Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BÁRA LÝÐSDÓTTIR + Bára Lýðsdóttir fæddist á Gils- bakka í Skógar- strandarhreppi 27. mars 1917. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnu- daginn 21. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Lýður Illugason, ættaður úr Helga- fellssveit á Snæ- —*» fellsnesi, f. 5.9. 1872, d. 4.8. 1946, og kona hans Krist- ín Hallvarðsdóttir, ættuð af Skógarströnd á Snæ- fellsnesi, f. 2.6. 1876, d. 29.4. 1959. Bára var yngst sjö systk- ina sem eru nú öll látin. Þau voru: Lára, f. 1896; Guðný, f. 1898; Guðrún, f. 1900; Hallvarð- ur, f. 1901; Guðfinna, f. 1904; og Kristján, f. 1910. Bára ólst ásamt systkinum sinum upp á Snæfellsnesi, á Ytra-Leiti, í Litla-Langadal, í Ogri og í Stykkishólmi. Á unglingsárum sínum fluttist hún til Reykjavík- ur ásamt fjölskyldu sinni. 't» Hinn 24. desember 1934 gift- ist Bára Ferdinand H. Jóhanns- syni, f. 2. september 1910 í Reykjavfk, d. 4. maí 1984. Börn þeirra eru fjögur: 1) Ægir, f. 5.7. 1934. Maki Guðrún Marin- ósdóttir. Þeirra börn: Þór, f. 1954, Snorri, f. 1960, Sif, f. 1965, Guðrún f. 1972. 2) Hallvarður, f. 8.5. 1941. Maki Sesselja Jónsdóttir. Þeirra börn: Ágúst, f. 1967, Kristinn, f. 1971, dáinn 1988, Hildur Guðlaug, f. 1977. 3) Kristín, f. 2.6. 1942. Maki: Oddur Jóns- son. Hennar barn: Hafsteinn, f. 1967, þeirra barn Bára Jóna, f. 1973. 4) Hafþór, f. 4.5. 1952. Hans börn með Hrafnhildi Þor- geirsdóttur: Arnar Þór, f. 1973, Auður, f. 1986. Hans barn með Ragnhildi Sigmundsdóttur: Bára, f. 1987. Hans barn með Svölu Nordal: Viktoría Ýr, f. 1991. Barnabarnabörnin eru 13 talsins. Bára og Ferdinand bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Fyrst á Holtsgötu 35, síðar á Laugavegi 135 og Nóatúni 26. Ferdinand starfaði á Manntals- skrifstofunni í Reykjavík og Bára vann við ræstingar, lengst af í Iðnskólanum í Reykjavík. Síðustu æviár sín dvaldi Bára á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Báru fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Kæra amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir samveruna í þessari jarðvist. Þú skipaðir ávallt sérstakan sess í hug ^yn'num og hjarta. Máltækið segir að 'sjaldan sé ein báran stök. Þú varst einstök Bára, amma með stóru a-i. Fyrstu minningar mínar um þig eru frá því að þú og afí komuð í heim- sókn til okkar vestur. Þessar heim- sóknir voru okkur systkinunum mikið tilhlökkunarefni. Að fara út á flugvöll og sækja ömmu og afa og í þessum heimsóknum áttum við margar góðar stundir. Seinna þegar við fluttum í Mosó þá urðu heim- sóknimar tíðari og við systkimn sóttum mikið til ykkar afa. Á heimili ykkar var stöðugur gestagangur og kunnir þú því vel amma mín að hafa fjölskylduna og vini í kringum þig. Það var í raun ekkert skrýtið þó það væru oft gestir hjá ykkur. Móttök- urnar voru alltaf góðar og ávallt vildir þú bjóða upp á eitthvað góð- gæti. Toppurinn á þessum heim- sóknum var að setjast inn í eldhús til þín og spjalla við þig á meðan við gæddum okkur á ömmu-pönnsum, bestu pönnsum í heimi. Stundum fékk ég að gista hjá ykkur í „litla herberginu" þar sem þið afí geymd- uð Andrésblöðin og annað dót fyrir okkur barnabömin. Á góðum stund- um skoðuðum við saman í skápinn þinn og skemmtum okkur við að máta hatta og kjóla sem þú áttir. Þú hlóst svo dátt og bláu augun þín sindruðu. Eg vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum, elsku amma mín, og allt hið góða sem þú hefur fært mér. