Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Landsbankinn skilaði 911 milljóna króna hagnaði á síðasta ári
Hagnaðurinn jókst
um 179% milli ára
HAGNAÐUR Landsbanka íslands
hf. nam 911 milljónum króna á ár-
inu 1998 samanborið við 326 millj-
ónir árið 1997 og jókst hagnaður
bankans því milli ára um 584 millj-
ónir, eða 179,2%. Pessi afkoma er
betri en gert var ráð fyrir í útboðs-
lýsingu vegna hlutafjárútboðs
bankans, en þar var hagnaður árs-
ins áætlaður rösklega 700 milljónir.
Arðsemi eiginfjár var 12,4% á árinu
1998 samanborið við 4,9% árið 1997.
Bankinn birti afkomutölur síðan um
miðjan dag í gær og í kjölfarið
hækkuðu hlutabréf í bankanum úr
genginu 2,50 í 2,60, eða um 4%.
Þegar frá eru taldir óreglulegir
liðir og tekjufærsla vegna áður af-
skrifaðra útlána var afkoma Lands-
bankans á árinu 1998 af reglu-
bundnum rekstri svipuð og á árinu
1997. Áður afskrifuð útlán sem
bankinn endurheimti á árinu 1998
námu 58 milljónum, en þessi liður
nam 541 milljón árið 1997. í frétta-
tilkynningu frá bankanum kemur
fram að þetta valdi mestu um að
hagnaður fyrir skatta og óreglulega
liði lækkar úr 1.512 milljónum í 920
milljónir milli áranna 1997 og 1998.
Á hinn bóginn falli engir óreglulegir
liðir til í afkomu bankans á árinu
1998, en árið 1997 voru sérstaklega
lagðar til hliðar 1.086 milljónir
vegna lokauppgjörs lífeyrisskuld-
bindinga.
Vaxtamunur lækkar
um 0,4 prósentustig
Hreinar vaxtatekjur samstæðu
Landsbankans voru 4.477 milljónir
á árinu 1998 og hækkuðu um 196
milljónir eða 4,6% milli ára. Vaxta-
munur sem hlutfall af meðalstöðu
heildarfjármagns var 3,25% saman-
borið við 3,65% á árinu 1997. Aðrar
rekstrartekjur voru 2.968 milljónir
á árinu 1998 á móti 2.686 milljónum
á árinu 1997 og hækkuðu þær um
282 milljónir eða 10,5%. Þar af var
gengismunur af annarri fjármála-
starfsemi 684 milljónir og jókst
hann um 328 milljónir milli ára.
Hreinar rekstrai-tekjur samstæðu
bankans námu 7.445 milljónum og
jukust um 478 milljónir eða um
6,9%.
Rekstrarkostnaður nam 5.583
milljónum á árinu 1998 og hækkaði
um 599 milljónir eða 12% frá árinu
1997. Launakostnaður hækkaði um
356 milljónir eða 12,9% og vega
áhrif kjarasamninga þyngst. Annar
rekstrarkostnaður hækkaði um 159
milljónir eða um 8,1% sem skýrist
af miklum útgjöldum á sviði tölvu-
og hugbúnaðarþjónustu. Afskriftir
varanlegra rekstrarfjármuna, sem
miðast við framreiknað kostnaðar-
verð, námu 350 milljónum á árinu
og höfðu hækkað um 85 milljónir
frá árinu 1997.
Framlag í afskriftareikning út-
lána nam 1.000 milljónum sem er
svipað framlag og árið 1997. Af-
skriftarframlag bankans á árinu
1998 nam um 1% af meðalstöðu
heildarútlána og hefur það hlutfall
farið lækkandi undanfarin ár. Af-
skriftareikningur stóð í 2.486 millj-
ónum í árslok sem nemur 2% af
heildarútlánum og veittum ábyrgð-
um.
Fjárfestingar í fasteignum og
öðrum varanlegum rekstrarfjár-
munum námu um 975 milljónum á
árinu en seldar voru eignir fyrir 225
milljónir.
