Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Steinrunnar
staðreyndir
Ragnars Arnalds
RAGNAR Arnalds
stingur niður penna í
Morgunblaðinu þann
23. feb. s.l. og svarar
grein minni sem birtist
þann 18. feb. Ragnar
heldur því fram að
hann sé að bera fram
fyrir lesendur nokkrar
alþekktar staðreyndir.
Eg hafi einungis fram
að færa persónulegar
skoðanir og óskhyggju.
Uthlutun
aflaheimilda
Það er rétt hjá Ragn-
ari að úthlutun veiði- Úlfar
heimilda til ESB-ríkja Hauksson
fer fram í ráðherraráðinu og að regl-
an um jafnan aðgang er ein af megin
reglum sjávarútvegsstefnunnar. Jafn
aðgangur er hins vegar ekki það
sama og óheftur aðgangur. Við út-
hlutun veiðiheimilda er stuðst við
hlutfallslegan stöðugleika sem trygg-
ir þjóðunum fasta aflahlutdeild í kvót-
um ESB. Þegar þessi aðferð vai- tek-
in upp var aðallega stuðst við veiði-
reynslu ríkja. Ríkin geta ekki sótt
kvóta sína hvar sem er heldur eru
þeir bundnir við ákveðin svæði. Þetta
er staðreynd, ekki persónulegt mat.
Ég er fullkunnugur um hvaða
þjóðir stunduðu hér veiðai' fytr á öld-
inni. Mér er líka vel kunnugt að ESB
hafnaði kröfu Spánverja um að miðað
yrði við veiðireynslu þeirra fyrir út-
færslu fískveiðilögsögunnar í 200 míl-
ur. Slíkt hafí aðeins átt við um upp-
haflega úthlutun kvóta eftir að sjáv-
arútvegsstefnan var samþykkt. ESB
hefur því enga viðm-kennda veiði-
reynslu á Islandsmiðum. Það er ekki
óskhyggja heldur staðreynd.
Kvótakröfur
ESB „gífurlegt mikil-
vægi fiskveiða fyrir Is-
land“ og viðurkennir að
sjávarútvegur sé
„grundvöllur efnahags-
starfseminnar". Það er
mín skoðun að engin
ástæða sé tfl að ætla að
sambandið snúi við blað-
inu hvað þetta varðar ef
til aðildarviðræðna
kæmi. Ragnar hefur þá
skoðun að nágrannar
okkar í ESB bíði ein-
ungis eftir tækifæri til
að sölsa undir sig físki-
miðin og gera okkur að
þurfalingum • í ESB.
Þessi ágreiningur verð-
ur ekki leystur á síðum Morgunblaðs-
ins. Við verðum að sækjast eftir aðild
til að fá úr þessu skorið.
Eftirlit með veiðum
Ragnar heldur sig við það að fána-
ríki fari með eftirlit sinna skipa í lög-
sögu annarra ríkja og vitnar í grein-
argerð sjávai’útvegsráðuneytisins.
Ég er fullkunnugur því sem þar er
Evrópusambandið
Ragnar hefur þá skoð-
un, segir Ulfar Hauks-
son, að nágrannar okk-
ar í ESB bíði einungis
eftir tækifæri til að
sölsa undir sig fískimið-
in og gera okkur að
þurfalingum í ESB.
Ragnar víkur máli sínu að EES-
samningnum og telur íslendinga
hafa verið grátt leikna í þeim samn-
ingi. Þar á Ragnar sér ekki marga
skoðanabræður.