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. STEFÁN KARL JÓNSSON + Stefán Karl Jónsson fæddist á Akureyri 20. mars 1938. Hann lést á heimili sínu 26. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Forberg Jóns- son, f. 12.12.1909, d. 12.2. 1990, og Helga ' Stefánsdóttir, f. 18.5. 1918. Systkini eru: María Jónsdótt- ir, húsmóðir á Akur- eyri, Dómhildur Jónsdóttir, verslun- arm. í Borgarnesi, og Ingunn Jónsdóttir, skrifstofu- stúlka á Akureyri. Eiginkona Stefáns er Regína Jónsdóttir, f. 7.1. 1937, og eignuðust þau eina dóttur, Helgu Maríu Stefáns- Við vomm ekki tilbúin að kveðja *^ig strax. Þegar þú komst heim af sjúkrahúsinu á fimmtudaginn þá héldum við að þú værir búinn að ná þér af veikindunum en þú fórst svo strax frá okkur á fostudagsmorg- un. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért búinn að yfirgefa okkur. En þú ert eflaust á góðum stað þar 2^:m þér h'ður vel. Frá því að við læddumst, tókstu okkur í faðm dóttur, f. 10.9. 1974, maki Ásmundur Guðjónsson og eiga tvö börn. Börn Regínu af fyrra hjónabandi eru Regína Hákonar- dóttir, f. 27.10. 1955, maki Gunnar Svein- arsson; Ingibjörg Hákonardóttir, f. 27.5. 1960, inaki er Óli Rúnar Ólafsson; Sigurður Hákon Há- konarson, f. 1.10. 1964, d. 25.11. 1985. Stefán starfaði við sjómennsku og akstur á flutn- ingabílum. títfor Stefáns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þinn og sýndir okkur hve heitt þú elskaðir okkur. Sú minnig mun lifa hjá okkur að eilífu. Elsku afi, það er sárt að horfa á eftir þér en við vitum að þú ert hjá okkur og hjá ömmu okkar um alla eilífð. Við biðjum Guð að styðja ömmu í þess- ari miklu sorg. Við elskum þig. Inga Fanney og Stefán Pedro. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðm.) Bára Jóna Oddsdóttir. Elsku amma í Túni (Nóatúni) var svo sannarlega Amma með stórum staf. Hún var fulltrúi þeirrar kyn- slóðar sem nú er að hverfa af sjón- arsviðinu, kynslóðar sem velktist ekki í vafa um það að hlutverk hús- móður, móður og ömmu var hið mikilvægasta af öllum, vitandi að skilyrðislaus ást og umhyggja er það sem börnum kemur best þegar frá líður. Þeim fer nú fækkandi kon- unum sem setja það hlutverk fremst í forgangsröðina að vera móðir og tvíeflast svo í ömmuhlut- verkinu þegar þar að kemur. Amma Bára helgaði líf sitt og krafta af- kvæmum sínum og gerði það sem í hennar valdi stóð til þess að þau mættu þroskast að visku og vexti í náð hjá Guði og mönnum. Að veita ást og umhyggju var aðferðin henn- ar, ekki flóknar sálfræðilegar skil- greiningar né djúpar pælingar um orsök og afleiðingu eða tilraunir til að leysa lífsins gátur. „Aðeins“ það að vera til staðar, tilbúin að hlusta og taka þátt í dagsins amstri. Alltaf var hún boðin og búin að gæta ömmubarnanna og sóttist eftir að hitta þessa „himnesku ömmusyni og -dætur“ svo notuð