við völd undanfarið kjörtíma- bil, fyi'ir að „leiða hjá sér“ áhrif efnahagskreppunnar í Rússlandi. Miðflokkur Savisaars heftir í síð- ustu skoðanakönnunum mælzt með mest fylgi, eða 17%. Hæpið er þó talið að Savisaar geti myndað ríkis- stjóm undir sínu forsæti, þar sem hann á fáa vini utan eigin flokks. Líklegra þykir að Umbótaflokkur- inn, sem er miðflokkur, og tveir hófsamir hægriflokkar taki saman höndum um að taka við stjórnar- taumunum, enda hafa þeir þegar undirritað skriflega viljayfirlýsingu þar að lútandi. Búizt er við að í kosningunum muni mikið koma til með að velta á atkvæðum rássneskumælandi íbúa Eistlands, sem era hátt í hálf millj- ón, en af þeim hafa á bilinu 100-150 þúsund kosningarétt. Ibú- ar Eistlands í heild era rámlega ein og hálf milljón og því eru Rússaatkvæðin um fímmtungur. Þai' sem tilraunir til að ólík póli- tísk öfl á meðal Eistlands-Rússa til að bjóða fram saman fóra út um þúfur og engin sérákvæði era í kosningalögum um neins konar undanþágur frá 5%-þröskuldinum, þ.e. að flokkur verði að fá a.m.k. 5% heildaratkvæðamagnsins til að fá yfirleitt úthlutað þingsætum, gæti jafnvel farið svo að enginn fulltrái þessa fjölmenna minni- hlutahóps verði á þingi næsta kjör- tímabil. En fari svo að Eistlands- Rússar fái sinn skerf af þingsætum kunna þeir að komast í oddaað- stöðu og geta haft úrslitaáhrif á hvers konar ríkisstjóm verður mynduð. Miðflokkur Savisaars hef- ur markvisst höfðað til hinna ráss- neskumælandi kjósenda og er sjálfur í framboði í norðausturhluta landsins, þar sem þeir era mjög fjölmennir. ---------------------.. Lögfræðingar Anwars Ibrahims hvetja til þess að lögregluforingi verði ákærður Deilt um grundvöll morðákæru Kuala Lumpur. Reuters. LOGFRÆÐINGUR Anwars Ibra- hims, fyrrverandi fjánnálaráðherra Malasíu, hvatti í gær stjórnvöld í landinu til þess að ákæra Rahim Noor, fyrrverandi lögreglustjóra, fyrir morðtilraun vegna barsmíða sem hann veitti Anwar þegar ráð- hemann fyrrverandi var fyrst fang- elsaður. Lögmaður Rahims Noors sagði hins vegar fyrir rétti í gær að enginn grundvöllur væri íyrir slíkri ákæra. „Engin sönnunargögn hafa komið fram sem benda tO að Noor hafí verið í morðhugleiðingum," sagði lögmaðurinn Teh Poh Teik. Rahim Noor viðurkenndi fyrr í vik- unni að hann hefði veitt Anwar áverka í bræðiskasti, skömmu eftir að Anwar var stungið inn. Anwar er ákærður fyrir spillingu og kynferðisglæpi en bróðir lykil- vitnis í málinu gegn ráðherranum fyrrverandi sagði við réttarhöldin í gær að systir sín væri „sjúklegur lygari“. Sagðist Azmin Ali, sem er fyrrverandi einkaritari Anwars, ekki tráa ásökunum systur sinnar, Ummi Hafilda Ali, í garð Anwars. Hafilda Ali hefur m.a. borið að Anwar hafi átt í ástarsambandi við mágkonu sína, eiginkonu Azmins AIi, og einnig að hann hafí neytt karlmenn til sam- ræðis við sig, en samkynhneigð er bönnuð með lögum í Malasíu. Azmin AIi sagðist treysta konu sinni og að hann tryði ekki ásökunum systur sinnar. Sagði hann staðhæf- ingar hennar hafa valdið ósamkomu- lagi í fjölskyldu þeiira og að þau Hafilda Ali ræddust ekki lengur við. Reuters Pabbatími í dýra- garðinum TÍGRISHVOLP ARNIR Mirko og Mischa virða föður sinn, Sascha, fyrir sér er þeir hittu hann í fyrsta skipti í gær. Fjöl- skyldan býr í Hagenbeck-dýra- garðinum í Hamborg og eru hvolparnir nýorðnir sex mán- aða gamlir. Aðalfundur Hans Petersen hf. verður haldinn föstudaginn 19. mars 1999 að Suðurlandsbraut 4, 8. hæð, og hefst kl. 16:00. Aðalfundur Dagskrá Hans Petersen hf. I.Venjuleg aðalfundarstörf skv. 3.6 grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. laga nr. 2/1995. 