Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Landsbankinn skilaði 911 milljóna króna hagnaði á síðasta ári Hagnaðurinn jókst um 179% milli ára HAGNAÐUR Landsbanka íslands hf. nam 911 milljónum króna á ár- inu 1998 samanborið við 326 millj- ónir árið 1997 og jókst hagnaður bankans því milli ára um 584 millj- ónir, eða 179,2%. Pessi afkoma er betri en gert var ráð fyrir í útboðs- lýsingu vegna hlutafjárútboðs bankans, en þar var hagnaður árs- ins áætlaður rösklega 700 milljónir. Arðsemi eiginfjár var 12,4% á árinu 1998 samanborið við 4,9% árið 1997. Bankinn birti afkomutölur síðan um miðjan dag í gær og í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í bankanum úr genginu 2,50 í 2,60, eða um 4%. Þegar frá eru taldir óreglulegir liðir og tekjufærsla vegna áður af- skrifaðra útlána var afkoma Lands- bankans á árinu 1998 af reglu- bundnum rekstri svipuð og á árinu 1997. Áður afskrifuð útlán sem bankinn endurheimti á árinu 1998 námu 58 milljónum, en þessi liður nam 541 milljón árið 1997. í frétta- tilkynningu frá bankanum kemur fram að þetta valdi mestu um að hagnaður fyrir skatta og óreglulega liði lækkar úr 1.512 milljónum í 920 milljónir milli áranna 1997 og 1998. Á hinn bóginn falli engir óreglulegir liðir til í afkomu bankans á árinu 1998, en árið 1997 voru sérstaklega lagðar til hliðar 1.086 milljónir vegna lokauppgjörs lífeyrisskuld- bindinga. Vaxtamunur lækkar um 0,4 prósentustig Hreinar vaxtatekjur samstæðu Landsbankans voru 4.477 milljónir á árinu 1998 og hækkuðu um 196 milljónir eða 4,6% milli ára. Vaxta- munur sem hlutfall af meðalstöðu heildarfjármagns var 3,25% saman- borið við 3,65% á árinu 1997. Aðrar rekstrartekjur voru 2.968 milljónir á árinu 1998 á móti 2.686 milljónum á árinu 1997 og hækkuðu þær um 282 milljónir eða 10,5%. Þar af var gengismunur af annarri fjármála- starfsemi 684 milljónir og jókst hann um 328 milljónir milli ára. Hreinar rekstrai-tekjur samstæðu bankans námu 7.445 milljónum og jukust um 478 milljónir eða um 6,9%. Rekstrarkostnaður nam 5.583 milljónum á árinu 1998 og hækkaði um 599 milljónir eða 12% frá árinu 1997. Launakostnaður hækkaði um 356 milljónir eða 12,9% og vega áhrif kjarasamninga þyngst. Annar rekstrarkostnaður hækkaði um 159 milljónir eða um 8,1% sem skýrist af miklum útgjöldum á sviði tölvu- og hugbúnaðarþjónustu. Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna, sem miðast við framreiknað kostnaðar- verð, námu 350 milljónum á árinu og höfðu hækkað um 85 milljónir frá árinu 1997. Framlag í afskriftareikning út- lána nam 1.000 milljónum sem er svipað framlag og árið 1997. Af- skriftarframlag bankans á árinu 1998 nam um 1% af meðalstöðu heildarútlána og hefur það hlutfall farið lækkandi undanfarin ár. Af- skriftareikningur stóð í 2.486 millj- ónum í árslok sem nemur 2% af heildarútlánum og veittum ábyrgð- um. Fjárfestingar í fasteignum og öðrum varanlegum rekstrarfjár- munum námu um 975 milljónum á árinu en seldar voru eignir fyrir 225 milljónir. Umsvif jukust verulega Umsvif Landsbankans jukust verulega á árinu 1998 eða meira en um langt árabil. Niðurstaða efna- hagsreiknings í árslok 1998 var 158.187 milljónir og hafði hækkað um 33.424 milljónir eða um 26,8% frá árinu 1997. Utlán voru 113.045 milljónir í árslok og höfðu vaxið um 19.322 milljónir. Útlán bankans hækkuðu til allra atvinnugreina á árinu nema til opinberra aðila og lánastofnana. Útlán til sjávarútvegs hækkuðu um 7.041 milljón og voru 38.837 milljón- ir í árslok. Hlutdeild útlána til sjáv- arútvegs var 34,7% af heildarútlán- um til viðskiptamanna, en sama hlutfall var 35,7% árið 1997. Landsbankinn var með um 50% af útlánum viðskiptabanka og spari- sjóða til sjávarútvegs í árslok 1998. Á árinu 1998 hækkuðu gengisbund- in skuldabréfalán mest allra útláns- forma, þ.e. um 12.344 milljónir eða 49,4%. Námu slík lán 37.314 millj- ónum