Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 76
KOSTA rff með vaxta þrepum www.bi.is @ BUNADAKBANKINN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVTK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Smyrii Line ákveður smíði nýrrar Norrænu Kostnaðurinn nem- ur 5-6 milljörðum Dularfullt arnarhvarf rannsakað GRUNUR leikur á að haförn hafí verið skotinn á Hrífunesheiði í Skaftártungum fyrr í þessari viku og hefur lögreglan í Vík málið nú til rannsóknar, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Tveir bændur sem lagt höfðu æti fyrir ref urðu öðru hvoru varir við haf- örn á sveimi þar í kring og sótti fuglinn að ætinu. Þegar bændurn- ir komu hins vegar þar að sl. þriðjudagskvöld sáu þeir blóð og vængjaför í snjónum sem talin eru eftir örninn. Einnig voru sjáanleg bílför og ummerki eftir manna- ^ ferðir á svæðinu. Orninn hefur hins vegar ekki sést upp frá þessu. Lögreglunni tókst að hafa uppi á mönnunum sem skildu eftir sig ummerki á svæðinu og sögðu þeir erindið hafa verið að mynda Morgunblaðið/Jónas Erlendsson HAFÖRNINN á flugi við Vík snemma 1 janúarmánuði. rjúpu. Kváðust þeir hafa séð örn- inn og tekið af honum ljósmyndir en neituðu því að hafa skotið fugl- inn. Ekki er talið með öllu útilok- að að örninn hafi farið í ætið og flögrað niður í gil sem er þarna skammt frá en leit að fuglinum hefur engan árangur borið. Verð- ur rannsókn málsins haldið áfram. STJÓRN Smyril Line, útgerðar farþegarferjunnar Norrænu, hefur tekið ákvörðun um að hefja undir- búning að byggingu nýs farþega- skips í stað Norrænu sem nú er orðin 30 ára gömul. Nýja skipið verður 155 metra langt, 27 metra breitt og um 30 þúsimd brúttótonn að stærð. Skipið mun geta tekið 1.500 farþega og 500-1.000 bíla, eft- ir því hve mikil fragt er tekin með. Norræna sem nú er í notkun tekur 1.050 manns og 300 bíla. Jónas Hallgrímsson, stjómarformaður SmyrO Line, segir í samtali við Morgunblaðið að nú þegar verði hafinn undirbúningur að smíði skipsins og stefnt sé að því að það verði tekið í notkun vorið 2002. Hann segir erfitt að meta kostnað við smíðina en hann sé ekki undir 5-6 milljörðum króna. Jónas segir að ekki hafi verið unnt að kaupa notað skip sem upp- fyllti kröfur um heils árs siglingar í norðurhöfum. Norræna standist kröfur út árið 2001 og því hafi verið ákveðið að láta smíða nýtt skip. Nú hefur verið ákveðið að Nor- ræna sigli allt árið milli Færeyja og Danmerkur og siglingar skips- ins til Islands standi nú í 18 vikur yfir sumartímann eða lengur en nokkru sinni áður. I upphafi stóðu þessar siglingar aðeins yfir í 12 vikur. I vor verður Norræna í fyrsta skipti á Seyðisfirði 20. maí og síðasta ferð hennar frá Seyðis- firði verður 14. september. Nor- ræna flutti á öllum siglingaleiðum á síðasta ári um 70 þúsund manns en 16 þúsund farþega til og frá Is- landi. Reksturinn á síðasta ári skil- aði 140 milljóna króna hagnaði eftir 30 miOjóna króna skattgreiðslu en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem félagið greiðir skatt. Aðalfundur félagsins var haldinn í gær í Færeyjum, var öll stjóm þess end- urkjörin og gegnir Jónas Hall- grímsson því stjórnarformennsku áfram en framkvæmdastjóri fé- lagsins er Færeyingurinn Oli Hammer. Morgunblaðið/Rax Hagnaður Eimskipafélags fslands hf. jókst um 110% milli ára Hagnaðurinn nam 1.355 millj. HAGNAÐUR af rekstri Eimskipa- félags Islands og dótturfélaga þess nam 1.315 milljónum króna á árinu 1998, samanborið við 627 milljónir árið á undan. Rekstrartekjur sam- stæðunnar námu 16.573 milljónum ki-óna á síðasta ári en voru 16.287 milljónir árið 1997. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, segist þokka- lega ánægður með afkomu síðasta árs. Hann segir óvenjulega stóran hluta hagnaðar félagsins vera til- kominn vegna sölu eigna þar sem sala skipsins Vegu í fyrra ræður mestu. Hann bendir jafnframt á ^iuntalsverðan hagnað af sölu hluta- ^^hréfa Burðaráss en Hörður áætlar að fjárfestingarfélagið sé nú um 40% af heildarverðmæti Eimskipa- félagsins. I frétt frá félaginu kemur fram að ákveðið hafi verið að dótturfé- lagið Maras Linija Ltd. hætti skiparekstri fyrir lok marsmánað- ar. Að sögn Harðar mun félagið þó áfram veita flutningaþjónustu á hafnir í Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi með því að kaupa flutn- ingarými í skipum annarra fyrir- tækja. Að sögn Andra Sveinssonar, verðbréfamiðlara hjá Búnaðarbank- anum, var ljóst að samdráttur yrði í starfsemi félagsins í Eystrasalts- ríkjunum og hefur félagið lýst yfir að gripið hafi verið til aðgerða í þeim efnum. Andri bendir á að hagnaður af reglulegri starfsemi lækkar um 40 milljónir króna á milli ára og að meginástæðuna fyrir þeirri lækkun megi finna í óhag- stæðari gengisþróun. „Hafa ber í huga að þarna er um reiknaða stærð að ræða sem sést á því að veltufé frá rekstri eykst um tæpar 100 milljónir. Hins vegar vekur mikil hækkun á gengi hlutabréfa Eimskips spurningar um hluta- bréfamarkaðinn hér á landi. Hluta- bréf félagsins hafa hækkað um 30- 35% undanfarin ár á meðan arðsemi eigin fjár hefur að jafnaði verið um 10-15% og vöxtur af flutningastarf- semi lítill undanfarin þrjú ár,“ segir Andri. ■ Hætta rekstri/20 Veiðarfærin í viðgerð ÚTLENSKIR togarar hafa á und- anförnum árum í auknutn mæli látið gera við veiðarfæri sín hér á landi og er það góð búbót fyrir ýmis fslensk fyrirtæki sem því sinna. Að sögn hafnsögumanna í Reykjavíkurhöfn eru það til dæm- is portúgalskir, rússneskir og spænskir togarar sem nota þjón- ustu Islendinga. Þessir sjómenn voru að hífa troll upp á vörubíl, sem sennilega hefur farið með þau í Hampiðjuna sem er einna umsvifamest í þessum viðskiptum. ------------- 911 m.kr. hagnaður Lands- bankans HAGNAÐUR Landsbanka íslands hf. nam 911 milljónum króna á árinu 1998 samanborið við 326 milljónir ár- ið 1997 og jókst hagnaður bankans því milli ára um 584 milljónir króna, eða 179,2%. Þessi afkoma er betri en gert var ráð fyrir í útboðslýsingu vegna hlutafjárútboðs bankans, en þar var hagnaður ársins áætlaður rösklega 700 milljónir. Halldór Rristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sagðist í sjálfu sér vera ánægður með útkomu bankans og ljóst væri að markaðurinn hefði tekið henni sem jákvæðu skrefi í áframhaldandi uppbyggingu bank- ans. „Þetta er góð útkoma á fyrsta heila árinu sem hlutafélag," sagði Halldór. Þorsteinn Víglundsson, forstöðu- maður gi'einingadeildar Kaupþings hf., segir ánægjulegt að sjá að Landsbankinn skilar beti'a uppgjöri en áætlanir hans höfðu gert ráð fyr- ir. Spá Kaupþings hafi gert ráð fyrir um 900 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári en í henni hafi ekki verið gert ráð fyrir innkomnum áður af- skrifuðum lánum upp á 58 milljónir króna. Þrátt fyrir þetta sé afkoma bankans óviðunandi og það valdi vonbrigðum að sjá hversu iUa bank- anum vegnaði á síðasta ári í saman- burði við hina viðskiptabankana. ■ Hagnaðurinn jókst/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.