Umsvif jukust verulega
Umsvif Landsbankans jukust
verulega á árinu 1998 eða meira en
um langt árabil. Niðurstaða efna-
hagsreiknings í árslok 1998 var
158.187 milljónir og hafði hækkað
um 33.424 milljónir eða um 26,8%
frá árinu 1997.
Utlán voru 113.045 milljónir í
árslok og höfðu vaxið um 19.322
milljónir. Útlán bankans hækkuðu
til allra atvinnugreina á árinu nema
til opinberra aðila og lánastofnana.
Útlán til sjávarútvegs hækkuðu um
7.041 milljón og voru 38.837 milljón-
ir í árslok. Hlutdeild útlána til sjáv-
arútvegs var 34,7% af heildarútlán-
um til viðskiptamanna, en sama
hlutfall var 35,7% árið 1997.
Landsbankinn var með um 50%
af útlánum viðskiptabanka og spari-
sjóða til sjávarútvegs í árslok 1998.
Á árinu 1998 hækkuðu gengisbund-
in skuldabréfalán mest allra útláns-
forma, þ.e. um 12.344 milljónir eða
49,4%. Námu slík lán 37.314 millj-
ónum í árslok 1998. Hlutdeild bank-
ans í útlánum viðskiptabanka og
sparisjóða til viðskiptamanna var
36% í árslok 1998.
Markaðsverðbréf og eignarhlutir
í félögum hækkuðu um 13.317 millj-
ónir og voru í árslok 24.133 mOljón-
ir. Innlán að meðtalinni verðbréfa-
útgáfu námu 93.218 milljónum í árs-
lok 1998 og höfðu vaxið um 11.280
milljónir eða 13,8%.
Eigið fé Landsbanka íslands hf. í
árslok var 9.741 milljón og jókst um
2.694 milljónir eða 38,2%. Hlutafé
bankans í ársbyrjun var 5.500 millj-
ónir en á árinu var hlutaféð aukið
um 1.000 milljónir að nafnverði. Á
árinu tók bankinn víkjandi lán til að
styrkja eiginfjárstöðu sína að fjár-
hæð 500 milljónir og námu víkjandi
lán um 2.567 milljónum í árslok.
Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD
reglum var 8,72% í árslok.
Markmið endurskoðuð
I markmiðssetningu Landsbank-
ans sem birt var á miðju ári 1998 í
tengslum við hlutafjárútboð voru
sett fram markmið til næstu 4-5
ára. I fréttatilkynningu bankans
segir að frá því þessi markmiðs-
setning var samþykkt hafi orðið
veigamiklar breytingar í rekstri og
umhverfí bankans. Útlán hafi auk-
ist meira síðustu mánuðina en gert
var ráð fyrir og megi einkum rekja
það til lánveitinga til stærri fyrir-
tækja, þar sem samkeppnin hefur
verið hörðust. Þiýstingur á vaxta-
mun hefði verið mun meiri en gert
var ráð fyrir m.a. vegna vaxandi
innlendrar og erlendrar sam-
keppni. Þá hafi áhættugrunnur
AGRESSO
viðskiptahugbúnaður
Heildarlausn fyrir fyrirtæki og stofnanir og heldur utan um
fjármálastjórnun >- starfsmannastjórnun
viöskiptamannabókhald birgðabókhald
>- launabókhald »- verkbókhald o.fl.
Við hönnun á AGRESS0 var haft að leiðarljósi að notandi gæti valið vélbúnað,
gagnagrunna og stýrikerfi óháð hugbúnaði.
AGRESS0 hefur verið sett upp í 20 löndum og sem dæmi um notendur hér á
landi má nefna Kaupþing, Orkuveitu Reykjavíkur, Seðlabankann, Skógrækt
ríkisins,Tölvumiðstöð sparisjóðanna, Reykjavíkurborg og stofnanir hennar.