Samkomulagið sem gert var er
ekki hægt að túlka sem tollaíríðindi í
skiptum fyrir veiðiheimildir. I samn-
ingnum gerðu Islendingar samkomu-
lag við ESB um gagnkvæm fískveiði-
réttindi og hefur ESB rétt til að veiða
allt að 3.000 tonn af karfa í íslenskri
lögsögu. A móti fá Islendingar að
veiða 30 þúsund tonn af loðnu. ESB
féll frá öllum kröfum um veiðiheimild-
ir við ísland í skiptum fyrir aðgang að
mörkuðum. ESB gerði kröfu um
gagnkvæm skipti á veiðiheimildum
fyrir tollafríðindi. Þetta tvennt er
ólíkt. í EES-samkomulaginu staðfesti
haldið fram. Þetta er sorglegur vitn-
isburður um rangfærslur um ESB og
hefði Ragnar því betur leitað fanga
víðar því þetta er einungis „alþekkt
staðreynd“ á Islandi. I 2. grein reglu-
gerðar um eftirlit innan sjávai-út-
vegsstefnunnar frá 12. okt. 1993
(Council Regulation (EEC) No
2847/93) stendur: „Til að tryggja að
reglum sé framfylgt skal hvert aðild-
am'ki um sig bera ábyrgð á eftirliti
með öllum aðgerðum sem tengjast
sjávarútvegi innan síns svæðis og
þeirrar lögsögu sem er undir þess
fullvalda stjórn eða efnahagslögsögu,
sérstaklega eftirliti með veiðum, um-
skipun, löndun, sölu, flutningi og
geymslu sjávai-afurða ásamt skrán-
ingu við löndun og sölu.“ I 4. grein
segir ennfremur: „Eftirlit og skoðun
sem gi’eint er frá í 2. grein skal fram-
kvæmd af viðkomandi aðildam'ki á
þess kostnað og samkvæmt því kerfí
sem það ákveður.“ Ragnar hefði
einnig getað nálgast réttai- upplýs-
ingar í einhverjum þeiira bæklinga
sem framkvæmdastjórnin gefur út. I
bæklingi fastanefndar framkvæmda-
stjómai’ ESB fyi’h’ Island og Noreg
um stjórn fískveiða í ESB sem kom
út á íslensku í haust segir: „Aðildar-
ríki ESB bera sjálf ábyrgð á eftirliti
með veiðum" og „öllum aðildaiTÍkj-
um er frjálst að setja strangari regl-
ur [um vernd fiskistofna] innan sinn-
ar lögsögu.“ I nýjasta bæklingi aðal-
skrifstofu framkvæmdastj órnarinnar
fyi-ir sjávarútveg stendur: „Aðildar-
ríkin bera ábyrgð á að framfylgja
reglum um stjórn fiskveiða innan
sinnar lögsögu." (The Common Fis-
heries Policy. DG XIV Directorate-
General for fisheries. 1998.)
Viðskiptasamningar standa
Ragnar bendir á að ESB sé tolla-
bandalag. Mikið rétt. Samkvæmt 133.
grein Amsterdam-sáttmálans (113. gr.
Maastricht-sáttmálans) semm- fram-
kvæmdastjóm ESB um viðskiptakjör
við önnur ríki fyrir hönd aðildarríkj-
anna. Framkvæmdastjómin fær
samningsumboð frá ráðhemai’áðinu
og aUii- viðskiptasamningar þurfa að
fá samþykki aukins meirihluta aðild-
arríkjanna. ESB er tollabandalag
þannig að aðildarríkin standa saman
að viðskiptasamningum og samningar
sem gerðir eru ná til allra ríkjanna.
Þegar ríki gengur í ESB tekur sam-
bandið efnislega yfii’ þá viðskipta-
samninga sem viðkomandi líki heíúr
gert við önnur ríki. Þetta fer þannig
fram að nýja ríkið segir viðskipta-
samningum sínum fonnlega upp. Síð-
an er gerður nýr samningur á milli
ESB og þeirra ríkja sem nýja ríkið
hafði samninga við. Þeir samningai’
innihalda a.m.k. þau sérkjör sem nýja
aðfldaníkið naut gagnvai’t samnings-
aðfla sínum. Þessi réttm’ er tryggður
með 307. grein Amsterdam-sáttmál-
ans (234. gr. Maastricht-sáttmálans)
og 28. grein GATT-samkomulagsins.
Dæmi um þetta eru tvíhliða samn-
ingar Islands við Finnland og Sví-
þjóð frá 1972 sem fólu m.a. í sér
lægi’i tolla vegna innflutnings sjávar-
afurða frá Islandi til viðkomandi
ríkja. Þegar Finnar og Svíar gengu í
ESB ái’ið 1995 samdi framkvæmda-
stjórn ESB við íslendinga um
áframhaldandi tollaívilnanir fyrir ís-
lenskar afurðfr til samræmis við
samningana frá 1972.
Það er því efnislega rangt hjá
Ragnari að samningar íslands við
önnur ríki myndu falla niður við inn-
göngu í ESB. Eina breytingin væri
sú að samningarnir yrðu formlega á
milli ESB og viðkomandi ríkja í stað
þess að vera tvíhliða samningar Is-
lands og viðkomandi ríkja. Þetta er
ekki persónulegt mat né óskhyggja
heldur staðreyndir.
Höfundur stundur nám í stjórnimíla-
fræði við Katholieke Universiteit
Leuven í Beigiu.
í tilefni kæru níu íbúa til
ríkislögreglustj óra
HYAÐ vakir fyrir
kærendum? Málið er
upplýst. Fyrrverandi
oddviti greiddi fjögurra
og hálfrar milljónar
króna ábyrgð úr eigin
vasa; hefur greitt skuld
sína við sveitarsjóðinn.