séu hennar orð. Feddi afi var líka alltaf tilbúinn til að bruna með hana um bæinn þver- an til að sækja þau og heimsækja. Þær ferðir voru nú stundum spenn- andi því Feddi afí kunni nú aldeilis á flautuna og Bára Amma þakkaði oft Guði fyrir að hafa sloppið einu sinni enn án þess að Fíatinn eða „litli Rauður" töpuðu í kappakstrin- um! Já, það var oft fjör í kringum Fedda afa og eflaust ekki alltaf létt fyrir þau að ganga saman lífsbraut- ina þegar fólk er svo ólíkt sem þau voru. En „ung var ég gefin Njáli...“ Metnaður hennar lá í mannkostum og metorðum barna og barnabama, ekki í eigin orðspori né frægðar- verkum. Stoltið yfir þeirra áföngum í lífínu var mikið þótt ekki væri hún að hreykja sér af öðru. Gleðin var fölskvalaus og án nokkurra krafna og aldrei gagnrýndi hún né reyndi að betrumbæta uppeldið á barna- börnunum blessuðum. Hún var stolt kona og þoldi ekki að orði væri hall- að á hennar fólk né æru þess án þess þó að vera blind á galla þeirra. Stoltið kom líka fram í því að vilja taka vel á móti gestum og veita vel. Hún hafði yndi af því að fegra heim- ili sitt með fallegum munum, en það hefði þó verið til lítils ef ekki hefði líka komið til sá indæli ömmuandi sem ríkti hjá henni og hinar hjart- anlegu móttökur sem gestir urðu aðnjótandi. Og alltaf var nægur tími til að njóta líðandi stundar, - nokk- uð sem ömmur nútímans hafa því miður ekki alltaf eða réttara sagt gefa sér ekki, því forgangsröðin er önnur en var. Aldrei brást það að bestu veitingar voru fallega fram bomar þegar gesti bar að garði. Alltaf var tími til að búa til nokkrar pönnsur og hversdagurinn varð að hátíð í bæ. Hún kunni vel að vera glöð á góðri stund og skemmta sér og naut þess að búast fallegum fót- um og skarti, enda glæsileg og fal- leg kona sem vildi vissulega vera vel til höfð við öll tilefni. Elsku Bára Amma var mikil tilfínningavera og líðan hennar sveiflaðist með líðan þeirra sem stóðu henni næst. Það fór ef til vill ekki alltaf vel með hana en því varð ekki breytt. Hún vildi taka þátt í gleði og sorgum fjöl- skyldunnar og vildi alltaf að allir væru sáttir, það var hennar lífsmottó. Hún var vinur vina sinna í gleði og sorg og bar þá ekki síst fyr- ir brjósti þá sem áttu í erfiðleikum eða stóðu einir í baráttunni. Um- hyggja hennar fyrir Stjána bróður sínum, sem var löngum einstæðing- ur, var sérstök og mættu mörg systkini taka þau sér til fyrirmynd- ar. Þó að þau væru nú ekki alltaf perluvinir var samt svo römm sú taug sem tengdi þau að samband þeirra hélst alla tíð, enda skal það þannig vera meðal systkina, þótt þau séu ekki alltaf sammála. Við þökkum Ömmu í Túni allar góðar og glaðar stundir og ekki síður þær erfíðu sem hún deildi með okkur þegar við þurftum á því að halda. Allt mun henni verða launað nú. Hvíldu í friði, elsku amma. Það áttu svo sannarlega skilið, því frið vildir þú hafa með öllum á jörðinni meðan þú dvaldir hér. Þín bamabörn, Arnar Þór og Auður og Hrafnhildur. Elsku besta amma mín, nú kveð ég þig i bili, en minningin um stund- ir okkar lifir að eilífu. Áður en þú veiktist hittumst við á hverjum degi og stundum oft á dag. Við sátum tímunum saman inni