Skýrr hf. og AGRESS0 - samstarf sem skilar þér árangri.
í fýrra völdu
alþjóðleg samtök framleiöenda
á viðsiöptahugbúnaði
(BASDA) AGRESSO
besta hugbúnaðarkerfið.
SVsýíxu
ÖRUGG MIÐLUN UPPLÝSINGA
Ármnla 2 ■ 108 Reykjavík • Sími 569 5100
Bréfasími 569 5251 • Netfang agresso@skyrr.is
Heimasíía http://www.skyrr.is
L
Landsbanki Islands ht.
Úr reikningum ársins 1998
SAMSTÆÐA
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1998 ] 1997 Breyting
Hreinar vaxtatekjur 4.477 4.281 +5%
Aðrar rekstrartekjur 2.968 2.686 +10%
Hreinar rekstrartekjur 7.445 6.967 +7%
Rekstrargjöld 5.583 4.984 +12%
Hagn. f. skatta og framl. í afskr.r. 1.862 1.983 -6%
Framlaag í afskríftareikning útlána 1.000 1.013 -1%
Innkomin áður afskrifuð útlán -58 -541 -89%
Skattar 9 100 -91%
Óregluleg gjöld O 1.086 -
Hagnaður ársins 911 326 +179%
Efnahagsreikningur 31. des.: 1998 1997 Breyting
1 Eianir: 1 Milliónir króna
Sjóður, ríkisvíxl. og kr. á lánast. 15.549 15.365 +1%
Útlán 113.045 93.723 +21%
Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. 24.133 10.816 +123%
Aðrar eignir 5.460 4.859 +12%
Eignir samtals 158.187 124.763 +27%
1 Skuldir op eipið té: 1
Skuldir við lánastofnanir 22.082 11.928 +85%
Innlán 73.432 64.661 +14%
Verðbréfaútgáfa 44.691 32.836 +36%
Aðrar skuldir 5.675 6.135 -8%
Víkjandi lán 2.567 2.156 +19%
Eigið fé 9.741 7.047 +38%
Skuldir og eigið fé samtals 158.187 124.763 +27%
Kennitölur 1998 1997
Arðsemi eigin fjár 12,42% 4,95%
Eiginfjárhlutfall 8,72% 8,53% Mk
bankans vaxið mun hraðar á þessu
ári en áætlað var og eiginfjárhlut-
fall bankans ekki hækkað jafn mik-
ið og áætlanir gerðu ráð fyrir.
Þrátt fyrir kostnaðaraðhald hafi
ekki tekist að draga úr heildar-
kostnaði á þessu ári m.a. vegna
fjölgunar starfa á sviði upplýsinga-
vinnslu og sérhæfðrar fjármála-
starfsemi. Þá segir að vegna lækk-
andi vaxtamunar og nokkurrar
hækkunar kostnaðar hafi kostnað-
arhlutfall bankans hækkað milli ár-
anna 1997 og 1998 eða úr um 71,5%
í tæp 75%.
Markmiðssetning Landsbankans
verður aðlöguð fyrrnefndum breyt-
ingum á umhverfi og rekstri bank-
ans. Á árinu 1999 verður lögð höf-
uðáhersla á að lækka kostnaðar-
hlutfallið niður í 70% eða um 5 pró-
sentustig. Því sé ljóst að nokkuð
lengri tíma mun taka að ná settum
markmiðum um lækkun kostnaðar-
hlutfalls en fyrst var áætlað.
Bankaráð Landsbankans hefur
ákveðið að leggja til að arðgreiðslur
hefjist á árinu 1999 eða ári fyrr en
gert var ráð fyrir í útboðslýsingu. Á
fundi sínum í gær ákvað bankaráð
að leggja til á aðalfundi að greiddur
verði 6,2% arður á árinu 1999 eða
sem nemur 400 milljónum, en það
svarar til um 44% af hagnaði ársins
1998. Aðalfundur Landsbankans
verður haldinn þann 22. mars í
Borgarleikhúsinu.