Nú virðast, í hinni
nýju kæru, hafa samein-
ast sökunautar og
kærendur í Vestur-
Landeyjahreppi frá því
fyrir nokkrum árum. Þá
kom upp erfítt mál í
bókhaldi Njálsbúðar,
þar sem húsvörður hafði
tvöfalt bókhald og hélt
hundruðum þúsunda króna utan við
hið eðlilega bókhald.
Eftir að upp komst hafði oddviti í
trúnaði samband við skattstjóra og
sýslumann. Málið var athugað og
leyst í kyrrþey með greiðslu nokkrum
hundruðum þúsunda króna virðis-
aukaskatts og viðurlaga. Félagsheim-
ilið Njálsbúð greiddi
upphæðina. Húsvörður
var ekki krafínn um
greiðslu og bauðst held-
ur ekki tU að greiða
upphæðina, þótt hann
ætti sökina.
Þáverandi minnihluti
hreppsnefndar kærði
málið, 25. október 1993,
tfl lögreglunnar í Rang-
árvallasýslu, sem sendi
það áfram tfl ríkislög-
reglustjóra. Hann end-
ursendi kæruna tU föð-
urhúsanna, 8. nóvem-
ber, s.á. eða hálfum
mánuði síðar, enda var
málið upplýst.
Meðal kærenda þá og nú var for-
maður sóknarnefndar og safnaðar-
fulltrúi. Ég hef hvergi séð það í hinni
helgu bók, haft eftir Kristi, að hann
hafí lagt það fyrir lærisveina sína að
vera sífellt að kæra náungann. Hins
vegar mun þai- vera að fínna leið-
Kærumál
Ég hef hvergi séð það í
hinni helgu bók, haft
eftir Kristi, segir Egg-
ert Haukdal, að hann
hafi lagt það fyrir læri-
sveina sína að vera sí-
fellt að kæra náungann.
beiningu um hver ætti að kasta
fyrsta steininum.
Hvers vegna endurkæra nímenn-
ingarnir ekki fyrrverandi húsvörð
nú, þegar réttlætiskenndin rekur
þá, enn einu sinni, til að koma lög-
um yfir misgjörðir náungans?
Höfundur er fv. alþingisnmður.
Eggert
Haukdal
Dýralæknar
og stjórnsýsla
landbúnaðar-
ráðuneytis
AÐ Undanförnu
hefur talsvert verið
fjallað í fjölmiðlum
um slaka stjórnsýslu í
ráðuneyti landbúnað-
armála. Þótt eflaust
megi skoða fram-
göngu formanns land-
búnaðarnefndar,
Guðna Agústssonar, í
ljósi baráttu þeiiTa
framsóknarmanna um
stólinn sem losnar
þegar Guðmundur
Bjarnason hættir ráð-
herradómi, voru um-
mæli hans engu að
síður orð í tíma töluð.
Má segja að bragð sé
að þá samflokksmaðurinn finnur.
Vinnubrögð ráðuneytisins hafa
reynt mjög á þolrif dýralækna
undanfarið ár. Rétt fyrir þingslit
sl. vor voru samþykkt ný lög frá
Alþingi um dýralækna og heil-
brigðisþjónustu við dýr. Lögin
áttu að taka gildi um áramótin
1998/1999 og boðuðu talsverða
uppstokkun og breytingar á dýi’a-
læknaþjónustu, einkum á lands-
byggðinni. Meðal annars gera lög-
in ráð fyrir að tólf embætti héraðs-
dýralækna verði lögð niður í nú-
verandi mynd.
Fljótlega að loknum sumarleyf-
um vakti dýralæknafélagið at-
hygli landbúnaðarráðuneytisins á
því að hnýta þyrfti ýmsa lausa
enda ef hrinda ætti lögunum í
framkvæmd á tilsettum tíma.
Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar
félagsins og fundi með ráðherra
var lítið lífsmark með ráðuneyt-
inu. I lok nóvember, mánuði áður
en lögin áttu að taka gildi, og allt
komið í óefni, sá ráðuneytið sér
þann kost vænstan að leggja til að
gildistöku þess hluta laganna er
varðaði héraðsdýralækniskerfið
og almenna dýralæknaþjónustu
yrði frestað um nær heilt ár. Var
gengið frá því með lögum frá Al-
þingi hinn 20. desember. Ráðu-
neytið hefur borið því við að frest-
un laganna sé tilkomin vegna hug-
mynda dýralæknafélagsins um
vaktagreiðslur, sem hafi farið
langt út fyrir fjárhagsramma
Yfirdýralæknisembættisins. Ef
menn hefðu kynnt sér nýju lögin
og áttað sig á þeim breytingum
sem þar er gert ráð fyrir á fyrir-
komulagi vakta, hefðu tillögur fé-
lagsins þó ekki átt að koma nein-
um á óvart.