í stofu og töluðum um heima og geima. Allt sem kom upp í kollinum á okkur gátum við sagt hvor annarri. Oft var svo gaman að við veltumst um af hlátri. Líka komu stundir sem voru sorglegar og þá gátum við grátið saman. Bfltúrarnir voru í miklu uppá- haldi hjá þér og fórum við oft út að keyra. Aldrei gleymi ég því þegar við fórum í eina kvenfatabúðina og þú varst að máta buxur inni í klefa og ég var að hjálpa þér. I öllu þessu basli hentumst við til og frá í klefan- um og hlógum og hlógum og hlóg- um. Konurnar í búðinni héldu ör- ugglega að við værum bilaðar. Elsku amma mín, allt sem við gerðum saman og töluðum saman um mun varðveitast í mínu hjarta að eilífu. Eg sakna þín mikið en ég veit að þér líður vel núna og ert komin til Fedda afa, Hafþórs og Kristins. Takk fyrir allar stundimar. Þín sonardóttir, Hildur Guðlaug. Ömmusystir mín, Bára Lýðsdótt- ir, er öll. Eg sá hana nokkrum dög- um áður og Bára steig nokkur létt dansspor um leið og við kvöddumst. Þar sást lyndiseinkunn hennar, glaðlyndið og gæskan. Mér þótti afar vænt um hana og fannst birta yfir öllu þegar hún kom heim í heimsókn. Sjaldnast gleymdi hún að koma með ávöxt eða brjóst- sykur handa þeim minnstu. Bára kveikti sér gjaman í sígarettu á reyklausu heimilinu og það þótti mér menningarlegur - gott ef ekki sigldur - ilmur af því að það var hún Bára sem reykti. Ég tók hana þó ekki til eftirbreytni í þessu tilliti þegar unglingsárin tóku við. Eitt sumarið var ég í sumarbúð- um Rauða krossins í Laugarási og þótti agavistin harðneskjuleg í flesta staði, foreldrar mínir í sigl- ingu, ég aleinn í heiminum. Er mér þar tilkynnt að ég hafi fengið heim- sókn. Þar er hún Bára komin ásamt dóttur sinni og færir mér að gjöf risastóra Mclntosh-sælgætisdós. Gildismat mitt var nægilega þrosk- að til að meta samveru þeirra meira en nammið. Að hin örláta Bára gerði sér ferð til mín - lagði lykkju á leið sína þegar fátt var farið í óþarfa - sannaði að guð var til - svo glaður varð ég. Mér fannst alltaf reisn yfir Báru, hún einlæg og hrekklaus. Fórnfysi hennar átti sér engin takmörk - hún unni lífinu sem sýndi henni á stundum andstreymi. Ást hennar var ávallt óeigingjörn. Bára var hætt að reykja þegar ég kvaddi hana. Til staðar var áfram góði ilm- urinn hennar sem stafaði af hlýjum hjartarótum. Aðstandendum votta ég samúð mína. Stefán F. Hjartarson. Hver ævistund er dýrmæt þegar henni er varið til heilla og blessunar samferðamönnum. Slík ævistund er á enda runnin hjá elskuverðri móð- ursystur minni og trúnaðarvini Báru Lýðsdóttur. Bára var búin að stríða við veikindi undanfarin miss- eri og dvaldi síðustu ár á Hrafnistu í Reykjavík, annars hafði hún verið heilsuhraust alla ævi, varla orðið misdægurt. Ég minnist Báru fyrst á þriðja tug aldarinnar, er hún bam að aldri dvaldi sumarlangt á heimili foreldra minna vestur í Dölum, ásamt for- eldrum sínum og tveimur systkin- um. Alla tíð síðan hefur nærvera hennar verið eftirsóknarverð okkur frændfólkinu, hún var gleðigjafi og aufúsugestur hvar sem hún fór. Bára var falleg kona, björt yfirlit- um, með mikið ljóst hár og undur- falleg blá augu. Ég hef aldrei séð jafn