Jákvæð afkoma
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, sagðist vera
ánægður með útkomu bankans og
ljóst væri að markaðurinn hefði
tekið henni sem jákvæðu skrefi í
áframhaldandi uppbyggingu bank-
ans.
„Arðsemin og hagnaðurinn er
betri en við boðuðum í útboðslýs-
ingu okkar, þannig að þetta er góð
útkoma á fyrsta heila ári bankans
sem hlutafélag," sagði Halldór.
Aðspurður um samanburð við
hina viðskiptabankana sagði hann
eðlilegt að niðurstaðan varðandi
Landsbankann væri borin saman
við Islandsbanka sem er næst-
stærsti bankinn, en afkoma hans á
síðasta ári var líkt og undanfarin ár
betri en afkoma Landsbankans.
„Það sem vekur athygli varðandi
íslandsbanka er að aðrar rekstrar-
tekjur eru hærra hlutfall af heildar-
tekjum en í Landsbankanum. Af
samanburði við Islandsbanka er
jafnframt ljóst að við þurfum að ná
betri árangri í lækkun rekstrar-
kostnaðar sem hlutfall af rekstrar-
tekjum. Það verður að hafa það í
huga að Landsbankinn er að fjár-
festa mikið til framtíðar í upplýs-
inga- og tölvukerfum og við erum
að reyna að flýta þeirri uppbygg-
ingu sem verður kostnaðarsöm á
meðan hún stendur yfir. Við náum
að lækka kostnaðinn í almennri
bankastarfsemi, en það verður
kostnaðarauki vegna fjölgunar í
upplýsinga- og tæknimálum bank-
ans. Við fjölguðum heldur störfum í
sérhæfðri fjármálastarfsemi á síð-
asta ári við uppbyggingu á við-
skiptastofu bankans. Þessar að-
gerðir munu skila auknum umsvif-
um og auknum tekjum eins og var
að koma í ljós á síðasta hluta ársins
1998. Til lengri tíma á þetta að geta
leitt til hagræðis með því að nýta
tæknina í rekstri bankans betur en
gert hefur verið til þessa,“ sagði
Halldór.
Óviðunandi afkoma miðað
við rekstrarskilyrði
Þorsteinn Víglundsson, forstöðu-
maður greiningardeildar Kaup-
þings hf., segir ánægjulegt að sjá
að Landsbankinn skilar betra upp-
gjöri en áætlanir hans höfðu gert
ráð fyrir. Spá Kaupþings hafi gert
ráð fyrir um 900 milljóna króna
hagnaði á síðasta ári en í henni hafi
ekki verið gert ráð fyrir innkomn-
um áður afskrifuðum lánum upp á
58 milljónir króna. Þrátt fyrir þetta
sé afkoma bankans óviðunandi og
það valdi vonbrigðum að sjá hversu
illa bankanum vegnaði á síðasta ári
í samanburði við hina viðskipta-
bankana tvo. Hagnaður fyrir fram-
lag í afskriftareikning lækki um 6%
á milli ára, þrátt fyrir að eigið fé
bankans hafi á sama tíma aukist
um 38%.
„Einnig er mjög neikvætt að sjá
rekstrargjöld sem hlutfall af hrein-
um rekstrartekjum vaxa úr 71,5%
árið 1997 í 75% á síðasta ári, á sama
tíma og Búnaðarbanki og Islands-
banki náðu að lækka kostnaðarhlut-
fall sitt all nokkuð. Þá er framlag í
afskriftareikning útlána að lækka á
sama tíma og útlán jukust um 21%.
Á heildina litið er afkoma Lands-
bankans því alls óviðunandi miðað
við hagstæð rekstrarskilyrði fjár-
málafyrirtækja á síðasta ári og ljóst
að bankinn verður að skila umtals-
vert betri afkomu á þessu ári til að
standa undir núverandi gengi,“
sagði Þorsteinn.