3. Tillaga að breytingu á samþykktum félagsins þar sem félagsstjórn verður heimilað að gefe út hlutabréf með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð í samræmi við lög nr. 131 /1997 um rafræna eignaskráningu v erðbréfa. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á upp á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frarnmi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Stjórn Hans Petersen hf. HmFtmstN Suðurlandsbraut 4 • Sími 570 7500 • Fax 570 7510 • www.hanspetersen.is 15 morðingjanna vegnir í Kongó ^ Samvinna herja Uganda og Rúanda Naírdbí, Kampala. Reuters. HÁTTSETTUR herforingi í Úg- andaher lýsti því yfir í gærkvöldi að fímmtán skæruliðanna sem myrtu erlenda ferðamenn í Bwindi-þjóðgarðinum á mánudag, hafi verið vegnir. Naut úgandíski herinn aðstoðar ráandíski-a her- flokka við leitina að morðingjun- um. Féllu þrír rúandískir her- menn í átökum við skæruliðahóp- inn. Sagði herforinginn að setið hefði verið fyrir morðingjunum á vegi milli Goma og Kisoro í aust- anverðri Kongó. Ekki hafa borist staðfestar fréttir af árásinni. Stjórnvöld í Rúanda og Úganda hvöttu til þess í gær að þjóðir heims legðust á eitt við að hafa hendur í hári um 150 Hútú- skæruliðanna, sem urðu átta ferðamönnum að bana í Bwindi- þjóðgarðinum í Úganda sl. mánu- dag. Stendur leit enn yfir og leita um 600 hermenn skæruliðanna í skógum Kongó, við landamæri Úganda. Að auki hefur Alríkislög- regla Bandaríkjanna (FBI) hafíð rannsókn á málinu að beiðni úg- andískra stjórnvalda. Hersveitir Úganda og Rúanda hafa sameinað krafta sína í leit- inni að skæruliðunum en Mu- seveni, forseti Úganda og Pasteur Bizimungu, forseti Rúanda, sögðu í gær að málið væri ekki einungis í höndum ráandískra og úg- andískra stjórnvalda. Alþjóðlcg herferð Wilson Rutayisire, talsmaður rúandísku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær leiðtoga Interhamwe, sem eru vopnaðar sveitir Hútú- skæruliða, vera búsetta í Evrópu, Bandaríkjunum og öðrum Afríku- ríkjum og ætti að ráða niðurlög- um þein’a, yrði það aðeins gert með samvinnu milli þessara landa. „Verði ekki alþjóðlegri herferð hleypt af stokkunum gegn þess- um glæpamönnum og málið sett í hendur fárra aðila, fá þeir ráðrúm til að verða þeim að bana sem þeim sýnist," sagði Rutayisire. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Bretlands hafa fordæmt verknað- inn og sagst munu leggja lið sitt við að hafa uppi á skæruliðunum og leiða þá fyrir rétt. Tony Blair sagði Bretlandsstjórn mundu gera „allt sem í hennar valdi stendur“ til að réttlætið næði fram að ganga. Sex fórnarlambanna vora frá Bandaríkjunum og Bretlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.