í árslok 1998. Hlutdeild bank- ans í útlánum viðskiptabanka og sparisjóða til viðskiptamanna var 36% í árslok 1998. Markaðsverðbréf og eignarhlutir í félögum hækkuðu um 13.317 millj- ónir og voru í árslok 24.133 mOljón- ir. Innlán að meðtalinni verðbréfa- útgáfu námu 93.218 milljónum í árs- lok 1998 og höfðu vaxið um 11.280 milljónir eða 13,8%. Eigið fé Landsbanka íslands hf. í árslok var 9.741 milljón og jókst um 2.694 milljónir eða 38,2%. Hlutafé bankans í ársbyrjun var 5.500 millj- ónir en á árinu var hlutaféð aukið um 1.000 milljónir að nafnverði. Á árinu tók bankinn víkjandi lán til að styrkja eiginfjárstöðu sína að fjár- hæð 500 milljónir og námu víkjandi lán um 2.567 milljónum í árslok. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD reglum var 8,72% í árslok. Markmið endurskoðuð I markmiðssetningu Landsbank- ans sem birt var á miðju ári 1998 í tengslum við hlutafjárútboð voru sett fram markmið til næstu 4-5 ára. I fréttatilkynningu bankans segir að frá því þessi markmiðs- setning var samþykkt hafi orðið veigamiklar breytingar í rekstri og umhverfí bankans. Útlán hafi auk- ist meira síðustu mánuðina en gert var ráð fyrir og megi einkum rekja það til lánveitinga til stærri fyrir- tækja, þar sem samkeppnin hefur verið hörðust. Þiýstingur á vaxta- mun hefði verið mun meiri en gert var ráð fyrir m.a. vegna vaxandi innlendrar og erlendrar sam- keppni. Þá hafi áhættugrunnur AGRESSO viðskiptahugbúnaður Heildarlausn fyrir fyrirtæki og stofnanir og heldur utan um fjármálastjórnun >- starfsmannastjórnun viöskiptamannabókhald birgðabókhald >- launabókhald »- verkbókhald o.fl. Við hönnun á AGRESS0 var haft að leiðarljósi að notandi gæti valið vélbúnað, gagnagrunna og stýrikerfi óháð hugbúnaði. AGRESS0 hefur verið sett upp í 20 löndum og sem dæmi um notendur hér á landi má nefna Kaupþing, Orkuveitu Reykjavíkur, Seðlabankann, Skógrækt ríkisins,Tölvumiðstöð sparisjóðanna, Reykjavíkurborg og stofnanir hennar. Skýrr hf. og AGRESS0 - samstarf sem skilar þér árangri. í fýrra völdu alþjóðleg samtök framleiöenda á viðsiöptahugbúnaði (BASDA) AGRESSO besta hugbúnaðarkerfið. SVsýíxu ÖRUGG MIÐLUN UPPLÝSINGA Ármnla 2 ■ 108 Reykjavík • Sími 569 5100 Bréfasími 569 5251 • Netfang agresso@skyrr.is Heimasíía http://www.skyrr.is L Landsbanki Islands ht. Úr reikningum ársins 1998 SAMSTÆÐA Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1998 ] 1997 Breyting Hreinar vaxtatekjur 4.477 4.281 +5% Aðrar rekstrartekjur 2.968 2.686 +10% Hreinar rekstrartekjur 7.445 6.967 +7% Rekstrargjöld 5.583 4.984 +12% Hagn. f. skatta og framl. í afskr.r. 1.862 1.983 -6% Framlaag í afskríftareikning útlána 1.000 1.013 -1% Innkomin áður afskrifuð útlán -58 -541 -89% Skattar 9 100 -91% Óregluleg gjöld O 1.086 - Hagnaður ársins 911 326 +179% Efnahagsreikningur 31. des.: 1998 1997 Breyting 1 Eianir: 1 Milliónir króna Sjóður, ríkisvíxl. og kr. á lánast. 15.549 15.365 +1% Útlán 113.045 93.723 +21% Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. 24.133 10.816 +123% Aðrar eignir 5.460 4.859 +12% Eignir samtals 158.187 124.763 +27% 1 Skuldir op eipið té: 1 Skuldir við lánastofnanir 22.082 11.928 +85% Innlán 73.432 64.661 +14% Verðbréfaútgáfa 44.691 32.836 +36% Aðrar skuldir 5.675 6.135 -8% Víkjandi lán 2.567 2.156 +19% Eigið fé 9.741 7.047 +38% Skuldir og eigið fé samtals 158.187 124.763 +27% Kennitölur 1998 1997 Arðsemi eigin fjár 12,42% 4,95% Eiginfjárhlutfall 8,72% 8,53% Mk bankans vaxið mun hraðar á þessu ári en áætlað var og eiginfjárhlut- fall bankans ekki hækkað jafn mik- ið og áætlanir gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir kostnaðaraðhald hafi ekki tekist að draga úr heildar- kostnaði á þessu ári m.a. vegna fjölgunar starfa á sviði upplýsinga- vinnslu og sérhæfðrar fjármála- starfsemi. Þá segir að vegna lækk- andi vaxtamunar og nokkurrar hækkunar kostnaðar hafi kostnað- arhlutfall bankans hækkað milli ár- anna 1997 og 1998 eða úr um 71,5% í tæp 75%. Markmiðssetning Landsbankans verður aðlöguð fyrrnefndum breyt- ingum á umhverfi og rekstri bank- ans. Á árinu 1999 verður lögð höf- uðáhersla á að lækka kostnaðar- hlutfallið niður í 70% eða um 5 pró- sentustig. Því sé ljóst að nokkuð lengri tíma mun taka að ná settum markmiðum um lækkun kostnaðar- hlutfalls en fyrst var áætlað. Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að leggja til að arðgreiðslur hefjist á árinu 1999 eða ári fyrr en gert var ráð fyrir í útboðslýsingu. Á fundi sínum í gær ákvað bankaráð að leggja til á aðalfundi að greiddur verði 6,2% arður á árinu 1999 eða sem nemur 400 milljónum, en það svarar til um 44% af hagnaði ársins 1998. Aðalfundur Landsbankans verður haldinn þann 22. mars í Borgarleikhúsinu. Jákvæð afkoma Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, sagðist vera ánægður með útkomu bankans og ljóst væri að markaðurinn hefði tekið henni sem jákvæðu skrefi í áframhaldandi uppbyggingu bank- ans. „Arðsemin og hagnaðurinn er betri en við boðuðum í útboðslýs- ingu okkar, þannig að þetta er góð útkoma á fyrsta heila ári bankans sem hlutafélag," sagði Halldór. Aðspurður um samanburð við hina viðskiptabankana sagði hann eðlilegt að niðurstaðan varðandi Landsbankann væri borin saman við Islandsbanka sem er næst- stærsti bankinn, en afkoma hans á síðasta ári var líkt og undanfarin ár betri en afkoma Landsbankans. „Það sem vekur athygli varðandi íslandsbanka er að aðrar rekstrar- tekjur eru hærra hlutfall af heildar- tekjum en í Landsbankanum. Af samanburði við Islandsbanka er jafnframt ljóst að við þurfum að ná betri árangri í lækkun rekstrar- kostnaðar sem hlutfall af rekstrar- tekjum. Það verður að hafa það í huga að Landsbankinn er að fjár- festa mikið til framtíðar í upplýs- inga- og tölvukerfum og við erum að reyna að flýta þeirri uppbygg- ingu sem verður kostnaðarsöm á meðan hún stendur yfir. Við náum að lækka kostnaðinn í almennri bankastarfsemi, en það verður kostnaðarauki vegna fjölgunar í upplýsinga- og tæknimálum bank- ans. Við fjölguðum heldur störfum í sérhæfðri fjármálastarfsemi á síð- asta ári við uppbyggingu á við- skiptastofu bankans. Þessar að- gerðir munu skila auknum umsvif- um og auknum tekjum eins og var að koma í ljós á síðasta hluta ársins 1998. Til lengri tíma á þetta að geta leitt til hagræðis með því að nýta tæknina í rekstri bankans betur en gert hefur verið til þessa,“ sagði Halldór. Óviðunandi afkoma miðað við rekstrarskilyrði Þorsteinn Víglundsson, forstöðu- maður greiningardeildar Kaup- þings hf., segir ánægjulegt að sjá að Landsbankinn skilar betra upp- gjöri en áætlanir hans höfðu gert ráð fyrir. Spá Kaupþings hafi gert ráð fyrir um 900 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en í henni hafi ekki verið gert ráð fyrir innkomn- um áður afskrifuðum lánum upp á 58 milljónir króna. Þrátt fyrir þetta sé afkoma bankans óviðunandi og það valdi vonbrigðum að sjá hversu illa bankanum vegnaði á síðasta ári í samanburði við hina viðskipta- bankana tvo. Hagnaður fyrir fram- lag í afskriftareikning lækki um 6% á milli ára, þrátt fyrir að eigið fé bankans hafi á sama tíma aukist um 38%. „Einnig er mjög neikvætt að sjá rekstrargjöld sem hlutfall af hrein- um rekstrartekjum vaxa úr 71,5% árið 1997 í 75% á síðasta ári, á sama tíma og Búnaðarbanki og Islands- banki náðu að lækka kostnaðarhlut- fall sitt all nokkuð. Þá er framlag í afskriftareikning útlána að lækka á sama tíma og útlán jukust um 21%. Á heildina litið er afkoma Lands- bankans því alls óviðunandi miðað við hagstæð rekstrarskilyrði fjár- málafyrirtækja á síðasta ári og ljóst að bankinn verður að skila umtals- vert betri afkomu á þessu ári til að standa undir núverandi gengi,“ sagði Þorsteinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.