djúpblá augu, eins og hún og systkini hennar höfðu. Ég er í þakkarskuld við frænku mína því ég átti athvarf hjá henni á fyrstu árum mínum í Reykjavík og það voru fleiri en ég sem áttu slqól á heimili þeirra hjóna á þeim tíma. Hjálpsemi og ósérhlífni einkenndu framkomu Báru ásamt hlýju og elskusemi. Ég minnist þess. hvað hún var foreldrum sínum mikils virði, eng- inn var þeim sem hún, ef veikindi steðjuðu að, tók hún þau iðulega heim til sín og hjúkraði uns bati var fenginn. Þá aðstoðaði hún bróður sinn með mestu prýði, eftir því sem hann þurfti hjálpar við. I mörg ár vorum við í saumaklúbbi og höfðum mikla ánægju af, ekki síst ferðum okkar í Hafnarfjörð til klúbbfélaga okkar sem áttu þar heima. En fleiri ferðir verða ekki famar í þessum heimi, en ferðasagan verður varðveitt í sjóði minninga, sem aldrei bar skugga á. Ég og fjöl- skylda mín kveðjum okkar elsku- legu Báru með hjartans þökk og biðjum Guð að umvefja sálu hennar og blessa að eilífu. Börnum hennar og öðrum aðstandendum færum við innilegar samúðarkveðjur. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. Vigdís Einarsdóttir. Mér er minnisstætt þegar ég ungur kynntist Báru Lýðsdóttur fyrst, en þá var hún nýgift Ferdin- and, bróður mínum. Það vakti at- hygli mína hvað þessi unga og fríða kona bar með sér góðan þokka, og hversu látlaus og stillileg hún var í orði og fasi. Viðkynningin var eink- ar góð því Bára var einlæg og hisp- urslaus í máli og sanngjörn. Vin- áttubönd voru strax hnýtt og slakn- aði aldrei á. Nú þegar Bára hefur lokið lífs- skeiði sínu, öldruð og þreytt af veik- indum síðustu ár, þá ríkir söknuður í huga. Fyrir hugskotssjónum birt- ast minningamyndir frá liðnum ár- um. Þær lýsa svo mörgum ánægju- legum samverustundum innan fjöl- skyldunnar. Og þær lýsa góðri og göfugri konu sem fann sér þann til- gang helstan í lífinu að helga sig heimilinu, eiginmanni og bömum. Það segir ekki af afrekssögu út á við í þjóðfélaginu, en á hornsteini þjóðfélagsins, það er að segja heim- ilinu, stóð hún föstum fótum. Þar var hennar akur sem hún erjaði vel. Þar sinnti hún sínu hlutverki af myndarskap og með kærleik að leiðarljósi. Veraldarprjál og sýndar- mennska átti ekki við Báru. Hún var af hjarta lítillát, einlæg og hátt- vís í orði og framgöngu. En henni var líka gefið andlega þrekið sem á reyndi við fráfall eiginmanns og ekki síður þegar hún missti yngsta son sinn skyndilega á besta aldri. En þrjú önnur börn hennar hafa verið henni styrkur og létt henni líf- ið. Bára var æðrulaus kona og hélt ætíð þessu jafnvægi hugans og sál- arró. En svo var hin mannlega hlið- in, hún var líka elsk að glaðværð og gleðistundum, ef því var að skipta, hvort sem var við lítið glas af góðu víni, léttum dansi eða söng og þá sérstaklega íslenskum sönglögum. Alltaf hélt hún þó virðuleik sínum og innri sálarstyrk. Öllum sem kynntust Báru þótti vænt um hana. Bára dvaldi síðustu árin á sjúkra- deild Hrafnistu, farin að heilsu. En sálarstyrk sínum hélt hún til hinstu stundar. Ég sakna góðrar og göf- ugrar mágkonu minnar og votta fjölskyldu hennar einlæga samúð. Már Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.