Frestun laganna kom sér að
sjálfsögðu ákaflega illa fyrir
marga dýralækna, sem sumir
hverjir voru farnir að búa sig und-
ir starf í nýju starfsumhverfi eða á
nýjum starfsvettvangi. Aðrir
hugðust nýta það svigrúm sem
biðlaun gáfu til endurmenntunar.
Dýralæknar létu þetta þó yfir sig
ganga og stjórn félagsins vildi
leggja sitt af mörkum til að málið
fengi farsæla lausn. Lagði hún
fram ítarlegar tillögur og verká-
ætlun um það sem ganga þyrfti frá
og semja um svo hrinda mætti lög-
unum í framkvæmd. Jafnframt
fengum við góð orð frá ráðherra
um að leyst yrði með viðunandi
hætti úr málum einstakra dýra-
lækna sem lentu í vanda vegna
þessarar frestunar á gildistöku
laganna.
Það dugar hins vegar skammt
að fá aðeins klapp á kollinn ef ekk-
ert gerist frekar. Reyndar hafa
starfsmenn Yfirdýralæknisemb-
ættisins reynt að þoka
málum eitthvað áfram.
Fyrir liggja viðunandi
tillögur um niður-
greiðslur á aksturs- og
ferðakostnaði dýra-
lækna en það er mikið
hagsmunamál fyrir
bændur sem búa langt
frá aðsetri dýralæknis.
Þessar tillögur eru þó
alfarið tilkomnar að
frumkvæði dýralækna-
félagsins og unnar í
góðu samstarfi við
Bændasamtökin og
Yfirdýralæknisemb-
ættið. Af ráðuneytisins
hálfu gerist hins vegar
allt ofurhægt, svo ekki sé fastar að
orði kveðið. Þetta hefur svo sann-
arlega reynt á langlundargeð
dýralækna. Er nú svo komið að
ekki verður lengur við þennan
seinagang unað.
Dýrahald
Frestun laganna, segir
Eggert Gunnarsson,
kom sér ákaflega illa
fyrir marga dýralækna.
Dýralæknar hafa lagt áherslu á
að allri undirbúningsvinnu að gild-
istöku laganna verði lokið nú í
marsbyrjun þannig að hægt sé að
gera ráð fyrir þeim kostnaði, sem
af breytingum hlýst, við gerð fjár-
lagatillagna fyiir næsta ár. Ráð-
herra hverfur brátt frá störfum,
framundan eru þingslit, kosningar
og stjórnarskipti. Verði ekki geng-
ið frá málum næstu vikurnar er
hætt við að sama staða komi upp
næsta haust og það síðastliðna og
gildistöku laganna verði enn
frestað.
Nú eru starfandi liðlega sextíu
dýralæknar hér á landi. Erlendis
starfa um þrjátíu íslenskir dýra-
læknar. Dýralæknar óttast enn
meiri atgevfisflótta úr stéttinni.
Ungt fólk fæst heldur ekki til að
koma heim frá námi í þá óvissu
og óreiðu sem ríkir í þessum mál-
um. Stéttarfélagið hefur engin
svör þegar spurt er um atvinnu-
horfur.
Málið snertir ekki einvörðungu
dýralækna heldur einnig alla dýra-
eigendur og þó sérstaklega bænd-
ur. Margir telja að framtíð ís-
lensks landbúnaðar felist í fram-
leiðslu og markaðssetningu hollra
og heilnæmra landbúnaðarafurða.
Það verður ekki gert nema hér sé
vel uppbyggt og skipulagt dýra-
lækniskerfi. Þá má búast við að
umhverfi íslenskrar búfjárræktar
og dýrahalds breytist mikið á
næstu árum vegna aðildar okkar
að alþjóðlegum fríverslunarsamn-
ingum og aðlögunar að reglum
Evrópusambandsins. Þessu fylgir
aukinn innflutningur landbúnaðar-
vara og jafnvel búfjár, aukin hætta
á smitsjúkdómum, auknar smit-
sjúkdómavamir og rannsóknir og
kallar á skilvirkt heilbrigðiskerfi á
þessu sviði. Það er því mikilvægt
að það ráðuneyti sem fer með yfir-
stjórn þessara mála sé vandanum
vaxið og láti ekki allt reka á reið-
anum.
Höfundur er forniaður Dýralækna-
félags Islands.
Eggert
Gunnarsson